Morgunblaðið - 24.11.1999, Page 18

Morgunblaðið - 24.11.1999, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Héraðsdómur Norðurlands eystra fellir dóma í nokkrum árásarmálum Dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir lfkamsárás TVÍTUGUR karlmaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn var kærður fyrr á ár- inu fyrir að hafa á dansleik á Breiðumýri í Reykjadal í Suður- Þingeyjarsýslu í nóvember á liðnu ári slegið mann í höfuðið með bjór- flösku. í gögnum málsins kemur fram að árásin hafi verið tilefnis- laus, en með því að nota glerflösku hafði árásin töluverða hættu í för með sér fyrir brotaþola sem hlaut þó ekki alvarlega áverka. Maðurinn viðurkenndi verknaðinn. Héraðsdómnur Norðurlands eystra hefur einnig dæmt mann um tvítugt fyrir líkamsárás, en hann skallaði rúmlega fertugan mann í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn í janúar síðastliðnum með þeim af- leiðingum að hann hlaut djúpan skurð í andliti. Dómurinn hljóðaði upp á 30 daga fangelsi en fullnustu refsingar frestað og hún mun niður falla að tveimur árum liðnum haldin hann almennt skilorð. Þá var rúmlega tvítugur maður á Akureyri dæmdur í tvegga ára skil- orðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir líkams- árás, en hann var kærður fyrir að hafa slegið mann hnefahögg í and- litið þannig að hann hlaut sár af. Bótakrafa brotaþola hljóðaði upp á tæpar 250 þúsund krónur, en mað- urinn greiddi fullar skaðabætur meðan á meðferð málsins stóð fyrir dómi. Atján ára pOtur hefur í Héraðs- dómi Norðurlands eystra verið dæmdur til sektargreiðslu í ríkis- sjóð en hann var kærður fyrir ölvun og óspektir á almannafæri, m.a. með því að klifra upp á húsþak, öskra, hrækja og láta öllum illum látum þegar lögregla hafði af hon- um afskipti. Með broti sínu rauf hann skilorð héraðsdóms frá því á síðasta ári. Réðst að lögreglu- mönnum Loks hefur Héraðsdómur Norð- urlands eystra dæmt rámlega tví- tugan mann í 60 daga fangelsi, skil- orðsbundið til þriggja ára en hann var kærður fyrir brot gegn vald- stjórninni með því að hafa við fé- lagsheimilið Tjamarborg í Ólafs- firði ráðist að tveimur lögreglu- mönnum með hótunum um ofbeldi er þeir voru að gegna skyldustörf- um auk þess að hindra þá í að færa bróður hans, sem þá var handtek- inn, í lögreglubifreið. Þá sló hann og sparkaði í annan lögreglumanninn og beit hann í kjálkann þannig að hann hlaut meiðsl af. Maðurinn viðurkenndi að hafa viðhaft það athæfi sem áður er lýst en kvaðst hafa verið mjög drukkinn umrædda nótt, hann sæi eftir gjörð- um sínum og hefði greitt fullar skaðabætur þegar eftir var leitað. Skákþing Norðlend- inga í opn- um flokki SKÁKÞING Norðlendinga fyrir árið 1999 í opnum flokki verður haldið að Skipagötu 18, 2. hæð, og hefst það fimmtu- daginn 25. nóvember kl. 20. Tefldar verða sjö umferðir eftir norræna Monrad-kerf- inu. Mótið hefst með því að tefldar verða tvær umferðir, atskákir. Hraðskákmót á sunnudag Þá verða tefldar tvær um- ferðir á föstudag og laugardag en ein á sunnudag, 28. nóvem- ber, og með því lýkur Skák- þingi Norðlendinga. Hraðskáksmót Norðlend- inga verður einnig haldið á sunnudag, 28. nóvmeber, og hefst það kl. 15. Hjartagæslutæki af fullkomnustu gerð afhent Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri Stórbæta þjónustu við sjúklinga með hj artasj úkdóma HJARTAGÆSLUTÆKI af full- komnustu gerð hafa verið tekin í notkun á lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri. Tækin eru gefin af Félagi hjartasjúklinga á Eyjafjarðar- svæðinu og Landssamtökum hjartasjúklinga, auk framlags úr gjafasjóði lyflækningadeildar. Tækin, sem kosta um 11 millj- ónir króna, eru gefín til minn- ingar um Þorstein Svanlaugs- son, sem var einn af stofnendum félagsins á Eyjaíjarðarsvæðinu og var virkur þátttakandi í starfí þess. Þessi nýju hjarta- gæslutæki stórbæta alla þjón- ustu á FSA við sjúklinga með hjartasjúkdóma, bæði hvað Sigurhæðir Ástarljóð ÁTTUNDA ljóðakvöld vetrar- ins verður í kvöld, miðviku- dagskvöldið 24. nóvember í Sigurhæðum, Húsi skáldsins. Þar sem skammdegismán- uðurinn ýlir fer í hönd verður Ijóðakvöldið helgað ástinni í ís- lenskum kveðskap. Húsið er opið írá kl. 20 til 22, en flutningur dagskrár hefst kl. 20.30. varðar öryggi þeirra svo og fljótari greiningarmöguleika á sjúklingum með yfírvofandi kransæðastíflu. Meðal nýjunga í hugbúnaði þessra hjartagæslutækja er svo- kallað MIDA-kerfí, sem gefur möguleika á að fylgjast með starfsemi hjartans mun nákvæm- ar en áður hefur tíðkast, þá sér- staklega með tilliti til blóðþurrð- arsjúkdóma í hjarta. Þetta er mjög mikilvægt hvað varðar nú- tíma meðferðarmöguleika gegn bráðum hjartasjúkdómum. Eftirlit með átta sjúklingum í einu Hjartagæslutækin er þau fyrstu af þessari kynslóð sem tekin eru í notkun hér á landi. Hugbúnaðurinn er frá tölvufyr- irtækinu Hewlett Packard og gefur hann möguleika á eftirliti með átta sjúklingum, þremur hjartagæslutækjum fyrir sjúk- linga á rúmlegu og fimm sendi- tækjum sem gera kleift að fylgj- ast með sjúklingum sem komnir eru með fótaferð. Landssamtök hjartasjúklinga hafa stutt vel við bakið á heil- brigðisstofnunum í gegnum tíð- ina og á þessu ári hafa samtökin gefíð tæki til heilbrigðisstofnana víða um land fyrir yfir 30 miHj- ónir króna. Blaðbera vantar í eftirtalin hverfi HuldugilA/ættagi.l Oddeyrargötu/Brekkugötu Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn Góður göngutúr sem borgar sig Morgunblaðið Kaupvangsstræti 1, Akureyri sími 461 1600 Morgunblaðiö leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaöiö er eina dagblaðið á íslandi sem er ( upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag. Höfuöstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru yfir 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. í !B« í f |S| ' * ' < - ! 'Il| Gísli J. Eyland, formaður Landssamtaka hjartasjúklinga, og formaður Félags hjartasjúklinga á Eyjafjarð- arsvæðinu, afhendir Birni Guðbjörnssyni, yfirlækni lyflækningadeildar, gjafabréf fyrir hjartagæslutækin. Fundur á Fosshóteli KEA á Akureyri Aform um svifbraut upp á Hlíðarfjall ÁHUGAMENN um uppsetningu svifbrautar upp á Hlíðarfjall við Akureyri boða til fundar á Fosshót- eli KEA á morgun, fimmtudaginn 25. nóvember, kl. 20. Ralth Nachbaur, verkfræðingur hjá Doppelmaier í Austurríki, flytur erindi á fundinum og einnig þeir Jónas Frímannsson, yfirverkfræð- ingur hjá Istaki, og Jón Bjömsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norð- lendinga. Hugmyndir um uppsetningu svif- brautar upp á Hlíðarfjall hafa verið lengi í umræðunni og hefur Sveinn Jónsson, framkvæmdamaður í Kálfsskinni, farið þar fremstur í flokki. Sveinn sagði að fundurinn á morgun væri haldinn til að upplýsa þá aðila sem áhuga hafa á því að reisa slíkt mannvirki í Hlíðarfjalli. Hann sagði málið komið á vinnslu- stig og að m.a. væri unnið að við- skiptaáætlun fyrir verkið. Samveru- stund eldri borgara SAMVERUSTUND með eldri borgurum verður í Safnaðar- heimilinu á Akureyri fimmtu- daginn 25. nóvember og hefst hún kl. 15. Ræðumaður verður Björn Þorleifsson skólastjóri. Harmonikkunemendur úr Tón- listarskólanum á Akureyri leika og þá verður almennur söngur og endað með helgi- stund auk þess sem boðið verð- ur upp á kaffiveitingar. Bílferð verður frá Kjarnalundi kl. 14.15, frá Hlíð kl. 14.30 og úr Víðilundi kl. 14.45. Þórshafnar- og Svalbarðshreppur Ferðamálafélagið Súlan stofnað FERÐAMÁLAFÉLAGIÐ Súlan var nýlega stofnað í Þórshafnar- og Svalbarðshreppi, en nafnið skírskot- ar til hinnar miklu súlubyggðar á Langanesi. Markmið félagsins er að treysta norðausturhorn landsins í sessi sem áhugaverðan kost ferðamanna, inn- lendra sem erlendra. Svæðið Þistil- fjörður-Langanes er æði mörgum óþekkt þó sífellt fleiri ferðamenn leggi þangað leið sína. Engu að síð- ur er það svo að til að mynda Langa- nesið er því sem næst ónumið land en möguleikar sem þar bjóðast mikl- ir og mun félagið í samvinu við aðra í ferðaþjónustu vinna að uppbygg- ingu þess. Óvíða á íslandi er jafnauðvelt að kynnast andrámslofti liðins tíma og á þessum slóðum, víða blasa við verksummerki gamalla atvinnuhátta og merkum, gömlum byggingum hefur verið sýnd mikil virðing og rækt segir í frétt frá félaginu. í sam- vinnu við Þjóðminjasafn er gamli prestbústaðurinn á Sauðanesi í end- urbyggingu og mun ásamt umhverfi verða opnaður gestum árið 2000 eða 2001 eftir því sem verki miðar. I stjórn félagsins voru kosin þau Mirjan Blekkenhorst, formaður, Guðni Hauksson, gjaldkeri, Karen Konráðsdóttir, ritari og Bjarnveig Skaftfeld og Magnús Már Þorvalds- son.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.