Morgunblaðið - 24.11.1999, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 24.11.1999, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ i_________________________&_____»_____________ , . i. ,aa n r r v, wpaar,., ,.ir ______i____________ Helena Steinþórsdóttir, Brautarhoiti, og Valgerður Kristmundsdótt- Veggskreytingar í skólanum vöktu athygli. ir, Haga, sneiða afmælistertu í kaffiboðinu. Flúðaskóli 7 0 ára Fjölmenn afmælishátíð og kynning á skólastarfínu Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Nemendur í Flúðaskóla voru sumir vel skreyttir á afmælishátíðinni. Hrunamannahreppi - Vegleg af- mælishátíð var haldin í Flúða- skóla fimmtudaginn 18. nóvember þar sem þess var minnst að sjötíu ár eru síðan skólinn tók til starfa. Athöfnin hófst í íþróttahúsinu með ávarpi skólastjórans, Bjarna H. Ansnes. Nokkrir tóku til máls og færðu skólanum gjafír fyrir hönd félagasamtaka eða einstakl- inga um leið og þeir fluttu skólan- um árnaðaróskir. Aðaldagskráin var fjölbreytt kynning á skóla- starfinu. Nemendur og kennarar skreyttu veggi í skólastofum og á göngum með margvíslegum teikn- ingum og úrklippum. Sjá mátti sögusýningu frá starfsemi skól- ans, sem var afar fróðleg, einnig sýningu af myndbandi frá ýmsu í skólastarfinu og tölvuverið var opið og sýndu nemendur nokkuð af þeirri tækni sem tölvur hafa uppá að bjóða, svo eitthvað sé nefnt. íþróttastarfið var kynnt, en það er mjög öflugt og má geta þess að nemendur hafa náð góð- um árangri í körfubolta í sínum aldurshópum í keppni víðsvegar á landinu. Nemendurnir stóðu fyrir kaffihúsi þar sem meðal annars voru bornar fram veglegar af- mælistertur. Fjölmenni heimsótti skólann á afmælishátíðinni sem þótti takast vel. I Flúðaskóla eru nú 167 nem- endur í 1.-10. bekk, kennarar eru 19 auk þroskaþjálfa og þriggja skólaliða. Alls vinna 30 manns við skólann og eru skólabílstjórar þá ekki taldir með. Barnaskólinn á Flúðum tók til starfa 27. október 1929 og var skólahúsið reist þá um sumarið og þótti vegleg bygging á þeirra tíma mælikvarða. Mun það hafa verið þriðja barnaskólahúsið á landinu með heimavist, en Arnes- þing var fyrst allra sýslufélaga að leggja niður gömlu farskólana. Landið sem skólinn var byggður á er úr jörðinni Hellisholtum og mun góður aðgangur að jarðhita hafa skipt nokkrum sköpum um staðarval. Einnig það að Flúðir eru miðsvæðis í sveitinni. Nýr skóli var síðan tekinn í notkun haustið 1968. Var þá gert ráð fyrir 60 nemendum og flest- um í heimavist. Gagnfræðapróf tóku nemendur við skólann fyrst 1975, en með nýju grunnskólalög- unum lagðist það af þegar sam- ræmdu prófin tóku við og 6 ára nemendur urðu skólaskyldir. Heimavist lagðist endanlega af 1991 og hafði þá verið að fjara út um nokkurt skeið og akstur nem- enda til og frá skóla tók við. Hús- næði skólans er fyrir löngu orðið of lítið, eru nemendur í 8.-10. bekkjum einnig úr Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Er tveimur bekkjardeildum kennt í félags- heimilinu. Haustið 1998 fékk skól- inn mjög fullkomið tölvukerfi sem allt er nettengt, en 23 tölvur eru notaðar í skólanum. Skólastjórar hafa verið 11 frá upphafi og var Ingimar H. Jó- hannesson fyrsti skólastjórinn en Bjarni H. Ansnes hefur gegnt stöðu skólastjóra síðan 1972. Þá er leikskóli rekinn í tengslum við skólann með þeirri námskrá fyrir leikskóla sem nýlega tók gildi og eru nú 52 börn í leikskólanum en munu fjölga nokkuð eftir áramót- in. Skólastjóri leikskólans er Hanna Málmfríður Harðardóttir. Gaulverja- bæjarkirkja Fjöl- menni í 90 ára afmælis- messu Gaulverjabæ - Fjöldi gesta, alls um 140 manns, mættu í messu og afmælishóf vegna 90 ára vígsluafmælis kirkjunnar í Gaulverjabæ. Vígslubiskup, séra Sigurður Sigurðarson í Skálholti, flutti prédikun. Einnig heimsótti staðinn séra Magnús Guðjóns- son fyrrum sóknarprestur, en séra Valgeir Ástráðsson komst ekki vegna veru erlend- is. Séra Sigurður bar lof á kirkjuna sjálfa og umhverfi hennar. Hins vegar væri sókn- in það fámenn að í raun bæri ekki lengur skylda tO að halda úti sóknarstarfi, en slíkt væri alfarið í höndum sóknarbarna og góð mæting bæri vott góð- an hug fólks til kirkjunnar. Að messu lokinni var af- mælishóf í félagsheimilinu Fé- lagslundi. Formaður sóknar- nefndar, Guðrún Jóhannesdóttir, Fljótshólum, setti samkomuna og að loknu veislukaffi söng Berglind Ein- arsdóttir nokkur lög við góðar undirtektir. Píanóundirleik annaðist Robert Darling. Að því loknu flutti Helgi ív- arsson í Hólum, bóndi og fræðaþulur, sögu kirkjunnar í ítarlegu og fróðlegu erindi. Prestakallið var eftirsótt fyrr á öldum og tengsl náin við Skálholt og Skálholtsbiskupa. Hann kvað Gaulverjabæjar- prestakall hafa verið eitt hið fjölmennasta á landinu í byrj- un 18. aldar. Einnig ávarpaði séra Magnús samkomuna, en hann þjónaði kirkjunni í 20 ár, en séra Úlfar Guðmundsson kvaðst vera að ná honum, búinn með 19 ár í starfi. Hann kvað gæfu kirkjunnar að eiga trútt starfsfólk en hins vegar vildi hann sjá meira af yngra fólkinu koma að safnaðar- starfinu. MOGGABÚÐIN _ íslandspóstur hf er ný verslun á mbl.is. Þar getur þú keypt boli, töskur, klukkur o.fl. á einstöku verði beint af Netinu og á öruggan hátt. Þú skoðar vörurnar og pantar á mbl.is og (slandspóstur sendir þær heim til þín eða á vinnustað. EINFALT 0 G ÞÆGILEGT! <|>mbl.is Þú getur iíka komið við hjá okkur í Morgunblaðshúsinu Kringlunni 1 og keypt vörurnar þar. ^alltaf eitthvao hýtt~ mbL.i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.