Morgunblaðið - 24.11.1999, Side 27

Morgunblaðið - 24.11.1999, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 27 ERLENT EgyptAir-slysið við Nantucket Menningarárekst- ur flækir rannsókn HRAP egypsku Boeing-breiðþot- unnar við strönd Massachusetts í lok október hefur auk alls annars valdið menningarárekstri milli Egypta og Bandaríkjamanna. Hin- um fyrrnefndu þykir samgönguör- yggisráðið bandaríska, NTSB, ekki hafa gætt nægilegrar vark- ámi þegar farið var að túlka það sem heyrðist á hljóðupptökum flugmannanna. NTSB ákvað í liðinni viku að færa stjóm rannsóknarinnar á harmleiknum undir alríkislögregl- una, FBI, en hætti við það vegna mótmæla stjórnvalda í Kaíró. f’au töldu að orð sem aðstoðarflugmað- ur lætur falla í upptökunum hefðu verið oftúlkuð sem merki um að hann hygðist steypa þotunni í haf- ið. Einnig virðist ljóst að á bak við tjöldin sé háð barátta milli stofn- ana í Bandaríkjunum um yfir- stjórn rannsóknarinnar. Þannig sagði Jim Hall, yfiraiaður NTSB, í vikunni að ekki væri rétt að full- yrða nokkuð um orsökina. Hann kvartaði undan því að upplýsingum um rannsóknina hefði verið lekið í fjölmiðla og sagði ennfremur að ásakanir um sekt að- stoðarflugmannsins hefðu valdið fjölskyldu mannsins miklum sár- sauka. Einnig hefðu þær skaðað samskipti Egypta og Bandaríkja- manna. Egyptar segja að hefðbundin bænarorð múslima hafi strax verið túlkuð sem yfirlýsing um að flug- maður hygðist fyrirfara sér og draga 216 manns með sér í dauð- ann. Segja margir Egyptar að skýring bandarísku rannsókna- rmannanna sé snöggsoðin og lýsi hroka og fáfræði um trúarbrögð og hefðir múslima, sem líta á sjálfsvíg sem ófyrirgefanlegan glæp. Vitað er að sjálfsvíg era jafn al- geng meðal Egypta og annarra þjóða, að sögn dr. Josetter Abdull- ah, yfirmanns sálfræðideildar Bandaríska háskólans í Kaíró, en það sé ekki rætt hreinskilnislega um slík mál. Ef fólk er spurt svar- ar það því til að enginn Egypti fremji sjálfsvíg, segir Abdullah. Með sjálfsvígi kallar gerandinn auk þess mikla skömm yfir fjöl- skyldu sína og alla ættina. Gjáin breikkar í dagblaðinu Los Angeles Times segir að atburðurinn hafi enn dýpkað gjána á milli Bandaríkja- manna og þjóða islams. Orð að- stoðarflugmannsins Gameels El- Batoutys, „Tawakalt ala Allah“, séu bænarorð sem trúaðir arabar fari með á degi hverjum, orðin merki einfaldlega: Ég treysti Guði. Á hinn bóginn segja heimildar- menn að varla geti talist eðlilegt að maðurinn hafi endurtekið bænar- orðin svo oft; samkvæmt sumum þeirra segir hann þau alls 14 sinn- um á nokkram mínútum. I bandarískum fjölmiðlum var einnig fullyrt að El-Batouty hefði sagt „Ég hef tekið ákvörðun" en Jim Hall hefur lýst því yfir að setn- ingin sé alls ekki á upptökunum. Sagt er að þótt samskipti ríkis- stjóma landanna tveggja hafi ekki versnað í kjölfar slyssins gegni öðra um þjóðirnar. Efast megi um að egypskur almenningur muni nokkum tíma fást til að trúa því að aðstoðarflugmaðurinn hafi fyrir- farið sér og dregið aðra um borð með sér í dauðann. Að sögn banda- ríska blaðsins fullyrðir háttsettur, vestrænn stjómarerindreki að Egyptar hafi frá upphafi reynt að hampa öllum öðram skýringum en þeim sem varpi ábyrgð á Egypt- Air. Emad Din Adid, ritstjóri dag- blaðsins Aí Aíam A1 Aom, er ósam- mála og segir að telji egypskur almenningur að rannsóknin sé heiðarleg muni hann sætta sig við að Egyptar beri ábyrgðina. Fordómar gagnvart múslimum Egyptar telja að fordóma gagn- vart þeim og öðram múslimum gæti í rannsókninni. Þeir minna einnig á að þegar þota TWA-fé- lagsins fórst fyrir nokkram áram og einnig þegar hús alríkislögregl- unnai-, FBI, var sprengt í loft upp í Oklahoma hafi menn verið of fljót- ir á sér. I bæði skiptin hafi fjölmiðlar og almenningur um- svifalaust skellt skuldinni á hryðjuverkamenn úr röðum músl- ima en síðar hafi komið í ljós að enginn fótur hafi verið fyrir þeim ásökunum. Almenningur í Egyptalandi og öðram ríkjum Miðausturlanda er einnig tortryggnari en Banda- ríkjamenn og flestar vestrænar þjóðir þegar stjórnvöld ber á góma. Ef gefið er í skyn að flug- maðurinn hafi valdið slysinu era flestir Egyptar reiðubúnir að líta svo á að um samsæri sé að ræða, reynt sé að dylja að eitthvað ann- að, til dæmis bilun í flugvélinni, hafi verið orsökin. Talsmenn Bandaríkjastjórnar séu vísir til að vernda frekar hagsmuni Boeing- verksmiðjanna en komast að sann- leikanum. Reynsla fólks í Miðausturlönd- um af valdhöfum, sannleiksást þeima og réttlæti í aldanna rás er ekki slík að þeir trái umsvifalaust skýringum þeirra. Því finnst Egyptum bandarískur almenning- ur ótrálega einfaldur og trúgjarn. Einhver, t.d. ísraelska leyniþjón- ustan, Mossad, eða sú bandaríska, CIA, geti vel hafa hróflað við hljóð- upptökunum til að þær hentuðu hagsmunum annarra en hinna látnu. Flýtirinn við að fínna aðra skýringu en tæknigalla eða bilun bendi eindregið til þess að sam- særi sé á ferðinni. Annað sem skilur á milli þjóð- anna er afstaðan til tæknilegra lausna. „Bandaríkjamaður álítur sig hafa stjórn á eigin lífi og leggur traust sitt á tækni og vísindi en niðurstaða Egyptans er að eilífðin sé sterkari en maðurinn, enginn geti staði einn og betra sé að hafa Guð sér til halds og trausts," segir Mohamed Abdel Moneim, ritstjóri tímarits í Egyptalandi. Daihatsu f er þínar eigin spamaðarleiðir f® kJLrmiQS SAH/vm w y ?*»>**. •*- TERIOS GRAIM MOVE APPLAUSE fágaður og öflugur fjölskyldubíll með 100 hestafla vél. rúmgóður fjölnotabíll sem hentar jafnt í snúninga sem ferðalög. fjórhjóladrifsbíll með læsanlegum millikassa og tregðulæsingu --------- CuoRE ofursparneytinn fimm dyra smábíll á einstöku verði. SIRION CX stílhreinn og framsækinn smábíll með öllu. SIRION 4x4 öruggur sparnaður með alsjálfvirku fjórhjóladrifi. Reiknaðu dæmið til enda Japönsku gæðingamir frá Daihatsu eru annálaðir fýxir gott verð, spameytni, lítið viðhald og auðvelda endursölu. Lægri bifreiðagjöld og tryggingariðgjöld koma eigendum Daihatsu enn frekar til góða. brimborg.is Daihatsu býður fjölbreytt úrval bíla, með miklum staðalbúnaði. Daihatsu hefur þá sérstöðu að allir bílamir fást sjálfskiptir. Þú getur skoðað bílana á brimborg.isogsannreyntkostiþeirra í reynsluakstri. DAIHATSU Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5, Akureyri Slmi 462 2700 Bíley Búðareyri 33, Reyðarfirði Sími 474 1453 Betri bílasalan Hrlsmýri 2a, Selfossi Sfmi 482 3100 Bílasalan Bílavík Holtsgötu 54, Reykjanesbæ Sími 421 7800 Tvisturinn Faxastíg 36, Vestmannaeyjum Sími 481 3141 brimborg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.