Morgunblaðið - 24.11.1999, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Góðar minningar
BÆKUR
Æ v i s ö g ii r
LÍFSGLEÐI VIII
Þórir S. Guðbergsson skráði. Ljós-
myndir: Ljósmyndastofan Nær-
mynd. Prentvinnsla Oddi hf. Leiðb.
verð: 3.480 kr.
ÞETTA er áttunda bindi bóka-
flokksins Lífsgleði, sem hefur að
geyma þætti æviminninga eftir fólk
úr ýmsum áttum sem vakið hefur
athygli samferðamanna sinna fyrir
störf sín eða áhugamál.
I þessu bindi eru frásagnir fimm
einstaklinga, þeirra Arna Pálsson-
ar sóknarprests, Herdísar Egils-
dóttur kennara og rithöfundar,
Margrétar Hróbjartsdóttur hjúk-
runarfræðings og kristniboða, Rúr-
iks Haraldssonar leikara og Ævars
Jóhannessonar grasalæknis.
Þættirnir eru innbyrðis næsta ól-
íkir sem ljær bókinni fjölbreytt yf-
irbragð, Ami Pálsson ritar hefð-
bundinn en skemmtilegan þátt um
lífshlaup sitt og störf sem sóknar-
prestur á Snæfellsnesi í sókn afa
síns, hins þjóðþekkta Ama Þórar-
inssonar prófasts. Arni segir
skemmtilega frá afa sínum og
minningum af því þegar Þórbergur
Þórðarson ritaði ævisögu séra
Árna sem allir lásu á
sínum tíma og er lík-
lega ein besta ævisaga
sem rituð hefur verið
hér á landi.
Herdís Egilsdóttir
rifjar upp æsku sína
og uppvaxtarár á
Húsavík og leggur
áherslu á hversu mik-
ilvægt er að varðveita
bamið í sjálfum sér.
Starf hennar sem
barnakennari við
ísaksskóla í Reykjavík
í 45 ár er henni hug-
leikið og þaðan á hún
margar hlýjar minn-
ingar.
Margrét Hróbjartsdóttir segir
frá trúboðsstarfi í Konsó í Afríku,
en þar hefur um áratuga skeið ver-
ið unnið gríðarlega merkilegt starf
af íslenskum trúboðum sem fáir
vita í hverju er fólgið. Er frásögn
Margrétar saga af fómfúsu og
óeigingjömu lífsstarfi sem byggt er
á sterkri og einlægri trú.
Rúrik Haraldsson rifjar upp sög-
ur af uppvaxtarárum sínum í Vest-
mannaeyjum en þaðan á hann
margar góðar minningar. Ferill
hans sem leikari við Þjóðleikhúsið
um nær 50 ára skeið væri sjálfsagt
efni í heila bók en hér fer Rúrik
hratt yfir sögu og nefnir aðeins það
helsta. Gaman er að
lesa hugleiðingar hans
um starf leikarans og
upprifjanir hans af
minnistæðum hlut-
verkum og viðburðum
í leikhúsinu.
Ævar Jóhannesson
sem orðinn er lands-
þekktur fyrir lúpínu-
seyði sitt sem krabba-
meinssjúklingar hafa
notið góðs af - sem og
fleiri - segir merki-
lega sögu af því
hvernig uppskrift
þessa seyðis vitraðist
honum í gegnum
miðla og huglækna.
Einnig rekur hann hvernig lækn-
ingamáttur lyfsins varð honum
smám saman ljós og hversu mikil-
vægt það hefur reynst mörgum
sem átt hafa við alvarlega sjúk-
dóma að stríða.
Þórir S. Guðbergsson skráir
þættina og ljær þeim samræmi í
stíl, þótt einkenni hvers sögumanns
haldi sér og lesandinn fái nokkuð
glögga hugmynd um persónuna
sem að baki býr. Þetta er lipur og
fróðleg lesning, vafalaust mörgum
kærkomin enda hafa fyrri bækur í
þessum flokki notið vinsælda.
Hávar Sigurjónsson
Þórir S.
Guðbergsson
KVIKMY]\DIR
Bfóborgin, Bf6hö11in,
Kringlubíó, Regn-
bogi nn, Nýja Bíó A k-
ureyri og Kellavík
TARSAN - TARZAN ★★★
Teiknimynd. Leikstjórar Chris
Buck, Kevin L. Handritshöfundur
Tab Murphy, byggt á sögupersónu
Edgar Rice Burroughs. Tónskáld
Phil Collins. Aðalraddir Tony
Goldwyn, Minnie Driver, Brian
Blessed, Glenn Close, Nigel Haw-
thorne, Lance Hendriksen, Rosie
O’Donnell. 90 mín. Bandarísk.-
BuenaVista, 1999.
TARSAN er gamalgróin kvik-
myndahetja sem hefur verið túlkuð
í gegnum tíðina af fjölda leikara og
íþróttagarpa. Undarlegt má teljast
að allar hafa þær verið hræódýrar
B-myndir ef undan er skilin
Greystoke, (’84), þar sem Christop-
her Lambert var svo átakanlega
misráðinn í hlutverk apamannsins
að Johnny sundgarpur Weissmiill-
er, lítur út einsog stórleikari við
hliðina á honum. Nú hefur Disney
bætt um betur og gert stórgóða
Eg Jane,
þú
Tarsan
teiknimynd um kappann. Það má
finna helst að henni að söguþráður-
inn er dálítið lummulegur en það
kemur ekki mikið að sök, a.m.k.
hvað smáfólkið varðar.
Fyrstu Tarsanbókinni er fylgt
eftir í byrjun. Foreldrar Tarsans
(Tony Goldwyn), verða skipreika
við Afríkustrendur ásamt nýbor-
inni söguhetjunni. Hann skrimtir
einn af hörmungarnar þar sem hon-
um er borgið af górillunni Kölu
(Glenn Close), með nokkurri van-
þóknun Korchaks bónda hennar
(Lance Hendriksen). Apabróðir
elst upp með górillunum og aðlag-
ast sínum loðnu vinum. Lærir
kúnstii' þeirra og lífshætti og er
kominn á kynþroskaaldur þegar
Jane (Minnie Driver), birtist einsog
frelsandi engill ásamt karli föður
sínum (Nigel Hawthome) og vafa-
sömum veiðimanni (Brian Blessed).
Annars er ekki gott ,að segja hvað
hefði getað gerst í myrkviðnum.
Teikningarnar eru ótrúlega
giæstar, einsog Disney-manna er
von og vísa. Framvindan fjörleg og
fyndin þótt hún sé ekki beinlínis
frumleg. Tónlist Phils Collins er
dúndurgóð og hentar vel athöfnum
apamannsins og umhverfi hans. Eg
fór (fyiir misskilning) á frumútgáf-
una og get því ekki dæmt um ís-
lensku talsetninguna, sem einnig er
í gangi. Astæðulaust að ætla annað
en hún sé í góðum höndum. Ensku-
mælandi leikararnir standa sig með
mikilli prýði, einkum Minnie Driver
ovg Lance Hendriksen. Sýnir val
hans víðsýni og smekkvísi aðstan-
denda myndarinnar því karlinn er
ekki beinlínis þekktur fyrir barna-
gælur. Goldwyn er svolítið velluleg-
ur Tarsan og teiknifígúran oft
furðu lík leikaranum Brad Dourif
(One lew Over the Cuckoo’fs Nest),
af öllum mönnum. Sú hefur örugg-
lega ekki verið ætlunin þó þessi út-
gáfa af ævintýrum apamannsins sé
á fisléttum nótum og öndvegis-
skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Disney-mynd einsog hún á að vera.
Sæbjörn Valdimarsson
Ognir hvers-
dagsleikans
HVÍLDARDAGAR
heitir ný skáldsaga
eftir Braga Ólafsson
rithöfund. Sagan
hefst á því að aðal-
persónu hennar er
bent á að taka sér
sumarfrí, þar eð hún
á inni langt sumarfrí
og hún, sem er karl-
maður á milli þrítugs
og fertugs, fer heim
til sín og byrjar að
hafa ofan af fyrir sér
í frfinu.
Sögur af sumar-
fríum gerast oft ekki
heima hjá fólki heldur
á fjarlægum slóðum,
undir þeim kringumstæðum sem
fólki eru ókunnugar. En sagan
Hvíldardagar gerist í heima-
byggð og ævintýrin og upp-
ákomurnar eru jafn margbrotin
og sögur með drekum og úlfum.
Því ógnirnar eru alls staðar:
„...fólk er hvergi óhult, hvorki
úti á götu né heima hjá sér. Það
er helst að maður finni til örygg-
is í leigubílum,
sgir söguhetjan sem lifir lík-
lega utan við það sem venjuleg-
ast er kallað lf og segir sögu
sína í fyrstu persónu á þann hátt
að nálægðin á milli hennar og
lesandans verður algjör og ótti
hennar verður hans.
„Ég er ekki einmana maður þó
persónurnar sem ég skrifa séu
oft á tíðum einar í heiminum,"
segir Bragi Ólafsson þegar hann
er spurður út í einsemd per-
sónanna í verkum hans. „Þegar
persónurnar í ljóðum minum eru
einar þá er það yfirleitt vegna
þess að það þarf ekki nema eina
manneskju í Ijóð. Og þær eru
ekki ég sjálfur. Maður býr til
persónur til að hafa einhvern að
spjalla við. Svo samtalið sem
maður á við sjálfan sig, sem
skriftir eru í eðli sínu, verði
áhugaverðara.
Líf mannsins í Hvfldardögum
er fyrir mér dramatískt. Þó
drama hans gerist ekki á yfir-
borðinu því maðurinn forðast að
hafa samskipti við fólk og þarf
því þess meira að hafa samskipti
við sjálfan sig.
Ég hugsaði ekki bókina sem
fyndna. En ég held að það sé
eitthvað kómískt við þennan
mann og um leið eitthvað tra-
gískt. Kannski verður útkoman
tragíkómísk, hver veit. Ég var
spurður að því um
daginn hvort ég
hlæi með honum
eða að honum, og
ég er frekar viss
um að ég hlæi með
honum, ekki að
honum. Bókin á
ekki að vera kald-
hæðin.
Ég byrjaði á
verkinu fyrir einu
og hálfu ári og
skrifaði það svotil í
einum rykk. Við
hlið þessa manns
sem segir söguna
fannst mér mjög
gaman að lifa á
þessum tíma, svo veit ég ekki
hvort hann verður áfram hluti
að sjálfum mér eða ekki. Upp-
haflega hafði hann nafn sem ég
læt náttúrlega ekki uppi, mér
fannst hæfa honum betur að
vera nafnlaus. Lesandinn fær
aldrei að sjá hann að utanverðu
eða með augum annarra að öðru
Ieyti en því að í samtölum hans
við systur og mömmu kemur í
Ijós að þær hafa áhyggjur af
honum. Hann lýgur mjög oft en
lygi hans hefur engan tilgang og
virðist vera eiginleiki sem hann
hefur óvart áunnið sér. Þó er
hann kannski eitthvert saklaust
og hlutlaust ego sem býr ekki
bara í honum heldur í fleirum en
okkur grunar. Ég held jafnvel að
vandamál hans, sem meðal ann-
ars felast í fælni við ákvarðanir,
séu algengari en maður ímyndar
sér.
Ég mundi segja að sagan fjalli
frekar um ótta en einmanaleika.
Manninum 1 sögunni þarf ekki
sjálfum að liða einmana þó hann
sé mikið einn. Hann á sitt innra
líf. Föstu punktarnir í lífi hans
eru heimsóknir til gamallrar
konur og sama vinarins á hverj-
um sunnudegi klukkan tvö.
Hann gerir sér sjálfur ekki grein
fyrir því hvað hann hræðist
smærri sem stærri ákvarðana-
tökur. Með því að skrifa bókina
er ég að hjáipa honum að yfir-
vinna óttann. Hvort sem það
tekst eða ekki.“
Lokaorð viðtalsins verða sótt
til Hvfldardaga: „Það segir sig
sjálft að þegar margt fólk kemur
saman verður hættan á að eitt-
hvað fari úrskeiðis margfalt
meiri. Fólk er alltaf öruggast út-
af fyrir sig.“
Bragi
Ólafsson
Ljóð í flaumi
frásögunnar
BÆKUR
Skáldsaga
BIRTANÁ FJÖLLUNUM
eftir Jón Kalman Stefánsson.
Bjartur, 1999 - 327 bls.
SKÁLDSKAPUR er skáldum
ávallt nærtækt yrkisefni og ekki
síður tilvera skáldsins. Ófáar bækur
íslenskar fjalla um slíkan heim og
það gerir öðrum þræðinum Birtan á
fjöllunum eftir Jón Kalman Stefáns-
son. í upphafsorðum segir sögu-
maður að stundum sé eins og allt
það liðna verði að ljóði: „Eins og
minningarnar séu í ljóðum þar til
reynt er að koma þeim í orð. Þá
breytast þær í sögu.“ Slíkt ljóð sem
breytist í sögu og berst í flaumi
hennar er Birtan á fjöllunum.
Ekki þarf lengi að lesa þar til Ijóst
er að við erum stödd í kunnuglegum
heimi í sveit vestur á landi. Per-
sónur og sögusvið eru kunnugleg úr
fyrri bókum höfundar, ekki síst úr
Sumrinu bak við brekkuna. Mér
sýnist þó höfundur skrifa ef eitt-
hvað er af heldur meiri styrk. Það
hefur einkennt sögur Jóns hversu
persónurnar eru stórbrotnar, sum-
ar jafnvel tröllslegar.
I þessari bók þykir mér áberandi
hversu einstefndar þær eru eða
mónómanískar. Skáldið og fræði-
maðurinn Starkaður sem fórnar
öllu fyiir skáldskapinn og ástina,
Frömuðurinn sem lifir fyrir eina
hugmynd, túrismann, Postulinn
sem heldur ótrauður áfram verki
föðurins að endurskrifa Biblíuna
með orðum Guðs eins eða Bjöm frá
Hnúkum sem reynir að ryðja nú-
tímanum braut inn í heim sögunnar
aftur og aftur þrátt fyrir mótlæti og
andúð sveitunganna sem vilja halda
í ljóðið í sveitinni. Mér er nær að
halda að öll þessi einstefna í hugsun
sé meðvituð af höfundar hálfu. Á
einum stað segir: „Guðmundur, þú
veist að það er hvergi einstefna
nema í hugsun
mannsins." Enda þótt
meginhugsunin sé sú
að skynsvið mannsins
sé takmarkað og
þarna sé ekki verið að
tala almennt um per-
sónur, verður ekki
betur séð en að tilvera
persónanna sé dregin
upp til að endurspegla
þessa lífssýn.
Að þessu leyti sker
verk Jóns sig ekki
mikið frá verkum
hörðustu töfraraun-
sæismanna eða boð-
bera hins ímyndaða
raunsæis sem raunar
eiga sér langa hefð hér á landi, e.t.v.
frá upphafi sagnaritunar. Það er
líka aldrei að vita upp á hverju per-
sónurnar taka. Það þykir sjálfsagt í
þessum söguheimi, þótt það þyki tU
tíðinda, að maður deyi og rísi upp
annar maður ellegar að persóna
með guðlegu yfírbragði heimsæki
menn og útdeili þeim örlögum og við
upplifum jafnvel upphafningu fólks
að ógleymdum ótal draugasögum
sem verða býsna raunverulegar.
Sögumaður hefur tvíþættu hlut-
verki að gegna, rekur söguna eins
og hún birtist honum sem bam og
dregur almennar ályktanir fullorð-
inn maður. Þetta gerir
textann ofurlítið tví-
ræðan og eykur á ljóð-
ræna upplifun hans.
Sagan er líka svolítill
smáheimur. I honum
gerist ekki endilega svo
margt markvert. Það
þylga tíðindi ef maður
kemur í heimsókn. Hún
er samt innansveitar-
króníka sem speglar
samtíð okkar. Eða
hvemig ber að skilja
umræðu um ljósvæð-
ingu sveitarinnar og
malarnám sem leiðir til
illdeilna og átaka öðm
vísi en sem aldarspegil?
Það er ekki svo lítið gasprað um um-
hverfismál um þessar mundir.
En umfram allt er sagan dulúðug
og ljóðræn. Stfll Jóns einkennist
ekki bara af ljóðrænu heldur einnig
af því að höfundur er býsna gjarn á
það að búa sögum sínum rökkvað og
vætusamt sögusvið. Það er því
fremur dimmt yfir sögunni og það
ásamt því hversu tamt Jóni er að
láta persónurnar stíga í ræðupúlt,
eiginlegt og óeiginlegt gerir yfir-
bragð sögunnar fremur þungt og
drungalegt.
Sagan er einnig mjög bók-
menntaleg og á sinn hátt póstmód-
emísk. Víða er vísað til hinna og
þessara rita og margir bændur
sveitarinnar eru margfróðir bók-
menntafræðingar sem hafa á tak-
teihum skoðanir á þeim Þórbergi
Þórðarsyni og Halldóri Kfljan Lax- |
ness. Raunar finnst mér sagan í i
heild vera vísun í Heimsljós Hall- |
dórs og raunar hugmyndaheim Nó- *
belsskáldsins. Halldór Laxness hef-
ur gefið einni persónu sögunnar
mynd í fimmtugsafmælisgjöf, Gest-
ur í lok sögunnai- sem ýmist nefnir
sig Garðar eða Snorra hefur ýmis
taoísk einkenni og varla tilviljun að
hann tengist í senn guðdómi og bók
Postulans um orð Guðs eins.
Skáldskapurinn rammar líka :
báðar sögurnar inn og höfuðpersón- g
umar leysast upp í lokin, renna |
saman við morgunroða himinsins P
líkt og Ljósvíkingurinn forðum.
Sagan er því öðrum þræðinum óður
tfl skáldskaparins, fegurðarinnar og
guðdómsins í fegurðinni.
Þótt drangalegt andrúmsloft, dá-
lítið fyrirferðarmikil ræðuhöld og
aðrir þættir kunni að gera Birtuna á
fjöllunum erfiða lesningu á köflum
er hún vel þess virði að lesa hana. k
Birtan sést nefnilega best í drung- 1
anum og hún lýsir upp þessa bók, §
birta fegurðar og skáldskapar.
Skafti Þ. Halldórsson
Jón Kalinan
Stefánsson