Morgunblaðið - 24.11.1999, Page 37

Morgunblaðið - 24.11.1999, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 3T Koma blökku- svínsins ÞAÐ verður margs að minnast frá árinu 1999, síðasta ári 20. al- darinnar á íslandi. Eitt og annað gerðist í einkalífinu eins og gengur og það gekk á ýmsu í þjóðmálaum- ræðunni sem marka mun þetta ár. Það voru kosningar til Al- þingis þar sem ullar- peysu kommúnismi reis upp til virðingar um áratug eftir hrun Berlínarmúrsins. Það var rifist heiftarlega um hálendisblett sem þjóðin uppgötvaði á árinu. Fjölmiðlar og yfirvöld fyllt- ust fíkniefnafári og klámæði og Mick Jagger hjólaði um Isafjörð eins og hver annar útgerðarmaður. En minnisstæðast verður árið fyrir þomu blökkusvínsins og með- ferð íslendinga á því. Þjóðin deildi nefninlega nokkuð um það á síðasta ári aldarinnar hvort hún væri for- dómafull, t.a.m. í tengslum við kristni og hómósexúalisma og sam- kynhneigð og ættleiðingar. Þjóðin var líka afskaplega ánægð með sjálfa sig þegar veita þurfti flótta- fólki frá horfnum ríkjum Júgósla- víu skjól. En svo kom blökkusvínið. Farðu beina leið í steininn Þegar blökkusvínið kom til landsins var skilmerkilega greint frá því í öllum fjölmiðlum landsins. Blökkusvínið, sem er brúnt svín frá Noregi, birtist á skjánum, rataði á síður Morgunblaðsins, Dagblaðsins og Dags og það var sagt frá því í Netmogganum og á Vísi og út- varpsstöðvarnar voru með beinar útsendingar þar sem sagt var frá ævintýrum þessa svíns sem var fyrsta blökkusvínið sem lagði leið sína til Islands. Og hvað var svo gert við blessað blökkusvínið? Jú, því var að sjálf- sögðu skutlað beina leið í einangr- un á fangaeyju í Eyjafirði. Fjölmiðlar fengu ekki að taka viðtal við blökkusvínið - þannig að við vit- um ekki svar þess við spumingunni sem íslandsvinir fá gjarnan að spreyta sig á, þ.e. hvernig því líkar ísland. Ekki var heldur rætt við önnur svín, íslensk og bleik, um það hvað þeim þætti um komu blökku- svínsins og því greinilegt að all- sherjar samsæri var í gangi um að þegja niður alla umræðu um skoð- anir blökkusvínsins og viðhorf ann- arra svína um komu þess til Is- lands. Blökkusvínið fór beina leið í steininn. í sjálfheldu á fangaeyju Blökkusvínið var ekki spurt hvort það vildi flytja til íslands. Það var ein- faldlega hrakið frá heimili sínu í Noregi þar sem það undi hag sínum með öðrum blökkusvínum, þangað til bleiknefjar fluttu það nauðugt til ís- lands. Engu að síður hélt utanríkisráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins engan blaðamannafund í flugskýlinu, þótt mað- ur skyldi ætla að hon- um væri málið skylt út frá mörgum hliðum. Flokkur hans hefur t.d. verið málsvari hófdýra og klaufdýra af öllum hugsanlegum gerðum í áratugi. Bæði klaufdýra sem ætluð eru til matar og klauf- Svínainnflutningur Ég mun minnast þessa árs fyrir það eitt, segir Heimir Már Pétursson, að 1999 var árið sem ---------------------------7--- blökkusvínið kom til Is- lands. dýra sem kljúfa og flytja sig milli framboðslista, eða kljúfa þjóðina í herðar niður vegna heiðar og gæsa sem sökkva á undir vatn. Gott að gæsir eru bæði syntar og fleygar. En það er öllu verr komið fyrir blökkusvíninu sem fékk enga ráð- herramóttöku. Það getur hvorki synt né flogið og er þess vegna í al- gem sjálfheldu úti í Hrísey og veit ekki að til stendur að misnota það kynferðislega. Nú er það þannig með íslensku þjóðina að hún sleppir engu tæki- færi sem henni gefst til að ræða stór og mikil þjóðþrifamál. Það sést á umræðu íslenskra fjölmiðla og það má heyra bergmálið af þessari þjóðþrifaást óma út á Austurvöll stóran hluta ársins. Þess vegna hlýtur þjóðin að kveikja íturvaxna umræðu um hagi og réttindi blökkusvínsins, um kynferðislega misnotun þess, hreppaflutninga og frelsissviptingu. Það er alger óþarfi að eyða mikl- um tíma í umræður um hagstjóm- armistök ríkisstjómarinnar, hag þeima sem vita ekki að árið 1999 á víst að vera hápunktur góðæris og slíka vitleysu. Þjóðin hlýtur að vera sjálfri sér samkvæm og ræða má- lefni blökkusvínsins í nokkra mán- uði - frá morgni til kvölds - og Heimir Már Pétursson Orka Það er auðvelt að ætla að bjarga heiminum, segir Guðmundur E. Sigvaldason, meðan maður situr spenntur í sætisólar ofan við veðrahvörf. virðist smitaður af þessum málf- lutningi og gerir hann að sínum án athugasemda, og hnykkir á með því að gera Islendinga siðferðilega ábyrga gagnvart mannkyninu. Það er óhjákvæmilegt að spyrja á móti hver sé siðferðileg ábyrgð Islend- inga gagnvart sjálfum sér og land- inu, sem þeim er trúað fyrir? Hvort vegur meira stórfelld röskun á ís- lenskri náttúm eða ávinningur af notkun hreinnar raforku til að fram- leiða agnarsmáan hluta þess áls, sem heimurinn telur sig þurfa? Er hugsanlegt að siðferðið sé ekki tvöf- alt, heldur margfalt? Getur verið að formaður Iðnaðarnefndai' Alþingis hafi eitthvað allt annað í huga en að bjarga heiminum? Er hann að koma sér upp siðferðilegri afsökun fyrir nefndaráliti, sem hann þarf að mæla fyrir? Væri ekki betra að segja hreint út að virðing hans fyrir land- inu vegi minna en vonin um fjár- hagslegan ágóða af orkusölu? Slíkt væri að minnsta kosti heiðarlegt. Jákvæða hliðin á grein Hjálmars ijallar um nýtingu vetnis. Hann hef- ur verið ötull baráttumaður fyrir rannsóknum og tilraunum með notkun vetnis í stað hefðbundins eldsneytis. Ekki kann ég skil á hversu raunhæfar þær tilraunir eru, en ef vel tekst til þá er hér um mjög athyglisverða þróun að ræða. Eins- leit, orkufrek stóriðja, byggð á gam- alli, innfluttri tækni, er falskur tónn í jieim framtíðannúsík. kljúfa sig niður í hæla í afstöðunni til blökkusvínsins og bæta þeirri umræðu við einstaklega gefandi og innihalds miklar pælingar sínar um stúlkur sem renna sér klofvega á stöngum og menn með stöng að horfa á og við endalausar fréttir af handtökum unglinga með hassmola í vasanum eða tæki og tól til fíkni- efnaneyslu í aftursæti bíls. Svo ekki sé nú minnst á geypilega safaríka umræðu um það hvort Vinstri grænir séu örugglega ekki vinstri sinnaðisti flokkurinn sem stofnaður hefur verið í heiminum íyrir og eft- ir faU Berlínarmúrsins og um leið allra mesti græninginn. Það er gott að vera Islendingur og gaman að vera til á þessari eyju skömmu íyrir byrjun nýrrar aldar. Og það er margs að minnast frá þessu merkilega ári sem nú er að líða. En ég er þess full viss að ef mér auðnast það lán að verða gam- all maður - mun ég minnast þessa árs fyrir það eitt að 1999 var árið sem blökkusvínið kom til Islands og þjóðin lét sér heldur betur koma það við. Hvemig skyldi það vera á bragðið? Höfundur er frnmkvæmdnsfjóri. SOKKABUXUR íii®is&\íSafeli SIMI557 7650 BURNHAM INTERNATIONAL VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI SÍMI 510 1600 Hitastilltir ofnlokar ■ Fínstilling “með einu handtaki" ■ Auðvelt að yfirfara stillingu • Lykill útilokar misnotkun • Minnstu rennslisfrávik ■ Hagkvæm rennslistakmörkun Heimeier - Þýsk nákvæmni Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sfmi: 5641088 • Fax: 564 1089 HORPU TILBOÐ Gæða innimálning GLJÁSTIG 10 Vönduð íslensk innimálning á einstöku tilboðsverði. í verslununum HÖRPU veita reyndir sérfræðingar þér góða þjónustu og faglega ráðgjöf við val á hágæða málningarvörum. HARPA IVIÁLNINGARVERSLUN, BÆJARLIND 6, KÓPAVOGI. Sími 544 4411. HARPA MÁLNINGARVERSLUN, SKEIFUNNI 4, REYKJAVÍK. Sími 568 7878. HARPA MÁLNINGARVERSLUN, STÓRHÖFÐA 44, REYKJAVÍK. Sími 567 4400. MÁLHIIIðAIIViRSLAHIR __________________________________' Höfundur erjarðfræðingur. I.UI i b/ggingíiyöwvkfSluiiiim nrrt Iktul nlll

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.