Morgunblaðið - 24.11.1999, Síða 38

Morgunblaðið - 24.11.1999, Síða 38
"88 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Tímatal - dagatal - ártal - aldamót SÁ ER þetta ritar hefur lengi haft áhuga á tímatali og margt lesið um það efni. Þessi grein er einkum rituð til að sýna fram á hvenær . -aldamót verða næst, en ýmsir virðast vera nokkuð^ ruglaðir í þessu. í sumar heyrð- ist t.d. sagt í útvarpi að nú hefði verið haldin síðasta þjóðhá- tíð í Vestmannaeyjum á þessari öld. Virtist þá gert ráð fyrir að 20. öld endaði með 31. desember 1999. Það fær ekki stað- ist, því að samkvæmt formlegu tímatali lýkur henni ári síðar. Til að henda reiður á framvindu tímans hafa menn fyrir löngu skipt honum niður í einingar sem síðan eru taldar. Gleggstu eining- ^rnar eru sólarhringur, miðaður við einn jarðarsnúning, (tungl) mánuður, miðaður við tunglkomu, og ár, miðað við eina umferð jarð- ar um sólu. Segja má að tímatals- fræði (kronologi) sé fræðigrein á mörkum sagnfræði og stjörnuf- ræði. Rómverjar hinir fornu töldu ár- in frá upphafi Rómaborgar. Dion- ysius Exiguus (d. í Rómaborg á 6. öld), fór fyrstur að miða tímatalið við fæðingu Krists, að talið er. Hann fann út að Kristur hefði fæðst er 753 ár voru liðin frá upp- hafí Rómaborgar. Margar síðustu aldirnar hefur tímatalið um hinn vestræna heim verið miðað við reikning Dionysiusar. Ekki skiptir máli að nú telja flestir sagnfræð- ingar líklegt að Kristur hafí fæðst heldur fyrr en Dionysius áleit, e.t.v. 2-6 árum fyrr. Af þeim sið að telja tímaeining- ar eru leidd orð eins og tímatal, ártal, dagatal. Tímatalið er byggt á venjulegri talningu, menn telja einn, tveir o.s.frv. og upp í tíu, sem fyllir tuginn. Byrjað er að telja með heilli fyrstu einingu og alltaf talið í heilum tölum, án aukastafa. I daga- tali okkar hefst 1. jan- úar um leið og 31. desember er lokið. Enginn 0. janúar er til. Á sama hátt er janúar 1. mánuður ár- sins, o.s.frv. I dags- etningu, svo sem 15.11.99, er átt við fímmtánda dag ellefta mánaðar á nítugasta og níunda ári (í öld). Artölin eru því í reynd raðtölur, eins og dagar og mánuðir. Þetta á stoð í þeirri venju tímatalsfræðinga, sem Dionysius kom á, að gera ráð fyrir því að Kristur hafí fæðst á mörk- um áranna 1 fyrir Krist og 1 eftir Krist, þ.e. ekkert ár merkt sem 0 er til í þessum tímareikningi. Þetta allt sýnir að við lok ársins 2000, en ekki fyrr, verða liðin full 2000 ár frá hinu reiknaða upphafí tímatals okkar og þá verða alda- mótin. Hið sama kemur skýrt fram í hinu íslenska Almanaki um árið 2000. Frá því mun hafa verið greint í Morgunblaðinu á sl. vetri, að bandarísk stjórnarstofnun sem fer með tímatalsfræði, sé sammála þessu áliti, og hið sama á við um flesta ef ekki alla aðra aðila sem fást við þetta mál með fræðilegum hætti. Nokkuð hefur verið skrifað um þetta efni í Morgunblaðið á síðustu mánuðum, en misfróðlegt. Við aldamótin 1900 varð það op- inber niðurstaða hérlendis, að gömlu öldinni lyki með 31. desem- ber 1900, og voru hátíðahöld við það miðuð, m.a. mikil aldamótahá- tíð í Reykjavík sem greint er frá í Öldinni okkar, en í þeirri bók er réttilega miðað við að 20. öld hafí byrjað með árinu 1901. Á ísafirði sat Hannes Hafstein við og orti frægt aldamótaljóð sitt einmitt eitt af síðustu kvöldum í desember 1900 og kvæðið flutti hann síðan á öðru hótelinu í bænum á nýársdag 1901. Tímatal Þetta allt sýnir að við lok ársins 2000, en ekki fyrr, segir Björn Teits- son, verða liðin full 2000 ár frá hinu reiknaða upphafí tímatals okkar og þá verða aldamótin. Spyrja má af hverju ýmsum þyki nú frekar en áður vafi leika á þvi hvenær aldamótin verði og vilji jafnvel gera það að tilfínn- ingamáli. Það ruglar líklega ein- hverja að ártalið hefst á 2 í staðinn fyrir 1 frá og með árinu 2000. Þá eru sennilega einnig erlend áhrif hér á ferð, t.d. hafa menn á 20. öld oft talað um „the twenties" eða „the eighties" í hinum enskumæl- andi heimi, og þá átt við þau tíu ár þegar talan 2 eða 8 var í þriðja sæti í ártalinu. Loks má giska á að ýmsir tölvuáhugamenn eigi hér hlut að máli, en þeir hafa komið af stað umræðu um „2000-vandann“, sem er aðallega til í tölvuheimin- um og virðist snúast um peninga. Segja má að kenningin um alda- mót við árslok 1999 byggist á skynvillu, og hún er að dæmi und- irritaðs hinn sanni „2000-vandi“. Ekkert er athugavert við að kalla síðasta ár aldar „aldamótaár- ið“ og halda eitthvað upp á komu þess. Reyndar má benda á að margir virðast ætla sér að hagnast á aldamótunum, t.d. með sölu bjórs, minjagripa eða flugelda, og vafalítið vilja þeir að hátíðahöldin standi sem lengst yfir og verði endurtekin. Þannig er líklega ætl- unin að reyna að „selja“ aldamótin tvisvar. Höfundur er sagnfræðingur og skólameistari. Björn Teitsson Oheppilegar og ljótar vegalagnir í óbyggðum BEYGJUBESEF- AR nútímans láta sér ekki segjast þótt hest- vagnaöldin sé liðin og skottur og mórar horf- in úr sveitum. Bregður þeim enn fyrir með sínar skýrsluskjóður í héruðum sem ráðgjaf- armeistarar, svo sem þegar tengja þurfti saman Þjórsárdalsveg og Sultartangaveg, töldu þeir hagkvæm- ast að brölta upp á og yfir Skeljafellið, en kunnugir töldu veg- stæði ekki álitlegt vegna veðurhörku og snjóþyngsla, ásamt ísingarhættu í bröttum S- og U-beygjum, klúðrið var fullkomnað í sumar. Aftur á móti liggur gamli afréttarvegurinn (þjóðvegur á tíma- bili) inn dalinn norðan fellsins um greiðfæra sanda og brunnin hraun, svo um vægar brekkur upp á Hafið sunnan Sandafells en þar stendur stöðvarhús Sultartangavirkjunar. Með ofangreindum vinnubrögðum er búið að útiloka framtíðarsýn þá um hálendisveg inn Þjórsárdalinn norðan Skeljafells sem vaknaði eftir breytingar á þjóðveginum við Gaukshöfða og Bringur, síðan eru nokkur ár. Landsvirkjun og ekki síður Vegagerðin, ásamt öðrum þeim sem treysta á ráðgjafarstofur, verða greinilega að auka hæfnis- kröfur sínar gagnvart ráðgjöfum sem eru lítt kunnugir viðkomandi staðháttum. Sagan endurtekin Verið er að leggja veg að Vatns- fellsvirkjun, frá Sigölduvegi norðan Sporðöldu, að væntanlegu stöðvar- húsi virkjunarinnar. Ekki vildi betur til en svo að al- ókunnugir beygjubesefar af verk- fræðistofu völdu vegstæðið, án um- sagnar starfsmanna við Hraun- eyjafoss sem eru kunnugir svæðinu vegna daglegra ferða að Sigöldu- stöð og einstakra eftirlitsferða að Vatnsfellslokum, en þeir munu í framtíð annast dag- lega umhirðu orku- versins frá Hrauneyja- fossstöð. Þykir mörgum vegstæðið víða undarlega valið; snjóþungt og beygju- fjöldi illskiljanlegur (stefnu varla haldið en þarna er u.þ.b. 30 ára greiðfær slóð frá Vatnsfelli, vestur á Þóristungur og Trippavað. Hefði nú einhver úr verkfræð- ingastóðinu haft fyrir því að líta niður fyrir Samgöngur Landsvirkjun og ekki síður Vegagerðin, ásamt öðrum þeim sem treysta á ráðgjafarstofur, segir Halldór Eyjólfsson, verða greinilega að auka hæfniskröfur sínar gagnvart ráðgjöfum sem eru lítt kunnugir viðkomandi staðháttum. sig áður en hafist var handa hefði mátt greina sendið og jafnlent svæði, næstum beint að væntanlegu stöðvarhúsi. Þarna er að vísu ekki um fjölfarinn þjóðveg að ræða, held- ur veg sem þjónar byggingarfram- kvæmdum við orkuver við Vatnsfell og síðar við rekstur þess. P.s. Ferðalög á Veiðivatnasvæðið fara að sjálfsögðu fram með óbreyttum hætti þrátt fyi'ir virkjun- arframkvæmdir. Höfundur er eftirlaunaþegi og áhugamaður um samgöngur og umhverfismál. Halldór Eyjólfsson ATVINNA, ORKA, UMHVERFI, BYGGÐ Framsóknarflokkurinn boðar fund um ORKUFREKAN IÐNAÐ OG ATVINNUMÁL dagana 24. og 25. nóvember. Fundirnir hefjast allir kl. 20.30 og verða haldnir á eftirtöldum stöðum: Akureyri, Fosshótel KEA Miðvikudaginn 24. nóvember kl. 20.30. Ræðumenn: Finnur Ingólfsson, iðnaðarráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður, Jón Kristjánsson, alþingismaður. Reykjavík, Grand Hótel Miðvikudaginn 24. nóvember kl. 20.30. Ræðumenn: Halldór Asgrímsson, utanríkisráðherra, Ólafiir Örn Haraldsson, alþingismaður, Hjálmar Árnason, alþingismaður. Egilsstaðir, Hótel Valaskjálf Fimmtudaginn 25. nóvember kl. 20.30. Ræðumenn: Finnur Ingólfsson, iðnaðarráðherra, Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður. Fundir eru opnir og er allt áhugafólk hvatt til þess að mæta. 4 Framsóknarflokkurinn Christian Dior dagar Míðvikudaginn 24. og fimmtudaginn 25. nóvember. Kynning á CAPTURE RIDE línunni og nýja farðanum TEINT DIORLIFT. Glæsileg handtaska að eigin vali ef keyptar eru vörur frá Christían Dior fyrir OOO kr. eða meira. Fjóla Díana Gunnarsdóttir snyrti- og förðunarfræðingur verður á staðnum og vertir ráðgjöf. LAUGAVEGI 80 SÍMl 561 1330

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.