Morgunblaðið - 24.11.1999, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVTKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 45
MINNINGAR
HALLDÓRI.
ARNARSON
+ Ha!Idór Ingi-
berg Arnarson
fæddist á Sauðár-
króki 17. júlí 1951.
Hann lést í Sjúkra-
húsi Reykjavikur
15. nóvember síð-
astliðinn og fór út-
för hans fram frá
Sauðárkrókskirkju
20. nóvember.
Okkur langar með
nokkrum orðum að
minnast mágs okkar
og svila, Halldórs Am-
arsonar, sem fallinn er
frá eftir erfiða og snarpa baráttu
við þennan vágest sem fellt hefur
margan manninn á besta aldri. A
stundum sem þessum er erfitt að
sætta sig við orðinn hlut. Öll héld-
um við í vonina um að Halldór næði
heilsu á ný, hann barðist hetjulega
við sjúkdóminn og af miklu æðru-
leysi. En örlögin voru ráðin.
Við viljum ekki minnast þessara
erfiðu mánaða á árinu heldur allra
þeirra skemmtilegu stunda sem við
áttum með Halldóri og Ólu til
margra ára. Upp úr standa allar
þær skemmtilegu fjallaferðir sem
við fórum saman. Halldór hafði
yndi af því að vera á fjöllum og erf-
itt er til þess að hugsa að fara
næstu ferð án hans og fjallabílsins
góða, honum Indriða. Við munum
til dæmis sakna stundanna sem við
áttum yfir grillhlóðunum. Hver
hafði þar sitt fasta hlutverk og hlut-
verk Halldórs var m.a. að sjá um
kartöflurnar. I þeim efnum var
hann orðinn algjör sérfræðingur.
Halldór var traustur maður og
yfirvegaður öllum stundum, hvað
sem á gekk. Kurteis og kom vel fyr-
ir. Sannur vinur vina sinna og
þrælduglegur til verka. Margra ára
farsæl störf hans hjá steypustöð-
inni á Króknum sanna það og eng-
inn var betri kranamaður en hann.
Þau eru nefnilega ófá handverkin,
og fleiri en margan grunar, sem
hann hefur lagt til í uppbygging-
unni á Króknum og í
öllum Skagafirði. Þol-
inmæði var hans
dyggð og af henni
hafði hann nóg þegar
t.d. þungur kraninn
læddist um allar sveit-
ir Skagafjarðar.
Margmáll var Hall-
dór ekki en þegar
hann tók til máls þá
var eftir því tekið.
Hann kom með ný og
skemmtileg sjónar-
horn á hlutina og oftar
en ekki þau, spaugi-
legu. Þessum einkenn-
um hélt hann þrátt fyrir veikindin
og minnisstæð er sú góða stund er
við áttum með honum í Hjaltadaln-
um í sumar. Þar bar hann sig vel og
innst inni vonuðumst við eftir að
geta átt fleiri slíkar samverustund-
ir. Nú verður bið á því.
Eg sendi þér kæra kveðju,
núkominerlífsinsnótt
Þig umhveríi blessun og bænir,
égbið aðþúsofirrótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þásælteraðvitaafþví
þú laus ert úr veikindaviðjum,
þín veröld er björt á ný.
Eg þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfmn úr heimi,
éghittiþigekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
oglýsirumókomnatíð.
(Þórunn Sig.)
Elsku Óla, Halldór Heiðar, Örn
Sölvi, Elva og Andrea Anna. Við
biðjum algóðan Guð að vera með
ykkur á þessari sorgarstund og um
alla framtíð. Við færum ykkur einn-
ig hugheilar samúðarkveðjur frá
foreldrum okkar, systkinum og
fjölskyldum þeirra.
Þorsteinn og Sólveig,
Alda og Trausti.
ELÍAS JÓHANN
LEÓSSON
+ Elias Jóhann
Leósson fæddist
í Reykjavík 23. nóv-
ember 1946. Hann
lést á heimili tví-
burabróður síns 12.
október sl. Útför
Elíasar var gerð frá
Fossvogskirkju 20.
október sl.
Elsku besti pabbi
minn. f gær var af-
mælisdagurinn þinn.
Þú hefðir orðið 53 ára
sem er ekki hár aldur.
Eg veit að þér líður
betur núna því þú varst alltaf svo
veikur. Mér finnst mjög sárt að þú
skulir vera farinn frá mér, en allir
eru búnir að vera góðir við mig, ír-
isi, Braga, Kæju og Ella.
Mér þótti þú fara frá okkur allt of
fljótt því við ætluðum saman til
Ella um helgina.
Þú varst alltaf besti pabbi í öllum
heiminum, og ef mér leið eitthvað
illa vildi ég alltaf kom-
ast til þín því þú varst
aldrei reiður, bara
glaður. Þú djókaðir
með allt og vai’st alltaf
brosandi.
Mér fannst alltaf
gaman að koma til þín
í Kolaportið og passa
básinn þinn þegar þú
fórst að ná í kaffi eða
eitthvað annað. í hvert
sinn sem ég kom
þangað fengum við
okkur ís, nammi eða
eitthvert annað góð-
gæti. Þú varst okkur
alltaf góður pabbi og Elli var alltaf
glaður að sjá þig. í hvert sinn sem
ég hugsa um þig tárast ég, því mér
þótti svo voðalega vænt um þig, og
ég mun alltaf sakna þín. Ég reyni
samt að hugsa sem svo að þér líði
nú vel hjá Guði.
Þín dóttir,
Jóhanna Yr.
Uinalína Rauða krossins
- Ókeypis símaþjónusta
þegar þér er uandi á höndum
- Ert þú 18 ára eöa eldri og þarft
að ræða uið einhvern í trúnaði?
- Uinalínan sími 800 6464
frá kl. 20-23 öll kuöld
Afmælis-
og minn-
ingar-
greinar
MIKILL fjöldi minningargreina
birtist daglega í Morgunblaðinu.
Til leiðbeiningar fyrir greinahöf-
unda skal eftirfarandi tekið fram
um lengd greina, frágang og skila-
tíma:
Lengd greina
Um hvem einstakling birtist ein
uppistöðugrein af hæfilegri lengd á
útfarardegi, en aðrar minningar-
greinar um sama einstakling tak-
markast við eina örk, A-4, miðað við
meðallínubil og hæfilega línulengd,
- eða 2200 slög (um 25 dálksenti-
metrar í blaðinu). Tilvitnanir í
sálma eða ljóð takmarkast við eitt
til þrjú erindi.
Formáli
Æskilegt er að minningargrein-
um fylgi á sérblaði upplýsingar um
hvar og hvenær sá, sem fjallað er
um, er fæddur, hvar og hvenær dá-
inn, um foreldra hans, systkini,
maka, og böm, skólagöngu og störf
og loks hvaðan útför hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýsingar
komi aðeins fram í formálanum,
sem er feitletraður, en ekki í grein-
unum sjálfum.
Undirskrift
Greinarhöfundar em beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Frágangur og móttaka
Mikil áherzla er lögð á að handrit
séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er
æskilegt að disklingur fylgi út-
prentuninni. Það eykur öryggi í
textamenferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað. Þá er enníremur unnt
að senda greinar í símbréfi - 569
1115 - og í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is). Vinsamlegast sendið
gi-einina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi.
Skilafrestur
Eigi minningargrein að birtast á
útfarardegi (eða í sunnudagsblaði
ef útför er á mánudegi), er skila-
frestur sem hér segir: I sunnudags-
og þriðjudagsblað þarf grein að
berast fyrir hádegi á föstudag. í
miðvikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir birt-
ingardag. Þar sem pláss er tak-
markað, getur þurft að fresta birt-
ingu minningargreina, enda þótt
þær berist innan hins tiltekna skila-
frests. Berist grein eftir að skila-
frestur er útranninn eða eftir að út-
för hefur farið fram, er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi.
ÚTFARARST OFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfiröi, simi 565 5892
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
AUan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
GYÐA JÓNSDÓTTIR,
Hávallagötu 15,
lést á Landakotsspítala mánudaginn 22. nóv-
ember.
Sigurður Jónsson,
Ásgeir Sigurðsson, Anna Hrönn Jóhannsdóttir,
Jón Viðar Sigurðsson, Unnur Svavarsdóttir
og barnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
SIGRÍÐUR ELÍN MAGNÚSDÓTTIR,
Skólavörðustíg 22c,
Reykjavík,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn
22. nóvember.
Skúli Matthíasson, Marta Guðnadóttir,
Sólveig Matthíasdóttir,
Magnús Matthíasson, Þorbjörg Þorvarðardóttir.
t
Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma
LILJA SIGURÐARDÓTTIR
frá Bólstað,
Eyrarbakka,
andaðist á Landspítalanum mánudaginn
22. nóvember.
Emil Ragnarsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
t
Ástkær móðir mín,
GUÐFINNA JÓNSDÓTTIR,
Skútagili 2,
Akureyri,
lést á heimili sínu mánudaginn 22. nóvember.
Fyrir hönd systkina, barna- og barnabarna,
Amalía Sörensdóttir.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ALDA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
frá Brekku við Kaupvangssveit,
sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstu-
daginn 5. nóvember sl., verður jarðsungin frá
Fossvogskapellu föstudaginn 26. nóvember
kl. 13.30.
Synir, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
eiginmanns míns,
AXELSJÓHANNESSONAR
frá Gunnarsstöðum,
Aflagranda 40,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Sigurbjörg Malmquist Jóhannsdóttir
og fjölskyldur.