Morgunblaðið - 24.11.1999, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 55
FOLKI FRETTUM
Ekki nóg af James
Bond fyrir heiminn
TVÍEYKIÐ James Bond og Ich-
abod Crane átti upp á pallborðið
hjá gestum kvikmyndahúsa í
Bandaríkjunum um helgina. Heim-
urínn erekki nógreyndist réttnefni
á nítjándu Bond-myndinni því hún
rakaði saman hátt á þriðja milljarð
króna og varð í efsta sæti aðsóknar-
listans vestra.
Næst á eftir fylgdi myndin
„Sleepy Hollow" sem leikstýrt er af
Tim Burton. Hún náði einnig rúm-
um tveimur milljörðum og er
Johnny Depp þar í hlutverki lög-
reglumannsins Crane sem rannsa-
kar raðmorð sem sögð eru hafa
verið framin af höfuðlausum hesta-
manni. Pví hefur verið spáð að
heildaraðsókn þetta árið í Banda-
ríkjunum nemi um 530 milljörðum
króna og er hún um 35 milljörðum
meira en í fyrra. Teiknimyndin
Leikstjórinn Luc Besson, ásamt leikaranum Chris Tucker við
frumsýningu myndarinnar Sendiboðinn: Saga Jóhönnu af Örk.
Pokemon: Fyrsta kvikmyndin féll í
þriðja sæti en náði þó góðri inn-
komu eða tæpum milljarði.
Búast má við mikilli spennu um
næstu helgi þegar tvær nýjar stór-
myndir munu bætast í hópinn.
Leikfangasaga II náði rúmum 20
milljónum í kassann í aðeins einu
kvikmyndahúsi um síðustu helgi og
sýnir það vel áhugann sem er á
myndinni sem frumsýnd verður um
gjörvöll Bandaríkin um næstu
helgi. Þá verður frumsýnd mynd
Arnolds Schwarzeneggers „End of
Days".
Engin Bond-mynd hefur náð
meiri tekjum fyrstu sýningarhelg-
ina en Heimurinn er ekki nóg.
Gullauga eða „Golden Eye" átti
fyrra metið og voru tekjur þeirrar
myndar 1,8 milljarðar fyrstu sýn-
ingarhelgina árið 1995.
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kvikmynd um Johönnu af Ork
Frelsishetja
full efasemda
EITT sinn er leikkonan Milla Jovo-
vich kom heim til eiginmanns síns,
leikstjórans Luc Besson, sýndi hún
honum magnaða ljósmynd af sér
sem ítalski tískuljósmyndarinn
Paolo tók af henni. Á myndinni
mátti sjá veru, sem hvorki var hægt
að þekkja sem konu eða karl með
úfið hár og magnaða andlitsförðun í
anda Blade Runner. „Væri það ekki
frábært ef einhver myndi túlka Jó-
hönnu af Örk á þennan hátt?“
spurði Jovovich mann sinn og innan
skamms voru þau farin að kasta á
milli sín hugmyndum um hina bar-
dagaglöðu táningsgyðju Frakka
sem að lokum leiddi til gerðar
myndar Bessons „The Messenger:
The Story of Joan of Arc“ eða
Sendiboðinn: Saga Jóhönnu af Örk.
Þar fer Jovovich með aðalhlutverk-
ið á móti Dustin Hoffman, John
Malkovich og Faye Dunaway.
Myndin kostaði yfir 4.200 milljónir
og er frönsk/bandarísk.
Draumkennd atriði
Stuttu efth- að vinnu við myndina
lauk tilkynntu Besson og Jovovich
að þau væru skilin eftir að hafa tek-
ist á farsælan hátt að fjalla um eina
dularfyllstu hetju mannkynssög-
unnar.
Myndin er full af furðulegum,
draumkenndum atriðum, blóðug-
um átökum og tilkomumiklum
áhlaupum á kastala og hallir og er
Jóhanna túlkuð sem manneskja full
efasemda.
Jóhanna af Örk var bóndadóttir
sem leiddi Frakka til sigurs yfir
Bretum á sextándu öld en var í
kjölfarið svikin af konungi sínum,
fönguð af óvinum sínum, úrskurðuð
nom og brennd lifandi aðeins nítján
ára gömul. 25 árum síðar var hún
dæmd saklaus og gerð að dýrlingi
af kaþólsku kirkjunni á þessari öld.
Jovovich fæddist í Uki-aínu en
ólst upp í Kaliforníu og vakti fyrst
athygli í auglýsingu fyrir L’Oreal
fyrirtækið. Hún á nokkuð fjöl-
breyttan leikferil að baki og lék
meðal annars í „Return to the Blue
Lagoon“, „Chaplin", „Dazed and
Confused“ og „He Got Game“. Það
var þó ekki fyrr en hún lék í mynd
Bessons „The Fifth Element“ að
hún vakti athygli fyrir leikhæfileika
sína. Hún gitist Besson í desember
árið 1997 en þau skildu eftir aðeins
16 mánaða hjónaband. Mörgum
MiIIa Jovovich leikur Jóhönnu
af Örk í nýrri mynd.
þótti ólíklegt að hún gæti leikið
hina frönsku frelsishetju á sann-
færandi hátt en Besson vai- á öðru
máli. „Ég vissi að hún var tilvalin
fyrir hlutverkið,“ sagði hann á
bjagaðri ensku. „Hún er haldin
sömu ástríðu og Jóhanna og veistu,
hún getur hlegið af öllu hjarta en
grátið síðan tveim sekúndum síðar.
Hún er mjög tilfinninganæm og
vindurinn einn saman gæti fengið
hana til að gráta. Þess vegna finnst
mér hún vera eins og Jóhanna að
vissu leyti.“
Játaðí syndir sínar
Besson segist almennt óánægður
með myndir sem gerðar hafa verið
um Jóhönnu af Örk, einnig með ný-
lega sjónvarpsmynd sem sýnd var á
CBS-sjónvarpsstöðinni í sumar við
miklar vinsældir. Hann heldur því
fram að þótt Jóhanna hafi gert
marga stórkostlega hluti hafi hún
verið full efasemda vegna þeirrar
eyðileggingar og blóðbaðs sem
fylgdi í kjölfar hennar. „Fyrir mér
varð hún ekki dýrlingur fyrr en við
enda ævi sinnar af því að þá viður-
kennir hún að hún hafði rangt fyrir
sér. Það er eina leiðin sem hún sér
færa til að hreinsa sig af því sem
hún gerði.“
Besson játar að hafa tekið sér
skáldaleyfi við gerð myndarinnar.
„Ég er ekki sagnfræðingur í leit að
sannleikanum. Ég er aðeins lista-
maður sem raða púslum saman í
spil svo það virðist rökrétt.“
Ath. bnevttur svninaarh'mi um holqar
Stóra svið:
féláa herbergið
eftir David Hare, byggt á veno Arthurs
Schnitzler, Reigen (l_a Ronde)
Þýðandi Veturliði Guðnason
Leikarar Baldur Trausti Hreinsson
og Martha Nordal
Leikmynd Sigurjón Jóhannsson
Búningar Helga Stefánsdóttir
Ljós Lárus Bjömsson
Hljóð Baldur Már Amgrimsson
Leikstjórn María Sigurðardóttir
Frumsýning fös. 3/12 kl. 19.00
2. sýn. sun. 5/12 kl. 20.00
3. sýn. fös. 10/12 kl. 19.00
4. sýn. sun. 12/12 kl. 19.00
Jólahlaðborð oa leikhús
Að sýnirtgu lokinni er framreitt
gimilegt jólahlaðborð af meistara-
kokkum Eldhússins
- Veisla fyrír sál og líkama -
Líttá kujttUUjíÍÚðÍH
eftir Howard Ashman,
tónlist eftir Alan Menken.
Rm. 25/11 kl. 20.00, uppselt,
lau. 27/11 kl. 19.00, örfá sæti laus,
lau. 4/12 kl. 19.00.
U í Svtri
eftir Manc Camoletti.
113. sýn. fös. 26/11 kl. 19.00,
síðasta sýning fyrir jól.
Stóra svið kl. 14.00:
Sun. 28/11,
sun. 5/12, síðasti sýningardagur.
Litla svið:
Fegurðardrottningín
frá Línakri
eftir Martin McDonagh.
Rm. 25/11 kl. 20.00,
fim. 2/12 kl. 20.00.
Sýningum fer fækkandi.
Litla svið:
^eítír)
a<í n/ísberxttnvu
í alheítníníii^
eftir Jane Wagner.
Lau. 27/11 kl. 19.00,
sun. 28/11 kl. 19.00,
sýning túlkuö á táknmáli.
Miðasalan er opin virka daga frá
kl. 12—18, frá kl. 13 laugardaga
og sunnudaga og fram að sýningu
sýningardaga.
Símapantanir virka daga frá kl. 10.
Greiðslukortaþjónusta.
Sími 568 8000, fax 568 0383.
AÐSÓKN
19.-21. nóv.
BÍÓAÐSÓKN
í Bandaríkjunum
BÍÓAÐSÓKN
helgina 19.-21. nóv.
BÍÓAÐS
í Bandaríl
Titill Síbasta vika fllls
1. (-) The World is Not Enough 2.557 m.kr. 35,5 m$ 35,5 m$
2. (-) SleepyHollow 2.164 m.kr. 30,1 m$ 30,1 m$
3.(1) Pokemon: The First Movie 868m.kr. 12,5 m$ 67,4 m$
4.(2) The Bone Collector 470m.kr. 6,5 m$ 45,1 m$
5.(3) Dogma 294m.kr. 4,1 m$ 15,7 m$
5.(5) Anywhere But Here 234m.kr. 3,2 m$ 10,1 m$
7.(6) Thelnsider 204m.kr. 2,8 m$ 18,3 m$
8. (4) TheMessenger 9. (7) TheBachelor 175 mkr. 2,4 m$ 164m.kr. 2,3 m$ 17,9 m$ 10,5 m$
10.(10) BeingJohn Malkovich 134m.kr. 1,7 m$ 8,8 m$
Aldamútaveisla á
Kanarí
26. desember
frákr. 29>855
Siðustu
Nú bjóðum við 20 SSPtin
30 sæti til Kanarí um
aldamótin á hreint ótrúlegum
kjörum. Nú getur þú haldið uppá aldamótin í
sól og hita á þessum vinsælasta vetraráfanga-
✓
stað Islendinga. Flogið með beinu flugi
Heimsferða í nýjum Boeing 757-þotum LTE-
flugfélagsins og notið traustrar þjónustu
Heimsferða allan tímann. Til að tryggja þér
lága verðið bókar þú núna og tryggir þér sæti.
Fimm dögum fyrir brottför hringjum við í þig
og látum þig vita hvar þú gistir.
ALDAMOTAFERÐ
26. desember,
1 eða 2 vikur.
Verð frá kr.
29.855
26. des. vikuferð, m.v hjón með 2 böm.
Aukavika frá kr. 7.700.
Verð kr.
39.990
Miðað við 2 í íbúð, 1 vika.
Hvenær
12. des.
19. des.
26. des.
2. jan.
9. jan.
30.jan.
6. feb.
20. feb.
27. feb.
er laust?
- 40 sæti
- 29 sæti
- 30 sæti
- uppselt
- 28 sæti
- 19 sæti
- 26 sæti
- 27 sæti
- uppselt
Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is