Morgunblaðið - 24.11.1999, Page 64

Morgunblaðið - 24.11.1999, Page 64
Drögum í dag HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Heimavörn Sími: 580 7000 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ(gMBL.lS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Prófessor við HI um Flj ótsdalsvirkjun Stærðar- — hagkvæmni ekki nýtt FLJÓTSDALSVIRKJUN er það lít- il að hagkvæmni stærðarinnar er ekki nýtt, að því er fram kom í erindi Egils B. Hreinssonar, prófessors við verkfræðideild Háskóla íslands, á ráðstefnu Tæknifræðingafélags ís- lands og Verkfræðingafélags Islands um arðsemi virkjana og beina eign- araðild Islendinga að stóriðju í gær. Hann sagði að því væri nauðsyn- legt að tryggja hagkvæmni virkjun- arinnar með stækkun í nánustu framtíð. A þessu væri þó sá galli að virkjanaleyfi Alþingis væri aðeins '"Uil staðar fyrir tiltekna stærð Fljóts- dalsvirkjunai-. „Það er heppilegra að vii-kja stærra í Fljótsdal, þá er verið að nýta hagkvæmni stærðar- innar. Almennur markaður nýtur góðs af því og verð lækkar til stór- iðju,“ sagði Egill einnig. Steinþór Pálsson, viðskiptafræð- ingur hjá Islandsbanka, gerði grein fyrir undirbúningi að stofnun álfyr- irtækis sem kannar forsendur fyrir þátttöku íslenskra fjárfesta í álveri í Reyðarfirði. „Ákv'örðun um að ráðast í bygg- ingu álvers mun væntanlega ein- göngu verða tekin ef svarið við spurningunni verður jákvætt. Verk- ið er enn í vinnslu og þeir samningar sem eftir er að gera munu varpa skýrara ljósi á arðsemi og áhættu og hvort líklegt verði að fjármögnun fá- ist til verkefnisins,“ sagði Steinþór. Áhættusöm fjárfesting Jón Sigurðsson íyrrverandi for- stjóri Járnblendifélagsins rakti reynsju íslendinga af þátttöku í stór- iðju. I máli hans kom fram að fjár- festing í slíkum stórrekstri sem komin væri upp á heimsmarkaðinn yrði alitaf áhættusöm. Hann sagðist t ^haida að fyrst Norsk Hydro vildi ein- göngu eiga 20-25% hlut í álverinu myndu þeir leggja sáralítið ef nokk- urt fé fram. Samstarf við erlendan aðila sem hætti litlum eða engum fjármunum skorti það að sameigin- legir hagsmunir væru í húfi, og væri þar af leiðandi varasamara en ef gengið væri til samstarfs við erlend- an aðila sem hætti verulegum eigin fjármunum í týrirtækið. ■ Arðsemi og áhætta/32 --------------- Vinnslustöðin slítur við- ræðum um sameiningn STJÓRN Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmanna- eyjum hefur slitið viðræðum um sameiningu Vinnslustöðvarinnar, ísfélags Vestmannaeyja, Krossaness og Óslands, og telur stjómin eftir ít- arlega umfjöllun um málið undanfamar vikur að hagsmunum félagsins og hluthafa þess sé best borgið með því að reka fyrirtækið áfram. Sigurð- ur Einarsson, forstjóri ísfélagsins, segir þetta mikil vonbrigði og sennilega hafi Vinnslustöðin ekki lagt í sameininguna þegar til hefði átt að taka. Viðræður um sameiningu fyrirtækjanna fjög- urra hófust síðastliðið sumar og í lok ágúst var undirrituð viljayfirlýsing um að stefnt skyldi að því að ganga frá formlegri áætlun um samrana fyrir miðjan október síðastliðinn. Geir Magnússon, stjórnarformaður Vinnslu- stöðvarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að meðal þess sem áhrif hefði haft á ákvörðun stjórnarinnar um að slíta viðræðunum væra slæmar horfur í loðnuveiðum, en hið sameinaða fyrirtæki hefði farið Ola út úr því til að byrja með þar sem það hefði orðið mjög einsleitt í uppsjávarveiðum. Hann segir að afkomutölur Isfélagsins fyrir síðasta rekstrarár hafi ekki haft áhrif á ákvörðun stjómarinnar, og Sigurður Einarsson segir að tölumar hefðu ekki breytt neinu um áætlaðan eignarhlut í sameinuðu fyr- irtæki. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmanna- eyjum, segii- að hann hefði viljað sjá eitt öflugt sjávarútvegsfyrirtæki í Vestmannaeyjum og það hefði orðið mikill styrkur fyi-ir atvinnulífið. Ef stjóm Vinnslustöðvarinnar stæði hins vegar við það að vera áfram með vinnsluna í Vestmanna- eyjum og ekkert af aflaheimildunum færi þaðan væri það út af fyrir sig mjög gott mál. ■ Telja hagsmunum/22 Ingimundur Sigfússon sendiherra, Davíð Oddsson forsætisráðherra og Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, í kvöldverðarboðinu. Stórsigur Stoke „ÞETTA var stórkostlegt. Já, ótrú- leg byrjun hjá mér - lyginni líkast,“ sagði Guðjón Þórðarson, knatt- spyrnustjóri Stoke, eftir að lið hans lagði Wycombe á útivelli í gær- kvöldi, 4:0, og skoraði Einar Þór Daníelsson eitt markanna. „Strákamir léku mjög vel. Það er allt annað að sjá til liðsins nú en áð- ur,“ sagði Guðjón ennfremur. Einar Þór kom inn á sem vara- maður fyrir Sigurstein Gíslason á ^^15. mínútu en Sigursteinn fór úr ^‘axlarlið. Hann lék þrjá vamarleik- menn Wycombe sundur og saman - og lét ekki þar við sitja, heldur dansaði hann í kringum markvörð- inn Martin Taylor, og skoraði á eft- irminnilegan hátt. „Eg hélt að hann ætlaði aldrei að koma knettinum í netið,“ sagði Guðjón. I Einar Þór/Cl Davíð Oddsson forsætisráðherra átti viðræður við þýska þingmenn Bauð Kohl til kvöldverðar DAVÍÐ Oddsson forsætísráð- herra og kona hans, Ástríður Thorarensen, skoðuðu í gær nýtt sendiráð Islands í Berlín og heimsóttu Sambandsþing Þýskalands. Þar ræddi forsætis- ráðherra við nokkra þingmenn og átti fund með forseta þings- ins. I fyrrakvöld buðu forsætis- ráðherrahjónin Helmut Kohl, fyrrverandi kanslara Þýska- lands, og Hannelore Kohl tíl kvöldverðar. Davíð Oddsson kom við í Berlín á leið heim af leiðtoga- fundi OSE sem haldinn var í Ist- anbúl í Tyrklandi. „Ég ákvað að koma hér við tíl að skoða nýja aðstöðu sendiráðs okkar og hið sameiginlega norræna sendiráð sem hefur vakið mikla athygli," sagði forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. „Mér Ieist afar vel á enda er aðstaðan sérstök. Þessar sendiráðsbygg- ingar skera sig nyög úr hér í borginni, staðsetning þeirra er góð gagnvart stjórnsýslunni sem hér er verið að byggja upp. Og bygging þeirra hefur vakið athygli stjórnmálamanna og embættismanna hér vegna þeirrar samstöðu sem Norður- löndin sýna og þeirrar samstöðu sem þau sýna með sameiningu Þýskalands með því að vera í hópi fyrstu sendiráða til að opna hér sendiráð. Þarna eru á einum stað milli 160 og 170 nor- rænir menn að störfum daglega og það gefur öllum löndunum aukinn styrk,“ sagði Davíð. Mikilvægt að halda kynnum Forsætisráðherrahjónin heimsóttu í gær Sambandsþing Þýskalands sem er í nýendur- gerðu þinghúsi, Reichstag. Þar hittí ráðherra þingmenn og hélt hádegisverðarfundi með þing- mönnum sem hafa látið málefni Islands sérstaklega til sín taka. Einnig ræddi hann við Wolf- gang Thierse, forseta Sam- bandsþingsins. I fyrrakvöld buðu Davíð og Ástríður Helmut Kohl, fyrrver- andi kanslara, og konu hans, Hannelore Kohl, tíl fámenns kvöldverðar í sendiherrabústað Islands. Davíð segir að kvöld- verðarboðið hafi verið afskap- lega ánægjulegt. Farið hafi ver- ið yfir ýmis mál og viðhorf Kohls. „Það er ljóst að kanslar- inn fyrrverandi hefur enn afar sterka pólitíska stöðu, ekki ein- ungis hér heldur um alla Evr- ópu. Það er afskaplega mikil- vægt að halda þeim kynnum og það gladdi mig að fá að ræða svo lengi og ítarlega við hann,“ sagði Davíð. Varðandi stöðu íslands sagði forsætísráðherra ekkert nýtt hafa komið fram. „Staða okkar veldur ekki neinum vandræðum gagnvart Evrópusambandinu. Hún er trygg í okkar mikilvæg- ustu hagsmunum,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.