Morgunblaðið - 08.02.2000, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 08.02.2000, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 B 7 ÍÞRÓTTIR Morgunblaðið/Jim Smart Siv Friðleifsdóttir, varð íslandsmeistari í tvenndarleik f A-flokki ásamt Vfði Bragasyni. SIV Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra varð íslandsmeistari í tvenndarleik í A-flokki í badmin- ton ásamt Víði Bragsyni á Islands- mótinu sem fram fór í TBR-húsinu um helgina. Þau sigruðu systkinin Gunnar og Evu Petersen í úrslit- um, 17/15,13/15 og 15/10. Siv og Víðir voru einnig meistarar í þess- um flokki í fyrra. Það hlýtur að teljast einsdæmdi í veröldinni að ráðherra skuli hampa meistaratitli í íþróttagrein eins og Siv gerði á sunnudaginn. Hún hefur stundað badminton síðan hún var 7 ára gömul og komst m.a. í unglingalandsliðið á sínum tíma. Faðir hennar, Frið- leifur Stefánsson, stundaði íþrótt- ina af krafti og varð m.a. íslands- meistari í tvfliðaleik ásamt Óskari Guðmundssyni árið 1969. Siv situr í stjórn Badmintonsambands Is- lands. Fimmtíu stiga upphitun ALLEN Iverson hitaði vel upp fyrir sinn fyrsta NBA-stjörnuleik um næstu helgi þegar hann skoraði 50 stig fyrir Philadelphia 76ers í sigri á Sacramento, 119:108, í fyrrinótt. Iverson jafnaði með því persónulegt met í deildinni og hann náði tveggja stafa tölu í öllum fjórum leikhlutunum. að er frábært að ná þessu því það eru ekki margir sem skora 50 stig í þessari deild. Ég spilaði samt bara eins og ég er vanur, ég spila alltaf eins og hver leikur sé minn síðasti á ferlinum,“ sagði Iver- son. Hann hefur oft verið gagnrýnd- ur fyrir skotgræðgi sína en segir að það sé bara sinn stíll að skjóta mikið, það hafi hann gert frá barnæsku. Iverson skaut 40 sinnum á körfuna utan af velli í leiknum en þrátt fyrir það hafði hann tíma til að taka 9 frá- köst og senda 6 stoðsendingar á fé- laga sína. Chris Webber átti stórleik með Sacramento en féll alveg í skuggann af Iverson. Webber skoraði 32 stig, átti 7 stoðsendingar og tók 15 frá- köst. Langþráður sigur Utah Utah batt enda á sex leikja tap- hrinu, sína verstu í 17 ár, með því að skella meisturum San Antonio, 93:90, í æsispennandi leik. John Stockton tryggði Utah sigurinn á lokasekúndunum þegar hann stal boltanum af Tim Duncan og skoraði. Karl Malone skoraði 25 stig og Stockton 16 fyrir Utah en Duncan gerði 32 stig fyrir San Antonio. Dallas Mavericks er á miklu flugi þessa dagana. Michael Finley skor- aði 34 stig, þar af 23 í fjórða hluta og framlengingu, þegar Texas-strák- arnir unnu Vancouver í Kanada, 99:103. Sjöundi sigur Dallas í átta leikjum var þar með staðreynd. Patrick Ewing skoraði 25 stig og tók 14 fráköst fyrir New York sem lagði Miami, 94:80. Allan Houston skoraði einnig 25 og Latrell Sprewell 24 en Tim Hardaway skoraði 23 stig fyrir Miami og Jamal Mashbum 21. Grant Hill gerði 36 stig fyrir Detr- oit í sigri á Houston, 109:105, en Hill hafði misst af fimm leikjum liðsins að undanfömu vegna meiðsla. Pippen dýrmætur í lokin Scottie Pippen var Portland dýr- mætur í lokin þegar lið hans sigraði Boston úti, 94:100. Þriggja stiga karfa hans gerði útslagið en Pippen skoraði 19 stig í leiknum og félagi hans, Steve Smith, skoraði 23. Jason Kidd var að vanda lykilmað- ur hjá Phoenix sem sigraði Seattle, 105:93. Kidd skoraði 22 stig og átti 12 stoðsendingar, auk þess sem hann hélt skotbakverðinum snjalla hjá Seattle, Gary Payton, niðri. Johnny Newman skoraði 23 stig fyrir New Jersey sem vann fyrsta sigurinn í sjö leikjum, 110:90, gegn Golden State. Chicago náði sínum 10. sigri á tímabilinu, 90:100, gegn Clippers í Los Angleles. Nýliðinn Elton Brand skoraði 21 stig og Tony Kukoc 20 en fyrram stórveldið er enn með lak- asta árangur allra liða í deildinni þrátt fyrir uppsveiflu að undanförnu. Reuters Allen Iverson átti stórleik með Philadeiphia gegn Sacramento í fyrrinótt og skoraði 50 stig. Þeir gömlu skelltu ÍS LIÐ KA, sem í fyrstu vildi ekki taka sæti í deildakeppni karla í blaki í haust, gerði það gott þegar ÍS kom 1 heimsókn til Ak- ureyrar á laugardaginn. Eftir mikla og skemmtilega baráttu vann KA með minnsta mun í oddahrinunni en hún end- aði 15:13 eftir að jafnt hafði ver- ið á flestum tölum. Rússneski leikmaðurinn Alexander Kom- eev hjá KA, sem hefur verið meiddur undanfarin tvö leik- tímabil, skoraði grimmt en hann og Hafsteinn Jakobsson vora bestir í vel stemmdu liði KA. Leikurinn sannaði svo um munaði að lengi lifir í gömlum glæðum. Zdravko Demirev, þjálfari IS, var fámáll í leikslok og sagði að stundum skini sólin á ólíkleg- ustu stöðum og hún hefði verið hátt á tafti fyrir KA í leiknum. Reykjavíkur-Þróttarar unnu fyrsta leik sinn í úrvalsdeild- inni, gegn Stjörnunni, í þremur hrinum gegn engri. Það vakti athygli að Einar Sigurðsson, sem heíúr leikið í Gentofte í Danmörku, spOaði með Þrótti, sem og Einar Ásgeirsson, sem verið hefur við nám í Dan- mörku. Stjarnan hefur nú tapað tveim fyrstu leikjunum. KA-konur unnu ÍS tvívegis KA sigraði ÍS tvívegis í kvennaflokki um helgina á Ak- ureyri, 3:2 í bæði skiptin. Óvíst er að þessir sigrar dugi KA lið- inu til að ná öðru sætinu í deildakeppninni en þar hefur ÍS enn fjögurra stiga forskot á KA. KA á tvo leiki tO góða en á eftir að spila tvisvar við Þrótt úr Neskaupstað, sem hefur unnið alla sína leiki í deildinni til þessa og er þegar búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Tvö heimsmet í Berlín IAN Thorpe, hinn 17 ára gamli ástralski sund- kappi, sló eigið heimsmet Ií 200 metra skriðsundi í 25 metra laug, og það rækilega, á heimsbikar- móti í Berlín á sunnudag- inn. Thorpe synti á 1:41,10 minútum og bætti metið um tæpar tvær sek- úndur en hann synti á 1 1:42,54 minútum í Sydney í síðasta mánuði. Thorpe var í miklum ham í Berlín því hann sigraði einnig í 100 og 400 metra skriðsundi en Ástralir vonast eftir mikl- um afrekum hjá honum á Iheimavelli á Olympíuleik- unum í haust. Lenny Krayzelburg frá Bandaríkjunum setti heimsmet í 100 metra baksundi á sama móti þegar hann synti á 51,28 sekúndum. Fyrra metið átti landi hans, Jeff Rouse, en það var 51,43 sekúndur og sett fyrir sjö árum. Þess má geta að íslandsmet Arnar Arnar- sonar í greininni er 53,13 sekúndur en hann setti það þegar hann varð Evrópumeistari í desem- ber. rc ........... "|J Maczey ógnaði ekki Jóni Amari MIKE Maczey frá Þýska- landi sigraði í sjöþraut á íjölþrautamóti í Frankfurt um helgina. Maczey fékk 5.990 stig sem er fimmti besti heimsárangurinn í ár. Annar varð landi hans, Jörg Gödicke, með 5.855 stig og það er sjöundi besti árangur ársins. Jón Amar Magnússon er sem kunnugt er í öðru sæti heimslistans í ár með þau 6.149 stig sem hann fékk á Erki Nool-mótinu í Tallinn á dögunum. Roman Sebrle frá Tékklandi fékk þá 6.358 stig og er bestur í ár. Erki Nool er þriðji með 6.137 stig og fjórði í ár er Derzö Szabó frá Ungverjalandi með 6.008 stig. Ráðherra meistari BADMINTON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.