Morgunblaðið - 08.02.2000, Qupperneq 12
12 B ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000
MOIiGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
LAZIO tók á ný forystuna í ít-
ölsku knattspyrnunni á sunnu-
daginn með því að vinna góðan
útisigur á Torino, 2:4, í miklum
baráttuleik. Lazio er nú einu
stigi á undan Juventus sem
gerði jafntefli, 1:1, við Udinese
á laugardaginn.
Lazio stefndi lengi vel í stórsigur
því liðið komst í 0:3 með mörk-
um frá Nestor Sensini, Fabrizio
Ravanelli og Sinisa Mihajlovic. En
skömmu eftir þriðja markið var
Mihajlovic rekinn af velli fyrir að slá
Marco Ferrante, sóknarmann Tor-
ino. Dæmd var vítaspyrna og Ferr-
ante skoraði úr henni sjálfur. Fabio
Galante minnkaði muninn í 2:3 og
svo virtist sem Torino ætlaði að gera
grönnum sínum í Juventus mikinn
greiða. En það var Marcelo Salas
sem bjargaði Lazio, skoraði eftir
skyndisókn og sendingu frá Ravan-
elli, rétt áður en flautað var af.
Tíu leikmenn
Juventus jöfnuðu
Juventus átti undir högg að sækja
gegn Udinese því heimaliðið komst
yfir í fyrri hálfleik með marki frá
Dananum Martin Jörgensen. Ekki
batnaði útlitið þegar Igor Tudor,
króatíski varnarmaðurinn hjá Juv-
entus, fékk rauða spjaldið á 68. mín-
útu. En tíu leikmönnum Juventus
tókst að jafna metin skömmu síðar
þegar Ciro Ferrara skallaði boltann í
mark Udinese eftir homspymu frá
Alessandro Del Piero, 1:1.
Roma og Milan
með í baráttunni
Lazio og Juventus hafa skipst á
um forystuna undanfarnar vikur en
Roma og AC Milan ætla sér þó
greinilega að fylgja þeim eftir í bar-
áttunni um meistaratitilinn.
Roma burstaði Feneyinga, 5:0, og
þar skoraði Marco Delvecchio tvö
markanna.
Andriy Shevchenko, Ukraínumað-
urinn magnaði, innsiglaði 4:l-sigur
AC Milan á Bari með glæsilegu
marki rétt fyrir leikslok. Hann fékk
boltann á miðju og lék vamarmenn
Bari grátt áður en hann skoraði með
hörkuskoti.
Dómgæslan í brennidepli
Inter missti af dýrmætum stigum
þegar Hernan Crespo jafnaði fyrir
Parma, 1:1, úr vítaspyrnu á síðustu
mínútunni í leik liðanna. Christian
Vieri skoraði mark Inter og það virt-
ist lengi vel ætla að duga til sigurs.
Marcelo Lippi, þjálfari Inter, var æf-
ur yfir vítaspymunni sem hinn frægi
dómari Pierluigi Collina dæmdi á
hans lið á örlagastundu.
„Parma verðskuldaði stig en leik-
menn liðsins gerðu ekki annað en að
láta sig detta á lokakafla leiksins,"
sagði Lippi. Alberto Malesani, koll-
egi hans hjá Parma, var á öðm máli.
„Af hverju em þjálfarar stóm lið-
anna alltaf að kvarta yfir dómgæsl-
unni. Þetta er orðið afar þreytandi
og þessu verður að linna,“ sagði Mal-
esani.
stöng og þverslá Alavesmarksins
en allt kom fyrir ekki.
Þar sem Zaragoza gerði jafn-
tefli, 2:2, við Atletico Madrid
náði Deportivo Coruna fjögurra
stiga forystu í deildinni en liðið
hafði aðeins fengið 4 stig í síð-
ustu 5 leikjum sinum.
Skibbe játar sig sigr-
aðan hjá Dortmund
MICHEL Skibbe þjálfari Dortmund játaði sig sigraðan eftir fyrsta
leik seinni umferðar við Kaiserslautem, sem Dortmund tapaði á
heimavelli, 0:1. Skibbe baðst lausnarfrá störfum en hann hefur
þurft að þola mikla gagnrýni frá stuðningsmönnum félagsins sem
og dagblöðum.
Skibbe mætti á blaðamanna-
fundi með nýja þjálfaranum,
hinum margrekna Bernd Krauss.
Skibbe hefur verið afar hart gagn-
rýndur frá því að hann tók við
Dortmund af Nevio Scala, sem tók
pokann sinn vegna gífurlegrar
gagnrýni áhangenda Dortmund.
Gagnrýnin er ekki síst tilkomin
viljugur að hætta. Áhangendur
Dortmund hafa í langan tíma gert
hróp að hinum unga þjálfara og
gert honum lífið leitt. Blöð leiða
getum að þvi að stjórn Dortmund
hafi einnig sett pressu á Skibbe
þar sem stjórnin var farin að ótt-
ast að verðmæti fyrirhugaðrar
hlutabréfasöla í félaginu gæti end-
að með ósköpum. Skibbe mun nú
snúa sér að sínu fyrra starfi hjá
Borussia Dortmund þar sem hann
var unglingaþjálfari félagsins.
Stjórnin hefur frá upphafi verið
harkalega gagnrýnd fyrir ráðn-
ingu Skibbe, sem aðeins var 32 ára
þegar hann tók við starfinu. Hann
var sagður hafa lítinn bakgrunn
sem leikmaður og í raun hefur
hann aldrei náð raunverulegu
sambandi við stjörnur liðsins.
Dortmund hefur fjárfest gífur-
lega undanfarið ár og ljóst að þol-
inmæði allra var á þrotum, ekki
síst Skibbe sjálfs, sem sagður var
orðinn úttaugaður vegna álags.
Bernd Krauss, sem tekur við
liðinu, var áður hjá Mönchenglad-
bach sem þjálfari en var látinn
taka pokann sinn eins og fleiri
þjálfarar þar á bæ. Hann fór síðan
til Spánar þar sem honum gekk af-
ar vel í byrjun en síðan fór að síga
á ógæfuhliðina og hann var í upp-
hafi tímabils látinn taka pokann
sinn. Blöð í Þýskalandi draga stór-
lega í efa að Krauss sé rétti mað-
urinn fyrir Dortmund. Hann hefur
gert samning fram í lok júní 2001.
Reuters
Jörg Butt, markvörður Hamburger, gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Stefan Effenberg .
Leikmenn Lever-
kusen náðu Bæjurum
BAYER Leverkusen er heitasta liðið í þýsku knattspyrnunni þessa
dagana. Eftir 3:0-sigur á Duisburg og 0:0-jafntefli Hamburger og
Bayern Munchen hefur Leverkusen náð Bayern að stigum á toppn-
um og aðeins markatalan skilur þau nú að.
Leverkusen lék sinn 11. leik í
röð án taps og jafnframt
sjötta leikinn í röð þar sem liðið
skorar tvö eða fleiri mörk. Fjar-
vera markaskorarans Ulfs Kirst-
ens kom ekki að sök, Stefan Bein-
lich gerði tvö markanna og Bernd
Schneider eitt.
Bayern fékk gullið tækifæri til
að sigra í Hamborg og halda
tveggja stiga forskoti í deildinni. Á
68. mínútu fengu meistararnir
vítaspyrnu en Hans-Jörg Butt
gerði sér lítið fyrir og varði frá
Stefan Effenberg.
Frankfurt tapaði sínum sjöunda
leik í röð, 1:0 gegn Unterhaching,
sem er nýtt félagsmet hjá liðinu.
Nýi þjálfarinn, Felix Magath, sem
stýrði Frankfurt í fyrsta skipti, gat
engu þar um breytt.
Bremen styrkti stöðu sína í bar-
áttunni um Evrópusæti með 2:1-
sigri á Stuttgart í líflegum leik. Öll
mörkin voru skoruð úr aukaspyrn-
um. Stuttgart fór ekki í gang fyrr
en Krassimir Balakov hafði verið
tekinn af velli. Hann er sagður á
leið frá félaginu eftir stöðugar deil-
ur við þjálfara liðsins.
Þess má geta til gamans að Paul
Breitner, fyrrverandi leikmaður
Bayern Miinchen og þýska lands-
liðsins, spáir Bæjurum meistara-
titlinum. „Það sem Bæjarar hafa
fram yfir önnur lið í mikilli bar-
áttu, er hvað leikmennirnir sem
verma varamannabekkinn eru
sterkir. Sá bekkur er sextíu prós-
ent sterkari en hjá öðrum liðum og
mun það gera gæfumuninn," sagði
Breitner.
ENDURREISN Real Madrid í
spænsku knattspyrnunni lauk í
bili í fyrrakvöld þegar stdrveldið
steinlá, 5:2, fyrir toppliði deild-
arinnar, Deportivo Coruna.
Real hafði ekki tapað í sjö
leikjum í röð en átti aldrei
möguleika eftir að heimaliðið
skoraði tvívegis á fyrstu 18 mín-
útunum. Turu Flores skoraði tví-
vegis fyrir Deportivo sem komst
í 5:1.
Barcelona tapaði lika, og það
á heimavelli fyrir litla Alaves,
0:1. Ronald De Boer og Patrick
Kluivert áttu þrumufleyga í
Enn sæta-
skipti á
toppnum
á Ítalíu
Real Madrid fékk útreið