Morgunblaðið - 10.02.2000, Síða 5

Morgunblaðið - 10.02.2000, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ ____________________________FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 C 5 VIÐSKIPTI verði beinn aðili að öðru hvoru er- lendu félaganna þó haldið sé sam- bandi við báða, og muni nota lausnir frá því fyrirtæki en fá hug- myndir frá báðum eftir því sem kostur er. „Það má bæta því við að al- þjóðavæðing er áberandi á þessu sviði, þar sem fyrirtæki eru að sameinast milli landa. KPMG fyr- irtæki eru að sameinast milli landa. Það á einnig við um Ernst & Young. Með þessari sameiningu erum við betur í stakk búin til að taka þátt í þessari alþjóðavæðingu og auknu samstarfi milli fyrir- tækja, og jafnvel samruna þegar tímar líða,“ segir Ólafur. „Á þessu sviði eru landamæri að falla eins og á öðrum vígstöðvum," segir Símon. Erna Bryndís bætir við, varð- andi samrunaferli endurskoðunar- fyrirtækja milli landa, að sjónir þeirra muni ekki einungis beinast að Norðurlöndum, enda muni fyr- irtæki renna saman á mun stærra svæði. Sameining flýtir fyrir innleið- ingu sérhæfingar og þekkingar Jón Eiríksson, löggiltur endur- skoðandi og varaformaður stjórnar KPMG Endurskoðunar hf., segist telja að sameiningin muni flýta fyrir innleiðingu þeirrar sérhæf- ingar og þekkingar sem unnið hafi verið að. „Hjá okkar samstarfsað- ilum erlendis, KPMG og Ernst & Young er mikil sérhæfing að verða algengari og umhverfi að breytast. Ég held að með stærra fyrirtæki verðum við öflugri þátttakendur í því samstarfi, og sameiningin flýtir fyrir því að við getum tileinkað okkur slíka sérþekkingu sem skiptir miklu máli,“ segir Jón. Starfsemi KPMG og Ernst & Young er nú á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Ólafur Nils- son segir að stefnt sé að því að koma starfseminni allri á einn stað í Reykjavík í framtíðinni, þó engar ákvarðanir hafi verið teknar þar að lútandi. Þau segja að eftir sameiningu félaganna tveggja verði þrjú fyrir- tæki stærst á þessum markaði. Auk þess sameinaða félags sem hér um ræðir verði það Pricewat- erhouseCoopers og Deloitte & Touche, en á seinasta ári samein- uðust fulltrúar Andersen World- wide og Deloitte & Touche í eitt félag undir nafni þess síðarnefnda. „Þessi þrjú fyrirtæki eru orðin langstærst og eru bæði á söguleg- um forsendum og núverandi full- FBA selur íEssó • FLÖGGUN var á Veröbréfaþingi íslands í gaer vegna kaupa og sölu á hlut í Olíufélaginu hf., Essó. Þannig tilkynnti Fjárfest ingarbanki atvinnulífsins hf. aö eignarhlutur hans í félaginu heföi fariö úr 10,37% í 5,18%. Eins til- kynnti eignarhaldsfélagið Kjalar ehf., sem aö stærstum hluta er í eigu Ólafs Ólafssonarforstjóra Samskipa hf., aö hlutureignar- haldsfélagsins í Olíufélaginu heföi aukist úr 1,01% í um 6,2%. Ólafur Ólafsson segir í samtali viö Morgunblaðiö aö ástæöan fyrir kaupum Kjalars ehf. í Olíufé- laginu sé sú aö fyrirtækið sé mjög verömikiö fyrirtæki sem eigi mikla möguleika. „Fyrirtækiö hefur veriö mjög stööugt og far- sælt, ogteljum viö aö þaö sé áhugaveröur fjárfestingarkostur fyrirokkur," segirólafur. Leiðrétting • í GREININNI „Málsatvik hafa mikil áhrif", sem birtistí Viöskiptablaöi Morgunblaösins síöastliöinn fimmtu- dag, varfariö ónákvæmt meö stað- reyndir þegar sagt var að SÍS væri meöal fýrirtækja sem oröið heföu gjaldþrota. Hiö rétta mun vera aö gengiö vartil nauöungarsamninga vegna skulda félagsins, og er Sam- band íslenskra samvinnufélaga enn til sem lögaöili þó starfsemi hjá félaginu sé lítil. Beöist er velviröingar á þessu mishermi. trúar „hinna fimm stóru“ á al- þjóðavettvangi," segir Símon Á. Gunnarsson. Ætlunin að reka fjölskyldu- og jafnréttisstefnu Talið berst að því hvort samrun- inn muni leiða af sér miklar breyt- ingar fyrir starfsfólk fyrirtækj- anna tveggja. Ólafur Nilsson segir að eftir samrunann verði fyrirtækið betur búið til að bjóða starfsfólki upp á símenntun, í tengslum við alþjóða- fyrirtækin. Því ætti vinnustaðurinn að verða eftirsóknarverðari. Erna Bryndís bætir við að einn- ig sé ætlunin að reka virka fjöl- skyldu- og jafnréttisstefnu. „Þann- ig að þetta verði fyrirtæki sem er fjölskylduvænlegt, eins og er að ryðja sér til rúms t.d. í Banda- ríkjunum. Þar er rætt um „lífsjafn- vægi“, en með því er átt við að fólk gefi af sér í vinnunni, en verði einnig að fá að lifa sínu fjölskyldu- og einkalífi. Það leiði af sér aukna ánægju sem skili betra verki,“ seg- ir Erna Bryndís. Jón Eiríksson segir að lokum að forráðamenn KPMG og Ernst & Young hér á landi líti samrunann mjög björtum augum. „Við sjáum þetta sem mjög spennandi tæki- færi, enda er mikið að gerast í þessum efnum hjá þeim erlendu félögum sem við erum samstarfs- aðilar að. Með því að við stækkum hér á þessum markaði sjáum við okkur sem virkari þáttakendur sem gefi gott tækifæri fyrir starfs- menn og ekki síður fyrir viðskipta- vini,“ segir Jón Eiríksson að lok- um. Eigendaskipti á Fríhöfn-Sport SPORTVORUBUÐIN í Leifsstöð, Fríhöfn-Sport, hefur verið seld. Ólafur H. Jónsson, fyrrum eigandi verslunarinnar, segir í samtali við Morgunblaðið að reksturinn hafi gengið erfiðlega, sérstaklega sök- um mikils stofnkostnaðar. Kaup- andi er AKS ehf., hlutafélag í eigu hjónanna Einars Sigfússonar og Önnu K. Sigþórsdóttur. Að sögn Ólafs var erfitt að reka svo litla einingu sem sportbúðin er. „Stofnkostnaður var mun meiri en á öðrum stöðum, því byggja þurfti verslunina upp frá grunni. Þetta var aðalástæðan fyrir söl- unni,“ segir Ólafur. Anna og Einar ráku áður Sportkringluna og eiga nú tæpan þriðjungshlut í útivistarverslun- inni Nanoq í Kringlunni. Verslunin Fríhöfn-Sport er lokuð eins og er en að sögn Einars mun reksturinn hefjast að nýju í lok febrúar eða byrjun mars. „Við munum bjóða mikið úrval af íþróttavörum og ég er bjartsýnn á að reksturinn gangi betur en áður var,“ segir Einar. Þó hanr» sé fjarska fallegur... \ \ ...máttu ekkí gleyma að kíkja undir húddíð Vefur fyrirtækis er gárfesting eins og hver önnur og um hana gilda sömu lögmál og allar aðrar Qárfestingar. Ef ekki á að fara illa verður að hugsa fram í tímann og vanda valið. \ \ \ \ \ \ \ i I Rétt eins og góður vefur skilar fyrirtækinu útlögðum kostnaði margfalt til baka pá mun lélegur vefur kosta pig ómældar upphæðir I viðhaldskostnað, viðbætur, vinnu- stöðvanir vegna bilana og glataðar tekjur sem betri vefur hefði skilað. Netið er ört vaxandi páttur I ímynd og starfsemi fyrirtækja. Þörfin á frambærilegum vef er brýn enda nota sífellt fleiri netið sem fyrsta áfangastað pegar peir leita að upplýsingum um fyrirtæki, vörur eða pjónustu. Vefurinn er andlit fyrirtækisins á netinu. Hann á ekkert eríndi í hendur fúskara. EJS vinnur samkvæmt ISO 9001 vottuðu gæðakerfi -f EJS hf. 563 3000 www.ejs.is I I I I I I I l / / / / / / -

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.