Morgunblaðið - 10.02.2000, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 10.02.2000, Qupperneq 10
10 C FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Fjöregg fyrirtækisins 't'LEST fyrirtæki í dag eru með tölvur, tengdar saman á neti og gögn geymd á sameiginlegu gagna- geymslusvæði. Tölvumar eru orðnar svo mikil- vægur hluti af vinnu og starfsemi fyrirtækisins að ef eitthvað bjátar á í tölvunni þá er erfitt að halda uppi eðlilegri starfsemi. Það má ekki gleymast að það eru ekki tölvurnar sem eru mikilvægastar, heldur gögnin sem við nálgumst með að- stoð þeirra. Tölvurnar eru einungis verkfæri sem við getum nýtt okkur til að vinna með gögn fyrirtækisins. Ef við hefðum ekki aðgang að gögnunum eða ef eitthvað kæmi í nútíma þjóðfélagi koma tölvur við sögu í svo til flestu sem við er- um að gera og það mun aukast frekar en hitt, skrifar Sigurður Erlingsson. fyrir þau, t.d. að þau kæmust í rangar hendur, gæti það haft úr- slitaþýðingu fyrir fyrirtækið. Það er því mjög mikilvægt að hlúa vel að þessu fjöreggi fyrirtækisins. Verðmæti fyrirtækis er oftast í beinum tengslum við verðmæti gagna þess, eins og þekking (Know how), viðskiptaskrá, formúlur og uppskriftir, viðskiptaáætlanir, teikningar o.fl. En hvernig ætli sé staðið að verndun upplýsinga hjá fyrirtækj- um á Islandi í dag? Líklega er mjög margt sem er ekki eins og best væri á kosið, við skerum okkur lík- lega ekki mikið úr frá öðrum lönd- um þar sem reynslan er að stjórn- endur fyrirtækja fría sig oftar en ekki frá því að hugsa um þessi mál og fela þau í hendur umsjónar- manna tölvukerfa, þó svo að í flestum eða öllum tilfellum sé ábyrgðin stjórn- endanna en ekki tölvuumsjónarmann- sins. I lok dagsins er það stjórnandi fyrirtækisins sem ber ábyrgð og þarf að marka stefnuna. (En ég ætla ekki að skoða það frekar hér, heldur velta upp hverjar eru mögulegar hættur.) Er fyrirtækið iokað en ólæst Með tengingu við Intemetið hef- ur opnast gátt sem möguleg er fyr- ir utanaðkomandi aðila að nýta sér til að komast inn í tölvu- kerfí fyrirtækja. Flestir sem em með tengingu við Internetið hafa komið sér upp ör- yggisvörnum, sem era í flestum tilfellum svokall- aðir eldveggir. Eldvegg- ir eiga að hindra heim- sóknir óæskilegra aðila inn í tölvukerfi og gera það í flestum tilfellum. En nauðsynlegt er að skoða þann hluta örygg- isins reglulega og endur- meta hvort hann uppfylli nútíma kröfur, því það er mikil þróun á þessu sviði eins og öðmm, og eldveggir geta einnig orðið úreltir. Einnig eru fjölmörg atriði sem þarf að skoða, því eldveggir em þannig byggðir að þeir stjórna að- gengi tölvubúnaðar inn á tölvunet fyrirtækisins, en gera ekki greinar- mun á þeim sem sitja fyrir aftan lyklaborðið á viðkomandi tölvum, sem hafa aðgangsheimildir inn á tölvunetið. Ef eldveggur er eina ör- yggislausn fyrirtækisins, þá má líkja því við að hurðum fyrirtæisins sé lokað að kvöldi en skildar eftir með lélega læsingu eða í sumum til- fellum alveg ólæstar. Við öryggisúttekt á tölvukerfum, hefur oftar en ekki komið í ljós að ekki hefur verið til heildaryfirsýn yfir hvaða gáttir vom opnar út úr netkerfi fyrirtækisins. Fyrirtæki taldi sig vera að uppfylla allar kröf- ur um aðgengi utanaðkomandi, en yfirsást að tölva sem starfsmaður hafði var tengd með mótaldi við al- menna símkerfið og því komin opin gátt framhjá öllum öryggisvörnum. Mikil aukning er í notkun Inter- netsins sem samskiptaform í við- skiptum, en til þess að það sé við- unandi lausn verður að skoða vel alla öryggisþætti, það verður að breyta þessu samskiptaformi frá leikfangi yfir í alvöru viðskipta- verkfæri, þar sem öllum öryggis- kröfum er fullnægt. í dag eru menn því miður að nýta Internetið til samskipta með trúnaðargögn, í „Ieikfanga“-samskiptaformi. Hver les póstinn þinn? Hefurðu velt því fyrir þér þegar þú ert að senda í rafpóst (E-mail), hverjir koma til með að lesa hann? Þú getur allavega verið viss um að sá möguleiki er fyrir hendi að þau gögn sem þú sendir frá þér geta verið aðgengileg mjög mörgum á leiðinni til viðtakanda. Það er t.d. talið að yfir 140.000 manns, víðs- vegar um heiminn, hafi það að fullu starfi að skima á skipulagðan hátt póst sem sendur er í rafrænu formi, afkastageta er yfir 2 milljónir skeyta á klukkustund. Vertu viss um að það sem þú sendir frá þér sé eitthvað sem þér sé sama um að gæti lent í höndum annarra, jafnvel samkeppnisaðila. Rafræn póst- samskipti eru í dag mjög óöruggur hluti tölvukerfisins, sem vissulega Silki-damask í metratali í úrvali Póstsendum Skólavördustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050. Fardu fram íir sjálfum þér... ... með alvöru Internettemgimgu é læ^ra verdi en áður Síminn býður fjölbreyttar heildarlausnir í Internettengingum fyrir lítil sem stórfyrirtæki á enn lægra verði en áður hefur boðist. Ráðgjafar okkar aðstoða fyrirtæki við að finna þá lausn sem þau leita að. Hvort sem meiri áhersla er lögð á gæði tenginga eða hagkvæmt verð erum við með lausnina. www úimiuiúia Mfju^du í iiLdtici Sigurður Erlingsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.