Morgunblaðið - 10.02.2000, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 10.02.2000, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 C 11 & væri vert að skoða frekar. En í dag eru til fjöldamargar lausnir til að tryggja örugg og virk samskipti. Hver misnotar gögnin þín? Könnun sem gerð var í Banda- ríkjunum, birti þær óvæntu niður- stöður að fyrirtækjum stæði mest ógn af stuldi og misnotkun á trún- aðargögnum fyrirtækisins innan fyrirtækisins sjálfs. Flestir vernda sig mjög vel fyrir utanaðkomandi ásókn, en telja sig nokkuð örygga með samskipti innanhúss og gera oft of litlar öryggiskröfur þar. T.d. er of algengt að aðgengi og notkun starfsmanna með gögn sé rúmt og jafnvel óskilgreint. Engin regla er á því hvernig að- gengi starfsmaður hefur að trún- aðargögnum. I dag eru til margskonar örygg- isverkfæri sem t.d. hindra starfs- menn og aðra aðila sem eru að vinna á tölvukerfi fyrirtækisins að afrita ákveðin gögn á diskling, senda í tölvupósti eða á prentara eða önnur jaðartæki. Þessi þáttur er oft of lítið skoðaður. Mjög mikið af trúnaðargögnum lekur þessa leið til samkeppnisaðila, yfirleitt án nokkurar vitneskju stjórnenda fyrirtækisins. Samkvæmt könnun- um er talið að yfir 70% fyrirtækja hafi orðið fyrir skaða vegna gagna sem hafa verið misnotuð eða horfið vegna tölvuglæpa. Þessi þáttur á eftir að hækka á komandi árum ef ekkert er að gert. I dag eru margar öryggislausnir sem hægt er að setja upp til að byrgja þessa brunna. Innanhússnetið galoplð Aðgengi þeirra sem eru á tölvu- neti fyrirtækisins er oft skilgreint þannig að hver um sig hefur sitt svæði þar sem viðkomandi geymir gögnin sín. Einnig eru skilgreind svæði þar sem trúnaðargögn eru geymd og að því hafa að jafnaði einungis yfirmenn viðkomandi fyr- irtækis aðgang. Þegar einhver, sem hefur aðgang að þessum gögn- um, ætlar að skoða þau, þá leggja þau upp í ferðalag eftir netkerfi fyrirtækisins. Á þessari leið eru þau ekki óhult fyrir óviðkomandi aðila. Hægt er að nálgast á Intern- etinu lítil forrit sem oftast ganga undir nafninu „sniffer“. Ef einhver aðili sem er tengdur inn á tölvunet fyrirtækisins hefur svona forrit á tölvunni sinni getur hann á mjög einfaldan hátt fylgst með og lesið öll þau gögn sem ferðast um frá öruggum geymslustað á netþjóni fyrirtækisins í tölvu þess sem er að fara að skoða þau. Það eru einnig til lausnir til að vernda þessa sam- skiptaleið og ætti sú lausn ekki síð- ur að vera til staðar frekar en eld- veggur. Því þetta verndar einnig fyrir aðilum sem gætu náð að tengjast utanfrá. Fartölvur verða algengari Með auknum ferðalögum verða fartölvur algengari hjá starfs- mönnum fyrirtækja. Oftar en ekki innihalda þessar tölvur gögn sem ekki eru ætluð fyrir aðra en notanda hennar. Með því að setja upp tölvuöryggiskerfi í fartölvuna, er hægt að gera hana algjörlega óaðgengilega fyrir aðra en þann sem hefur réttu aðgangs- heimildina. Öll gögn eru ólesanleg og tölvan sjálf alveg ónothæf fyrir aðra. Þessi öryggislausn ætti skil- yrðislaust að vera í öllum fartölv- um hjá fyrirtækjum. Veiklr hlekkir Þessi stutta grein hefur vonandi vakið nokkra til umhugsunar um að það eru ennþá veikir hlekkir, fjöregg fyrirtækisins er ekki í eins vernduðu umhverfi og ætla mætti. Dragðu ekki of lengi að leita eftir staðfestingu á að þau gögn sem þú þarft að tryggja séu í öruggu um- hverfi. Höfundur er tölvu- og kerfísfræðing- ur og framkvæmdastjóri Rittækni, tölvuöryggi - hugbúnaðarlausnir. Viðskiptablað Morgunblaðsins Frœðsluhorn Langtímafjárfestar eru þelr fjárfestar kallaðlr sem líta ávallt til lengrl tíma. Þelr kaupa tiltekin hlutabréf og sitja á þelm þó að llla gangl hjá vlðkomandi félagl. í mörgum tilfellum elnbeita þér sér að fáum fyrirtækjum. Langtímafjárfestar og spákaupmenn Öndveröir þeim eru „spákaup- menn“ sem gjarnan hafa skjót- fenginn gróöa að leiöarljósi. Þeir kaupa hlutabréf sem þeir búast viö aö muni hækka mikiö á skömmum tíma. Gerist þaö eru þeir fljótir til aö losa hlut sinn í félaginu. Sums staöar er þekkt að spákaupmenn kaupi hluta- bréf í félögum til þess aö hluta þau í sundur. Ef illa horfir stökkva þeir gjarnan af skútunni. Flestir eigendur hlutabréfa eru þó líklega einhvers staðar á milli þess að vera langtímafjárfestar og spákaupmenn. Þessirfjár- festar kaupa hlutabréf til lengri tíma en hafa þó ekkert á móti þvf aö selja gefist möguleiki á góðum hagnaöi. Einstaklingar sem kaupa hluta- bréf gera þaö líka af mörgum ástæöum. Sem dæmi um nokkr- ar ástæöur eru góö ávöxtun veröbréfa, skattaafsláttur, fjár- festir vill eiga hlutabréf í tilteknu fyrirtæki eöa vill leggja sitt af mörkum til uppbyggingar at- vinnulífs. Suma langar jafnvel bara aö sitja aöalfundi félaga. Aukin umsvif Tölvumiðlunar TÖLVUMIÐLUN hf. og systurfyr- irtæki þess, Tölvuþekking hf., eMR hf. og Míkró ehf., veltu á síðasta ári um 300 milljónum króna. Fyrirtækin vinna náið saman að þróun, þjónustu og markaðssetningu hugbúnaðar fyrir innanlandsmarkað og erlendan markað, og starfa hjá þeim um 45 starfsmenn, segir í fréttatilkynningu frá Tölvumiðlun. Á seinasta ári var lokið svokölluðu EJS-verkefni, sem fól í sér að um 500 notendur EJS-launakerfis skiptu yfir í H-Laun frá Tölvumiðl- un. Meðal fyrirtækja sem það gerðu má nefna Norðurál, SPRON, Penn- ann, Háskólann í Reykjavík, Globus- Vélaver og Keflavíkurverktaka. Um 10 manns starfa nú beint og óbeint við H-Laun og eru launagreiðendur sem nota kerfið orðnir um 1.200 tals- ins, segir í fréttatilkynningunni. Aöalfundur Nýherja 2000 Aðalfundur Nýherja hf. verður haldinn fimmtudaginn 10. febrúar 2000. Fundurinn verður í Sunnusal Hótel Sögu og hefst klukkan 15:00. Dagskrá • Venjuleg aðalfundarstörf • Tillögur: Heimild félagsins til kaupa á eigin hlutum skv. 55. grein hlutafélagalaga. • Önnur mál; löglega upp borin. • Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. • Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa umboð, verða að gera það skriflega. Skaftahlíð 24 105 Reykjavík Slmi: 569 7700 www.nyherji.is NÝHERJI Fy rirtækjaþj ónusta Flu^f éla^sins FUNDARFERÐIR 05f atlt er til reiðu á fundarstað Nýjuinj í þjónustu við íslensk fyrirtæki hvar sem er á landinu. Við bjóðum fyrirtækjum saman í pakka flugfar og FlO?Íð 0? TUÍldað fundaraðstöðu í dagsferðum til fimm helstu áfangastaða Flugfélags íslands sem eru: ísafjörður Akureyri Egilsstaðir Höfn í Hornafirði Vestmannaeyjar Fljúgið að morgni, vinnið á fundi yfir daginn og snúið aftur heim um kvöldið. Fundaraðstaða er í samstarfshótelum okkar á framangreindum áfangastöðum. Eitt símtal - 09 við sjáum um allan undirbunin? Við pöntum flugfar, akstur til og frá flugvelli á fundarstað, fundar- aðstöðu og veitingar og sjáum til þess að allur búnaður verði til reiðu á fundarstað. Pöntum gistingu, sé þess óskað, og tökum að okkur að skipuleggja skoðunarferðir eða aðrar útivistarferðir á fundarstað. Viltu ná umtalsverðum áran^ri á næsta fundi? Hafðu strax samband við okkur í síma 570 3606 eða í tölvupósti: flugkort@airiceland.is Fínn kostur á ferialöjum FLUGFELAG ISLANDS Air Iceland Flugfélag fslands, Reykjavíkurflugvelli, sími 570 3030, fax 570 3001, www.flugfelag.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.