Morgunblaðið - 10.02.2000, Page 12
MORGUNBLAÐIÐ
12 C FIMMTUDAGUR10. FEBRÚAR 2000
VIÐSKIPTI
Vonir bundnar við að rafræn eignarskráning verðbréfa hefjist á næstu mánuðum
T
|AFIR þær sem orðið hafa á
því að rafræn eignar-
skráning verðbréfa hefjist
hér á landi má ætla að hafi
kostað hundruð milljóna króna. Er
þetta í samræmi við niðurstöðu hag-
kvæmnisathugunar, sem fram fór
árið 1995, á starfsemi verðbréfamið-
stöðvar á íslandi.
Athugunin, sem unnin var af verk-
efnisstjórn skipaðri af viðskiptaráð-
herra, var gefin út í skýrsluformi og
birtist einnig í athugasemdum með
frumvarpi að lögum um rafræna
eignarskráningu verðbréfa árið
1997. Gert var ráð fyrir í frumvarp-
inu að verðbréfamiðstöð tæki til
starfa á árinu 1998.
Verkefnisstjómin mat árlegan
kostnað vegna umsýslu með verð-
bréf 215-226 milljónir króna. Pótti
nefndarmönnum því hagkvæmt að
koma á fót verðbréfamiðstöð á Is-
landi og töldu rekstrarkostnað henn-
ar aðeins verða 20% af þeim kostn-
aði sem áætlað væri að þá félli til
árlega vegna umsýslu með verðbréf
og félli að mestu niður við stofnun
verðbréfamiðstöðvar.
Hafa ber í huga að
skýrslan er frá árinu
1995 og miðuð við þá-
verandi verðlag og
veltu verðbréfamark-
aðarins.
- Nokkrir samverkandi
þættír
valdið seinkun
17. maí 1997 birti
Morgunblaðið frétt um
að Verðbréfaskráning
íslands hf., undirbún-
ingsfélag um verð-
bréfamiðstöð, yrði
stofnað í byrjun júní-
mánaðar það ár. Þá
höfðu forsvarsmenn
félagsins á prjónunum
að starfsemin hæfist í
byrjun árs 1999.
í viðtali við Við-
skiptablað Morgun-
blaðsins 27. maí á síð-
asta ári, lét Einar
Siguijónsson, fram-
kvæmdastjóri Verð-
bréfaskráningar, hafa
eftir sér að stefnt væri
að því að hefja rafræna
skráningu þá um haust-
ið.
Hvernig skýrir Ein-
ar þann drátt sem hef-
ur orðið á því að eignar-
skráningin hefjist?
Hann segir nokkra
samverkandi þætti
hafa valdið frestuninni,
og nefnir sérstaklega
tvo þeirra. „Hluti af
seinkuninni var því að
kenna að Verðbréfa-
skráning lenti í því að
undirbúa aðgerðir gegn
2000 vandanum svo-
nefnda. Stjóm félags-
ins mat það svo að ekki
væri ástæða til að hefja rafræna út-
gáfu verðbréfa á þeim tímamótum.
Einnig er því um að kenna að
vinna við prófanir á skráningarkerf-
inu hefur tekið þó nokkurn tíma. Við
urðum að ganga lengra, en fyrirséð
var í byrjun, í því að auðvelda sam-
skipti reikningsstofnana við Verð-
bréfaskráningu í gegnum þeirra eig-
in kerfi,“ segir Einar.
Að hans sögn er nú verið að leggja
lokahönd á samningu reglna Verð-
bréfaskráningar. __________
„Sama er að segja um
vinnu við reglugerð þá
sem viðskiptaráðuneyt-
ið er að setja í þessum
efnum. Ég ætla því að
regluverkið liggi fyrir á næstu vik-
um,“ segir hann.
Viðskipti með rafræn hlutabréf
gætu hafist í sumar
Nú hyllir í að rafræn eignarskrán-
ing íslenskra verðbréfa hefjist. Um
miðjan þennan mánuð verða fyrstu
verðbréfin gefin út rafrænt til
reynslu. Er um að ræða þriggja
mánaða ríkisvíxla í útboði Lánasýslu
ríkisins. Tilraunin miðar að því að
prófa kerfi Verðbréfaskráningar Is-
Seinkun frest-
ar framþróun
markaðarins
✓
Nú hyllir senn í að V er ðbréfaskr áning Islands hf. hefji rafræna
eignarskráningu verðbréfa. Jóni Sigurðssyni lék forvitni á að
vita hvaða áhrif notkun pappírsverðbréfa og bið eftir rafrænni
útgáfu verðbréfa hefðu haft á íslenskan verðbréfamarkað.
Morgunblaðiö/Golli
Nokkurrar dánægju hefur gætt á verðbréfamarkaðnum með hversu seint hefur gengið að hefja útgáfu rafrænna verðbréfa hérlendis.
Árleg umsýsla
verðbrófa kostar
215-226 millj. kr.
lands, sem annast um hina rafrænu
eignarskráningu verðbréfa hér á
landi.
Einar segir að um leið og full vissa
fáist um að kerfið virki rétt, þá verði
farið út í að undirbúa útgáfu annarra
tegunda verðbréfa. Hins vegar verði
það ekki gert allt í einu lagi, heldur
hver og ein tegund sérstaklega. Með
því móti geti Verðbréfaskráning
byggt upp þekkingu starfsmanna
reikningsstofnana á kerfinu. Útgáfu
___________ bréfa verði svo hraðað
eftir því sem reikn-
ingsstofnanirnar læra
betur inn á kerfið.
Einar segist ekki
þora að spá fyrir um
hvenær hlutabréf verði eignarskráð
rafrænt. ,ÁIcveðið innköllunarferli
þarf að fara fram hjá þeim hlutafél-
ögum sem þegar hafa gefið hluta-
bréf sín út í pappírsformi, sem getur
tekið 2-3 mánuði. Bréf þeirra félaga
sem hafa ekki verið útgefin á papp-
írsformi er unnt að gefa út fyrr, jafn-
vel í aprílmánuði, án þess að ég vilji
gefa út neina yfirlýsingu um það,“
bætir hann við.
Með hliðsjón af þessum orðum og
þeim sem Einar lét falla í Morgun-
blaðinu í fyrradag, að tilraunin með
ríkisvíxlana gæti tekið um einn og
hálfan mánuð, má ætla að í fyrsta
lagi í sumar verði unnt að eiga við-
skipti með rafræn hlutabréf í félög-
um sem nú þegar eru skráð á Verð-
bréfaþingi.
Hefur bein áhrif á
verðmyndun brófa
Verðbréfaþing hefur verið ósátt
við hversu lengi hefur dregist að
koma skráningarstarfseminni af
stað, að sögn Stefáns Halldórssonar,
framkvæmdastjóra þess.
„Okkur hefur þótt þetta taka ótrú-
lega langan tíma. Við höfum óhjá-
kvæmilega fundið fyrir því að þetta
hefur seinkað framþróun markaðar-
ins. Verðbréfaviðskipti eru enn ekki
eins skilvirk hérlendis og í þeim
löndum þar sem bréf eru eignar-
skráð rafrænt. Erlendir fjárfestar
hafa sett það fyrir sig að sömu við-
skiptaháttum er ekki hægt að beita
og því ekki viljað koma inn á mark-
aðinn.
Hvað varðar vissar tegundir verð-
bréfa hafa þessar hömlur haft bein
áhrif á verðmyndun bréfanna. Til að
mynda eru viðskipti með eldri hús-
bréf oft á öðru eða lakara verði en
viðskipti með ný bréf, hreinlega
vegna þess magns pappírs sem þeim
fylgir,“ segir Stefán.
I reglum Verðbréfaþings og
reglugerð, sem tóku gildi 1. júlí á
síðasta ári, eru ákvæði sem snerta
rafræna eignarskráningu verðbréfa.
í 12. gr. reglugerðar nr. 433/1999,
um upplýsingaskyldu útgefenda,
kauphallaraðila og eigenda verð-
bréfa sem skráð eru í kauphöll, er
kveðið á um að skylt sé ____________________
að tilkynna kauphöll Pa ppí rsform i ð
þegar í stað um við- dregur Úr áhnga
skipti mnherja með , ®
verðbréf sem þar eru OrlendrafjárffostH
skráð.
aukanum fyrir 1. janúar 2000. Stefán
Halldórsson segir þessi ákvæði um
utanþings- og innheijaviðskipti
dæmi um reglur sem örðugt sé fyrir
Verðbréfaþing að beita eins og stað-
an er í dag. Þegar reglumar voru
settar hafi verið gert ráð fyrir því að
starfsemi Verðbréfaskráningar yrði
komin á fullt um síðustu áramót.
„Tafir á því að rafræn skráning hefj-
ist hafa heft ýmsa þætti sem gera
viðskipti með skráð verðbréf sýni-
legri og markaðinn skilvirkari. Okk-
ur hefur því reynst erfiðara að knýja
markaðinn til að stunda vinnubrögð
sem tíðkast annars staðar,“ bætir
hann við.
íslenskur markaður fyrst sam-
keppnishæfur eftir breytinguna
Af samtölum við aðila í verðbréfa-
geiranum má merkja að markaður-
inn bíði í ofvæni eftir því að rafræn
eignarskráning hefjist. Að sama
skapi virðist nokkurrar óánægju
gæta á markaðnum með hversu
seint hefur gengið að koma skrán-
ingarstarfseminni af stað. Einn við-
mælandi blaðsins
sagði seinaganginn
valda vonbrigðum, en
auðvitað þýddi ekkert
að fara af stað með
hálfklárað kerfi.
Allir þeir sem leitað
var til virtust vera á
einu máli um að til-
koma rafrænu skrán-
ingarinnar muni hafa
mjög jákvæð áhrif á
íslenskan fjármagns-
markað. Breytingin
muni létta lífið fyrir
starfsmenn verð-
bréfafyrirtækj anna,
hvað varðar afstemm-
ingar, og einnig fyrir
starfsemi hlutaslö'áa
félaga á verðbréfa-
markaði, en allar
færslur þar munu
verða sjálfvirkar.
í morgunkornum
FBA 24. janúar sl.
sagði að til tíðinda
gæti borið á árinu
2000 ef erlendir fjár-
festar héldu innreið
sína á íslenskan verð-
bréfamarkað. Annar
hvata að því yrði raf-
ræn skráning verð-
bréfa. Sagði þar enn-
fremur að löngum
hefði það hamlað
áhuga erlendra fjár-
festa á fjárfestingum
hér á landi að verð-
bréf væru gefin út á
pappírsformi en ekki
rafrænt.
Sérfræðingar á
verðbréfamarkaðnum
segjast vera sammála
þessu. Erlendir fjár-
festar haldi enn að
sér höndum þangað
til skipt verði yfir í
rafræn bréf. Fyrst þegar það verði
að veruleika verði íslenskur verð-
bréfamarkaður samkeppnishæfur
við erlenda markaði.
Samráðsnefnd ekki enn
komið formlega saman
I lögunum um rafræna eignar-
skráningu verðbréfa er mælt fyrir
um að skipuð verði samráðsnefnd
verðbréfamiðstöðva, Verðbréfa-
þings og Seðlabanka íslands, sem
skuli hafa það hlutverk
að fjalla um samskipti
þessara aðila. Að sögn
Einars Sigurjónssonar
og Stefáns Halldórs-
sonar hefur nefndin
I 22. gr. sömu reglugerðar segir,
að kauphallaraðilum beri að skila inn
upplýsingum um öll tilkynningar-
skyld viðskipti, m.a. viðskipti utan-
þings, eigi síðar en 5 mínútum eftir
að samningur hefur verið gerður um
kaup eða sölu verðbréfa. Sams kon-
ar ákvæði er einnig í viðauka nr. 5
við reglur um viðskipta- og upplýs-
ingakerfi Verðbréfaþings. Þar var
þó bætt inn bráðabirgðaákvæði, um
að aðilar að Verðbréfaþingi skyldu
hafa aðlagað starfsemi sína að við-
ekki enn komið formlega saman, en
fulltrúar þeirra þó haft óformleg
samskipti sín á milli.
„Samskiptin hafa verið góð og því
hefur í sjálfu sér ekki verið ástæða
til að halda formlega fundi. Verð-
bréfaskráning hefur gætt þess að
upplýsingaflæði milli þessara aðila
sé í lagi,“ segir Einar. Stefán segist
eiga von á því að samskipti aðilanna
muni aukast þegar reglugerð við-
skiptaráðuneytisins um rafræna
eignarskráningu liggur fyrir.