Morgunblaðið - 19.02.2000, Page 28

Morgunblaðið - 19.02.2000, Page 28
28 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÚRVERINU Framtíðarvaxtamunur gefur styrkingu evrunnar til kynna Fjármagnsstraumar eru síbreytilegir og gjaldmiðlar styrkjast og veikjast á víxl vegna þeirra. Veik evra er orð- ið þekkt orðasamband en talsverð líkindi eru til þess að styrkur gjald- miðilsins fari nú vaxandi að mati sérfræðinga. FJÁRFESTINGAR í verðbréfum þar sem ávöxtunin miðast við evrur, telja fjárfestar nú skynsamlegri kost en að fjárfesta í dollurum. Amar Jónsson, sérfræðingur í gjaldeyris- viðskiptum hjá Landsbanka íslands, segir ástæðuna m.a. felast í þeirri trú fjárfesta að dollar og bandarískt efnahagslíf hafi náð ákveðnu hámarki en að leið evrunnar liggi nú upp á við. Amar segir evruna hafa valdið fjárfestum ítrekuðum vonbrigðum og erfitt hafi reynst að auka tíltrú á gjaldmiðilinn, frá því hann hóf göngu sína í janúar á síðasta ári. Gengi evru gagnvart dollar er um þessar mundir með því lægsta sem verið hefrn- frá upphafi, eða undir einum dollar hver evra. Frá janúarbyijun 1999 til þessa dags nemur lækkun evrunnar gagn- vart dollar um 17%. Amar segir tiltrú þó að aukast og að það sé almenn skoðun nú að evrópskt efnahagslíf sé á uppleið og hið bandaríska komist varla lengra. „Styrkur dollars og jens er það sem hefur veikt evmna, einnig hærri vextir í helstu samkeppislönd- um, auk væntinga um vexti í framtíð," segir Amar. „Fjármagn heíur streymt frá Evrópu og til Bandaríkj- anna og Japans og það hefur þrýst evrunni niður en aukið styrk dollars ogjens.“ Fjárfestingar íslendinga að meirihluta í dollurum Islendingar hafa í vaxandi mæli fiárfest í erlendum verðbréfasjóðum. Avöxtim verðbréfasjóða þar sem ávöxtunin miðast við evrur hefur ekki verið eins góð og í sjóðum sem miðast við dollara. „íslenskir lífeyrissjóðir hafa m.a. fjárfest í erlendum hluta- bréfum, að miklum meirihluta í doll- umm og notíð góðs af því, en fjárfest- ingar hafa jafnframt verið að nokkm leyti í evrum,“ segir Amar og bætir við að fleiri séu nú að snúa sér að evr- unni þar sem hún er í lágmarki en dollar í hámarki og möguleiki á meiri ávöxtun í evmm. Amar leggur áherslu á að um tvo póla sé að ræða, gengisvísitölu ís- lensku krónunnar annars vegar og gengi á milli erlendu gjaldmiðlanna hins vegar, svonefnda krossa eins og evra-dollar og evra-jen. Gengi ís- lensku krónunnar hefiír styrkst mjög undanfarið og Amar vísar einnig til langtímaskulda sjávarútvegsfyrir- tækja sem hafa lækkað umtalsvert. „Þeir sem skulda hafa notíð góðs af lækkun evmnnar, þar sem t.d. lang- tímaskuldir sjávarútvegsfyrirtækja hafa lækkað umtalsvert vegna veikari evm og sterkari krónu,“ segir Amar. Of Irtill trúverðugleiki Seðlabanka Evrópu Amar segir að það sem meðal ann- ars hafi grafið undan gengi evmnnar frá því hún hóf göngu sína, sé mun meiri hagvöxtur í helstu samkeppnis- löndum, sérstaklega í Bandaríkjun- um. Amar nefnir einnig Kosovo-deil- una. „Um skeið var evran einnig viðkvæm vegna frétta um að Þýska- land og önnur kjamaríki myndu draga úr aðhaldi í ríkisfjármálum og Framtíðarvaxtamunur og gengi evru gagnvart dollar Framtíðarvaxtamunur og gengi evru gagnvart jeni á tímabili virtust Frakkar leggja til breytingar á stöðugleikasáttmálan- um, sem er einn af homsteinum myntbandalagsins. Ástandið er ekki beint slæmt í Evrópu heldur er það styrkur bandaríska efnahagslífsins sem lætur líta svo út. Hagvöxtur í Evrópu hefur verið mun minni en í Bandaríkjunum og evran hefur lækk- að mun meira en menn bjuggust við. Þetta er ný mynt og Seðlabanki Evrópu er ný stofnun sem ekki hefur náð að skapa sér tíltrú á markaðnum. Yfirlýsingar frá bankanum hafa verið tvíræðar og þar virðist ekki ríkja sama eining og ríkir tíl dæmis innan Seðlabankans í Bandaríkjunum," segir Amar. Ummæh forráðamanna Seðla- banka Evrópu og seðlabankastjóra þeirra landa sem standa að Efna- hags- og myntbandalagi Evrópu um hversu efnileg evran sé og líkleg til að verða sterkur gjaldmiðill, hafa í flest- um tilvikum átt að koma í veg fyrir frekara fall evrunnar en hafa oftar en ekki valdið þveröfugum áhrifum, að sögn Amars. „Seðlabanki Evrópu hefur þó hækkað vextí tvívegis und- anfarið, í nóvember og febrúar, og reyndi með því að vera á undan verð- bólgunni sem hefur engin verið að ráði í Evrópu." Amar leggur þó áherslu á að verðbólga á evmsvæðinu getí aukist nokkuð ef evran fer ekki að ná sér á strik. Þess má geta að Seðlabanki Evrópu hélt stýrivöxtum sínum óbreyttum eftir fund bankastjómar- innar í fyrradag og verða vextimir áfram 3,25%. Vextir bankans hækk- uðu síðast um 0JZ5% fyrir hálfum mánuði og ekki var búist við hækkun í fyrradag. Vísbendingar um að evran styrfcist gegn jeni á næstunni Amar segir að ef framhald verði á óheppilegum ummælum forráða- manna Seðlabanka Evrópu um geng- ismál, muni það torvelda styrkingu evrunnar á gjaldeyrismörkuðum. „Vaxtamunur á milli landa hefur leik- ið lykilhlutverk í þeim hræringum sem átt hafa sér stað á gjaldeyris- mörkuðum síðustu misseri. Minnk- andi vaxtamunur milli Evrópu og annarra hagkerfa gefur ákveðna vís- bendingu um að botninum sé náð og gengi evrunnar taki að hækka á nýj- an leik. Þegar tekið er mið af framtíð- arvaxtamun milli Evrópu, Bandaríkj- anna, Bretlands og Japans virðast vaxtavæntingar í öllum tilvikum hafa snúist Evrópu í hag,“ segir Amar. Með framtíðarvaxtamun er átt við þá skammtímavexti sem markaðurinn gerir ráð iyrir að verði í viðkomandi hagkerfum í september á þessu ári. Þessi vaxtamunur hefur mikil áhrif á fjármagnsstrauma og þar með gengi gjaldmiðla. „Hagtölur síðustu sex mánaða frá Evrópu benda til aukins styrkleika en erfitt er að spá um framtíðina," segir Amar. Amar segir vaxtamun á milli Bandaríkjanna og Evrópu hafa verið hliðhollan dollar þar sem hækkandi vextir í Bandaríkjunum auka inn- streymi fjármagns frá Evrópu og jafnframt Japan. „Reikna má með að Bandaríkin séu komin lengra í vaxta- hækkunarferlinu og að vextír hækki hlutfallslega meira í Evrópu á næstu misseram, hugsanlega um 0,75% á þessu ári. Þessar væntingar styðja við gengi evrunnar. Hlutabréfamark- aðurinn í Bandaríkjunum er blómleg- ur og hagvöxtur hefur farið sívax- andi. Þetta kemur niður á evranni. Spár sérfræðinga um styrkingu evr- unnar hafa ekki gengið eftir hingað til en nú virðast flestir á sama máli um að það sé komið að því,“ segir Amar og vísar til jensins. „Jenið hefur styrkst um 15% frá miðju síðasta ári og kemur styrkurinn helst fram á mótí dollar. Japanskur hlutabréfa- markaður tók hressilega við sér um mitt síðastliðið ár og varð þess vald- andi að fjárfestar fluttu fjármagn frá Evrópu tíl Japans. Þetta leiddi einnig til aukins þrýstings á evra,“ segir Amar Jónsson. Að hans sögn gefur mikill framtíðarvaxtamunur á milli evra og jens vissar vísbendingar um að evran styrkist gegn jeni á næst- unni. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Frystitogarinn Frosti ÞH eftir breytingamar. Aðbúnaður áhafnar bættur Breytingar á frystitogaranum Frosta FRYSTITOGARINN Frosti ÞH er kominn aftur á miðin eftír breytingar á skipinu sem hófust 15. desember. Siglt var frá Grenivík fyrir viku en togarinn kom svo til Reykjavíkur og fór þaðan á veiðar í íyrrakvöld. Að sögn Þorsteins Harðarsonar, skipstjóra, var bætt við hæð undir brúna til að auka aðstöðu fyrir 17 manna áhöfnina, settur veltitankur í skipið, vélin tekin upp og skipið mál- að auk annarra lagfæringa. „Við bættum rýmið fyrir áhöfnina, meðal annars íbúðir og setustofu, því þetta var svo þröngt,“ segir Þorsteinn. Togarinn er á hefðbundnum bolfisk- veiðum og er kvótinn um 1.500 þorsk- ígildistonn, en túramir taka yfirleitt 24 til 26 daga, að sögn Þorsteins. Stáltak á Ákureyri, sameinað fyr- irtæki Slippstöðvarinnar og Stál- smiðjunnar, sá um breytingarnar, en vinnan við vélina var í höndum vélsmiðjunnar Víkur á Grenivík. Þorsteinn segir að heildarkostnað- urinn nemi um 40 til 45 milljónum króna, en skipið var smíðað í Póllandi fyrir áratug. Ekkert lát á góðri loðnuveiði Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Fremur lítið er fryst af loðnu á Japansmarkað þessa vertíð vegna mark- aðsaðstæna. Loðnufrysting hófst þó hjá Vinnslustöð Vestmannaeyja hf. fyrir skömmu þar sem þessi mynd er tekin. 20 þúsund tonn á land á dag EKKERT lát er á loðnuveiði og vora flest sldp á leið til löndunar í gær eða á leið á miðin á ný. Mikill afli berst nú að landi, eða í kringum 20 þúsund tonn á hverjum sólarhring, og er stöðugur straumur skipa á flestar hafnir þar sem tekið er á móti loðnu. Loðnan þokast nú hægt vestur með landinu. Mokveiði var við Hrollaugseyjar í gærmorgun og fylltu skipin sig þar í fáum köstum. Einar Sigþórsson, stýrimaður á Gígju VE, sagði veiðina á litlum bletti innan við eyjarnar, nánast al- veg upp í fjöra. Skipið var á landleið með fullfermi, um 740 tonn, þegar Morgunblaðið ræddi við Einar í gær. Hann sagði aflann hafa fengist í þremur köstum. „Við fengum aðeins 100 tonn í fyrsta kastinu en síðan 500 tonn í því næsta. Þá vantaði aðeins 150 tonn til að fylla skipið en við fengum þá hinvegar 700 tonna kast. Við gátum fyllt þrjú skip sem vant- aði slatta með því sem afgangs var.“ Alveg komið að hrygningu Að sögn sjómanna sem Morgun- blaðið ræddi við í gær er hrognafyll- ing loðnunnar nú um 20% og því styttist óðum í að hún hrygni. Loðn- an þykir hin vænasta og henta vel á Japansmarkað en vegna markaðsað- stæðna er tiltölulega lítið fryst á Japan á þessari vertíð. Þá segja sjó- menn verð fyrir loðnuna til bræðslu ekki nógu hátt en fiskimjölsverk- smiðjurnar borga 4-5.000 krónur fyrir tonnið, eftir því hvar þær era staðsettar gagnvart miðunum hverju sinni. Löndunum fjölgar vestanlands Samkvæmt upplýsingum Sam- taka fiskvinnslustöðva hafa nú borist um 290 þúsund tonn af loðnu að landi frá áramótum. Mest hefur komið til verksmiðja á Austfjörðum, um 48 þúsund tonn til Hraðfrysti- húss Eskifjarðar, rúm 40 þúsund tonn til Síldarvinnslunnar í Nes- kaupstað og tæp 40 þúsund tonn til SR-mjöls á Seyðisfirði. Eftir því sem loðnan færist vestar aukast landanir hjá verksmiðjum vestanlands. Nú hafa borist rúm 15 þúsund tonn til Vinnslustöðvarinnar hf. í Vest- mannaeyjum og rúm 20 þúsund tonn borist til fiskimjölsverksmiðju Sam- herja hf. í Grindavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.