Morgunblaðið - 19.02.2000, Síða 28

Morgunblaðið - 19.02.2000, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÚRVERINU Framtíðarvaxtamunur gefur styrkingu evrunnar til kynna Fjármagnsstraumar eru síbreytilegir og gjaldmiðlar styrkjast og veikjast á víxl vegna þeirra. Veik evra er orð- ið þekkt orðasamband en talsverð líkindi eru til þess að styrkur gjald- miðilsins fari nú vaxandi að mati sérfræðinga. FJÁRFESTINGAR í verðbréfum þar sem ávöxtunin miðast við evrur, telja fjárfestar nú skynsamlegri kost en að fjárfesta í dollurum. Amar Jónsson, sérfræðingur í gjaldeyris- viðskiptum hjá Landsbanka íslands, segir ástæðuna m.a. felast í þeirri trú fjárfesta að dollar og bandarískt efnahagslíf hafi náð ákveðnu hámarki en að leið evrunnar liggi nú upp á við. Amar segir evruna hafa valdið fjárfestum ítrekuðum vonbrigðum og erfitt hafi reynst að auka tíltrú á gjaldmiðilinn, frá því hann hóf göngu sína í janúar á síðasta ári. Gengi evru gagnvart dollar er um þessar mundir með því lægsta sem verið hefrn- frá upphafi, eða undir einum dollar hver evra. Frá janúarbyijun 1999 til þessa dags nemur lækkun evrunnar gagn- vart dollar um 17%. Amar segir tiltrú þó að aukast og að það sé almenn skoðun nú að evrópskt efnahagslíf sé á uppleið og hið bandaríska komist varla lengra. „Styrkur dollars og jens er það sem hefur veikt evmna, einnig hærri vextir í helstu samkeppislönd- um, auk væntinga um vexti í framtíð," segir Amar. „Fjármagn heíur streymt frá Evrópu og til Bandaríkj- anna og Japans og það hefur þrýst evrunni niður en aukið styrk dollars ogjens.“ Fjárfestingar íslendinga að meirihluta í dollurum Islendingar hafa í vaxandi mæli fiárfest í erlendum verðbréfasjóðum. Avöxtim verðbréfasjóða þar sem ávöxtunin miðast við evrur hefur ekki verið eins góð og í sjóðum sem miðast við dollara. „íslenskir lífeyrissjóðir hafa m.a. fjárfest í erlendum hluta- bréfum, að miklum meirihluta í doll- umm og notíð góðs af því, en fjárfest- ingar hafa jafnframt verið að nokkm leyti í evrum,“ segir Amar og bætir við að fleiri séu nú að snúa sér að evr- unni þar sem hún er í lágmarki en dollar í hámarki og möguleiki á meiri ávöxtun í evmm. Amar leggur áherslu á að um tvo póla sé að ræða, gengisvísitölu ís- lensku krónunnar annars vegar og gengi á milli erlendu gjaldmiðlanna hins vegar, svonefnda krossa eins og evra-dollar og evra-jen. Gengi ís- lensku krónunnar hefiír styrkst mjög undanfarið og Amar vísar einnig til langtímaskulda sjávarútvegsfyrir- tækja sem hafa lækkað umtalsvert. „Þeir sem skulda hafa notíð góðs af lækkun evmnnar, þar sem t.d. lang- tímaskuldir sjávarútvegsfyrirtækja hafa lækkað umtalsvert vegna veikari evm og sterkari krónu,“ segir Amar. Of Irtill trúverðugleiki Seðlabanka Evrópu Amar segir að það sem meðal ann- ars hafi grafið undan gengi evmnnar frá því hún hóf göngu sína, sé mun meiri hagvöxtur í helstu samkeppnis- löndum, sérstaklega í Bandaríkjun- um. Amar nefnir einnig Kosovo-deil- una. „Um skeið var evran einnig viðkvæm vegna frétta um að Þýska- land og önnur kjamaríki myndu draga úr aðhaldi í ríkisfjármálum og Framtíðarvaxtamunur og gengi evru gagnvart dollar Framtíðarvaxtamunur og gengi evru gagnvart jeni á tímabili virtust Frakkar leggja til breytingar á stöðugleikasáttmálan- um, sem er einn af homsteinum myntbandalagsins. Ástandið er ekki beint slæmt í Evrópu heldur er það styrkur bandaríska efnahagslífsins sem lætur líta svo út. Hagvöxtur í Evrópu hefur verið mun minni en í Bandaríkjunum og evran hefur lækk- að mun meira en menn bjuggust við. Þetta er ný mynt og Seðlabanki Evrópu er ný stofnun sem ekki hefur náð að skapa sér tíltrú á markaðnum. Yfirlýsingar frá bankanum hafa verið tvíræðar og þar virðist ekki ríkja sama eining og ríkir tíl dæmis innan Seðlabankans í Bandaríkjunum," segir Amar. Ummæh forráðamanna Seðla- banka Evrópu og seðlabankastjóra þeirra landa sem standa að Efna- hags- og myntbandalagi Evrópu um hversu efnileg evran sé og líkleg til að verða sterkur gjaldmiðill, hafa í flest- um tilvikum átt að koma í veg fyrir frekara fall evrunnar en hafa oftar en ekki valdið þveröfugum áhrifum, að sögn Amars. „Seðlabanki Evrópu hefur þó hækkað vextí tvívegis und- anfarið, í nóvember og febrúar, og reyndi með því að vera á undan verð- bólgunni sem hefur engin verið að ráði í Evrópu." Amar leggur þó áherslu á að verðbólga á evmsvæðinu getí aukist nokkuð ef evran fer ekki að ná sér á strik. Þess má geta að Seðlabanki Evrópu hélt stýrivöxtum sínum óbreyttum eftir fund bankastjómar- innar í fyrradag og verða vextimir áfram 3,25%. Vextir bankans hækk- uðu síðast um 0JZ5% fyrir hálfum mánuði og ekki var búist við hækkun í fyrradag. Vísbendingar um að evran styrfcist gegn jeni á næstunni Amar segir að ef framhald verði á óheppilegum ummælum forráða- manna Seðlabanka Evrópu um geng- ismál, muni það torvelda styrkingu evrunnar á gjaldeyrismörkuðum. „Vaxtamunur á milli landa hefur leik- ið lykilhlutverk í þeim hræringum sem átt hafa sér stað á gjaldeyris- mörkuðum síðustu misseri. Minnk- andi vaxtamunur milli Evrópu og annarra hagkerfa gefur ákveðna vís- bendingu um að botninum sé náð og gengi evrunnar taki að hækka á nýj- an leik. Þegar tekið er mið af framtíð- arvaxtamun milli Evrópu, Bandaríkj- anna, Bretlands og Japans virðast vaxtavæntingar í öllum tilvikum hafa snúist Evrópu í hag,“ segir Amar. Með framtíðarvaxtamun er átt við þá skammtímavexti sem markaðurinn gerir ráð iyrir að verði í viðkomandi hagkerfum í september á þessu ári. Þessi vaxtamunur hefur mikil áhrif á fjármagnsstrauma og þar með gengi gjaldmiðla. „Hagtölur síðustu sex mánaða frá Evrópu benda til aukins styrkleika en erfitt er að spá um framtíðina," segir Amar. Amar segir vaxtamun á milli Bandaríkjanna og Evrópu hafa verið hliðhollan dollar þar sem hækkandi vextir í Bandaríkjunum auka inn- streymi fjármagns frá Evrópu og jafnframt Japan. „Reikna má með að Bandaríkin séu komin lengra í vaxta- hækkunarferlinu og að vextír hækki hlutfallslega meira í Evrópu á næstu misseram, hugsanlega um 0,75% á þessu ári. Þessar væntingar styðja við gengi evrunnar. Hlutabréfamark- aðurinn í Bandaríkjunum er blómleg- ur og hagvöxtur hefur farið sívax- andi. Þetta kemur niður á evranni. Spár sérfræðinga um styrkingu evr- unnar hafa ekki gengið eftir hingað til en nú virðast flestir á sama máli um að það sé komið að því,“ segir Amar og vísar til jensins. „Jenið hefur styrkst um 15% frá miðju síðasta ári og kemur styrkurinn helst fram á mótí dollar. Japanskur hlutabréfa- markaður tók hressilega við sér um mitt síðastliðið ár og varð þess vald- andi að fjárfestar fluttu fjármagn frá Evrópu tíl Japans. Þetta leiddi einnig til aukins þrýstings á evra,“ segir Amar Jónsson. Að hans sögn gefur mikill framtíðarvaxtamunur á milli evra og jens vissar vísbendingar um að evran styrkist gegn jeni á næst- unni. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Frystitogarinn Frosti ÞH eftir breytingamar. Aðbúnaður áhafnar bættur Breytingar á frystitogaranum Frosta FRYSTITOGARINN Frosti ÞH er kominn aftur á miðin eftír breytingar á skipinu sem hófust 15. desember. Siglt var frá Grenivík fyrir viku en togarinn kom svo til Reykjavíkur og fór þaðan á veiðar í íyrrakvöld. Að sögn Þorsteins Harðarsonar, skipstjóra, var bætt við hæð undir brúna til að auka aðstöðu fyrir 17 manna áhöfnina, settur veltitankur í skipið, vélin tekin upp og skipið mál- að auk annarra lagfæringa. „Við bættum rýmið fyrir áhöfnina, meðal annars íbúðir og setustofu, því þetta var svo þröngt,“ segir Þorsteinn. Togarinn er á hefðbundnum bolfisk- veiðum og er kvótinn um 1.500 þorsk- ígildistonn, en túramir taka yfirleitt 24 til 26 daga, að sögn Þorsteins. Stáltak á Ákureyri, sameinað fyr- irtæki Slippstöðvarinnar og Stál- smiðjunnar, sá um breytingarnar, en vinnan við vélina var í höndum vélsmiðjunnar Víkur á Grenivík. Þorsteinn segir að heildarkostnað- urinn nemi um 40 til 45 milljónum króna, en skipið var smíðað í Póllandi fyrir áratug. Ekkert lát á góðri loðnuveiði Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Fremur lítið er fryst af loðnu á Japansmarkað þessa vertíð vegna mark- aðsaðstæna. Loðnufrysting hófst þó hjá Vinnslustöð Vestmannaeyja hf. fyrir skömmu þar sem þessi mynd er tekin. 20 þúsund tonn á land á dag EKKERT lát er á loðnuveiði og vora flest sldp á leið til löndunar í gær eða á leið á miðin á ný. Mikill afli berst nú að landi, eða í kringum 20 þúsund tonn á hverjum sólarhring, og er stöðugur straumur skipa á flestar hafnir þar sem tekið er á móti loðnu. Loðnan þokast nú hægt vestur með landinu. Mokveiði var við Hrollaugseyjar í gærmorgun og fylltu skipin sig þar í fáum köstum. Einar Sigþórsson, stýrimaður á Gígju VE, sagði veiðina á litlum bletti innan við eyjarnar, nánast al- veg upp í fjöra. Skipið var á landleið með fullfermi, um 740 tonn, þegar Morgunblaðið ræddi við Einar í gær. Hann sagði aflann hafa fengist í þremur köstum. „Við fengum aðeins 100 tonn í fyrsta kastinu en síðan 500 tonn í því næsta. Þá vantaði aðeins 150 tonn til að fylla skipið en við fengum þá hinvegar 700 tonna kast. Við gátum fyllt þrjú skip sem vant- aði slatta með því sem afgangs var.“ Alveg komið að hrygningu Að sögn sjómanna sem Morgun- blaðið ræddi við í gær er hrognafyll- ing loðnunnar nú um 20% og því styttist óðum í að hún hrygni. Loðn- an þykir hin vænasta og henta vel á Japansmarkað en vegna markaðsað- stæðna er tiltölulega lítið fryst á Japan á þessari vertíð. Þá segja sjó- menn verð fyrir loðnuna til bræðslu ekki nógu hátt en fiskimjölsverk- smiðjurnar borga 4-5.000 krónur fyrir tonnið, eftir því hvar þær era staðsettar gagnvart miðunum hverju sinni. Löndunum fjölgar vestanlands Samkvæmt upplýsingum Sam- taka fiskvinnslustöðva hafa nú borist um 290 þúsund tonn af loðnu að landi frá áramótum. Mest hefur komið til verksmiðja á Austfjörðum, um 48 þúsund tonn til Hraðfrysti- húss Eskifjarðar, rúm 40 þúsund tonn til Síldarvinnslunnar í Nes- kaupstað og tæp 40 þúsund tonn til SR-mjöls á Seyðisfirði. Eftir því sem loðnan færist vestar aukast landanir hjá verksmiðjum vestanlands. Nú hafa borist rúm 15 þúsund tonn til Vinnslustöðvarinnar hf. í Vest- mannaeyjum og rúm 20 þúsund tonn borist til fiskimjölsverksmiðju Sam- herja hf. í Grindavík.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.