Morgunblaðið - 19.02.2000, Page 70

Morgunblaðið - 19.02.2000, Page 70
70 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska DASUR, HVAÖ HEFUR KOMIfi FYRIR KYND- IN6UNA, ÞAÖ ERU At) MINNSTA KOS.TI 40 STTS , Ferdinand Smáfólk 50 WMEN YOU GET OLDER., MAH'BE l'LL TAKE YOU TO A NICEWARM 6YMNA5IUM.. Og svo þegar þú verður eldri þá tek ég þig kannski með mér í þægilegt upphitað íþrúttahús. BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Umferðin og svarti jólasnjórinn Frá Jóhannesi R. Snorrasyni: ÞAÐ var eins og við manninn mælt, að um leið og fyrsti snjór vetrarins féll, þá upphófst hinn árvissi salt- austur á götur höfuðborgarinnar og nágrannabæjanna. Þá byrjaði ball- ið, með öllum þeim viðbjóði, sem fylgir tjörublönduðum saltpækli. Athyglisvert hlýtur það að vera, að fyrri hluta vetrarins, meðan rigndi dag eftir dag og flestir bílar komnir á neglda hjólbarða, þurfti aldrei að „tjöruþvo“! Við sjáum líka, að snjórinn er hvergi svartur nema á „saltgötunum". Það liggur þvi í augum uppi, að það er saltið, sem losar um tjöruna og síðan þeyta hjólbarðar ökutækjanna þessum viðbjóði yflr allt og alla í umferð- inni. Fljótlega myndast svo rásir eða lækjarfarvegir í malbikið, sem geta verið varasamir. Kostnaður við endurmalbikun „saltgatnanna" á hverju vori og sumri er veruleg- ur, svo ekki sé talað um óþægindi því samfara. Ekki er hægt að segja, að hann sé , jólalegur“, svarti snjór- inn, þetta svarta tjörukrap, sem kemur ökumönnum í illt skap, eins og „umferðarmenningin" ber keim af! Ökumenn hafa vart undan að hreinsa framrúður bílanna, þegar tjörupækillinn gengur stanslaust yflr þá, líkt og bullandi ágjöf á sjó! Stundum eru ökumenn þá líkt og blindir kettlingar, á 90-100 km hraða, jafnvel uppteknir við að tala í síma, meðan þeir, í æsingnum, reyna að komast framfyrir alla þá, sem á undan eru! Er nú furða þótt eitthvað verði undan að láta? Hvemig væri nú að leyfa okkur að aka á hvítum snjó, eins og fólkið úti á landsbyggðinni gerir? Því skyldum við ekki mega og geta gert það líka? Hvort sem ekið er í tjöru- krapi eða á hreinum snjó, verður að taka tillit til aðstæðna. Það er ekki ekið eftir aðstæðum, þegar menn geysast um götumar í tjömkrapinu á 90-100 km hraða og oft við skert útsýni! Tjörusmurðir hjólbarðar em hættulegir, þeir eru flughálir þegar komið er á hreinan snjó. Það er því einnig mjög vafasamt öryggi, að aka líkt og að sumarlagi væri, þótt tjömkrap sé á götunum. Öku- tækin geta orðið stjórnlaus, eða því sem næst, þegar komið er af salt- götunum á hreinan snjó. „Missti vald á bílnurn", er oft tilgreint sem ástæða fyrir slysi eða óhappi í um- ferðinni að vetrarlagi, ekki síst úti á þjóðvegunum. Hvað skyldu tjöra- smurðir hjólbarðar oft hafa komið þar við sögu, þar sem bílarnir em líkt og hemlalausir sleðar? Bílar, sem koma af Reykjavíkursvæðinu út á þjóðvegina, með hjólbarðana löðrandi í tjöm, em hættulegri en margan gmnar. Umferðarráð ætti að kanna þennan þátt gaumgæfi- lega, svo og tryggingafélögin, áður en fleiri snúast í hálkunni og fljúga út í móa, af þessum sökum, eða þá í veg fyrir önnur ökutæki, oft með hörmulegum afleiðingum. Nýleg könnun sýnir okkur, að óheyrilega margir bflar laskast eða eyðileggjast hér í umferðarslysum og óhöppum. Þó slæm sé, em það hreinir smámunir miðað við hve margir slasast, verða jafnvel ör- kumla eftir þennan bægslagang í umferðinni. Kostnaður þjóðarinnar vegna þessara hrakfalla er orðinn alltof mikill, heilbrigðiskerfið er að kikna, m.a. vegna þessara óskapa. Það virðist augjóst, að mikill hluti þessara umferðarslysa og óhappa verður vegna of mikils hraða, kæraleysis og virðingarleysis fyrir ljósum götuvitanna. Eg tel það vera alrangt, að hafa gult ljós á undan því græna á götuvitunum. Það eyk- ur mjög hættuna á, að ökumenn séu komnir langleiðina - eða jafnvel yf- ir gatnamótin, þegar græna ljósið kviknar. Hagi ökumenn sér jafn kæruleysislega, sem koma þvert á gatnamótin á grænu ljósi, síaukandi hraðann til þess að missa ekki af ljósinu, en fara síðan yfir á rauðu ljósi í öllum bægslaganginum, þá þarf enginn að efast um afleiðing- arnar. Þessir endalausu árekstrar á ljósastýrðum gatnamótum era óþol- andi óhæfa, sem verður að taka á af hörku, ella era umferðarljósin orðin varasöm, sem engan veginn er treystandi, þótt ekið sé yfir gatna- mót gegn grænu ljósi. Það ætti nú þegar að afnema gula ljósið, á und- an grænu, enda er það til bölvunar vegna misnotkunar og þjónar eng- um skynsamlegum tilgangi. Nú er svo komið, að þeir, sem vilja fylgja settum lögum og reglum í umferðinni, eru hreinlega orðnir „fyrir“, þeir tmfla kappaksturinn! Það slævir virðingu borgaranna fyrir lögunum, að þurfa daginn út og daginn inn að horfa á flestar um- ferðarreglur þverbrotnar, sérstak- lega um hámarkshraða, án þess að lögreglan hafi mannafla til þess að koma þessum málum í viðunandi horf. Haldi fram sem horflr, væri betra að fjarlægja öll skilti um hámarkshraða, heldur en að horfa á mikinn meirihluta ökutækjanna vera á 20-50 km meiri hraða heldur en skiltin segjá til um. Það verður að gera lögreglunni kleift að sinna skyldustörfum sínum í umferðargæslunni, jafnvel þó þyrfti að fjölga löggæslumönnum um marga tugi, þá myndi það án efa borga sig fjárhagslega, en lim- lestingar, örkuml eða jafnvel dauði verða ekki metin til fjár, það skilja allir. Það hlýtur að verða eitt af for- gangsverkefnum í byrjun þessarar komandi aldar, að koma þessum ógnvekjandi og óþolandi umferðar- málum í farveg, sem sæmir og hæf- ir „sjálfstæðri og fullvalda" ís- lenskri þjóð, sem okkur ber að varðveita um alla ókomna tíð. JÓHANNES R. SNORRASON, Espigerði 4, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teijast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.