Morgunblaðið - 20.05.2000, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra á Fiskiþingi
Björn Lomborg, Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Pétur Bjarnason á Fiskiþingi í gær.
Rödd útvegsins þarf
að heyrast sem víðast
Akæran um
ástand jarðar
FISKIFELAG Islands stóð fyrir 59.
Fiskiþingi á Hótel Loftleiðum í
gær.Við setningu Fiskiþings sagði
Pétur Bjarnason, formaður Fiskifé-
lags íslands, að miklar breytingar
hefðu orðið á félaginu síðustu tvö ár
og starfsemi þess verið endurskipu-
lögð. Pétur sagði að mikilvægt væri
fyrir íslenskan sjávarútveg að hafa
þann vettvang sem Fiskifélag Islands
er þar sem sameiginleg málefni væru
rædd og unnið væri að verkefnum
sem alla greinina varðar.
„Hagsmunasamtök í íslenskum
sjávarútvegi eignuðust í nýju Fiskifé-
lagi íslands tæki til sameiginlegrar
hagsmunagæslu og samstarfsvett-
vang og samráðsvettvang, sem hægt
er að nota til gagns fyrir greinina
alla,“ sagði Pétur. „Yfiiyöld eignuð-
ust í nýju Fiskifélagi íslands vett-
vang þar sem hægt var á auðveldari
hátt en áður að koma skilaboðum til
allrar greinarinnar og hlusta á sjón-
armið hennar."
Pétur rakti einnig helstu þætti í
starfsemi félagsins á síðasta ári og
lagði ríka áherslu á þátttöku félagsins
í umræðum er varða greinina jafnt
hér á landi og erlendis. Fiskifélagið
tekur árlega þátt í mörgum ráðstefn-
um og verkefnum og telur Pétur það
mikilvægt, jafnt til að fylgjast með og
hafa áhrif á umræðuna sem skapast
um mál greinarinnar.
Sjávarútvegsráðherra, Arni M.
Mathiesen gei-ði grein fyrir erlendum
samskiptum um sjávarútvegsmál í
ræðu sinni á fiskiþingi í gær. Þar kom
fram að breyttar áherslur í viðskipta-
löndum okkar, breytt viðskiptaum-
hverfi og útrásin í íslenskum sjávar-
útvegi hefðu haft mikil áhrif innan
stjómkerfisins og þá ekki síst á störf
sjávarútvegsráðuneytisins.
„Ég hef lagt talsverða áherslu á að
hitta þá ráðherra í Evrópu sem ég tel
að hafi áhrif á gang mála sem tengj-
ast sjávarútveginum. Þá á ég ekki
einungis við fiskveiðar sem slíkar því
til dæmis afstaða Evrópusambands-
ins til matvælaeftirlits skiptir íslensk-
an sjávarútveg miklu máli. Reynsla
mín af þessu er sú að sjónamið okkar
mæti í flestum tilfellum skilningi
ráðamanna en það þýðir ekki að við
náum að knýja fram þá úrlausn sem
við kjósum," sagði Ámi.
Jafnframt sagði hann að áfram
verði unnið innan stofnana Alþjóða-
viðskiptastofnunarinnar, OECD,
FAO og fleiri stofnana þvi mikilvægt
sé að koma sjónarmiðum okkar Is-
lendinga á framfæri.
Virkur þáttur isiands
í aiþjóðasamstarfi
Ráðherra gerði grein fyrir fram-
vindu mála í svæðisbundnum stofn-
unum, NEAFC, Norðaustur-Atlants-
hafsfiskveiðiráðinu, og NAFO,
N orðvestur-Atlantshafsfiskveiðiráð-
inu, hvað varðar skiptingu veiðiheim-
ilda á alþjóðlegum hafsvæðum í
Norður-Atlantshafi en ísland hefur
tekið virkan þátt í starfi beggja
stofnanana.
Ámi sagði að á grundvelli vísinda-
legra úttekta hefði NAMMCO, svæð-
isbundin samtök um stjóm veiða
sjávarspendýra í Norður-Atlantshafi,
gefið út að veiðar á 200 langreyðum
hér við land á ári flokkist sem sjálf-
bærar veiðar. „Þrátt fyrir að við höf-
um sagt okkur úr Alþjóða hvalveiði-
ráðinu fylgjumst við náið með þróun
mála á þeim vettvangi, og tókum þátt
í síðasta ársfundi samtaka sem
áheymarfulltrúar. Þar sem þróun
mála í ráðinu getur skipt miklu máli
fyrir íslenska hagsmuni munum við
halda áíram þátttöku þar.“
Ráðherra sagði frá þátttöku í að
móta umræðuna í alþjóðasamtökum
bæði á vegum Sameinuðu þjóðanna
og í stofnunum eins og Atlantshafs-
túnfiskveiðiráðinu, ICCAT, og stofn-
unum sem komu að samningi um al-
þjóðaverslun með tegundir villtra
dýra og plantna í útrýmingarhættu,
CITES.
Sjávarútvegsráðuneytið tók einnig
virkan þátt í samstæ'fi sem bundið er
tilteknum svæðum og er þar helst að
nefna norræna samstarfið.
Samstarf mikilvægt
í lok erindisins lagði Árni áherslu á
hversu mikilvægt hið erlenda sam-
starf væri okkur sem og samstarf
hérna heima fyrir milli stjómvalda og
greinarinnar. „Ég vil leggja áherslu á
að erlendu samskiptin eru fyrst og
fremst vinna. Vinna sem ég tel að við
þurfum að leggja mikla áherslu á og
leysa af hendi skipulega og faglega.
Það er mikil þörf á að slaka hvergi á
því virka samráði við greinina sem
hefð hefur skapast fyrir, en jafnframt
er brýnt að færa það til fleiri sviða. Þá
er æskilegt að rödd greinarinnar sem
mótleikara og samheija stjómvalda
heyrist víðar en verið hefur.“
DANSKI vísindamaðurinn dr.
Björn Lomborg kom víða við í fyrir-
lestri sínum, „Ákæran um ástand
jarðar", á Fiskiþingi í gær en hann
fjallaði m.a. um hvort ástand jarð-
arinnar væri jafnslæmt og umhverf-
isvemdarsinnar halda fram. Bjöm
gaf út bók á síðasta ári þar sem
hann hrekur þær kenningar um-
hverfisvemdarsinna að ástand jarð-
arinnar og framtíð sé slæm, en bók
hans kemur út í íslenskri þýðingu í
dag.
Aðdragandinn að skrifum Björns
er að hann var virkur meðlimur um-
hverfísverndarsamtaka og hóf rann-
sóknir á ástandi jarðar til að hrekja
kenningar bandarísks vísindamanns
um að ástand jarðarinnar væri ekki
eins slæmt og látið væri í veðri vaka.
Rannsóknir hans leiddu hann þó að
öðmm sannleik en hann átti von á og
fjallaði hann um rannsóknir sínar og
niðurstöður í fyrirlestrinum í gær.
Ástandið betra en talið er
Björn sagði að umhverfisverndar-
samtök væru búin að sannfæra okk-
ur um að ástand jarðarinnar væri
slæmt og myndi aðéiris vérsría með
mikilli fólksfjölgun á komandi áram.
Hann heldur hinu gagnstæða fram
og bendir á að magn fæðu á mann
hefur aukist í heiminum, tekjur hafa
aukist, ólæsi hefur minnkað, vinnu-
stundum hefur fækkað og matar-
framleiðsla aukist og eiga þessar töl-
ur þá jafnt við þróunarlöndin sem
þau þróuðu.
Fólksfjölgun verður ör á næstu
áram vegna aukinna lífslíkna en
spár segja að fólksfjöldi nái jafnvægi
árið 2200 og þá verði mannkynið
orðið 11 milljarðar.
„Á aðeins 100 árum hafa lífslíkur
manna tvöfaldast og að sama skapi
hefur dregið veralega úr ungbarna-
dauða, en þessar breyttu lífslíkur
leiða meðal annars til þess að við
hugum frekar að framtíðinni og fjár-
festum meiri tíma og orku í börnum
okkar þar sem við vitum að þau
munu að öllum líkindum vaxa úr
grasi,“ sagði Bjöm. „Á síðustu fjór-
um áratugum hefur orðið mikil
aukning á matameyslu manna í
heiminum og bilið milli þróuðu og
vanþróuðu landanna minnkar í sí-
fellu.“
Orka til 6.500 ára
Bjöm sagði einnig að menn hefðu
spáð því lengi að olía sem og aðrar
óendurnýjanlegar auðlindir heims-
ins væra að þrotum komnar. „Um
1920 sögðu menn að það væra að-
eins 10 ára birgðir af olíu eftir en í
dag telja menn að það sé mun rneira
eftir og það era 80 ár síðan og olíun-
otkun hefur aukist gífurlega. Ástæð-
an fyrir þessu er að við finnum nýjar
leiðir til að nýta náttúralegar orku-
lindir okkar á hagkvæmari hátt en
áður auk þess sem við eram orðin
betri í endurnýtingu. Auk þess höf-
um við fundið aðrar leiðir til orku-
gjafar eins og t.d. sólarorku, en líkur
má leiða að því að með nútíma þekk-
ingu höfum við yfir að ráða orku fyr-
ir næstu 6.500 árin.“
Þróunin hefur verið sú að matur
og orka hafa lækkað í verði hraðar
en við höfum séð áður vegna nýrra
vinnsluaðferða og aukinnar neyslu
en með þessum auknu lífsgæðum og
auknu framleiðslu getur ástand
jarðar varla verið jafn slæmt og um-
hverfissinnar segja.
Umhverfisverndarsinnar hafa þó í
þessu sambandi bent á að þessar
nýju vinnsluaðferðir og aukna
neysla leiði til aukinnar mengunar.
Mengun mest í þróunarlöndunum
Mengun er ofarlega í huga fólks í
dag en þegar litið er á þróun meng-
unar sést að hún er ekki nýtt vanda-
mál öfugt við það sem margir halda.
„Kenningar vísindamanna segja að
loftmengun, sem er almennt viður-
kennd sem alvarlegasta mengunin,
hafi aukist veralega frá árinu 1600
fram til 1900 en eftir þann tíma hafi
mengun minnkað veralega og sé í
dag álíka mikil og hún var um 1600.
Mengun er því gamalt vandamál
sem hefur batnað."
Mengun eykst þó í þróunarlönd-
unum í samræmi við aukna iðnvæð-
ingu. Bjöm hefur sett fram kenn-
ingu sem lýsir því hvernig mengun
eykst með aukinni iðnvæðingu en
eftir því sem hagkerfið styrkist
krefjist fólk betri aðstæðna og þá
séu peningar settir í mengunarvarn-
ir sem leiðir til þess að mengun
minnkar.
Mengunarvarnir besta
fjárfestingin?
Björn benti á að peningum sem
varið er til mengurnarvarna væri oft
betur varið í aðra hluti og yrði að
meta það í hveiju tilviki fyrir sig.
Nefndi hann sem dæmi um það
gróðurhúsaáhrif og Kyoto-ályktun-
ina sem þeim tengist, en ef hún væri
framkvæmd mundi hún kosta millj-
arða króna og í raun ekki skila neinu
nema seinkun á afleiðingum gróður-
húsaáhrifánna um nokkur ár.
„Við verðum að passa að eyða
ekki peningum í vandamál sem við
höldum að séu mikilvæg vegna hinn-
ar miklu umfjöllunar sem umhverf-
ismál hafa fengið undanfarið heldur
verðum við að meta hvort þetta sé
besta fjárfestingin sem völ er á fyrir
okkur.
Umræðan í Danmörku hefur opn-
ast gífurlega mikið undanfarið hvað
þetta varðar og nú er svo komið að
menn þurfa að sýna fram á gagn að-
gerða sem snúa að umhverfismálum
áður en ráðist er í þær og tel ég það
af hinu góða.“
Árni Friðriksson RE við Miðbakka
Rannsóknaskipið
opið almenningi
NÝJA hafrannsóknaskipið Árni
Friðriksson RE 200 liggur við
Miðbakka í Reykjavíkurhöfn og
verður opið almenníngi milli
klukkan 11 og 17 í dag. Síðan
verður frágangi haldið áfram og
meðal annars þarf skipið að fara í
slipp í Hafnarfirði í byrjun júní en
stefnt er að því að það fari í fyrsta
rannsóknaleiðangurinn í júlí.
Eins og greint hefur verið frá
var skipið smíðað í Chile en ávallt
var gengið út frá því að lokafrá-
gangur færi fram hér á landi enda
um íslenska verkþætti að ræða.
Skipið kom til heimahafnar síð-
degis á fimmtudag en framundan
er þó nokkuri vinna. Meðal annars
á eftir að ganga frá vinnslulínu
sem Marel framleiðir. Eins á eftir
áð gángá frá botnstykkinu fyrir'
bergmálsmælitæki sem notuð
verða við stofnmælingar á upp-
sjávarfiskum, en öflugur fjölgeisla-
bergmálsmælir verður í skipinu.
Þá á eftir að ganga frá tölvukerfi
sem verkfræðistofan Afl hefur
hannað.
Eftir að mælar hafa verið stilltir
og veiðarfæri prófuð er gert ráð
fyrir að fara í þriggja vikna rann-
sóknarleiðangur í Austurdjúp þar
sem síld, kolmunni og makríll
verða rannsökuð.
Morgunblaðið/Porkell
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson RE við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn.