Morgunblaðið - 20.05.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 20.05.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 5 7 SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR + Sigrún Sigurðar- dóttir fæddist á Siglufirði 23. desem- ber 1942. Hún lést á líknardcild Land- spítalans 10. maí síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Langholtskirkju 19. mai. Fyrst lærum við og látum síðan afraksturinn renna í elfi tímans eins og blómafljót dimmt, dimmt blómafljót dauðinn er alltaf blár dimmblár eins og himinninn á stjörnubjartri vetramóttu. (S.S.) „Þetta er fallegt," sagði ég full aðdáunar, þegar ég sat eitt sinn hjá Sigrúnu og hún mælti ofan- ritaðan texta af munni fram. „Mér var hjálpað svolítið,“ svar- aði hún hæversklega. Síðan sagði hún: „Það erum ekki við sem semj- um skáldverkin. Það eru sálin og Guð sem gefa okkur hugmyndirn- ar.“ Sigrún Sigurðardóttir var sjá- andi (clairvoyant) og starfaði sem huglæknir. Hún gaf aldrei kost á sér í viðtöl eða auglýsti sig. Kvað það forsendu fyrir tilveru sinni að vinna í kyrrþey. Eftir að hún veiktist trúði hún mér eitt sinn fyrir því að hún væri hringtengi- miðill, einn af fáum í heiminum og sá eini hér á landi. „Hringtengimiðill?" sagði ég spyrjandi. „Já,“ svaraði hún. „Það þýðir að ég get tengt allan hring- inn, allan heiminn, hálfan sjón- deildarhringinn, náð skurðfleti, kúrfu eða hverju sem er. Þess vegna næ ég öllum atriðum máls- ins, öllu sem að er hjá manneskj- unni.“ Með sinni léttu kímnigáfu lýsti hún hvernig hún var þjálfuð til að ná þessum hæfileikum. „Eg þyngdist og tútnaði út, hálsinn á mér varð næstum tvöfaldur. Fékk síðan mastur á hæð við Vatnsenda- mastrið þannig að ég vann á gífur- lega hárri tíðni. Og þetta mastur þurfti ég að hafa fast við mig í fjórtán ár, tengt við Síðumúlastöð- ina, og ég aðeins einn og hálfur metri á hæð. Þetta var oft eins og martröð, en þessu hafði ég lofað.“ Og það voru ekki fáir sem höfðu gagn af Síðumúlastöðinni. Þangað leitaði fjöldi fólks með vandamál sín, bæði stór og smá, og þaðan sendi Sigrún boðbera ljóss og líkn- ar til sjúkra. Sigrún hafði orðið að hætta námi í menntaskóla vegna veik- inda, en hún var ákaf- lega víðsýn og vel gef- in. Hún var hlý manneskja, þótt hún gæti verið skapstór, og hafði auk þess svo einstaklega notalega kímnigáfu. Hún sagði mér stundum að vegna hæfileika sinna fyndist henni oft erfitt að lifa venjulegu lífi. Hún var of næm fyrir umhverfinu og fyrir utan vinnustað sinn virtist hún stundum einkennilega óvarin. Elsku Sigrún. Ég þakka þér fyr- ir allt sem þú gerðir fyrir mig. Það var ævintýri líkast að þekkja þig, en öll jarðnesk ævintýri taka enda. Eftir standa orð þín um sálina ódauðlegu, sem fæðist og lifir aft- ur og aftur á jörðinni til að læra og þroskast, þangað til hún skilur að tilvera okkar er óendanleg og að lífinu er stjórnað af Guðsmætt- inum einum. Ég bið Guð að blessa og styrkja ástvini þína. Þuríður Guðmundsdóttir. Elsku vinkona mín. Mig langar með örfáum orðum að þakka þér fyrir viðkynninguna sem var mér svo mikils virði. Fyrir um það bil tíu árum var ég að leita syni mín- um hjálpar við ákveðnu vandamáli og var þá leidd til þín eftir dálítið hlykkjóttri en ákveðinni braut, sem sýndi sig aðvera ein mesta gæfubraut sem ég hef farið. Drengnum hjálpaðir þú fljótt og vel,og tókst svo til við að hjálpa mér við að byggja mig upp og ná áttum á þeirri nýju stefnu sem líf mitt var að taka og ég hafði verið dálítið smeyk við að fylgja og upp úr þeirri vinnu þróaðist vinátta og gagnkvæmt traust sem aldrei bar skugga á. Þegar þú varst orðin veik hafð- irðu mestar áhyggjur af því hver ætti að hjálpa öllu því fólki sem hafði leitað til þín og fór þar aldrei erindisleysu því alltaf áttir þú skýringar, styrk og huggun handa öllum sem til þin leituðu. Við fráfall þitt, Sigrún mín, hef- ur mikill fjöldi fólks misst alveg ótrúlega mikið, en enginn þó jafn mikið og börnin þín og fjölskyldur þeirra og sendi ég þeim mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið algóðan Guð að veita þeim styrk og huggun í sorginni. Ég veit að þú munt fljótt taka til starfa á því sviði tilverunnar þar sem þú ert stödd núna. Ég hlakka til endurfundanna þegar þar að kemur. Helga Guðrún. PÁLÍNA SVEINSDÓTTIR + Páli'na Sveins- dóttir fæddist í Dalskoti undir Eyja- fjöllum 20. júní 1921. Hún lést á líknar- deild Landspítalans 14. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Langholts- kirkju 19. maí. Við systkinin minn- umst Pálínu eða Löllu eins og hún var alltaf kölluð því hún var okkur eins og þriðja amman. Lalla átti ekki afkomendur og umgengust börn og barnabörn systkina hennar Löllu eins og fósturömmu. Hjá okkur hvíldi alltaf ákveðin stemmning yfir jólunum því Lalla kom alltaf til okkar á aðfangadags- kvöld. Fyrstu árin kom hún alltaf með bækur að lesa en eftir því sem við systkinin urðum eldri fækkaði barna- bókunum en í staðinn kom hún með sokka og sokkabuxur um hver jól. Það hefur alltaf ver- ið rólegt í kringum Löllu og því var gott að koma til hennar og ræða málin í ró og næði. Nýlega fór Anna Sigga að læra hár- greiðslu og síðan hef- ur Lalla verið fastur viðskiptavinur í kennslustundum í Iðnskólanum. Þeim þótti báðum gaman að taka þátt í verklegri kennslu í hársnyrt- ingu. Við vitum að þú ert komin á betri stað og þér líður vel. Guð blessi þig. Kristín, Anna Sigga og Þorsteinn. Það er erfitt að taka penna í hönd til að kveðja elsku föðursyst- ur mína Sigrúnu sem alltaf var kölluð Didda. Ég minnist Diddu fyrst á Akureyri sem lítil stúlka, þar sem ég bjó með foreldrum mínum og bróður. Didda var stór- glæsileg og undurfögur. Ég man þegar ég heimsótti þau Baldur að Naustum þar sem öll dýrin voru. Ég man einnig eftir stóra stólnum þar sem Didda og Balli sátu saman í sinni ást og gleði þar sem lífið var að byrja hjá þeim. Þau fluttust til Reykjavíkur. Ég kynntist Diddu nokkrum árum seinna, þá sem ung kona. Um 1986 erum við nokkuð mikið í sambandi vegna sömu áhugamála um andleg mál- efni. Ég minnist þess svo vel hvað Didda var varkár og athugul á alla þá hluti sem hún tók sér fyrir hendur. Didda var með stofu sína í Síðumúla 33, þar sem hún hjálpaði mörgum sem áttu við veikindi að stríða og heilum fjölskyldum þeirra. Didda vildi aldrei láta bera á sér í fjölmiðlum. Enda þurfti hún þess ekki, hennar heilagi andi vildi litið láta á sér bera. Sem ung stúlka var Didda mikill sjúklingur, oft ekki hugað líf. Læknar stóðu ráðþrota. Bjarnveig móðir hennar var stórmerkileg kona. Hún var mjög næm og mikil tilfinningavera og sá einnig ýmis- legt sem aðrir sáu ekki. Þaðan kemur næmleikinn í fjölskylduna og Didda þróaði hann með sér afar vel. Didda og Balli áttu tvö falleg börn sem heita Helga Rut og Sig- urður Birgir. Þau stóðu svo vel við hlið móður sinnar þegar hún greindist með sinn sjúkdóm sem var krabbamein. Helga og Siggi voru svo sterk við hlið móður sinn- ar. Didda lá á líknardeild Land- spítalans síðustu vikur sínar. Starfsfólk þar á heiður skilið fyrir frábæra umhyggju og hlýtt við- mót. Elsku Didda mín, ég vil þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Nú veit ég að þú ert komin í ljósið og dýrðina, og að móttökurnar hafa verið þær bestu sem maður getur hugsað sér. Góði Guð, Jesús, María og allir englarn- ir gefi Helgu Rut og börnum henn- ar, Sigurði, Eriku og sonum, ást og styrk í sorg þeirra. Elsku frænka, hvíl í friði. Þín frænka, Jórunn A. Sigurðardóttir og börn. Frágangur afmælis- og minn- ingar- greina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda grein- arnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.- is). Nauðsynlegt er, að síma- númer höfundar/sendanda fyigi- Um hvern látinn einstak- ling birtist formáli, ein uppi- stöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við með- allínubil og hæfilega línu- lengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Til- vitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdasonur, tengdafaðir og afi, KARL LÚÐVÍK MAGNÚSSON vélstjóri, Sólheimum 25, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánu- daginn 22. maí kl. 13.30. Kolbrún Thorlacíus, Hrefna Þórðardóttir, Hrefna Margrét Karlsdóttir, Einar Hreinsson, Selma Karlsdóttir, Guðmundur Hugi Guðmundsson, Haraldur Thorlacíus, Ólafía Thorlacíus, Birta Hugadóttir. < t Alúðarþakkir fyrir samúð og vinarhug vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LÍNEYJAR S. KRISTINSDÓTTUR fyrrum forstöðukonu dvalarheimiiisins Áss, Hveragerði. Tómas Antonsson, Ásdís Dagbjartsdóttir, Sigríður Antonsdóttir, Kristinn Antonsson, María Þórarinsdóttir, Sigurlína Antonsdóttir, Arnar Daðason, Auður Antonsdóttir, Andrés Sigurðsson, Erna Marlen, María Bjarnadóttir. barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elsku eiginmanns míns, BALDURS SIGURÐSSONAR, Fellsmúla 22, Reykjavík. Hjartans þakkir færum við læknum og hjúkr- unarfólki á deild K1 Landakotsspítala, fyrir umönnun, skilning og kærleika. Sérstakar þakkir til séra Kjartans Ö. Sigurbjörnssonar. Hulda Þorláksdóttir, Magnús Sigurðsson, Ólöf S. Brekkan, Ásmundur Brekkan, Hólmsteinn Sigurðsson, Guðný Pétursdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur vináttu og samúð við andlát og útför bróður míns og frænda okkar, DAGBJARTS GUÐJÓNSSONAR. Guð blessi ykkur öll. Guðjón Guðjónsson, Bollastöðum, Sigríður Guðjónsdóttir, Helga Guðjónsdóttir, Gróa St. Guðjónsdóttir, Ólafur Guðjónsson, Guðrún Haraldsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför SNJÓLAUGAR HLÍFAR BALDVINSDÓTTUR frá Akureyri. Erla Baldvinsdóttir, Unnur Gígja Baldvinsdóttir, Magnús Bjarnason, Guðbjörg Þorgeirsdóttir, Baldvin S. Baldvinsson, Anna Scheving og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.