Morgunblaðið - 20.05.2000, Blaðsíða 66
t66 laugardagur 20. maí 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Mvkra
Endingabetra
Gripmeira
Rásfastara
Hlífðarkantur, ver felguna fyrir skemmdum
Gripflötur á hliðum
Hljóðlátara
dekk
Ath! Margar nýjar stærðir fyrir 15 og 16” felgur
NÝTT
ogennmyKra
Eftir 20 ár á toppnum kemur BFGoodrich með nýtt og
byltingarkennt jeppadekk, All-Terrain KO (Kick Off-Road)
Dekkið sem kom fram á áttunda áratugnum olli straumhvörfum
og enn eru BFGoodrich fyrstir með nýjungarnar og tryggja sér
þannig forystuna um ókomna framtíð.
ehf.
S: 561 4110
Suðurströnd 4 • Seltjarnarnesi
Útsölustaðir um land allt
www.benni.is
Vagnhöfða 23 & Kringlunni • Sfmi: 587 0 587 • Fax: 567 4340
Lengí getur gott batnað!
íþróttir á Netinu
<§> mbUs
Aukið
samstarf
um hafís-
þjónustu
STÓRAUKIÐ alþjóðlegt samstarf
hófst nýlega um haflsþjónustu og
hafísrannsóknir meðal strandríkja
á norðurhveli jarðar. Er mikil sam-
vinna milli þeirra og miðlun upp-
lýsinga um hafís í Ishafí, Atlants-
hafi, Kyrrahafi, Eystrasalti og á
öðrum hafsvæðum þar sem hafís
myndast.
Samræður um samstarf um haf-
ísþjónustu hafa farið fram síðastlið-
ið ár á ráðstefnum í Bandaríkjun-
um, Danmörku og nú nýverið í
Kanada. í haust er röðin komin að
íslandi og er ráðstefna um hafís
fyrirhuguð í Reykjavík 3.-5. októ-
ber 2000. Fjallað verður um ólík
hafsvæði landanna, þjónustu við
sjófarendur og nýja tækni, svo sem
fjarkönnun úr gervihnöttum, upp-
lýsingatækni og frágang gagna-
safna um hafís víðs vegar um heim.
Hafísþjónusta bandarísku og
kanadísku veðurstofanna, sem báð-
ar eru mjög viðamiklar, Evrópu-
deild rannsóknadeildar Bandaríkja-
flota og Veðurstofa Islands boða til
ráðstefnunnar hér á Islandi. Búist
er við þátttakendum frá Norður-
Ameríku, Norðurlöndum, Rúss-
landi, Japan, Kína og fleiri löndum.
Nær einnig til suðurskautsins
Þess má geta að í ráði er að
víkka út samstarf þjóðanna til suð-
urskauts og sótti fulltrúi Argentínu
fyrrnefndan fund í Kanada. Hafís-
þjónusta felst í könnun á hafís, öfl-
un upplýsinga, spám og viðvörun-
um.
A ráðstefnunni í Reykjavík í
haust verður einnig unnið að undir-
búningi að vísindalegu framlagi á
sviði hafísmála sem lagt yrði fyrir
alþjóðlegt þing á Akureyri i júní á
næsta ári. Alþjóðlega veðurfræði-
stofnunin í Genf, sem er samtök
veðurstofa í heiminum og ein af
stofnunum Sameinuðu þjóðanna,
mun halda þar þing um sjóveður-
fræði og hagnýta hafeðlisfræði, í
boði ríkisstjómar íslands. Slík þing
eru haldin á fjögurra ára fresti,
síðast á Kúbu 1997.
Sumarbúða-
kvöldvaka
í Nanoq
SUMARBÚÐAKVÖLDVAKA
verður í versluninni Nanoq í
Kringlunni mánudaginn 22. maí.
Starfsfólk skáta, Úlfljótsvatni,
stjórnar kvöldvökunni, sem hefst
kl. 19.30.
A kvöldvökunni gefst krökkun-
um sem ætla að koma í sumarbúð-
irnar í sumar og foreldrum kostur
á að hitta starfsfólkið og fá for-
smekkinn af ævintýrinu. Einnig
eru allir velkomnir á kvöldvökuna
sem hafa áhuga á að kynna sér
starfsemi sumarbúðanna eða rifja
upp gömul kynni. Sungnir verða
nokkrir söngvar, sýnd skemmtiat-
riði og sýndar myndir frá sumar-
búðunum.
Allir sem mæta á kvöldvökuna
fá óvænta gjöf frá Nanoq, segir í
fréttatilkynningu.
Arfur aldanna
ÞJOÐS AGNAS AFN
TilvaUn stúdentsgjöf
„Glæsilegt þjóðsagnaúrval... útgáfan er einstaklega
smekkleg að útliti og öllum frágangi"
Sigurjón Björnsson, Morgunblaðinu
m
VAKAHELGAFELL