Morgunblaðið - 20.05.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.05.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 39 Sheila sett yfír dánarbúið ERLENDAR BÆKUR Spcnnusaga „MRS. MALORY AND THE FATALLEGACY“ Eftir Hazel Holt. Signet Mystery 2000.246 síður. HAZEL Holt heitir breskur sakamálahöfundur sem skrifar mjög í ætt við sumar sögur Agatha Christie. Aðalpersóna hennar heitir Sheila Malory og er roskin ekkja sem á uppkominn son og býr í ró- legu sveitahéraði þar sem fátt spennandi gerist dags daglega en hún á stóran vinahóp og svo virðist sem alltaf sé eitthvað að gerast inn- an hans sem æsir upp spæjarann í Malory. Eins og í þessari nýjustu sögu, „Mrs. Maolory and the Fatal Legacy“, sem kom út fyrir skemmstu hjá Signet-útgáfunni í vasabroti. Gömul vinkona Malory, hinn heimsþekkti rithöfundur El- izabeth Blackmore, flnnst látinn og það er ekki laust við að kringum- stæðurnar séu dularfullar. „Kósí“-sögur „Mrs. Malory and the Fatal Legacy“ er sjöunda bók Hazel Holt um Sheilu Malory en Holt þessi er fyrrum blaðakona og ævisagnaritari Barböru Pym. Hún snéri sér á miðj- um aldri að sakamálaskrifum en bækur hennar flokkast undir það sem kallað er „kósí“-gátusögur (spennusagnahöfundurinn Viktor Arnar Ingólfsson vill kalla glæpa- sögur af þeirri tegund, sem lýsa ein- faldlega leit að morðingja, gátusög- ur, og það er ágætis orð) því þær æsa engan upp með spennu og blóð- ugum morðum og óskaplegum þræl- mennum heldur gerast í einstaklega fáguðu umhverfi, gjarnan á meðal hinna betur stæðu og lýsa á hófleg- an, lágstemmdan og næsta við- burðasnauðan hátt, morði og áta- kalausri leitinni að þeim sem það framdi. Bækur Hazel Holt eru mjög skrif- aðar í þessum „kósí“-anda. Spæja- rinn Sheila Malory, sem er höfund- ur fræðibóka um nítjándu aldar skáldsagnahöfunda, flækist ávallt með óbeinum hætti inn í morðgátur á milli þess sem hún stendur við strauborðið eða setur saman köku fyrir Rauða kross basarinn. Og þeg- ar hún verður verulega stressuð eða vitni að einhverju sem kemur henni sérstaklega á óvart talar hún gjarn- an um að nú væri gott að fá sér sterkan bolla af tei. Og henni veitir svo sem ekki af teinu í nýjustu sögunni. Þannig er að hún hittir gamla vinkonu sína frá háskólaárunum, Beth eða Elísa- betu, heimsfrægan rithöfund, og fær að vita að dóttir Beth hefur hag- að sér undarlega í hennar garð að undanförnu. Malory kveður síðan þessa vinkonu sína og það næsta sem hún fréttir er að Beth hefur tekið inn röng lyf gegn sjúkdómi sem hrjáir hana og látið lífið. Malory á stúfana Malory er sett yfir dánarbúið og fer á stúfana og kemst að ýmsu for- vitnilegu um fjölskyldu þessarar vinkonu sinnar og um hana sjálfa sem hún hafði enga hugmynd um. Eins og það að hún átti sér elsk- huga. Og eftir því sem hún ræðir við fleiri kunningja hennar tekur hana að gruna að ekki hafi allt verið með felldu. Malory er ákaflega viðfelldin söguhetja og vinir hennar, allir teknir að reskjast, höfðinglegir heim að sækja og siðprúðir hver og einn, menntamenn allir, velstæðir og tilbúnir að leggja fram aðstoð sína ef þörf krefur. Það er næsta óhugsandi að nokkur þeirra geti verið glæpamaður, hvað þá morð- ingi, en oft er flagð undir fögru skinni eins og sagt er. En eins og sjá má eru hér svo sannarlega „kósí“- glaepabókmenntir á ferðinni. Ahugaspæjarinn Malory ferðast á milli þeirra hvers og eins og ræðir við þá en bókin er nær algerlega byggð upp á samtölum hennar. Hún heldur ágætlega athygli lesandans með því en oft er samt eins og hefði mátt hrista ærlega upp í öllu saman og koma manni á óvart, þó ekki væri nema einu sinni. Arnaldur Indriðason Sverrir lofað- ur í Gramo- phone TÓNLISTARTÍMARITIÐ Gramophone gerði Sverri Guðjóns- syni kontratenór ágætis skil á á síð- asta ári og valdi Hillary Finch, einn gagnrýn- enda ritsins, disk Sverris, „Eddu“ sem einn af mark- verðustu diskum síðasta árs. „Það er löngu tímabært að tón- listararfí íslands sé veitt meiri athygli," sagði Finch í ársuppgjöri sínu í Gramophone. Áð- ur hafði hún, í júlíhefti Early Music og Gramophone, fjallað ítarlega um íslenska tónlistar- og sönghefð, Sverri Guðjónsson og tónlistarhóp- inn Sequentia sem ásamt Benjamin Bagby hefur sýnt flutningi gamallar íslenskrar tónlistar áhuga. Finch valdi disk Sequentia, „Edda: Myths from medieval Ice- land,“ einnig sem einn af diskum síð- asta árs og segir hún í umfjöllun sinni, að þessar tvær ólíku útgáfur íslenskrar tónlistar vinni vel saman og séu í senn fræðandi og ánægjuleg- ar áheyrnar. „Snilldarleg endursköpun Benja- min Bagbys á hinni ljóðrænu Eddu er hugmyndaríkt stórafrek. „Edda: Myths fröm medieval Iceland“ með tónlistarhópnum Sequentia fellur vel að skilningi íslenska kontratenórsins Sverris Guðjónssonar á sumu því tónlistarefni sem fyrst heyrðist í flutningi Bagby. Á „Epitaph" má heyra útdrátt rímna, sem er einfald- ur söngur frá fyrstu tíð og þjóðlög sem lifað hafa í manna minnum og eru hér endurútfærð af Sverri og tónlistarhópi hans á mjög næman hátt.“ Finch hefur ekki síður lofað Sverri, tónlist hans og þá miklu rannsóknarvinnu, sem að baki ligg- ur, í fyrri greinum sínum þar sem hún gerir rannsóknunum ítarleg skil. Ævintýrið um Bjart í Sumarhúsum LEIKLIST IVew Perspectives Theatre Gompany í M ö g u I e i k h ú s i n u INDEPENDENT PEOPLE Höfundur upphaflegrar sögu: Hall- dór Laxness. Þýðandi: J.A. Thomp- son. Höfundur leikgerðar og leik- stjóri: Charles Way. Tónlistarsfjóri: Craig Vear. Útlitshönnuður: Sarah Salaman. Ljósahönnun: Jeremy Rowe. Leikarar: Catherine Neal, Helga Vala Helgadóttir, Geoff Gibbons, Mick Strobel, Páll Sigþór Pálsson og Ragnheiður Guðmunds- dóttir. Fimmtudagur 18. maí. BRETAR tóku Bjarti í Sumarhús- um og hyski hans vel þegar skáldsaga Halldórs Laxness var gefin út í þýð- ingu J.A. Thompsons. Gagnrýnandi dagblaðsins Evening Standard benti þá á andlegan skyldleika Laxness og enska rithöfundarins Thomas Hardy og hefur sennilega haft í huga skáld- söguna Far from the Madding Crowd, sem fjallar um smala nokk- urn og raunir hans. Aðrir hafa orðið til að benda á skyldleika Sölku Völku við frægustu kvenpersónu Hardys, Tess af D’Urberville-ættinni. Það er merkilegt að þessi áhrifamesti höf- undur okkar á þessari öld, sem lék sér að módernisma, kaþólsku og sós- íalisma skyldi í Bretlandi vera borinn saman við nítjándualdarhöfund sem skrifaði um Bretland fyrir upplýs- ingu og iðnbyltingu. Það sem er kannski skemmtilegast íyrir íslenska áhorfendur við þessa leikgerð og sýningu á Sjálfstæðu fólki er að sjá þessar persónur með gests riðin komast að og sagan verður öll skýrari í hinu knappa formi. Áhersl- an er mest á samskiptum Bjarts við konur sínar og fósturdóttur, sem verða að gjalda fyrir sjálfstæðisbar- áttu hans. Það er skemmtileg tilviljun hve mörgu svipar til leiklausna í sýn- ingu Þjóðleikhússins frá því í fyrra; má t.d. nefna hina Péturs Gauts-legu glímu við hreindýrið. Það setur sterkan ævintýrasvip á sýninguna að hér svara dýrin fyrir sig, en það er einmitt í hlutverkum þeirra sem Páll Sigþór Pálsson og Ragnheiður Guðmundsdóttir fara á kostum. Páll Sigþór var mjög trú- verðugur í hlutverki Ingólfs Arnar- sonar Jónssonar og Ragnheiður kom baráttu Ástu Sóllilju við tilfinningar sínar vel til skila. Annars er leikurinn yfirleitt jafn og góður og kemur fyrir að leikararnir komast á flug. Helga Vala Helgadóttir er t.d. mjög einlæg og sönn í hlutverki Rósu; Mick Strobel einarður Bjartur og hafði gott vald á fomlegu tungutaki þýð- ingarinnar; Geoff Gibbons dró upp mjög skemmtilegan karikatúr í hlut- verki prestsins og það sópaði að Catherine Neal í hlutverki Rauðs- mýrarmaddömunnar. Héma er það töfraraunsæ sýn á skáldverkið Sjálfstætt fólk sem er í fyrirrúmi og það er ótrúlegt hve hægt er að koma miklu af sögunni til skila á jafnstuttum tíma og á svo litlu sviði. Sveinn Haraldsson augum. Á undan sýning- unni og í hléi er leikin upptaka af gömlum kon- um að kveða rímur og syngja þjóðvísur. Þetta er lágt stíllt svo heyrast varla orðaskil en hrynj- andin skilar sér. Án skilnings og orða minnir þetta helst á balkanskan eða mið-asískan kvæða- flutning og gefur sýning- unni framandlegan tón. Sama er að segja um ýmis frumstæð strengja- og ásláttarhljóðfæri sem leikið er á í sýningunni. Þar sem sýningin tek- ur einungis um tvo tíma í flutningi verður að stikla á stóru þegar koma á 500 blaðsíðna skáldsögu til skila. Hið knappa form dregur fram það stór- karlalega og dæmigerða í persónun- um og persónusköpunin og framvind- an fær á sig ævintýralegan blæ, enda lögð rík áhersla á þjóðsagnaminnin úr frumtextanum. Þessi skáldsaga sem Bretum á útkomutíma þýðingar- innar fannst kannski helst heyra til í rómantísku sveitasamfélagi Hardys er færð enn aftar, í einfaldað og tíma- laust þjóðfélag ævintýrsins. Þessi ep- íska skáldsaga breytist í ævintýrið um kotunginn sem ætlaði að verða eigin herra en frelsið varð honum og fjölskyldunni dýrkeypt, konur og börn urðu hungurmorða og önnur voru hrakin að heiman með harðýðgi. Sú staðreynd að hann leggur allt und- ir og tapar öllu snýr ævintýrinu upp í andstöðu sína og gefur sýningunni beiskan dæmisögukeim. Þó að aðstandendur sýningarinnar hafi lagt sig í líma við að byggja upp ákveðinn heim með íslenskum hljóð- dæmum, kvæðasöng og leikmunum (auk þess sem helmingur leikara- hópsins er íslenskur) verður hvert þessara atriða um sig táknrænt fyrir framandleika þeirra í breskum augum frekar en að þau skapi einhvern heildarsvip sem áhorfendur hér kannast við sem íslensk- an. I hvert sinn sem bresku leikararnir bera fram íslenskt nafn eru áhorfendur hér minntir á að hér standa þessi ókennilegu hljóð sem tákn fyrir gegnsæju ís- lensku nöfnin. Það að hver leikari „söng með sínu nefi“, þ.e. að hver talaði með sín- um mállýskusérkennum, jók á fram- andleikatilfinninguna. Það sem gera átti sýninguna séríslenska gerði hana óíslenska, athyglin beindist að hljómi hinna frambomu orða, ekki að merk- ingu þeirra eða inntaki setninganna. Þessu er að sjálfsögðu öfugt farið með erlenda áhorfendur, fyrir þá er sýningin hönnuð og án efa sökkva þeir sér inn í efnið og trúa á hið ,4s- lenska“ yfirbragð hennar. Lausnir útlitshönnuðarins voru á stundum hreinasta snilld, t.d. haugur Gunnv- arar og klakabrynjan, hljóðmyndin var áberandi í allri sýningunni og ein- faldur ljósabúnaðurinn var notaður af úthugsaðri smekkvísi. Það er á vissan hátt auðveldara að koma sögunni á framfæri í stuttri leikgerð en lengri, einungis aðalat- Halldór Laxness
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.