Morgunblaðið - 20.05.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.05.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 33 ERLENT Valdarán framið á Fiii-eyjum Halda ríkisstj órn landsins í gíslingu Suva. AFP, AP, Reuters. VALDARÁN var framið í höfuð- borg Fiji-eyja, Suva, í gær er sjö vopnaðir, grímuklæddir menn tóku yfir þinghúsið, hnepptu Mahendra Chaudry, forsætisráðherra eyjanna og ríkisstjórn hans í gíslingu og lýstu því yfir að þeir færu nú með völd á Fiji í nafni frumbyggja eyj- anna. Ratu Sir Kamises Mara, for- seti Fiji, hefur sagt valdaránið ólöglegt og lýst yfir neyðarlögum í landinu, en óánægja hefur ríkt meðal margra frumbyggja með Chaudry sem er af indverskum uppruna. Valdaræningjarnir skutu a.m.k. tveimur skotum úr AK-47 rifflum er þeir tóku þinghúsið yfir, en ekki er vitað til þess að mannfall hafi orðið. Þinghúsið var í kjölfar gísla- tökunnar umkringt af lögreglu sem hefur átt í samningaviðræðum við forsprakka valdaránsins. Leiðtogi valdaræningjanna, George Speight, sem er kaupsýslu- maður og sonur stjórnarandstöðu- þingmannsins Sam Speight, sagði í yfirlýsingu sinni að hann færi fyrir frumbyggjum Fiji sem væru and- snúnir því að Fijibúar af indversk- um uppruna færu með stjórn landsins. Þá sagðist Speight eiga vísan stuðning stjórnarhers Fiji. Herinn hefur hins vegar ekki feng- ist til að staðfesta þá yfirlýsingu og hefur starfandi utanríkisráðherra Ástralíu sagt flest benda til þess að her og lögregla starfi í sam- ræmi við stjórnarskrá landsins. Speight hefur nú skipað Ratu Timoci Silatolu, þingmann Samein- ingaflokks Fiji, í stöðu forsætis- ráðherra til bráðabirgða og hafa tveir aðrir þingmenn frumbyggja einnig verið skipaðir í ráðherra- stöður. í valdaránsyfirlýsingu sinni sagðist Speight afturkalla stjórnar- skrána. „Við leggjum nú grunninn að breytingu á málefnum Fiji-eyja í eitt skipti fyrir öll að ósk frum- byg£ja,“ sagði Speight. Óeirðir við þinghúsið Að sögn ríkisrekinnar sjónvarps- stöðvar, Fiji TV, kom til óeirða við þinghúsið stuttu eftir að tilkynn- ingunni um valdaránið var útvarp- að, en 1.600 manns höfðu safnast saman í Suva í gær er ár var liðið frá stjórnarmyndun til að mótmæla ríkisstjórn Chaudry. Hluti þess hóps hélt til þinghússins þar sem kom til átaka og grjóti var kastað. Þúsundir eru svo sagðar hafa flúið höfuðborgina eftir að kveikt hafði verið í nokkrum byggingum og sagði Fiji TV fólk hafa flýtt sér að sækja börn sín í skóla. Þá hafi viss ótti gripið um sig er brotist var inn í verslanir og fyrirtæki í nærliggjandi hverfum og herinn kallaður út til að aðstoða lögreglu. Að sögn ástralska utanríkisráðu- neytisins virtist þó allt með kyrr- um kjörum seinni partinn í gær. Reuters Lögregla stöðvar mótmælendur þegar þeir koma til þinghússins í Suva gær. Sjö vopnaðir og grímuklæddir menn tóku yfir þinghúsið og lýstu stjórnarskrána ógilda. Mahendra George Chaudhry Speight „Mér þykir miður að þurfa að tilkynna að það sem hér hefur átt sér stað í dag [í gær] brýtur í bága við stjórnarskrána og er því ólög- legt,“ sagði Ratu Sir Kamisese í útvarpsávarpi sínu og lýsti því næst yfir neyðarlögum í eyjunum. Talið er að Adi Koila Mara Nailat- ikau, dóttir forsetans, sé meðal þeirra þingmanna sem haldið er í gíslingu í þinghúsinu. Um 50 manns eru álitnir vera í þinghúsinu og eru þeir að sögn Speight allir heilir á húfi. Valdatakan var í gær fordæmd af Breska samveldinu og hefur verið haft eftir heimildamönnum frá utanríkisþjónustu Samveldis- ríkjanna að tvö nýsjálensk herskip séu í viðbragðsstöðu í nánd við eyj- arnar. Þá hefur Don McKinnon, framkvæmdastjóri Samveldisins, f %-i- ■-$) FlJI-eyjar ÁSTRAI.U r Eyrfkið samanstendur nvm '/ af300eyjum. sJala|u 51 % íbúa eru frumbyggjar. 44% íbúa eru af indverskum 180» rV';? »íi. uppruna. Lambasa- / .pVi'j ... VANUA Kore W/’ < OVALAU Nadl. VITI . - ' .. 'íi : : . f M LEVU . fteu5œi . ,8 S suva s mí KANOAVII ; 100 km hótað því að Fiji kunni að verða rekið úr Samveldinu í kjölfar at- burða gærdagsins. Vaxandi óánægja frumbyggja Chaudry er fyrsti forsætisráð- herra Fiji sem er af indverskum uppruna frá því að eyjarnar hlutu sjálfstæði frá Bretum 1970. Ríkis- stjórn Chaudrys er jafnframt sú fyrsta sem kjörin hefur verið eftir breyttri stjórnarskrá sem ekki tryggir frumbyggjum völdin. Umtalsverðrar óánægju hefur hins vegar gætt meðal frumbyggja Fiji og er stjórn Chaudrys sökuð um að ala á misklíð milli frum- byggja Fiji, sem eru 51% hinna 800.000 íbúa eyjanna og Fijibúa af indverskum uppruna sem eru 44%. Hópur þjóðarsinna efndi til að mynda nýlega til mótmæla gegn núverandi ríkisstjórn sem mótmæl- endur hétu því að steypa af stóli. Þeir íbúar Fiji sem eru af ind- verskum uppruna voru fluttir til eyjanna sem verkamenn með breskum nýlenduherrum á síðari hluta 19. aldar. Hópur frumbyggja hefur síðan frá því eyjarnar öðluð- ust sjálfstæði alið á þeim ótta að indverskættaðir íbúar nái yfirráð- um á eyjunum. Þeir eru í meiri- hluta sykurreyrræktenda en syk- urframleiðsla telst ein grunnstoða efnahags Fiji. Til þessa ótta má rekja tvær valdaránstilraunir sem gerðar voru árið 1987. I framhaldi voru gerðar breytingar á stjórnarskrá eyjanna með það að leiðarljósi að frum- byggjum Fiji var tryggður örugg- ur þingmeirihluti með lögum. Þess- ar stjórnarskrárbreytingar voru síðan afnumdar 1997, tíu árum síð- ar, og virtist sem jafnræði hefði verið komið á með þingkosningum síðasta árs er Chaudry tók við embætti forsætisráðherra. Hollt að neyta lítra af bj ór á dag NÝLEGAR rannsóknir benda til þess að allar tegundir áfengis geti minnkað líkur á hjartasjúk- dómum - sé drukkið oft en lítið í einu. Að sögn BBC er besta að- ferðin sú að drekka um lítra af bjór á dag. Margar rannsóknir hafa áður sýnt fram á tengsl áfengisneyslu og minni hættu á hjartasjúk- dómum. Ekki hefur hins vegar legið ljóst fyrir hvort allar teg- undir áfengra drykkja byggju yfir þessum eiginleika, eða ein- göngu ákveðnir drykkir á borð við rauðvín. Dr. Martin Bobak og félagar við Alþjóða heilbrigðis- og fé- lagsvísindadeild University Coll- ege í London beindu rannsókn- um sínum að því hvort svipuð tengsl væri að finna hjá bjór- drykkjumönnum í Tékklandi og sýnt hefur verið fram á í tengsl- um við víndrykkju, en segja má að bjór sé þjóðardrykkur Tékka. í rannsókninni var gerður samanburður á mönnum sem fcngið höfðu hjartaáfall og heil- brigðum mönnum á svipuðum aldri. I* ljós kom að besta vörnin gegn hjartasjúkdómum virtist sú að neyta bjórs daglega, en að takmarka þó neysluna við hálfan til einn lítra á dag, því hjarta- styrkjandi eiginleikar mjaðarins virtust ekki ná til þeirra sem neyttu hans í meira magni. „Niðurstöðurnar benda til þess að varnaráhrifin sé að fínna í áfenginu sjálfu, goðsögn- in um sérstök gæði víns er að minu mati ekki sönn,“ sagði Bobak í samtali við BBC. Ástæða þess að vín, frekar en bjór, hefði verið auglýst sem gott fyrir hjartað mætti rekja til þess að víndrykkjumenn til- heyrðu gjarnan efri lögum þjóð- félagsins og slíkt fólk hugaði al- mennt betur að heilsu sinni en bjórdrykkjumenn. Rannsókn á repjufræja- máli MARYLISE Lebranchu, ráð- heiTa neytendamála í frönsku ríkisstjórninni, lýsti því yfir í gær að hafin yrði rannsókn á því hvernig erfðabreyttum repjufræjum hefði verið sáð í Frakklandi eftir að umhverfis- sinnar höfðu hreyft við hávær- um mótmælum. Lebranchu, sem einnig gegnir foiTnennsku í spillingarmálanefnd stjórnar- innar, skipaði starfsfólki ráðu- neytis síns að hefja skjóta rannsókn á því hversu út- breidd sáning erfðabreyttu repjufræjanna hafi verið. „Mögulegur skaði sem tengist erfðabreyttu fræjunum er raunverulegur í augum neyt- enda,“ sagði talsmaður Lebr- anchu í París í gær. í yfirlýs- ingu ráðherrans er hvatt til aukins gagnsæis í málefnum er varða erfðabreytt matvæli. Styttra kjör- tímabil forseta LIONEL Jospin, forsætisráð- herra Frakklands, sagði í gær að hann vildi að ákvörðun um styttingu kjörtímabils forseta Frakklands yrði tekin í ár og að kosið yrði um málið í þjóð- aratkvæðagreiðslu ef Jacques Chirac forseti fellst á það. Jospin, sem af mörgum er talinn líklegur forsetafram- bjóðandi í næstu. kosningum, sagði að nú væri kominn tími til breytinga og að sjö ára kjör- tímabili verði breytt í fimm ár líkt og gildir um þingkosning- ar. Talsmenn Chiracs sögðu í gær að afstaða hans myndi senn liggja fyrir. Fyrst myndi forsetinn leita álits formanna allra stjórnmálaflokka lands- ins_. í nýlegri skoðanakönnun kom fram að 75% landsmanna styðja tillögur um styttra kjör- tímabil forsetans. Lestarstjórar án skírteina EMBÆTTISMENN Lund- únaborgar sögðu í gær að yfir 200 lestarstjórar neðanjarðar- lestarkerfis borgarinnar hefðu ekki sótt öryggisnámskeið og sinntu starfi sínu þrátt fyrir að vera með úrelt ökuskírteini. Starfsskírteini lestarstjóra falla sjálfkrafa úr gildi nema þeir sæki upprifjunarnám- skeið í öryggismálum sem haldin eru ár hvert. Talsmaður rekstraraðila neðanjarðarlest- anna sagði í gær að ekki væri ljóst hvers vegna lestarstjór- arnir hefðu ekki viljað mæta á námskeiðið. Málið hefur verið litið alvarlegum augum af yfir- völdum sem íhuga málaferli. Pdlland í ESB árið 2003? POUL Nyrup Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, sagðist í gær styðja heilshugar fyrirætlanir Pólverja um inn- göngu í Evrópusambandið (ESB) árið 2003. Átti Rasmus- sen fund með pólskum starfs- bróður sínum í Varsjá í gær og sagði hann að svo virtist sem Pólverjar yrðu reiðubúnir inn- göngu um áramótin 2002-2003. Embættismenn ESB hafa ver- ið efins um að Pólland og fjög- ur önnur Austur-Evrópuríki - auk Kýpur - verði tilbúnir fyr- ir aðild fyrr en árið 2005.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.