Morgunblaðið - 20.05.2000, Blaðsíða 56
f 56 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
GUÐMUNDUR
VALGEIR
JÓHANNESSON
+ Guðmundur Val-
geir Jóhannesson
skipstjóri og útgerðar-
maður fæddist á Flat-
ejæi 17. desember
1905. Hann lést á öldr-
unarstofnuninni Sól-
borg á Flateyri hinn 9.
maí síðastliðinn. For-
eldrar hans voru Jó-
hannes Eugen Guð-
mundsson (f.1870,
d.1960) og Valgerður
Guðbjartsdóttir
(f.1877, d.1965). Guð-
mundur Valgeir var
yngstur þriggja systk-
ina. Eldri voru Sigríður (f. 1902,
d.1995) og Eiríkur (f. 1904, d.
1926). Uppeldissystur hans eru
Ragnheiður Friðriksdóttir, f. 1916,
og María Magnúsdóttir, f.1922.
Eiginkona Guðmundar Valgeirs
var Hallfríður Guðbjartsdóttir
(f.1916, d.1994). Þau voru gefin
saman í hjónaband hinn 5. aprfl
1941 og eignuðust þau sex börn.
Þau eru: Jóhannes Valgeir sem lést
nokkurra mánaða gamall; Jóhanna
Elsku afi, nú ertu farinn frá okkur,
nafni þinn á ekki lengur afa. Ein-
hvern veginn er aldrei rétti tíminn til
að skilja að eilífu, en við erum ekki
spurð, heldur erum við þátttakendur
í þessu lífi.
Sú festa sem einkenndi þig er nú
minningin ein, ég hugsa til þín og það
hryggir mig að nú ertu ekki lengur
hjá okkur. Allar þær góðu stundir
sem ég átti með ykkur ömmu á Oldu-
götunni eiga eftir að fylgja mér allt
mitt líf og minna mig á að njóta þess
að lifa lífinu lifandi.
Mínar fyrstu minningar eru frá
Öldugötunni þegar ég bjó hjá ykkur
með mömmu og pabba, ég að stíga
mín fyrstu skref út í lífið. Þá fór ég í
fyrstu ferðirnar einsamall út á horn
og beið eftir að þú kæmir hjólandi
heim úr vinnunni. Þú tókst mig upp
og reiddir mig heim sitjandi á stöng-
inni, öi-uggur í afa höndum, við sam-
an nafnarnir.
Alltaf var tími fyrir kaffi og eitt
sinn sem oftar kom ég í kvöldkaffi til
ykkar. Þú spurðir hvort ég gæti ekki
stillt sjónvarpið þannig að amma sæi
betur textann. Eg sagði: Þú þarft
bara að fá þér stærra sjónvarp, þá
stækkar textinn og svo var það ekki
rætt meir. Daginn eftir var komið
nýtt sjónvarp. Svona var afi, ekkert
að draga hlutina. Ég á eftir að minn-
ast þess oft þegar ég vil að hlutirnir
gangi hratt hvernig þú hafðir þetta
hjá þér. Ef hugmyndin var fædd átti
að gera hlutinn strax og ef enginn
mátti vera að því að aðstoða, þá var
ekkert annað að gera en gera það
Valgerður sem er
látin, var gift Fred
L. Martin; Gunnar
Kristján, kvæntur
Elínu Jónsdóttur;
Magnús Hringur,
kvæntur Ebbu Jóns-
dóttur; Eiríkur
Guðbjartur, kvænt-
ur Rögnu Óladóttur;
og Guðjón, kvæntur
Bjarnheiði Jónu Iv-
arsdóttur. Barna-
börn og barna-
barnabörn eru 26
talsins.
Guðmundur var
skipstjóri og útgerðarmaður
mestan hluta starfsævi sinnar,
hann sat í hreppsnefnd Flateyr-
arhrepps í fjögur ár og var
ábyrgðarmaður í Sparisjóði On-
undarfjarðar til fjölda ára. Hann
hlaut heiðursmerki fyrir björg-
unarstörf er togarinn Júní
strandaði í Önundarfírði.
Útfór Guðmundar Valgeirs fer
fram frá Flateyrarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
sjálfur. Því ekkert gerist af sjálfu
sér.
Ég á eftir að sakna þess að geta
ekki sest niður með þér, talað um líð-
andi stund, skipst á skoðunum, sagt
þér frá því hvað ég hef verið að gera
og hvaða væntingar ég hef. Rætt um
sjómennsku og fiskveiðar, verið með
og á móti ríkisstjóminni, hælt því
sem vel var gert og verið svo ekkert
spar á það sem miður fór. Það var
fjarri því að þú værir eitthvað feim-
innvið að láta skoðanir þínar í Ijós.
Ég held áfram að hugsa um þig og
ykkur ömmu sem vomð mér svo
kær. Margt ber að þakka og gleðjast
yfir og lífsgleðin sem einkenndi líf
ykkar ömmu er sú stóra gjöf sem þið
gáfuð mér.
Ég kveð þig í dag, elsku afi. Minn-
ingin um þig lifir í hjarta mínu og ég
trúi því að það sé meira en bara nafn-
ið þitt sem lifir áfram með mér.
Guðmundur Valgeir
Magnússon.
Með Guðmundi Valgeiri Jóhann-
essyni er genginn góðvinur okkar og
trúr kirkjugestur til margra ára.
Hann brá lengi stórum svip yfir um-
hverfi sitt, teinréttur, geðríkur og
gustmikill. Svo mikið er víst, að Sól-
borg á Flateyri verður ekki söm eftir
fráfall þessa eftirminnilega manns.
Guðmundur Valgeir fæddist 17.
desember 1905 á Flateyri og voru
foreldrar hans hjónin Valgerður
Margrét Guðbjartardóttir, fædd á
Læk í Dýrafirði 1877, og Jóhannes
SIGURLAUG
ÓLAFSDÓTTIR
+ Sigurlaug Ólafsdóttir fæddist
á Læk í Viðvíkursveit í Skaga-
firði 26. september 1927. Hún lést
á líknardeild Landspítalans 12.
maí siðastliðinn og fór útför henn-
ar fram frá Bústaðakirkju 19.
mai.
„Nei, komdu sæll.“ Það er ótrú-
legt hversu Sillu tókst að ljá svo
stuttri kveðju mikla hlýju. Og þó,
því ásamt hógværð og jafnlyndi var
það einmitt hlýjan sem einkenndi
hana.
í þá þrjá áratugi sem ég þekkti
* Sillu heyrði ég hana aldrei hækka
róminn, þó að við Valdi sonur henn-
ar hefðum svo sem oft gefið henni
tilefni til þess hér áður fyrr. Ekki
heyrði ég hana heldur nöldra eða
kvarta, sem eru þó sjálfsögð réttindi
þess sem þarf að halda utan um
heimili með eiginmanni og þremur
„ sonum. Nei, smámunir högguðu
ekki jafnaðargeði Sillu.
Ég efast um að stórir hlutir hafi
gert það heldur. Silla var gædd
sönnu lítillæti og æðruleysi, eigin-
leikum sem eru því miður alltof
sjaldgæfir og verða æ fátíðari.
Augljóst var hversu kær hún var
bamabörnum sínum, eins og þau
henni. Betri meðmæli er ekki hægt
að fá. Börnin þekkja hreinar tilfinn-
ingar og hlýju og leita ósjálfrátt
þangað sem þeirra er von.
Samt var það ekki fyrr en á full-
orðinsárum sem maður gerði sér
virkilega grein fyrir kostunum sem
Silla var búin. Þó að stundum liði
langur tími á milli heimsókna eða
símtala var alltaf sama hlýjan sem
stafaði frá henni og sama kyrrðin í
eldhúsinu hennar.
Missir fjölskyldunnar er mikill og
ég sendi henni kveðjur mínar.
Sillu þakka ég kynnin, en fyrir
þau finnst mér ég betri maður en
ella.
Adolf.
Evgen Guðmundsson, fæddur í Vill-
ingadal á Ingjaldssandi 1870. Þau
voru bæði í húsmennsku hjá Eiríki
Sigmundssyni á Hrauni á Ingjalds-
sandi. Þegar Eiríkur flutti til Flat-
eyrar réð hann ungu hjónunum að
fara þangað með sér.
Jóhannes Eugen var mikill vinnu-
þjarkur, ætíð reiðubúinn að ganga í
hvaða verk sem var. Hann var fjár-
gæslumaður fyrir Kristján Torfason
á Sólbakka, heyjaði fyrir skepnurnar
og hirti þær. Aður hafði hann sókt
sjóinn. A hákarlaskipi var hann eitt
sinn einn uppi á dekki og féll þá fyrir
borð. Langur tími leið áður en karl-
arnir í lúkarnum rönkuðu við sér og
fóru að svipast um eftir honum.
Hékk Jóhannes þá á höndunum í
taumi á færum kokksins. Eftir það
voru báður hendur hans krepptar og
mikill annmarki að búa við slíkt, sem
nærri má geta.
Valgerður Margrét var góð kona
og ljúf í lund, þó skapmikil. Það átti
illa við hana að lifa við fátækt. Engin
var hún höfðingjasleikja, en sagði þá
skrýtlu, að Snorri Sigfússon skóla-
stjóri hefði aldrei tekið ofan fyrir
henni, nema af því hvað hún var vel
klædd, þegar hún var að fara út í
póstinn að sækja vatnið.
Á heimili þeirra dvaldi lengi faðir
Valgerðar, Guðbjartur Björnsson.
Seinna tóku þau hjónin tvær fóstur-
dætur á fyrsta ári og ólu upp sem sín
eigin börn. Þær hétu Ragnheiður
Friðriksdóttir og María Magnús-
dóttir.
Foreldrar Guðmundar Valgeirs
voru með öllu eignalaus, þegar þau
komu til Flateyrar. Fyrst bjuggu
þau í agnarlitlu herbergi í slotinu hjá
Eiríki. Það var þá tvíbýli í eigu
bræðranna Eiríks og Guðjóns Sig-
mundssona, er bjuggu hvor í sínum
enda hússins. Ragnheiður, dóttir
Eiríks og konu hans, Sigríðar Jóns-
dóttur, giftist Ásgeiri Torfasyni og
flutti að Sólbakka. Jensína Éiríks-
dóttir giftist Ásgeiri Guðnasyni og
bjuggu þau áfram í húsinu.
Seinna byggði Jóhannes Eugen
hús, sem nú er nr. 11 við Brimnesveg
á Flateyri. Það þótti stórmyndarlegt
á þeim tíma. Ráðist var í bygginguna
á þeim forsendum, að hjónin áttu tvo
dugandi syni, sem gátu unnið og lagt
í púkkið. Þeir Eiríkur og Guðmund-
ur Valgeir réðu sig því hvor á sinn
bátinn hjá Ásgeiri Guðbjartssyni,
móðurbróður þeirra í Hnífsdal. Það
var þá, sem Gummi Valli kom til
Skjaldarbjarnarvíkur snemma vors.
Þar voru á borðum æðaregg frá því
árið áður. Eggin höfðu verið soðin,
skumið tekið utan af og þau lögð í
súr. Þau smökkuðust samt eins og
ný, ekki vottur af súrbragði.
Gummi Valli horfði á bóndann í
Skjaldarbjarnarvík saga stórtré úr
reka eftir endilöngu. Hann tók garn-
spotta, elti í lófa sér og fór með þetta
ofan í skorsteininn, svo bandið varð
sótugt. Þá festi hann garnið í annan
enda trésins og svo í hinn og strekkti
vel á. Loks fór hann að miðju trénu,
tók þéttingsfast í spottann og
sleppti! Og viti menn: Kom þá ekki
þráðbein, svört lína á tréð handa
bóndanum að saga eftir.
I bernsku Guðmundar Valgeirs
var lítið um að vera á Flateyri. Guð-
mundur heitinn í Görðum átti þó 6
tonna bát og var róið á honum vor og
sumar, en ekki ellegar. En það var
fjölmennt í Önundarfirði. Á tímabili
áttu um 40 manns heima í Eiríks-
húsi, þar sem nú er Veitingastofan
Vagninn á Flateyri. Og á Hesti
bjuggu um 100 manns.
Vegna veikinda móður sinnar var
Gummi Valli sem bam heimagangur
hjá Friðrikku Halldórsdóttur, móð-
ur Sturlu Ebenezerssonar, er bjó í
svonefndu Sturluhúsi á Flateyri.
Hún var gæðakona og hafði talsvert
umleikis, tók m.a. menn í fæði og
húsnæði. Gistiherbergið var uppi á
hæstalofti, þar sem bjuggu synir
hennar, þeir Sturla, Kristján og Júl-
íus. Júlíus svaf einn, en þeir Sturla
og Kristján saman í rúmi. Ef maður
kom að gista svaf hann hjá Júlíusi.
Bam að aldri var Gummi Valli
smali, bæði á Ingjaldssandi, í Hjarð-
ardal og á Kroppsstöðum. Þá tíðkuð-
ust enn fráfærurnar (stundaðar
fram til 1951 á Kirkjubóli í Bjarnar-
dal). Hann var snemma röskur og
fljótur á fæti. Þeir eiginleikar entust
honum líka alla ævi.
Hann var nokkra vetur í bama-
skólanum hjá Snorra Sigfússyni,
sem kenndi allt, sem kenna þurfti,
meh-a að segja leikfimi og söng. Með
Snorra kenndi Hinrik Þorláksson,
langafi Hinriks og Hálfdáns Krist-
jánssona á Flateyri. Stundum var
Guðmundur í Mosdal fenginn til þess
að segja smávegis til í handavinnu og
smíðum. Var talsvert um það í hús-
um á Flateyri fyrr á tíð, að til væru
myndarammar uppi á veggjum,
smíðaðir af Guðmundi í Mosdal.
Gummi Valli fermdist hjá sr. Páli
Stephensen í Holtskirkju. Þá var
farið á bátum yfir að Holti. Ekki
sagðist hann muna, hvort presturinn
hefði spurt sig mikið fyrir ferming-
una, „enda var sr. Páll ekkert mikið
fyrir það að hamast á fólki, hvorki á
börnum né fullorðnum", sagði
Gummi Valli löngu síðar um það mál.
En hann minntist þess úr fermingar-
athöfninni, að meðhjálparinn, Guð-
mundur Bjarnason á Mosvöllum, var
alltaf að teygja sig lengra og lengra í
átt að fermingarbarninu, til þess að
heyra hverju það svaraði því, sem
presturinn spurði.
Eftir fermingu gerðist Gummi
Valli kokkur á færabátnum Gammi,
sem var í eigu Páls Kristjánssonar,
föður Önundar heitins, og Stein-
gríms Árnasonar, sem kominn var
með fiskihús á Flateyri. Trébryggja,
sem verið hafði inni í Álftafirði, var
rifin og flutt til Flateyrar. Um borð í
Gammi var aðeins til einn pottur.
Önnur máltíðin var soðning, gjarnan
steinbítur, en í hitt málið var mjólk-
urvellingur. Stundum vildi verða
fiskbragð af grautnum. Þá sögðu
karlarnir: „Nú hefur helvítis eit-
urbrasarinn og skítkokkurinn ekki
þrifið pottinn almennilega!" En síðar
sagðist Gumma Valla svo frá, að
sjálfur hefði hann verið það sem kall-
að er kjaftfor og kunnað að bíta frá
sér; ekki dottið í hug að gleypa við
öllu, sem borið var á borð. Taldi það
arf úr móðurætt sinni.
Gummi Valli var yngstur þriggja
systkina. Elst var Sigríður ljósmóðir
og í miðið Eiríkur, sem lést hálfþrí-
tugur af slysforum á hafi úti, skip-
verji á togaranum Apríl.
Honum hafði verið vísað niður í
vélina. Gufuvélamar voru mikil
jámabákn og smurkoppar hingað og
þangað um alla vél, sem þurfti að
passa, og það þótt vélin væri í gangi.
Smurkoppur hafði dottið ofan í vél-
ina og Eiríkur farið niður á eftir hon-
um. En vélin var öll á hreyfingu og
hver armur hennar, risavaxinn, eirði
engu. Kramdist Eiríkur þarna til
bana.
Gummi Valli var kolamokari á
Apríl, þegar þetta gerðist. Karlarnir
á dekkinu sögðu: „Þetta er helvítis
kolablókin!" Seinna hækkaði hann í
tign og varð vélstjóri. Þá kom annað
hljóð í strokkinn: „Meistari Guð-
mundur!“ Og það, sem mestu skipti:
Kaupið hækkaði líka.
Þarna var Guðmundur Valgeir
kominn í góða stöðu, en þá lét öfund-
skapurinn ekki heldur á sér standa.
Hann var narraður í land; lofað starfi
3. meistara á varðskipinu Þór, en
svikinn um það. Þá fór hann beina
leið vestur, heim á Flateyri, og kom
ekki til Reykjavíkur í 18 ár eftir
þetta,
Á Flateyri beið hans ekkert. Ás-
geir Guðnason var þó kominn með
fiskverkun og Sameinuðu vora með
línubát og Gummi Valli var tekinn
upp á kaup. Þá komst hann á einn
bátinn hjá Sveini Jónssyni, for-
manni, síðar verkstjóra hjá Hjálmi.
Næsta árið var hann svo hjá Magn-
úsi heitnum Jónssyni á litlum bát,
sem hét Vísir. Þannig gekk nokkrar
vertíðar. Þetta endaði með því að
Gummi Valli keypti af Magnúsi bát-
inn, átti hann í 20 ár og reri á honum
vetur, vor og sumar. Og gekk alltaf
vel. Missti þó einu sinni mann fyrir
borð, en náði honum lifandi aftur,
sem var mikil mildi. Sá hét Magnús
Gíslason, seinna afgreiðslumaður hjá
Skagfjörð. Háseti á Vísi var þá
Gunnlaugur heitinn Kristjánsson.
Hann hakaði í Bjama og hann náð-
ist, en skalf allur og nötraði. Gummi
Valli skellti hoffmannsdropum útí
kaffi og sagði honum að drekka
þetta. Eftir að hann hafði drakkið
kom sjórinn upp úr honum eins og
gosbrannur. Ragnar læknir sagði
síðar, að þetta hefði orðið til þess að
bjarga lífi Bjarna.
Á stríðsáranum bar það til, að vél-
báturinn Hólmsteinn frá Þingeyri
fór í róður föstudaginn 30. maí, en
eftir það spurðist ekkert til hans.
Kristján heitinn Ebenezersson var
kunnugur á Þingeyri, því að hann
hafði verið með Hamónu fyrir Anton
Proppé. Fékk Kristján upphring-
ingu frá Þingeyri og var hann beðinn
að útvega bát til þess að leita að
Hólmsteini. Fannst Gumma Valla
engin leið að neita þessari beiðni.
Hann var þá ekki með neina talstöð á
Vísi, en fór samt og hafði gran um
hvert Hólmsteinn mundi hafa róið,
út af Blakknum, suður undir Röst.
Þar sveimaði Gummi Valli um dálít-
inn tíma, þangð til hann fann lóðir
Hólmsteins. Hann dró hluta af þeim
og fór með til Þingeyrar til sanninda-
merkis um leitina. 5. júní fann vél-
báturinn Kveldúlfur frá Hnífsdal tvo
lóðastampa frá Hólmsteini. Brotið
var úr börmum þeirra og göt í gegn-
um þá, sýnilega eftir sprengjubrot.
Talið var, að Hólmsteinn hefði lent í
kúlnaregni frá viðureign herskipa,
enda hafði á laugardeginum heyrst
skothríð á þessum slóðum. Fjórh’
menn höfðu verið á bátnum. For-
maður var Ásgeir Sigurðsson frá
Bolungarvík. Það þótti einkennilegt
eftir á, að af öllum þeim bátafjölda
sem þá var á Flateyri skyldi aðeins
einn bátur vera sendur til þess að
leita.
Gummi Valli þurfti ekki langt að
sækja sér konuefnið. Hallfríður heit-
in, sem var stórmyndarleg húsfreyja
og hannyrðakona og skapi farin eins
og sólargeisli, fæddist í næsta húsi,
nr. 4 við Báragötu. Guðbjartur, faðir
hennar, byggði það í félagi við Greip
Oddsson frá Kirkjubóli í Valþjófsdal.
Síra Jón Ólafsson gaf þau saman í
Flateyrarkirkju. Við sama tækifæri
gengu í hjónaband þau Oddur Frið-
riksson, sonur Friðriks rokkasmiðs í
Fremri-Breiðadal, og Áifheiður Guð-
jónsdóttir. Vora engir aðrir við-
staddir en presturinn og brúðhjónin.
Gummi Valli sagði síðar, að þessi
háttur hefði verið hafður á hjóna-
vígslunni, af því hvað þeir kunningj-
arnir vora feimnir; þeir vildu ekki
bianda sér í neinn mannsöfnuð.
Hafði síra Jón látið svo ummælt á
eftir, að sér hefði fundist þetta að
mörgu leyti gott, en þó kvartað und-
an því að ekki skyldi hafa verið neinn
söngur. Þau byrjuðu að búa uppi á
lofti í húsi foreldra Gumma Valla, en
árið 1953 festu þau kaup á húsinu nr.
5 við Öldugötu, er átt hafði Magnús
Reinaldsson. Kaupverðið var kr.
80.000,00 á borðið og kölluðu sumir
gjafverð. En nú vantaði Gumma
Valla 18 þúsund króna lán og hvergi
smuga nema í Sparisjóðnum á Flat-
eyri. Sparisjóðsstjóri var þá mágur
hans, Kristján Brynjólfsson. Þeir
vora þrír í stjórn Sparisjóðsins,
Kristján, Hjörleifur á Sólvöllum og
Hjörtur Hjálmarsson skólastjóri.
Gummi Valli sagði, þegar hann kom
inn til þeirra: „Ja, ég kann nú ekki
formúluna, hvernig ég á að leggja að
ykkur! En þið vitið allir, að ég er að
leita eftir láni til þess að kaupa þetta
hús. Og ef ég á að koma með ábyrgð-
armenn, þá er það sama og neitun.
Ég tek ekki lánið, ef ég á að koma
með ábyrgðarmenn!" Stjórnin sam-
þykkti þetta, sem þótti furðulegt, en
Sparisjóðurinn fékk fyrsta veðrétt í
húsinu.
Þegar Gummi Valli kom á Dvalar-
heimili aldraðra, Sólborgu á Flat-
eyri, nefndi hann þrennt, sem hann
vildi hafa með sér þangað: Gervi-
hnattadisk, tvo páfagauka og kött.
Hið síðast nefnda fékkst ekki sam-
þykkt. Marga stund sat hann við
sjónvarpið og hnýtti á tauma af mik-
illi snerpu og öryggi. Hann hafði
framkvæði að því að byggðar vora
svalir og síðar sólstofa við húsnæði
Sólborgar; lét sig ekki fyrr en þetta
var orðið að veraleika - og borgaði
hluta af framkvæmdinni úr eigin
vasa.
Við Ágústa þökkum góða vináttu
og ógleymanleg kynni. A útfarardegi
hans dvelur hugur okkar angurvær
hjá góðum vinum í nóttlausri vor-
aldarveröld íyrir vestan. Ástvinum
hans öllum sendum við okkar inni-
legustu samúðarkveðjur og biðjum
þeim og Önfirðingum allrar Guðs
blessunar.
Gunnar Björnsson.