Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 Á FÖSTUDÖGUM Hver er sigurvegarinn í Cannes? UmM tttkUn Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars Von Trier kom sá og sigraði í Cannes á dög- unum. Myrkradansarinn gerði því betur en Brimbrot, hans frægasta og besta mynd til þessa. Naut að sjálfsögðu dyggrar hjálpar BJarkar. Arnaldur Indrlðason kynnir feril leikstjórans fyr- ir lesendum. SAM-veldið færir út landhelgina fmianstailiigl ^ðaamnlai Nýjasta útflutningsvara fisveiðiþjóðarinnar er ekki ættuð úr hafdjúpunum heldur Hollywood. Við erum líka kvik- myndaþjóð sem er að færa sig uppá skaftið og selja Evrópubúum amerískar myndir. Páll Kristlnn Pálsson fjallar um nýjustu aukabúgrein SAM-veldisins. Harmsaga ævi minnar Ftóttomnðiiriiiii Þrátt fyrir að Roman Polanskieigi nokkrar af bestu myndum kvikmyndasögunnar sannast á honum að annað er gæfa en gjörvileiki. Jónas Knútsson fjallar um þennan umtalaða lista- mann í fyrri grein sinni af tveimur um lífs- hlaup hans. Nýjasta mynd hans, The Ninth Gate, verður frumsýnd um aðra helgi. 4 NÝTT f BÍÓ Þrjár systur í Stjörnubíói • Stjörnubíó frumsýnir í dag gaman- dramað „Hanging Up“ eða Lagt á í leikstjórn Dlane Keaton en hún er einnig leikstjóri myndarinnar. Með önnur hlutverk fara Lisa Kudrow og MegRyan en myndin segirfrá þrem- ur systrum sem eiga sjúkan föður og er fjölskyldudrama byggt á handriti eftir systurnar Dellu og Noru Ephron. \ Kína borða þeir hunda • Háskólabíófrumsýnirídag dönsku gamanspennumyndina I Kína borða þeir hunda eftir Lasse SpangOlsen. Myndin segirfrá bankamanninum Arvid og hvemig hann flækist inn í ýmisleg voðaverk þegar hann tekur að sér að hjálpa stúlku sem hann þekkir næsta lítiö. Með helstu hlutverk fara Klm Bodnla og Deljan Cuklc. Milljón dollara hótelið • í dagfrumsýna Regnboginn og Sambíóin nýjustu mynd þýska leik- stjórans Wlm Wenders, Milljóndoll- ara hótel- ið eða „The Milli- on Dollar Hotef. Með aðal- hlutverkin í myndinni fara Mel Glbson og Mllla Jovovlch. Rokkarinn Bono á í handritinu en Gibson leikur dularfulla lögreglumanninn Skinner sem er með kraga um hálsinn og á erindi á hið undarlega Milljóndollara hótel eftir að maöur lætur þar lífið. Væntanlegt Austur er austur • Hinn 16. júní áætlar Háskólabíó að frumsýna bresku myndina „East is East“ í leikstjórn Damien O'Donn- ell. Með aöalhlutverkin fara OmPuri og Llnda Bassette n myndir segir frá fjölskyldu í smábæ á Englandi á sjöunda áratugnum þarsem heimil- isfaðirinn erfrá Pakistan en húsmóð- irin bresk og lýsir menningarárekstr- um sem virðast óumflýjanlegir. Jackson og Jones • Hinn 9. júnf frumsýnir Laugarásbíó spennumyndina „Ruies ofEngagem- ent með Samuel L. Jackson og Tommy Lee Jones í aöalhlutverkum. Myndin segirfrá eftirmála hernaðar- aðgerðar þar sem foringinn Jackson er ákærður fyrir að ganga of langt en Jones leikur lögfræðing hans. Leik- stjóri er Willlam Frledkin. Spaug á Ibiza • Hinn 16. júní veröur breska gam- anmyndin Kevin og Perry eða „Kevin and Perry Go Large “ frumsýnd í Regnboganum. Hún segirfrá titil- persónunum tveimur þegar þær halda í sólarlandaferð til Ibiza með foreldrum Kevins og lenda í margvís- legum ævintýrum og uþpákomum. Með aðalhlutverkin fara HarveyEn- field og Cathy Burke. 101 Reykjavík frumsýnd á miðvikudaginn Flamencokennarinn Lola kennir íslenskum konum dans blóöhitans: Spænska lelkkonan Victoria Abrll í hlutverki sínu í 101 Reykjavík. Allt aðtíukvi kmynda- naiíoir vifja syna lUl SEM næst tugur kvikmyndahá- tíða víðs vegar um heiminn hefur óskað eftir að fá til sýningar kvik- mynd Baltasars Kormáks 101 Reykjavík, sem frumsýnd verður á Islandi næstkomandi miðviku- dag. Myndin hefur þegar verið seld í bíó í fimm löndum og tilboð frá fleiri löndum eru nú til athug- unar. Að sögn Þorfínns Ómars- sonar, framkvæmdastjóra Kvik- myndasjóðs íslands, vakti myndin óvenjumikla hrifningu í Cannes. „Aðeins myndir Frlðriks Þórs Frlðrlkssonar hafa hlotið álíka við- brögð,“ segir Þorfínnur. 101 Reykjavík var sýnd á tveimur lokuðum sýningum í Cannes, þ.e. aðeins var hleypt inn boðsgestum úr röðum kaupenda og kvikmyndahátíða. „Aðsóknin var slík að við urðum ekki aðeins að vísa frá fjölmörgum blaða- mönnum heldur einnig boðsgest- um. Á seinni sýningunni var setið á gólfinu og staðið meðfram veggjum. Myndin hélt greinilega áhorfendum við efnið því í stað þess að menn gengju inn og út, eins og tíðkast á sýningum af þessu tagi, sátu gestir sem fast- ast, hlógu og klöppuðu í lokin,“ segir Þorfinnur. Hann segir að mikið púsluspil sé framundan við að velja með sem áhrifamestum hætti úr þeim hátíðum sem sýna vilja 101 Reykjavík. Meðal þeirra eru sterkar hátíðir á borð við Loc- amo, Toronto, Montréal, Feneyj- ar, Moskvu, Edinborg, Sundance og San Sebastian. Af öðrum íslenskum myndum í Cannes vakti, að sögn Þorfínns, Englar alheimsins mestan áhuga. Hún verður í keppninni í Kalovy Vary og Feneyjar, Tókýó, Tor- onto, London og fleiri eru áhuga- samar. Myrkrahöfðinginn verður opnunarmynd hátíðarinnar í Troia í Portúgal í byijun júní og er bók- uð næstu tvo mánuði á hátíðum í Napólí, Róm og í Suður-Kóreu og fleiri koma í framhaldinu. Ungfrúnni góðu og Húsinu er boðið til Moskvu og Sochi m.a., hún er nú sýnd á hátfðinni í Seattle og Montréal er með hana til skoðunar. Ýmsar hátíðir eru að íhuga boð í Fíaskó. „Ég fullyrði að íslendingar hafi aldrei náð betri árangri í Cannes áður,“ segir Þorfínnur, „og er þá ógetið þess sigurs sem allir ættu að vita af núna.“ Forsýningar á 101 um helglna Þeir sem eru óþreyjufullir að sjá 101 Reykjavík geta farið á for- sýningar um helgina, sem eru sem hér segir: í dag kl. 24:00 í Bíóhöllinni Alfabakka, laugardag kl. 24:00 í Háskólabíói og sunnu- dag kl. 20:00 í Háskólabíói, Bíó- höllinni Breiðholti, Nýja bíói Ak- ureyri og Nýja bíói Keflavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.