Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 7
6 C FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÍÓBLAÐIÐ HIÐ óvænta, umsnúningur á at- burðarás, afhjúpun á leyndarmáli hennar, skyndiárás á skilningarvit áhorfandans, snilldarleg beiting myndmálsins á kaflaskilum sög- unnar, snjallar setningar í samtöl- um, tæknileg afrek í sögulegu sam- hengi. Allt þetta og meira til einkennir þau atriði sem áhorfend- ur kvikmynda geyma umfram önn- ur í meðvitund sinni og ekki síður undirmeðvitund. Eins og ég hef áður komið inn á hér í blaðinu er athyglisvert að at- riðin í tveimur efstu sætunum á lista The Observer snúa að óvenju snjallri beitingu myndmáls á ör- lagastundum ólíkra spennumynda. I efsta sætinu er hápunktur The Usual Suspects eða Góðkunningja lögreglunnar sem Bryan Singer leikstýrði árið 1995. Þessi mynd er óneitanlega einhver albesta spennumynd seinni ára, byggð á úthugsuðu og hugmyndaríku hand- riti Christophers McQuarrie, þar sem fylgst er með rannsókn á saka- máli uns afhjúpað er á umræddu augnabliki hvernig lykilvitnið hefur afvegaleitt hana. Mynd og hljóðrás spila þannig saman að skyndilega rennur upp fyrir áhorfandanum, rétt eins og rannsakandanum, sem leikinn er af Chazz Palminteri, að vitnið, sem hann hefur verið að yf- irheyra, leikið af Kevin Spacey, hefur spunnið upp framburð sinn út frá upplýsingatöflunni á veggn- um fyrir framan hann. Vitnið er í raun hinn dularfulli höfuðpaur Keyser Soze. Þessi afhjúpun er byggð upp á afturhvörfum (flash- backs) á hljóðrás, þar sem Spacey segir: „Þetta er allt þarna. Ég er að segja þér sannleikann, ég sver,“, tónlistin breytir um stíl og hrynj- andi um leið og Palminteri virðir fyrir sér upplýsingatöfluna og ein- stakir þættir í vitnisburðinum blasa þar við. Kaffíbolli fellur í gólfið í hægagangi, myndleiftur úr frásögninni, sem á undan fór, ber fyrir augu, „og atriði sem áhorf- endur héldu að hefðu ákveðna þýð- ingu fá allt aðra merkingu," hefur The Observer eftir leikstjóranum. Það sem við héldum að væri sann- leikur reynist vera uppspuni, lygi. Þegar McQuarry vann handritið var þetta atriði það næstfyrsta sem hann skrifaði og þannig var mynd- in í raun skrifuð afturábak, sem er eðlilegt; öðruvísi væri tæpast unnt að byggja upp þessa -sérkennilegu atburðarás. Morðið í sturtunni The Usual Suspects er ekki enn komin í flokk sígildra mynda. Þar er hins vegar fyrir löngu mætt myndin sem lagði til atriðið í 2. sæti listans í The Observer, Psycho sem Alfred Hitchcock gerði árið 1960. Morðið á Janet Leigh í sturtuklefanum á Bates-mótelinu er eitt áhrifamesta atriði kvik- myndasögunnar. Gríðarlegur fjöldi hrollvekna og spennumynda, sem gerðar hafa verið síðan, hefur tekið Endingargildi kvikmynda fyrir áhorfandann er býsna misjafnt. Þær lifa eöa deyja í minni hans af ýmsum ástæðum, sumum pers- ónulegum, öörum listrænum. Breska vikublaöió The Observer telur aö kvikmyndir lifi í augna- blikum eöa atriöum fremur en heild og kannaöi nýlega hjá les- endum sínum hverværu 100 eft- irminnilegustu atriöi kvikmynda- sögunnar. Árni Þórarinsson veltir fyrir sér nokkrum dæmum af list- anum. tæknilega útfærslu þess sér til fyr- irmyndar með einhverjum hætti og margar hreinlega hermt eftir því. Þrjár fremur lélegar framhalds- myndir hafa einnig litið dagsins ljós og leikstjórinn Gus van Sant reyndi nýlega að endurgera Psycho með fáfengilegri útkomu. Psycho var tekin á sex vikum og kostaði aðeins 800 þúsund dollara (um 56 milljónir króna). Sturtu- atriðið er 45 sekúndna langt og var tekið á sjö dögum frá 70 mismun- andi myndvinklum, snöggklippt af George Tomasini, sett skerandi tónhnífum eftir Bernard Herrmann og forteiknað af Saul Bass, sem reyndar hélt því fram síðar að hann hefði sjálfur leikstýrt því, en það hefur Janet Leigh borið til baka. Myndin er tæplega hálfnuð þegar hún tekur þessa óvæntu vendingu - aðalpersónunni er stút- að - og sagan breytir um stefnu. Um áhrif þessa atriðis hefur Hitch- cock sagt að hann gleðjist mest yfir því að áhorfendur hafi ekki verið helteknir af inntaki þess eða boð- skap og heldur ekki af leiknum: „Þeir voru alteknir myndmálinu sjálfu, hreinu og kláru.“ Þetta er laukrétt; það sem Hitchcock gerði með myndmálinu hafa sporgöngumennirnir reynt að betrumbæta með blóðgusum og tæknilegum bægslagangi, sem að- eins afhjúpa getu- og hugmynda- leysi þeirra. „Sjokk“ og lokahnykkir Þessi atriði í tveimur efstu sæt- um listans eru prýðileg dæmi um velheppnað spennumyndmál; það fyrra kemur áhorfendum efnislega í opna skjöldu, það seinna þenur taugar hans til hins ýtrasta með tæknilegri hnitmiðun og ræðst svo skyndilega á skilningarvitin með myndrænum og hljóðrænum rýt- ingum. Bæði sitja eftir í minninu. t ■ - . Maestro þitt FÉ HVAR SEM ÞÚ ERT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 C 7 BIOBLAÐIÐ Ekki er beinlínis skrýtið að svoköll- uð „sjokkatriði“ er víða að finna á list- anum. Að fá áhorfendur til að hrökkva við hefur verið algengt markmið kvikmyndahöfunda frá upp- hafi og smám saman verður æ erfið- ara að segja „bö!“ með áhrifaríkum, að ekki sé minnst á eftirminnilegum hætti eftir því sem tæknibrellurnar gera allt, bókstaflega allt, mögulegt og sýnilegt. í 23. sæti listans er atriði sem sann- arlega hefur haft mikil áhrif á visinda- skáldskap og hrollvekjur í kvikmynd- um frá því myndin kom fram, árið 1970 og hafði a.m.k. þá tilætluð áhrif á áhorfendur: í Alien eftir Ridley Scott er áhöfn geimskipsins Nostr- amo á leið til jarðar, grunlaus um að innanborðs leynist óhugnanleg geim- ófreskja. Áhöfnin situr við matborðið þegar einn þeirra, leikinn af John Hurt, fer að kasta upp. Þar sem hann liggur á bakinu með félaga sína um- hverfis sprettur allt í einu upp úr maga hans lítið skrímsli, sem einna helst líkist áli, og spýtir blóði yfir áhöfnina. Þetta tæknibrellusjokk hef- ur verið aukið og endurbætt í ótelj- andi myndum síðan, þar sem svona skrímsli opnar skolt eða gogg, eftir atvikum, og gusar einhverju gúmmel- aði út úr sér og svo kemur annað skrímsli sömu leið og svo annað og annað og annað... Flest, ef ekki öll, „sjokkatriðin“ á listanum eru innanúr miðjum mynd- um. Gott dæmi um mynd þar sem sjokkið kemur hins vegar í bláendann er að finna í 53. sæti listans. Það er öllu einfaldara og hrárra en atriðið úr Alien og ekki eins tæknibrellubundið. Þetta er lokaatriði hrollvekjunnar Carrie frá 1976. Þar segir Brian De Palma áhrifaríka sögu Stephens King af hlédrægri stúlku sem meðvitað og ómeðvitað svarar ofsóknum, nú kallað einelti, skólafélaga sinna með yfirskil- vitlegum hæfileikum sínum en brenn- ur inni í lokauppgjörinu. Myndinni virðist vera að ljúka þegar einn of- sækjenda Carrie gengur full sektar- kenndar að gröf hennar og leggur blóm á leiðið. Þá kemur endirinn á eftir endinum: Skyndilega ryðst hönd upp úr moldinni og grípur í ofsækj- andann. Höfundurinn tekur áhorfand- ann hálstaki þegar sá síðarnefndi heldur að hann sé sloppinn frá mynd- inni. Það eru fáar ef nokkrar aðrar loka- senur á listanum yfir eftirminnileg- ustu augnablik kvikmyndanna. En þetta á sannarlega skilið sitt sæti. Þess má geta að De Palma skaut at- riðið afturábak og að höndin tilheyrir í raun leikkonunni Sissy Spacek, sem lék Carrie, en hún var innilokuð í sérsmíðuðum kassa utan myndar. Á velsæmismörkunum Svokölluð „sjokk“, sem geymast en ekki gleymast, geta verið með ýmsum hætti. I 90. sæti hjá lesendum The Observer er þannig atriði sem allir áhorfendur bandarísku myndarinnar Happiness eftir Todd Solondz (1998) á síðustu Kvikmyndahátíð í Reykjavík, gleyma ekki svo glatt. Þessi mynd er ein af þeim allra athyglisverðustu og áhrifaríkustu sem komið hafa frá Bandaríkjunum seinni ár en gengur svo nærri áhorfandanum í vægðar- lausri lýsingu sinni á brenglun hins borgaralega lífemis að hrifning hans er blandin nokkru óbragði. Umrætt atriði snýst um ungan dreng, sem strítt hefur verið af skólafélögum sín- um vegna þess að hann hefur ekki enn fengið fullnægingu. Faðir hans er yfirgengilega skilningsríkur geðlækn- ir og glímir sjálfur við barnaníðing sem blundar innra með honum. Sam- ræður þeirra feðga um vandamálin eru jafn eftirminnilegar og þær eru óþægilegar. í atriðinu sem lenti í 90. sætinu kemur drengurinn askvaðandi inn í fjölskylduboð eftir að hafa verið einn með sjálfum sér úti á svölum og segir sigri hrósandi við matargestina: „Eg fékk það!“ Ef ég ætti að nefna eftirminnilegt atriði úr þessari mynd yrði reyndar annað fyrir valinu, atriði sem snýst um ekki ósvipaða þörf nokkru eldri manns, einfara sem Philip Seymour Hoffman leikur af dæmigerðri dirfsku en ég ætla að hlífa lesendum Morgun- blaðsins við frekari lýsingu á því. Að dansa á velsæmismörkunum og ganga fram af áhorfendum er sem sagt unnt að gera með ólíkum hætti. I 48. sæti listans er annað slíkt sem er þó svo yndislega fyndið að enginn get- ur tekið það nærri sér. í rómantísku gamanmyndinni When Harry Met Sally (1989) sitja þau saman á veit- ingastað Harry og Sally (Billy Crystal og Meg Ryan). Sally reynir að sýna Harry fram á að hann sé kannski ekki sá mikli elskhugi sem hann heldur sjálfur að hann sé. Hún heldur því fram að ekkert sé auðveldara fyrir konur en að falsa fullnægingu. Harry heldur nú ekki; hann myndi vera fljót- ur að finna ef fullnæging væri fölsuð. Með matargesti allt um kring og Harry gapandi af undrun á móti sér byrjar Sally að anda þungt og stynja, fyrst lágt og svo stighækkandi uns hún endar með því að berja í borðið, öskrandi af fullnægju. Harry er skelf- ingu lostinn og skammast sín fyrir uppákomuna en Sally er stoltið upp- málað þegar einn af matargestun- um, leikinn af móður leikstjórans, Robs Reiner, segir við þjónustu- stúlkuna um leið og hún bendir á Sally: „Ég ætla að fá sama og hún.“ Sannarlega óborganlegt augnablik, vel samið, stjórnað og leikið af Meg Ryan. Tveimur sætum neðar á listan- um, í því 46., er atriði sem dansar á þessum sömu mörkum en er þó umfram allt „sjokkerandi" drama- tískur umsnúningur þeirrar sögu sem verið er að segja. í mynd írska leikstjórans Neils Jordan, The Crying Game (1992), er Fergus, fyrrum hermdarverkamaður Irska lýðveldishersins, leikinn af Stephen Rea, orðinn ástfanginn söngkon- unni Dil, leikin af Jaye Davidson. Erótískur aðdragandi atriðisins verður eins og kinnhestur framan í Fergus - og áhorfendur um leið: Dil fækkar fötum og þegar Fergus er að láta til skarar skríða blasa við kynfæri karlmanns. Áhrif þessa at- riðis hefðu vafalítið ekki orðið jafn sterk ef Jordan hefði ekki fundið rétta leikarann í hlutverk Dil; Jaye Davidson hafði aldrei leikið áður en hafði bæði útlit og nafn tvíræðs kynferðis. Hln einfalda en tæra snilld En kannski eru mestu afrekin og minnisstæðustu augnablikin ekki þau sem státa af mestu stælunum og þessum þaulhugsuðu aðferðum við að koma áhorfendum í opna skjöldu. Kannski eru það hin einföldu grunnmeðöl kvikmyndarinnar sem endast best, þrátt fyrir nýjustu tæknibrellur og tölvubrögð. Eins og í atriðinu í 29. sæti úr gaman- sömu spennumyndinni North By Northwest eftir Alfred Hitchcock (1959), þar sem Cary Grant, hund- eltur af dularfullu fólki úr ólíkum áttum, mömmustrákur í hringiðu örlagaríkra tilviljana, er staddur á mannauðum sveitavegi og áburðar- flugvél ræðst gegn honum eins og ránfugl á mús. Atriðið er byggt upp af stakri snilld leikstjóra og handritshöfundar, sem var Ernest Lehman, og án allra bellibragða, hávaðasamrar tónlistar eða æsi- legra hundakúnsta. Hér dugir aðal- persóna sem við höfum áhuga á, leikin af afburða leikara og sjarm- ör, eyðilegt leiksviðið sem eykur umkomuleysi hans, og svo ógnin að ofan; myndatakan og klippingin gera nákvæmlega það sem þarf, ekki örðu meira. Hófstillingu er beitt til hámarks áhrifa. Og fátt er eftirminnilegra úr kvikmyndasögunni en setningarnar ódauðlegu sem handritshöfundar Casablanca (1942) lögðu á síðustu stundu fyrir tökur lokaatriðis myndarinnar þeim Humphrey Bog- art og Ingrid Bergman í munn. Þokusveipuð kveðjustund á flug- brautinni: Bogart: „Innst inni vitum við bæði að þér ber að vera hjá Victor. Þú ert hluti af verki hans, það sem "* knýr hann áfram. Ef þessi flugvél lyftir sér frá brautinni án þess að þú sért um borð muntu iðrast þess. Kannski ekki í dag. Kannski ekki á morgun, en fljótlega og það sem þú átt ólifað.“ Bergman: „En hvað um okkur?“ Bogart: „Við munum alltaf eiga París, samveru okkar þar. Við glöt- uðum henni, fundum hana ekki aft- ur fyrr en þú komst til Casablanca. Við fengum hana aftur í gær- kvöldi.“ Bergman: „Þegar ég sagðist aldrei myndu yfirgefa þig.“ Bogart: „Og það muntu aldrei fera. En ég hef líka verk að vinna. !g er að fara þangað sem þú getur ekki fylgt mér. Því sem ég þarf að gera getur þú ekki tekið þátt í. Ilsa, ég er ómögulegur í að vera heiðvirður, en það þarf ekki mikið til að sjá að vandamál þriggja lítilla manneskna eru eins og rykið eitt í þessari sturluðu veröld. Einhvern tíma muntu skilja það. Svona, svona...(Hann þurrkar tár hennar) Herés looking at you kid.“ Sem er jafn óþýðanlegt og at- riðið er óviðjafnanlegt. Ogleyman- legt. FRUMSYNING Systragengið MegRyan DianeKeaton Lisa Kudrow og Walter Matthau Þrjár ólíkar systur eiga önugan föður. Aðeins ein þeirra kann á hann. Frábært leikaralið, þær Meg Ryan („You've Got Mail“, „Sleepless In Seattle“), Lisa Kudrow („Friends", „Analyse This“), Diane Keatou („First Wives Club„) og Walter Matthau („Grumpy Old Men“). Frá handritshöfundi „Sleepless in Seattle." TT í T’ATT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.