Morgunblaðið - 26.05.2000, Page 9

Morgunblaðið - 26.05.2000, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 C 9 Danton: Gerard Depardieu á höggstokknum. Pólskur James Dean: Zbigniew Cybulski iSaklausum seiðkörlum eftir Wajda. mynda fæðingu og fyrstu skref Nowa Huta, nýs bæjarfélags úti á gresjunni, og það fyrsta sem byggt var frá grunni á ómenguðum, alsós- íalistískum hugmyndum. Vænting- arnar voru geysilegar. Hér átti að rísa samfélag í algjöru mótvægi við hina lífvana Kraká, þar sem borgar- arnir greiddu atkvæði gegn komm- únisma. Þvert á móti komust nemendumir að því að þeir voru staddir í andvana samfélagi á meðan Kraká neistaði af lífi sem aldrei fyiT og Nowa Huta, sem byggð vai- til höfuðs Kraká, varð lítið, einangrað borgarsamfélag þar sem ekkert var áhugavert, ekkert gerðist og enginn kærði sig um. Wajda leit á þessa upplifun sem sögu- kennslu - að ekki sé hægt að óvirða vissa hluti, að til séu staðir sem geisli af menningu. Kraká geislaði af menn- ingu, henni varð ekki eytt. Wajda segir að kvikmyndaskólinn hafi verið hugmyndafræðfiegur árið 1950. Hann var nýr, með engar hefðir að baki. Ungir menn áttu að skapa kvikmyndaelítu sem síðar yrði hugmyndafræðileg herdeild sem tæki þátt í stjómmálabreyting- unum í Póllandi. Kennai-ar og nem- endur vora þó fljótir að sjá í gegnum roðann í austri og rektorinn, Jerzy Toplitz, víkkaði sjóndeildai-hring nemenda sinna í aðra átt, til Frakk- lands. Wajda varð bergnuminn af því sem hann sá og Toplitz samsam- aði skólann sinn evrópskri menning- arheild - þrátt fyrir kringumstæð- urnar. Sjálfstæðí listamaðurinn Smávægileg heppni bjargaði Wajda frá Auschwitz eða þrælkun- arvinnu í Þýskalandi. Hann segir að afsakanir séu nauðsynlegar fyrir slíkri heppni í landi þar sem flestir em dauðir sem voru hugaðri, fúsari til að taka upp vopn og berjast. Wajda hefur sína afsökun. Hann og félagar hans leituðust frá upphafi við að víkka takmarkað rými frelsis og ritskoðunar svo myndir á borð við Ösku og demanta gætu orðið að veruleika. Hann-reiknaði ekki með því að lifa þá stund að sjá fall Sovét- ríkjanna, né Pólland frjálst, full- valda ríki. Hans markmið var að rýmka svo um naumt skammtað frjálsræðið að flokkurinn yrði að taka tillit til skoðanna þegnanna. Flokkurinn stjórnaði meðlimunum, þeir urðu að tala hans máli. Wajda gat það ekki, hann var og er sjálf- stæður kvikmyndagerðarmaður, gekk aldrei í Flokkinn. Fyrst og fremst, segir hann, „af því að ég var farinn að fá sjálfstæðar skoðanir á hlutunum". I tilefni af frumsýningu myndarinnar 28 dagar í Stjörnubíói 9. júní, efnum við til skemmtilegs netleiks á mbl.is. Taktu þátt í leiknum og svaraðu létt- um spurningum um myndina. Þá átt þú möguleika á einhverjum þessara frábæru vinninga: Vinningar: • „28 Days“ bolir og húfur Jik • Adidas hlaupagalli • Adidas æfingaskór ,JS|^ • Chupa Polo bolir *'*^$?*s • Chupa Chups sleikipinna- fötur og risasleikipinnar 'ÁjÉH • Boðsmiðar fyrir tvo SÍ* á myndina. adidas Gwen Cummings er farsæll rithöfundur. Hún lifir hátt og er hrókur alts fagnaöar livar sem hún kemur. En Gwen á við drykkjuvandamál að stríða. Eftir að hafa gert mikinn óskunda í brúðkaups- veislu systur sinnar, seni endar með því að hún ekur eðalvagni hrúðhjónanna inn í hús nágrann- anna, er hún send í 28 daga meðferð. Þar kynnist hún skrautlegu fólki og parf jafnframt að taka líf sitt til gagngerrar endurskoðunar. Saiidra Bullock leikur hlutverk Gwen en handritið skrifar Susannah Grant sem einnig skrifaði handrit myndarinnar um Erin Brockovich.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.