Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÍÓBLAÐIÐ Af leiklist og upp- lifun Hvað á Lars von Trier við þeg- ar hann segir aö Björk sé ekki leikkona? í sömu andrá segir hann að hún hafi upp- lifað sig í sporum tékkneska innflytjandans Selmu og ekkl getað skilið sig frá hlutverk- inu. Raunar segir hún sjálf í viðtali við Dazed and Con- fused að hún hafi myrt mann við gerð Dancer In the Dark. Robby Muller, tökumaður myndarinnar, segir það eitt áhrifamesta atriði sem hann hafi orðið vitni að. Morgunblaöid/Halldór Kolbeins Björk og Lars á sigurstund: Leikkona eða ekki leikkona? Muller, sem vinnur reglulega með Jim Jarmusch og Wim Wenders, segir Björk stórkostlega leikkonu, að hún búi yfir miklum hæfi- leikum og að það hafi verið unun aö horfa á hana. Von Trier hrósar henni líka í há- stert og segir það ómetan- lega „gjöf" sem hún færði myndinni. Og vissulega stend- ur myndin og fellur með henni. Hún er á hvíta tjaldinu nánast allan tímann, oft er eins og hún sé ein í heimin- um, fyrir utan að semja tón- listina og syngja lögin. Er Björk þá ekki einmitt leikkona? Er þetta ekki það helsta sem leikarar sækjast eftir, að lifa sig inn í hlutverk- in? Þeir gera allt til þess aö ná þeirri nálgun, „fá“ jafnvel að undirbúa sig með því að fasta eða dúsa í fangelsi. Adrien Brody segir blaða- manni t.d. frá því að til þess að undirþúa sig fyrir mynd Ken Loach, Bread and Ros- es, hafi hann tekiö virkan þátt í verkalýðsbaráttu undir fölsku nafni; allt til þess að upþlifa. BJörk sagði á blaðamanna- fundinum eftir verðlaunaaf- hendinguna að þetta yrði hennar fyrsta og síðasta kvik- mynd. Hún ætlaði að snúa sér aftur að tónlistinni. Það er svo sem allt gott og bless- að um þaö að segja, því hún er framúrskarandi tónlistar- maður, en ástæða er til að taka undir það með Friðrik Þór Friðrikssyni, að það er synd ef hún snýr alfariö baki við leiklistinni. Hún er leik- kona af guðs náð. Fólk Billy Bob og lamba- kjötið Billy Bob Thornton verður ekki svefnsamt næstu miss- erin, ef eitthvað er að marka það sem hann segir viö John Cusack í Pushing Tin: „Ef þú hyggur á svefn í framtíöinni Smákrimmar: Woody og Tracey Ulfman mæta til frumsýningar. Stríðsvöll- urinn Jörð Kvikmyndin Showgirls hefurfengið hvað hraksmánarlegastarviötökur gagnrýnenda sem vitað er um á síö- ari árum. Hafa kvikmyndaframleiö- endur vonað að verða ekki til þess að slá það vafasama met í lengstu lög. En áhöld eru um hvort því hefur ekki verið hnekkt um þarsíðustu helgi þegar hin vísindaskáldsögu- lega Battlefield Earth var afhjúpuö í kvikmyndasölum Bandaríkjanna. Það hlakkar örugglega í einhverjum, því myndin er byggð á sögu eftir um- deildan stofnanda Vísindakirkjunnar sem John Travolta, stjarna myndar- innar, Tom Cruise, Nicole Kidman o.fl. stjörnuraðhyllast. Þátttaka æðsta prestsins dugar því greinilega ekki til, myndin hlaut ægilega dóma og þrátt fyrir 100 milljóna dala verðmiða tókst henni ekki aö ryðja Gladiatorúrl. sætinu. Russ- ell Crowe er fastur fyri r. Reuters Fyrir syndafallið: BillyBob oggamla kærastan, Laura Dern. skaltu ekki giftast fallegri konu.“ Hann var að giftast Angelinu Jolie. Mönnum brá við fréttirnar í kvik- myndaborginni, og eru þó ýmsu van- ir. Enda mikill aldursmunurá parinu; Billy Bob 46 ára, Angeiina 25. Eng- um brá þó meira en Lauru Dern, sambýliskonu leikaranstil nokkurra ára. Reyndar hefur ekkert spurst af viðbrögðum tengdapabba, Jons Voights, sem ereilitlu eldri en tengdasonurinn... Woody aftur til fortiðar Nýjasta mynd WoodyAllens, Small Time Crooks, þykir minna meira á fyrstu gamanmyndir hins brokk- genga listamanns en flestar mynda hans í seinni tíö. Hún er sögð að- sóknarvænleg og hafa mikið skemmtigildi. Allen leikur þar smá- krimma sem oröinn er upþvaskari á veitingastað en hyggst ásamt þrem- urfélögum sínum ræna banka með því að grafa göng undir hann. Small Time Crooks er hylling Allens til sjónvarpsþáttanna sögufrægu The Honeymooners með Jackie Gleason og Art Carney. Samleikur þeirra All- ens og Tracey Ullman t hlutverki tannhvassrareiginkonu hans er sagöur afbragð og allur leikhópurinn Itka - Hugh Grant, Jon Lovitz, Michael Rapaport, Elaine May og Tony Darrow. Reuters Reuters Á frumsýningunni: Hjónin Kelly Preston ogJohn Travolta grunlaus um slæmar móttökur. Sjónarhorn Út meö ofbeldiö - inn með mýs og menn Eftir flrna Þórarinsson Em og annað gerðist á sjöunda áratugnum, __________ eins og kunnugt er, sumt vont, annað gott, sumt ómerkiiegt, annað merkilegt. Þetta gildir um kvikmyndir, rétteins og önnursviö þjóöfélags og menningar. Að minnsta kosti tvennt gerðist sem markaði kvikmyndasöguleg þáttaskil: Á seinni hluta þessa áratugar losnaði um hömlur á tjáningu tveggja efnisþátta í kvikmyndum, þ.e.a.s. ofbeldis og kynlífs. Sjálfsagt má tengja hvoru tveggja við fordæmingu Make-Love-Not-War-kynslóðarinnar á ofbeldi og stríði og vegsömun henn- ar á auknu frjálslyndi í kynlífi. Kvikmyndirnar spegluðu þannig straumana í umhverfinu, bæði afefnislegum og markaðslegum ástæðum. íþrjá áratugi hafa ofbeldi og kynlíf verið helstu viðfangsefni og að- dráttarafl kvikmyndanna. Ofbeldissnauðar bíómyndir og nektar- eða kyn- lífslausar bíómyndir hafa þótt álíka vænlegar fjárfestingar og pulsubar á norðurpólnum. Þegar bandarísku leikstjórarnirArthurPenn ogSam Peckinpah gerðu ofbeldisópusa sína Bonnie And Clyde og The Wild Bunch 1967 og 1969 voru blóðsúthellingar í bíómyndum ekki lengur teiknimyndahasar, næsta sakleysislegt skemmtiatriði. Penn og Peckinpah mögnuðu upp ofbeldis- atriði sín með splundruðum líkömum, innyflum og blóðgusum og teygöu á dauðastundum með hægagangstækni. Tilgangur þeirra varsá að draga fram skelfingu ofbeldis með myndmáli og reyna þannig að greina þátt þess í bandarísku þjóðfélagi. Báðir töluðu til samtímans með því aö taka dæmi úr fortíðinni, nálægri og fjarlægri, krepputímum og villta vestr- inu. Kvikmyndaeftirlitið á Vesturlöndum hefurlengst aflátið sérofbeldi í kvikmyndum í léttu rúmi liggja og sjaldan gert greinarmun á því hvort menn sýna það í ádeiluskyni eða afléttúð skemmtanastjóra oggróða- punga. Stundum er raunar ekki einfalt að sjá hvoru megin hryggjar menn liggja íþeim efnum, eins og sumar myndir Olivers Stone eru til marks um. Myndir, sem sýndu nekt og kynlífmeð opinskáum hætti, lentu oftarí skærum og skilvindum kvikmyndaeftidits. Þetta hefursnúist við á síð- asta áratug. Ofbeldismyndireru frekar settar undir smásjána en kynlífs- lýsingar. Það er löngu tímabært, enda mun ofbeldi enn sem komið er vera hættulegra en kynlíf. Þau meðulsem þeir Penn og Peckinpah beittu í ofbeldislýsingunum hafa allargötur síðan verið notuð, ofnotuð og misnotuð í Hollywood og víðar, verið þróuð og þvæld í tölvutækni, þannig aðnúer svo komið aö tæplega er unnt að fremja önnur ofbeldisverk á mannslíkamanum en þegarhafa verið framin. Kvikmyndagerðarmenn hafa sprengt hann í frumagnir og skorið í tætlur. Þessar sprengingar, uppskurðirog niður- skurðir eru svo endurtekin íýmsum samsetningum. Tæknin, sem var notuð til að leysa ofbeldið úr viðjum skemmtigildisins og skipa því í sam- hengi listrænnarádeilu, varð smám saman til þess að ofbeldið varaftur virkjað í þágu skemmtigildis. Öfgarnarí ógeðsútmálun bandarískra bíómynda hafa hins vegarverið þvílíkar að blóðbrunnurinn virðist þurrausinn, tæknibrellurnar orönar þreytulegar, sögurnar margtuggnar lummur. Ofbeldisdýrkun í kvikmynd- um erþví orðin lummó. Hins vegarsjást þess nú merki að heiðarlegargreiningar, hvort heldur erígamni eða alvöru, á þætti kynlífsins í samskiptum mannfólksins ein- kenni bæði framboð og eftirspurn á bíómarkaöi. Leysir þá sköpunarmátt- ureyðingaröflin afhólmi. Engu erlíkara en aukin skynsemi eða aukin virðing fyrir skynsemi al- mennra bíógesta hafi haldið innreið sína íkvikmyndaiðnaðinn. Markað- smyndir, miðjumyndirnar svokölluöu, sem eiga að höfða til allra átta, eru að verða manneskjulegri, fjölbreytilegri, kröfuharðari. Svo geta menn velt fyrir sérhvernig vinsældir myndar um litla mús, sem heitir Stúart, falla inn íþetta samhengi. I dag, þ. 26. maí, gerist sá óvenjulegi atburður aö SAM Film, innkaupa- og dreifingar- fyrirtæki SAM bíóanna, frumsýnir bandarísku myndina American Pie í sjö kvikmynda- húsum í Rúmeníu. Páll Kristinn Pálsson forvitnaöist nánar um framtakið. Amerísk í Rúmeníu . - TronsKiSKanainaviu „STUTTU eftir að við keyptum sýningarréttinn fyrir ísland kom í Ijós að hann var á lausu fyrir Rúmeníu og við skelltum okkur á hann,“ segir Þor- valdur Árnason framkvæmdastjóri SAM Film. „Við eigum ágætan vin þar eystra sem við kynntumst í gegnum Disney-fyrirtækið, hann rekur þarna dreifingarfyrirtæki.og mun annast þetta fyrir okk- ur. Hann segir mejjn rosa spennta fyrir myndinni og telji að hún verðf ein af fimm stærstu myndum ársins í Rúmehíu. Við frumsýnum hana í fimm borgum, þrjú eintök í Búkarest og svo eitt eintak í fjórum öðrum borgum. Þetta er nú bara smá tilraun hjá okkur, við höfum oft verið að gantast með að við ættum að fara að kíkja á önnur lönd og Árni Sam- úelsson hefur oft verið beðinn um að hjálpa til við uppbyggingu kvikmyndahúsa utan íslands, s.s. í Finnlandi, Lettlandi og Litháen." Þorvaidur kveður bíómenninguna í Rúmeníu talsvert fábrotnari en í beturmegandi ríkjum Evrópu. „Gæðastandardinn er miklu lægri, enn er til dæmis ekkert fjölsala bíóhús í Rúmeníu, en það stendur til að opna það fyrsta 30. júní nk. í höfiið- borginni og American Pie verður meðal fyrstu myndanna þar, þótt hún verði í gangi í öðrum bíóum þangað til. Það eru fyrst og fremst góðar grín- og aksjónmyndir sem falla í kramið hjá Rúmenum, þeir fara síður að sjá dramatískar myndir enda hversdagsleikinn sjálfsagt nógu erfiður fyrir flesta. Það eru heldur ekki miklir peningar I þessu enn sem komið er, miðaverðið er margfalt lægra vegna almennt lágra launa, þannig að þótt menn áætli að um 120 þúsund manns komi að sjá American Pie í Rúmeníu verða tekjumar mun minni en hér á Is- landi, þar sem rúmlega 36 þúsund manns greiddu sig inn á hana. Hins vegar er mikill uppgangur í Austur-Evrópu og eftir því sem fjölsala húsum fjölgar eykst aðsóknin. I löndum eins og Póllandi, Tékklandi og Ungverjalandi er þróunin komin miklu lengra en í Rúmeníu og í þessum löndum eru stóru alþjóðafyrirtækin búin að koma sér vel fyrir. Einnig eru að spretta upp fyrirtæki sem reyna að kaupa sýningarréttinn fyrir alla Evrópu á einu bretti en ekki hvert land fyrir sig eins og verið hef- ur. Við munum ekki keppa við þessa aðila, en þó munu alltaf koma inn á milli einhverjar myndir sem við getum verið með annars staðar en hér heima.“ Og það hefur raunar þegar gerst því Þorvaldur og Árnl Samúelsson keyptu sýningarréttinn á franskri mynd fyrir Skandinavíumarkaðinn í Cannes á dög- unum. „Hún heitir á ensku Harry, Hés Here to Help eftir leikstjóra sem heitir Dominik Moll. Þetta er svört komedía með yfírbragði Hitchcocks gamla á köflum og fékk mjög góða dóma m.a. í hinu þekkta tímariti Variety. Þetta er fyrsta myndin sem ís- lenskt fyrirtæki kaupir á alþjóðlegum markaði til dreifingar í Skandinavíu. Félagar okkar frá Disney- American Pie: íslensk frumsýning í Rúmeníu. fyrirtækinu, Buena Vista, ráku upp stór augu þeg- ar við sögðum þeim frá þessu uppátæki okkar og vildu óðir og uppvægir fá að dreifa henni fyrir okk- ur, þeir voru nefnilega að reyna að kaupa hana sjálfir, við vorum bara á undan. Fleiri fyrirtæki höfðu einnig áhuga á henni sem við erum einnig í mjög góðum tengslum við, s.s. Wamer Bros., svo það verður tiltölulega auðvelt fyrir okkur að koma henni á framfæri. En þetta er ekki starfsemi sem við ætlum að fara að stunda af einhverjum krafti, en það er gaman að þessu og sjálfsagt að slá til þeg- ar okkur býðst góð mynd á góðu verði. í Cannes vorum við aðallega að versla fyrir íslenska markað- inn og keyptum um tuttugu myndir, bæði amerísk- ar stórmyndir eins og Traffíc með Michael Dougl- as og Catherine Zeta Jones og svo keyptum við eina mexíkanska mynd og fimm breskar, þannig að við vorum aðeins alþjóðlegri en oft áður,“ segir Þorvaldur Ámason, sem fannst þó skemmtilegast á Cannes í ár að fylgjast með velgengni Bjarkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.