Morgunblaðið - 26.05.2000, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 26.05.2000, Qupperneq 10
10 C FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 BÍOBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ Frumsýning Háskóiabíó sýnir myndina í Kína boröa þeir hunda eða „I Kina spiser de hunde"eftir Lasse Spang Olsen. snýrvío blaðinu Arvid: Peter Gantzler. Hanna: Dejan Cukíc. Trlne Dyrholm. I Kína borða þeir hunda Leikarar:__________________________________ Kim Bodnia, Dejan Cukic, Thomas Villum Jensen og Peter Gantzler. Leikstjórl:________________________________ Lasse Spang Olsen (Hvor ligger Painful City?, Hvordan vi fik vores naboer, Opera- tion Cobra, Davids Bog) í AUGUM kærustunnar hans, Hönnu (Trine Dyr- 'holm), er bankamaðurinn ' Arvid (Dejan Cukic) ein- hver leiðinlegasti maður veraldarsögunnar. Hann verður þó hetja í einn dag þegar honum tekst að koma í veg fyrir bankarán í bankanum sínum og held- ur heim á leið glaður og ánægður með blóm í fang- inu. En þá kemst hann að því að kærastan er flogin burtu með mublur þeirra allar og fara hlutimir að gerast býsna sögulegir fyr- ir Arvid upp úr því. Kærasta bankaræningj- ans, Astrid (Line Kruse), . dúkkar upp hjá honum og ^er viti sínu fjær af reiði út í Arvid fyrir að hafa komið í veg fyrir bankaránið. Pen- ingamir vora ætlaðir henni. Til þess að rétta hennar hlut eitthvað hefur Arvid samband við smá- krimmann bróður sinn (Klm Bodn- ia), sem hann af augljósum ástæðum hefur ekki haft samband við í níu ár og saman reyna þeir að búa til plan. Þannig er söguþráðurinn í dönsku hasargamanmyndinni með því und- v irfurðulega nafni í Kína borða þeir hunda eða „I Kina spiser de hunde.“ Leikstjóri hennar er Lasse Spang Olsen en handritshöfundur er And- ers Thomas Jensen. Með aðalhlut- verkin fara Kim Bodnia, Dejan Cuk- ic, Thomas Villum Jensen og Peter Gantzier svo nokkrir séu nefndir. Myndin er frumsýnd í Háskólabíói í dag. „Það að nota hasar og spennu með þeim hætti sem við gerum í þessari mynd,“ er haft eftir leik- stjóranum Lasse Spang Olsen, „hefur verið veru- lega áhugavert. Hasarinn er til tilbreytingar byggð- ur inn í söguna og hefur talsvert að segja fyrir framvindu hennar en er ekki bara til skrauts. Venjulegast er hægt að klippa hasaratriðin burtu úr hasarmyndunum án þess að sagan breytist hætishót - myndin verður bara styttri - en það gildir ekki um þessa mynd.“ Kim Bodnia sem fer með eitt aðal- hlutverkanna í myndinni er einn af kunnustu kvikmyndaleikumm Dana. Hann fór með hlutverk í spennutrylli Ole Bornedals, Nætur- verðinum, árið 1994 (myndin var endurgerð í Hollywood) og fór einn- ig með áberandi hlutverk í fyrstu mynd Nicolas Winding Refns, „Pusher>‘, sem mikla athygli vakti og m.a. hér á landi. Hann leikur einnig í nýrri mynd Refns, „Bleeder“. Dejan Cukic, sem leikur leiðinlega bankamanninn Arvid, hefur leikið bæði í kvikmyndum og á sviði í Dan- mörku. Hlutverk Arvids er fyrsta aðalhlutverkið sem hann hefur með höndum í bíómynd en þeir sem fylgst hafa með sjónvarpsþáttunum Taxa í ríkissjónvarpinu þekkja ef- laust andlit hans. Frumsýning Stjörnubíó sýnir gamanmyndina Lagt á eöa „Hanging Up“ meö Diane Keaton, Meg Ryan og Lisu Kudrow. Þriár systur ÞRJÁR systur gera sitt besta til þess að lifa lífinu og takast á við bæði gieði og sorgir þess. Þær standa saman í gegnum súrt og sætt og hafa símann til þess að tengjast systra- böndum. Þær eiga ellihruman fóður sem reynist þeim oft erfiður. Það er næst- elsta systirin, Eve (Meg Ryan), sem tekur á sig mestu ábyrgðina. Georgia (Diane Keaton) hugsar mest um sinn eigin frama en hún stýrir vinsælu tímariti sem heitir í höfuðið á henni, Georgia. Og svo er það Maddy (Lisa Kudrow) sem lætur leiklistina ganga fyrir en hún leikur í þekktri sápuóp- *eru sjónvarpsins. Eve er eina systirin sem sýnir ein- hverja ábyrgð gagnvart föður sínum enda hringir hann eingöngu í hana þegar eitthvað bjátar á. Það getur oft tekið á taugamar enda Lou gamli (Walter Matthau) gleyminn með af- brigðum. Þegar hann leggst inn á spítala verða allar systumar að sýna ábyrgð i verki. Þannig er söguþráðurinn í banda- rísku gamanmyndinni Lagt á eða „Hanging Up“ sem fmmsýnd er í dag í Stjömubíói. Leikstjóri hennar ,er Diane Keaton en hún fer einnig með eitt aðalhlutverkanna ásamt Meg Ryan og Lisa Kudrow, sem kunnust er fyrir hlutverk sitt í sjón- varpsþáttunum Vinum. Og loks leik- ur Waiter Matthau aðalkarlhlutverk- ið, aldraðan föður þeirra. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók eftir Delia Ephron en Með pabba gamla: Ryan og Kudrow ásamt kempunni Walter Matthau. hún er systir kvikmyndagerðar- mannsins Nora Ephron. Bókin kom út fyrir fimm áram, fjallaði um sam- skipti dóttur og föður og var að nokkra leyti sjálfsævisöguleg. Sím- inn spilaði stóra rallu í samskiptun- um og af því er heiti sögunnar og bíó- myndarinnar dregið, „Hanging Up“ eða Lagt á sem einnig mætti þýða Skelltá. Meg Ryan hefur einbeitt sér að því að leika í rómantískum gamanmynd- um á undanfömum árum og tvisvar hefur hún leikið á móti Tom Hanks í slíkum, „Sleepless in Seattle" og Lagt á Leikarar: Diane Keat- on, Lisa Kud- row, Meg Ry- an og Walter Matthau. Leikstjórl: Diane Keat- on(Unsung Heroes) „You’ve Got Mail.“ Á meðal þekktra mynda hennar má nefna „City of Angels," sem var endurgerð Wim Wenders myndarinnar Himinninn yfir Berlín, Þegar Harry hitti Sally... og „The Doors.“ Diane Keat- on hefur að undanfomu lagt áherslu á að leikstýra myndum auk þess að leika. Hún er kunnust fyrir samstarf sitt við Woody Allen á áram áður. Lagt á er önnur myndin sem hún leikstýrir en áður gerði hún „ Unsung Heroes“. Alls hefur Keaton leikið í 25 myndum en næsta mynd hennar er „Town and Country“ þar sem hún leikur á móti Warren Beatty. Lisa Kudrow hefur líkt og aðrir leikarar í sjónvarpsþáttunum Vinum verið að fikra sig áfram á hvíta tjald- inu en síðast sáum við hana í mafíu- gríninu „Analyze This.“ Frumsýning Regnboginn og Sam- bíóin Álfabakka sýna Wim Wenders myndina Milljón dollara hóteliö með Mel Gibson. Sagan er eftir Bono í U2: Milla Jovovich og Mel Gibson í hlutverkum sínum. Á MILLJÓN dollara hótelið hefur safnast saman fólk héðan og þaðan, undirmálsfólk og smákrimmar, en hótelið stendur í miðri Los Angeles-borg. Við fylgjumst með lífi þess í gegnum Tom Tom (Jeremy Dav- ies), ungs manns sem þjónar gestum hótelsins á margan hátt. Hann hefur orðið meiriháttar ástfanginn af götustelpunni Eloise (Milla Jovovich). Um leið og ástar- mál þeirra þróast tekur lög- reglan að rannsaka hótelgesti vegna þess að einn þeirra, dópistinn Izzy, hefur hlotið ömurleg endalok. Hann féll niður af þakinu. Eða var honum hrint? Nágrönnum hans til mik- illar undrunar kemur í ljós að hann var erfingi að auð- ævum og allt í einu liggja gestir hótelsins undir grun um að hafa myrt hann. Sá sem stjórnar rannsókninni er yfírmaður hjá alríkislögregl- unni, Skinner (Mel Gibson) að nafni,og hann er þekktur fyrir að komast til botns í sínum málum. Þannig er söguþráðurinn í nýjustu mynd Wim Wenders, Milljón dollara hótelinu eða „The Million Dollar Hotel,“ sem framsýnd er í Regnbog- anum og Sambíóunum Álfa- bakka. Handritið gerir Nichol- as Klein eftir sögu frá rokkaranum Bono en með að- alhlutverkin fara Jeremy Davies, Milla Jovovich, Mel Gibson, Jlmmy Smlts, Peter Stormare, Amanda Plummer, Harris Yulin og Tim Roth, svo nokkrir séu nefndir. Milljón dollara hótelið er tuttug- asta bíómynd Wim Wenders á þrjátíu árum. Hótelið, sem er sögusvið myndarinnar, er til í raunveruleikanum og stendur í miðbæ Los Angeles en það var einmitt á þaki þess sem Bono í hljómsveitinni U2 fékk hugmynd- ina að myndinni. Hann velti sög- unni fyrir sér í um eitt ár og hafði svo samband við handritshöfund- inn og vin sinn Nicholas Klein. „Ég var með þessa hugmynd," er haft eftir Bono, „um mann sem reynir að stökkva af hótelþakinu og yfir á næsta þak og það var upphafið að þessu öllu saman." Bono þekkti Wlm Wenders sem leikstýrt hafði nokkrum af tónlist- Milljón dollara hót- elið: MelGibson sem FBi-maðurinn Skinner. Leikarar: Jeremy Davies, Milla Jovovich, Mel Gibson, Jimmy Smits, Peter Storm- are, Amanda Plummer, Harris Yulin ogTim Roth. Leikstjóri:_________________________ Wim Wenders (Wings of Desire, Par- is, Texas, Until the End of the World, The End ofViolence) armyndböndum U2 og kynnti hann fyrir Klein og úr varð sam- starf þeirra þriggja. „Ég var svolítið hikandi í fyrstu að fara með hugmyndina til Wend- ers,“ segir Bono. „En hann hefur alveg sérstakt auga fyrir Ameríku eins og við höfum séð í „Paris Tex- as,“ sem hafði mikil áhrif á mig sem lagasmið." Wenders var strax tilbúinn að leikstýra og Mel Gibson sýndi áhuga á að vera með þegar Bono sendi honum handritið. Það tók nokkurn tíma að afla fjármagns í framleiðsluna en Gibson fylgist vel með þróun mála og var laus þegar tökur hófust. „Það var mjög áhugavert fyrir mig að starfa með Wlm,“ er haft eftir stórstjörnunni. „Hann vann mjög hratt og fyrir lítinn pening og var einstaklega útsjónarsam-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.