Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ 8 C FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 BÍÓBLAÐIÐ Wajda í hópi heioursmanna SVO ER gamla Kópavogsbíói fyrir að þakka að mín kynslóð fékk nasa- sjón af Wajda á hátíð sem haldin var honum til heiðurs um miðjan átt- unda áratuginn, að mig minnir. Sýndar voru nokkrar af helstu verk- um leikstjórans: m.a. stríðsþrennan hans góða; Bitwic, og hin minnis- stæða Wszystko na Sprzedaz - Allt er falt. Kvikmyndahátíð Listahátíð- ar bauð síðar uppá tvö af nýrri stór- virkjum leikstjórans; Czlowiek Z Marmur - Marmaramanninn (’76) og Czlowiek Z Zelaza - Járnkarlinn (’81), voru báðar aðalmyndir hátíð- arinnar. Danton og Dyrygent - Hljómsveitarstjórinn (’80), hafa einnig verið sýndar hérlendis, þeirri síðamefndu brá fyrir á skjánum ekki alls íyrir löngu. Wajda hefur einnig komið við sögu stjórnmála í landi sínu, var aldrei smeykur við að lýsa andúð sinni á sovéska hernám- inu og í fylkingarbrjósti Solidamosc - Samstöðu, á umbrotatímunum miklu í lífi þjóðarinnar á áttunda og níunda áratugnum. Hann var ráð- gjafi leiðtogans Lechs Walesa frá 1981-1989, þingmaður frá 1989- 1991. Þessi einarði baráttumaður upplifði síðan sælustu stundir lífs síns er kommúnisminn hmndi, sov- étkrumlan lamaðist og heyktist úr landi. Lítt dulbúin ádeila Kvikmyndir og leikhús hafa þó löngum verið efst á baugi í lífi Wajda (f. 6. mars, 1926), sem hefur starfað sem leikhússtjóri í Kraká og Varsjá meðfram því að gera gera 44 myndir frá 1954-1998. Langflestar em mismunandi beitt og dulbúin þjóðfélagsádeila, í óþökk sovésku lénsherranna og handbenda þeirra í ríkisstjómum Póllands. 1982 hleypti hann loks heimdraganum og hélt til Frakklands, afraksturinn Danton (’82), með pólskum og frönskum listamönnum, með Gerard Depar- dieu í fararbroddi í titilhlutverkinu. Sama ár lauk Wajda við Eine Liebe in Deutschland - Ástir í Þýskalandi, sneri aftur til Frakklands 1988, þar ' sem hann gerði Les Possedés, kvik- myndagerð af Karmazovbræðrun- um eftir Dostojevskíj. 1994 var för- inni heitið til Japan, en listir og menningarheimur þess fjarlæga lands hafa löngum heillað leikstjór- ann sem vann þar að Nastasja, með japönskum og pólskum kvikmynda- gerðarmönnum. Sótti þó viðfangs- efnið til Dostojevskíjs og aðþessu sinni varð Fávitinn fyrir valinu. Síðustu þijú verk Andrzej Wajda em alpólsk; Wielki Tydzien - Heilög vika (95), Panna Nikt - Fröken ekki neitt (96), og Pan Tadeusz (98), öll byggð á pólskum bókmenntaverkum með pólska listamenn í öllum hlut- verkum framan sem aftan við töku- ’ vélarnar. Wajda er orðinn 74ra ára en lætur h'tinn bilbug á sér finna og er með ýmislegt á prjónunum. Dýrkeyptur hetjuskapur Faðir Wajda var herforingi í pólska hemum og féll í síðari heims- styrjöldinni, sjálfur gekk Wajda til liðs við andspymuhreyfinguna að- eins 16 ára gamall. Að stríðinu loknu hóf hann nám í málaralist við lista- háskólann í Kraká en ákvað 1950 að söðla yfir í kvikmyndalistina og innritaðist í hinn fræga kvikmynda- skóla í Lodz. Útskrifaðist 1952 og hóf kvikmyndaferilinn sem aðstoð- armaður leikstjórans Alexanders Ford. Wajda lét strax að sér kveða og komst í fremstu röð pólskra og evrópskra leikstjóra með Pokolenie - Kynslóð (55), fyrstu myndinni. Hún segir af ungum manni sem flýr gettóið í Varsjá og gengur til liðs við , andstæðinga þýska hernámsins, en andspyrnan gegn nasistum var Þaö var vel til fundiö hjá Bandarísku kvikmyndaakadem- íunni að sæma pólska frumkvöðulinn, baráttu- og hugsjóna- manninn Andrzej Wajda, heiðursóskarnum í ár. Fyrst þeir á annað borð völdu Evrópumann til þeirrar sæmdar eru fáir betur að honum komnir. Sæbjörn Valdimarsson rifjaði upp kynni af verkum hans ogtíndi saman fróöleiksmola um manninn sem er einn af risum austur-evrópskrar kvik- myndagerðar eftir síðari heimsstyrjöld. Reuters Með heiðursóskarinn: Jane Fonda, annar baráttumaður í kvikmynda- heiminum, óskar Wajda tll hamtngju. óvíða kröftugri en í Póllandi og öflugust í höfuðborginni, Varsjá. Leikstjórinn, og handritshöfund- urinn Bohdan Czeszko, draga upp átakanlega mynd af áhrifum styrj- aldarinnar á uppvaxandi kynslóð, sem kemst að raun um að styrjöld er enginn æsandi leikur heldur jarð- neskt víti þar sem hetjuskapur er dýru verði keyptur. Myndin er sú fyrsta af fyrrgreindri stríðsmynda- þrennu og eru þær án vafa ein bestu verk Wajda, fyrr og síðar. Hann fylgdi Kynslóð eftir með Kanal (57), engu síðra listaverki, um flótta pólskra ofurhuga undan Þjóðveijum - um skólpleiðslur Varsjárborgar. Hún vakti enn meiri athygli erlendis en forverinn og naut hylli um allan heim í kvikmyndahúsum sem sýna listræn verk. Síðasta mynd þrenn- unnar er Popiol i diament - Aska og Wajda á yngri árum: Færði út tjánlngarfrelsið á tímum kúgunar. demantar (58), gerist um og eftir stríðið. Saman skapa þær kraft- mikla ádeilu, raunsæja innsýn í þjáningar stríðsreynslu fyrir land og þjóð. í góðum félagsskap Margir frábærir listamenn komu við sögu kvikmyndagerðar Wajda frá upphafi. Roman Polanski fór með stór hlutverk - framan við tökuvélarnar; Jerzy Skolimowski og Agnieszka Holland eru meðal sam- starfsmanna úr röðum handritshöf- unda, en magnaðasta uppgötvun Wajda í leikarastétt er Zbigniew Cybulski. Þeir Polanski komu báðir við sögu Kynslóðar. Cybulski (1927-67), varð frægasta kvikmyndastjama Pólverja og vin- sældir hans voru farnar að ná langt út fyrir heimalandið þegar ótíma- bæran dauða hans bar að höndum í lestarslysi. Vörumerki hans voru dökk sólgleraugu, honum gjaman líkt við sjálfan James Dean, það kemur þeim ekki á óvart sem hafa séð þennan fimasterka leikara drottna yfir sviðinu í myndum Wajda, og ekki síður í Hnífurinn í vatninu - fyrsta stórvirki félaga hans, Polanskis, á leikstjórnarferlin- um. Cybulski varð, með sínu svala yfirbragði í hlutverkum reiðra ungra manna, persónugervingur margflókinnar eftirstríðskynslóðar- innar. Wajda gerði listaverkið Allt til sölu, um lífshlaup Cybulskis og tileinkaði minningu hans. Því miður hafa flestar aðrar en ofangreindar myndir Wajda ekki komið fyrir sjónir okkar og væri þarft verk að bæta úr því. I heimildarmyndinni The Debit and the Kredit, lýsir Wajda sjálfum sér, list sinni og lífshlaupi af ein- lægni. Útskýrir hvaða kraftar og hvatir það séu sem haldi honum gangandi og hafi mótað hann sem manneskju og listamann. Segir frá föður sínum, herforingjanum og bræðmm hans, en Wajda var komið fyrir í stríðsbyrjun hjá einum þeirra, járnsmið í Kraká. Wajda var með ófullnægjandi vegabréf en föð- urbróðir hans hélt yfir honum verndarhendi og bjargaði lífi hans - líkt og nokkurra gyðinga sem hann faldi á heimilinu. Drengurinn streð- aði frá morgni til kvölds í smiðjunni og segir Wajda að sú h'fsreynsla hafi hjálpað honum til að skilja líkam- lega átakavinnu; hvað það þýðir að erfiða alla daga. Ekkert varð sem fyrr Hann skildi ólgu verkamannanna gegn sovésku harðstjórninni, fyrst á sjötta, og síðar á áttunda áratugn- um, manna best. Wajda útskýrir þau örlagaríku áhrif sem stríðið hafði á líf hans og þjóðarinnar. Faðir hans hvarf allt í einu á braut til her- þjónustu og kom aldrei aftur, féll að- eins fertugur að aldri. Móðir hans varð einnig að yfirgefa heimihð og gerast verkakona. Fjölskylda gáfu- og menntamanna var skyndilega í upplausn og ekkert varð sem fyrr uppfrá því. Eftir stríðið stofnaði Wajda heim- ili í Kraká ásamt bróður sínum, móðir þeirra flutti til þeirra og bjó hjá þeim um skamma hríð, lést að- eins 50 ára gömul. Wajda hafði linað daglegar þjáningar stríðsins með því að draga upp myndir úti í nátt- úrunni er tími gafst frá þrældómn- um í smiðjunni. Hann taldi því fram- tið sína tengjast litum og striga og innritaðist í Listaháskólann í Kraká. Nemendurnir komu beint úr hræði- legum átökum stríðsins, sumir í her- mannabúningunum - áttu ekkert annað. Skólinn var undir sterkum, frönskum áhrifum. Þessi þjáðu og ótrúlega lífsreyndu ungmenni sem höfðu séð svo mikið miskunnarleysi og óhugnað, fundu sig ekki öll í því að tjá sig í teikningu á blómum og nöktum fyrirsætum. Menn sem sáu reykinn leggja úr líkbrennsluofnum útrýmingarbúðanna höfðu aðra sögu að segja. Eftir þriggja ára mynd- listarnám og mislukkað hjónaband, valdi Wajda kvikmyndalistina, þar sem honum var fært að draga upp eigin stríðsreynslu svo listilega allt frá byrjendaverkunurn. Andvana samfélag 1950 var Wajda sendur ásamt nokkrum skólasystkinum til að kvik-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.