Morgunblaðið - 26.05.2000, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 26.05.2000, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 C 5 BÍÓBLAÐIÐ Dansað í kringum Lars Augu kvikmyndaheimsins beinast aö danska leikstjóranum Lars von Trier og mynd hans, Dancer in the Dark, sem hreppti Gullpálmann á Cannes um síð- ustu helgi. Arnaidur Indriðason leit yfir feril hans og rifjaöi upp myndir Lars. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins ÞEIR sem vilja sjá Lárs von Trier að störfum ættu að horfa á heim- ildarmyndina sem hann leyfði að gerð yrði um framleiðslu Fávit- anna en hún gefur mjög góða inn- sýn í aðferðir hans sem leikstjóra og kannski sérstaklega vinnu hans með leikurum. Heimildamyndin sýnir að hann gengur mjög nærri þeim jafnvel svo að leikkona brotnar niður í einu atriðinu, allt með það að markmiði að ná fram því sem hann dæmir vera raunsæi, eðlilegur leikur, raunverulegar til- finningar. Hann virðist gera gríð- arlegar kröfur til leikaranna en er jafnframt félagi þeirra, dyntóttur, jafnvel skapstirður en föðurlegur þegar á þarf að halda og þegar handritið gerir ráð fyrir að leikar- arnir séu naktir fer hann fyrstur úr fötunum. Lars mun hafa leyft að tekin yrði svipuð heimildar- mynd við gerð Dancer in the Dark, Gullpálmamyndarinnar nýju, en fréttir herma að samstarf hans og Bjarkar hafi ekki alltaf verið dans á rósum og að það komi skýrt fram í myndinni. Eins og heimild- armyndin um Fávitana sýnir er ljóst að Lars er leikstjóri sem krefst alls af leikurum sínum. Lars von Trier er fæddur í Kaupmannahöfn þann 30. apríl ár- ið 1956 og hét í fyrstu aðeins Lars Trier en tók upp greifaheitið vegna þess að félagar hans í kvik- myndaskólanum í Kaupmannahöfn kölluðu hann von Trier. Islending- ar kynntust fyrst verkum hans að ráði í gegnum ríkissjónvarpið þeg- ar það sýndi óborganlega spítala- sögu hans, Lansann eða Riget eins og þættirnir hétu á frummálinu. Fram að því höfðu kvikmynda- áhugamenn heyrt af honum á Cannes með fyrstu mynd sína í fullri lengd, Element of Crime, og síðar Epidemic og Europa, sem þó vöktu minni athygli. Með þeim var hann fyrst og fremst að skoða möguleika kvikmyndanna, gera til- raunir bæði með form og efni og brjóta sig frá hinu hefðbundna; nefndir eru áhrifavaldar eins og Tarkovskí og Orson Welles í þessu sambandi. Lars sagði í danskri heimildarmynd, sem gerð var um hann fyrir nokkrum árum (þessi lítilláti Dani sem þorir ekki að ferðast og heldur sig til hlés hefur furðulega gaman af að opinbera sig í heimildarmyndum), að í kvik- myndaskóla hefði hann lært hvernig ætti að gera bíómyndir og fengið að vita um boð og bönn sem ríktu og hann einsetti sér að þegar hann sjálfur færi af stað með bíó- mynd skyldi hann svína á þeim öll- um, reyna að brjóta sem flestar reglur. Hann hefur staðið við það síðan. Lansinn var fyrsta aðgengilega verk hans fyrir almenning og hann sló í gegn með sjónvarpsþáttunum í heimalandi sínu og eignaðist trausta fylgismenn hér á landi; gagnrýnendur í Bandaríkjunum sem sáu fjögurra tíma bíómynda- útgáfu verksins voru frá sér numdir af hrifningu. Lansinn var melódrama, hrollvekja, gaman- mynd og háðsádeila, oft svívirði- lega fyndin og spennandi. Hann fylgdi verkinu eftir með Lansanum II, sem var lítið síðri fyrri þáttun- um, og lofar Lansanum III áður en yfír líkur. Lansinn markaði á margan hátt tímamót í vinnuaðferðum von Triers. Hann hafði fundið viðun- andi frásagnarstíl í handheldu myndavélinni, náttúrulegu lýsing- unni og spunakenndum leiknum. Hann gat verið fluga á vegg, hlut- laus áhorfandi að melódramanu, sem hann hefur svo mikið yndi af og virðist taka úr klútamyndum frá Hollywood (í Dancer in the Dark leikur Björk konu sem verð- ur að afla peninga fyrir skurð- aðgerð handa syni sínum, sem er að verða blindur!). Lars fylgdi Lansanum eftir með mynd sem kallast verður meistara- verk hans að Dancer in the Dark óséðri. Brimbrot, sem hann gerði á ensku, var biblíuleg fórnar- og kraftaverkasaga flutt til norður- héraða Skotlands og sett í búning ástarsögu ungrar konu sem fórnar öllu sínu til þess að ástkær eigin- maður hennar megi lifa. Emily Watson var svo barnsleg í trú sinni og andlitið svo sviphreint, fórn hennar svo stór, að tárakirtl- arnir réðu ekki við sig en einhvern veg- inn hafði maður það samt á tilfinningunni að von Trier stæði aftan við myndavél- ina með ísmeygilegt glott framan í sér. Var ljóst að þama var kominn leikstjóri sem kunni að kalla fram viðbrögð áhorf- enda, kunni að leika á tilfinningar þeirra eins og honum sýnd- ist, vissi nákvæmlega hvernig hann átti að æsa þær upp og hvernig átti að lægja þær aftur. Hann gerði næst Fávitana sem fjallaði um fólk er gerði það að leik sínum að láta eins og vangefið fólk. Hún var óþægileg að horfa ó og tilgangur- inn með henni ekki alltaf skýr auk þess sem endirinn virtist laustengdur því sem á undan fór en inn á milli voru eftirminni- leg atriði og ljóst var að Lars náði fram því raunsæi sem hann krafðist. Undir forystu hans og sennilega fyrst og fremst undir áhrifum frá starfsaðferðum hans, varð til hin svokallaða dogma- stefna í dönskum kvikmyndum sem tók fyrst og fremst á kröfunni um algert raunsæi og gekk svo langt nefna ekki nafn leikstjórans. Ljóst er að Lars von Trier er í fremstu röð evrópskra leikstjóra og fremsti leikstjóri Dana frá því Carl Theodor Dreyer var og hét. Hann hefur með efnisvali og tæknilegri útfærslu blásið nýju lífi í á margan hátt staðnaða evrópska kvikmyndagerð og vonandi verður ekkert lát á því í framtíðinni. Russell Crowe KVIKMYNDIR.IS ÓFE HAUSVERK.IS Mynd eftir C33 /DD/ ladiatoi-lhcfilni.coni HASKOLABIO

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.