Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 26. MAI 2000 C 11 MORGUNBLAÐIÐ 4P1 4P BIOBLAÐIÐ Bioin í borginni Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indrióason/Hildur Loftsdóttir NÝJAR MYNDIR: Million Dollar Hotel Regnboginn: 5:45 -8- 10:20. Aukasýning laug- ardag/sunnudagkl. 3:30. Bíóhöllin: Alla daga kl. 3:40 - 5:50 -8- 10:15. Aukasýningföstudagkl. 12:30. Hanglng Up Stjörnubíó: Alla daga kl. 6 - 8 - 10. Aukasýning laugardag/sunnudagkl. 2-4. Hundar eru étnir í Kína -I Kina spiser de hunde Háskólabíó: Alla daga kl.6-8-10. 101 Reykjavík Bíóhöllln: Forsýningföstudagkl. 12.00, sunnudag kl.8. Háskólabíó/Rlmundur Mon Oncle: Mánudagkl. 10:30 * Englar alheimsins ★★★★ DRAMA íslensk. 2000. Leikstjóri: Friörik Þór Friöriksson. Handrit: Einar Már Guðmundsson. Aðalleikendur: Ingvar E. Sigurösson, Baltasar Kormákur, Bjöm Jörundur Friðbjömsson, Hilmir Snær Guönason. Friörik og hans frábæru samstarfs- menn sigla seglum þöndum inní nýtt árþúsund meö bestu mynd borgarinn- ar. Háskólabíó: Alla daga kl. 6. Being John Malkovich ★★★% GAMAN Bandarísk. 1999. Leikstjóri: Spike Jones. Aöal- leikendur John Cusack, Christine Keener, Camer- on Diaz, Hr. Malkovitch. Talsvert mögnuð, enda byggð á óvenju frumlegri og fyndinni hugmynd sem heldur dampi lengst af. Leikar- arnir afbragö. Háskólabíó: Alla daga kl. 10:15. Boys Dont Cry - Strákar gráta ekkí ★★★% DRAMA Bandarísk. 1999. Leikstjóri: Kimberley Peirce. Handrit: Andy Bienen og Kimberley Peirce. Aðal- leikendur: HilarySwank, Chloé Sevigny. Átakanleg og hrottaleg mynd um örlög einstaklings sem er ööruvísi en aðrir og geldur fyrir með lífinu. Vel skrifuð, leikstýrt og fábærlega vel leikin af Óskarsverölaunahafanum Hilary Swank, Chloé Sevigny og aukaleikar- arnir eru litlu síðri og umgjöröin nöpur. Vekurtil umhugsunar. Regnboglnn: Föstudag/mánudag kl. 5:30 - 8 - 10:20. Laugardag/sunnudagkl. 3:30-5:45-8- 10:20. Dogma ★★★% GAMAN Bandarísk. 1999. Leikstjón og handrit: Kevin Smith. Aðalleikendur: Matt Damon, Ben Affkick, Linda Fiorentino, Alan Rickman. Þeim dæmalausa kvikmyndagerðar- manni, Kevin Smith, er ekkert heilagt í orðsins fýllstu merkingu. Kemst upp með það, þökk takmarkalausri kímni- gáfu og frumlegri hugsun. Ófor- skömmuð snilld. Regnboginn: Alladagakl. 5:30-8-10:30. The Limey ★★★% SPENNA Bresk. 1999. Leiksljóri Steven Soderbergh. Hand- rit: Lem Dobbs. Aöalleikendur: Terence Stamp, LesleyAnn Warren, Luis Guzman. Stamp er glimrandi í frábæru hefndar- drama Soderberghs. Frásögnin sund- urklippt en heildaráhrifin brilljant. Kringlubíó kl: Alla daga kl.6-8-10. Aukasýning föstudagkl.-12. Toy Story 2 - Leikfangasaga 2 ★★★% TEIKNIMYND Bandarísk. 1999. Leikstjórí og handrít John Lass- iter. ísl. talsetning. Raddir. Felix Bergsson, Magn- ús Jónsson, Ragnheiöur Elín Gunnarsdóttir, Har- ald G. Haralds, Amar Jónsson, Steinn Ármann Magnússon, ofl. Framhald bráöskemmtilegrar, fjöl- skylduvænnar teiknimyndar og gefur henni ekkert eftir, nema síöur sé. Dótakassinnferá stjá oggullin lenda í hremmingum útum borg og bý. Dæmalaust skemmtiegar fígúrur. Bíöhöllln: ísl. tal: Laugardag/sunnudagkl.. 1:50. Krlnglubló: ísl. tal: Alla daga kl. 4. Laugardag/ sunnudagkl. 2-4. Gladiator ★★★ SPENNA Bandarísk. 2000. Leikstjúri Ridley Scott. Handrit: . Aðalleikendur: Russell Crowe, Fantagóður skylmingahasar með sögulegu ívafi. Crowe er frábær sem skylmingakappinn og Scott tekst að ná fram alvöru stórmyndablæ. Háskólabíó: Alla daga kl. 5-8-10:50. Laugarásbíó: Alladagakl. 5-8-10:50. Aukasýn- ing laugardag/sunnudag kl. 2. Man on the Moon ★★★ DRAMA Bandarísk. 1999. Leikstjóri: Milos Forrnan. Hand- rít: Scott Alexander og Larry Karaszewski. Aðal- leikendur: Jim Carrey, DannyDeVito. Forvitnileg mynd um mjög áhugaverö- an mann. Jim Carrey er fæddur f hlut- verkið. Bíóborgin: Föstudag/sunnudag /mánudag kl.5:45 -8-10:10. Laugardagkl 5:45. Tarzan ★★★ TEIKNIMYND. Bandarísk. 1999. Leikstjórar: Chrís Buck, Kevin Line. Handrít: Tab Murphy. Raddir: Tony Goldwyn, Minnie Dríver, Glenn Close, Lance Henríksen. Tarzan apabróðir fær gamansama meðhöndlun í vandaðri og skemmti- legri Disney-mynd, sannkallaðri fjöl- skylduskemmtun. Bíóhöllin; Laugardag/sunnudag kl. 2. Vofan - Ghost Dog ★★★ SPENNA Bandarísk. 1999. Leikstjóm og handrit: Jim Jarm- usch. Aðalleikendur: Forest Whitaker, Cliff Gor- man, HenrySilva. Jarmusch á léttu nótunum f úttekt á kvikmyndaheföum, trúarbrögðum, svörtum samúræjum, mafíósum ít- alskættuöum, amerískum teikni- myndum, rapptónlist, ofl., í fýndinni naglasúpu sem skemmtir þér ágæt- lega - ef þú verður ekki úti (eða skot- inn) í grámóskulegri þogareyðimörk- inni. Háskólabíó: Föstudag/laugardag/mánudag kl: 5:30-8-10:30. Sunnudagkl. 5:30-10:30. Aska Angelu - Angelás Ashes ★★% DRAMA Bresk. 1999. Leikstjórí og handrít: Alan Parker. Aöalleikendur: Emily Watson, Robert Caríyle. Merkileg saga og einhvernveginn svo mannleg. í upphafi er myndin samt óhnitmiðuð en fer í réttar skoröur í seinni hálfleik. Háskólabíó: Alla daga kl. 5:20 - 8. Brostnar vonir - Brokedown Palace ★★% DRAMA Bandarísk. 1999. Leikstjórí: Jonathan Kaplan. Handrit: David Aratu. Aöalleikendur Claire Danes, Kate Beckinsdale, Bill Pullman. Umhugsunarverö mynd um saklausar stelpur sem hafðar eru að ginningar- fíflum af dópsölum og lenda í taí- lensku fangelsi. Vel leikin, einkum af Danes, sannfærandi fyrir augað og vantar aöeins örlítið meiri kraft til að vera framúrskarandi. Bíóhöllin: Alla daga kl.4-6-8-10. Erin Brockovich ★★3j6 SPENNA Bandarísk. 2000 Leikstjóri: Steven Soderbergh. Handrít: Susannah Grant. Aðalleikendur: Julia Roberts, Albert Finney, Marge Helgenberger, Aaron Heckart. Óvenjuleg kvikmyndahetja, einstæö móðir með þrjú börn (Julia Roberts) gerist rannsóknaraöili á lögfræðistofu (Albert Finney) og hleypir af stað stærsta skaðabótamáli í sögu Banda- ríkjanna. Jólasveinsleg en sleppur, þökk meistara Finney og Roþerts, sem sýnir tilþrif í langri en notalegri af- þreyingu Stevens Soderbergh. Stjörnubíó: Alla daga kl. 8 -10:20. Laugarásbíó: Föstudag/laugardag/sunnudag kl. 5:15 -8 - 10:30. Aukasýning laugardag/sunnu- dagkl.2. Finai Destination ★★% HROLLUR Bandarísk. 2000. Leikstjórí: James Wong. Hand- rít: Glen Morgan. Aðalleikendur: Devin Sawa, Ali Larter, KerrSmith. Vitrænn unglingahrollur sem sþyr spurninga um örlög og dauða og þótt um B-mynd sé að ræða er nokkuð í hana spunnið. Laugarásbíó: Alla daga kl. 6-8-10. Aukasýning laugardag (sunnudag kl. 4.) Microcosmos ★★% HEIMILDARMYND Frönsk. 1996. Leikstjórar Claude Nurídsany og Marie Pérennou. Stórkostlega tekin og forvitnileg fræöslumynd. Betur hefði mátt huga aðfrásögn ogtónlist. Háskólabíó: Alla daga kl. 8. Stuart litli -Stuart Uttle ★★% FJÖLSKYLDUMYND Bandarísk. 1999. Leikstjóri: Rob Minkoff. Handrit: M. Night Shaymalan og Greg Brooker. Aðalleikend- ur: Geena Davis, Hugh Laurie, Jonathan Upnickl. Músin Stuart er svo sæt og raunveru- leg. Ágætis fjölskyldumynd sem vant- ar öriítinn kraft og galdra. Bíóhöllln:/Wec5 ísl. tali alla daga kl 4. Aukasýning laugardag/sunnudag kl. 2. Meö ensku tali alla daga kl.4- 6- 8.. Laugardag/ sunnudagkl. 2. Stjörnubíó: Alla daga kl. 6. Aukasýning laugardag/ sunnudagkl 2-4. Any Given Sunday ★★ DRAMA Bandarísk. 1999.Leikstjðri: Oliver Stone. Handrit: John Logan, Oliver Stone. Aðallelkendur: Al Pac- ino, Dennis Quaid, Cameron Diaz Pacino er besti þátturinn á langri út- tekt Stone á ameríska ruöningnum. Aðeins fyrir áhugamenn um íþróttina. Bíóborgln: Föstudag kl. 5:15 - 8. Laugardag kl. 8:30 -11:15. Sunnudag kl. 5:15 - 8. Deuche Bigelow ★★ GAMAN Bandarísk. 1999. Leikstjóri Mike Mitchell. Hand- ritshöfundur: Harrís Goldberg. Aöalleikendur: Rob Schneider, William Forsyth. Amerískgamanmynd um ólíklega karl- mellu. Einstaka góð atriði en heildar- myndin veik. Bíóhöllin: Föstudag/mánudagf kl. 8 -10. Laugar- dagkl. 6-8-10. Sunnudagkl. 6-10. Three to Tango ★★ GAMAN Bandarísk 2000. Leikstjóri og handrít: Damon Santostefano. Aðalleikendur Matthew Perry, Neve Campbell, Dylan McDermott. Perry leikur mann sem allir halda aö sé hommi í þokkalegum misskilnings- farsa. Bíóhöllin: Alla daga ki 4-6-8-10. Aukasýning föstudag kl. 12:00. Laugardag/sunnudag kl. 2. Kringlubíó: Alla daga kl. 4-6-8-10. Aukasýning föstudagkl. 12:00. Laugardag/sunnudag kl. 2. Bíóborgln; Alla daga kl. 4-6-8-10. ATH: Laug- ardag kl. 8:30.og 10:30. Engin sýning mánudag kl. 4. Holy Smoke ★% GAMANDRAMA Áströlsk. 1999. Leikstjóri: Jane Campion. Hand- rit: Jane og Anna Campion. Aðalleikendur: Kate Winslet, Harvey Keitel, Pam Grier. Afkáraleg og ómarkviss sálkönnun Campion-systra á fórnarlamþi vafa- sams trúarleiðtoga og manninum sem á að koma fyrir hana vitinu. Regnboginn: Alla daga kl. 5:30-8-10:20. Auka- sýning laugardag/sunnudag kl. 3:30 Mission to Mars ★% SPENNA Bandarísk. 2000. Handrít og leikstjóm: Brian De Palma. Aóalleikendur: Tim Robbins, GarySinise. Alls ekki áhugaverð kvikmynd. Stöku atriði ágæt myndrænt og sjónrænt séð, en handritið og leikurinn væminn og klisjukenndur. Bfóhöllin: Alla daga kl. 10. Aukasýning föstudag kl. 12:10. Splendor ★% GAMAN ^ Bandarísk. 1999. Leikstjóm oghandrít: GreggAr- aki. Aðalleikendur: Kathleen Robertson, Jonathon Schaech, Matt Keeslar. Óháði leikstjórinn Araki, veltir fyrir sér samskiptum kynjanna í heldur óspennandi, rómantískri kómedíu. Krlnglubíó: Alla daga kl.4-6-8-10. Aukasýning föstudagkl. 12. Mystery Alaska ★% GAMANMND Bandarísk. 2000. Leikstjórí: Jay Roach. Handrit: DavidE. Kelley, Sean ÓByme. Aðalleikendur Russ- ell Crowe, Hank Azara, Burt Reynolds, Mary NcCormack Dáðlaus mynd um litlausar persónurí langsóttri Rocky-klónun, norður í Al- aska. Bíóhöllln; Alla daga kl. 3:45 - 5:55 - 8- 10:10. Engin sýningsunnudagkl. 8. The Story of Us Vz DRAMA « Bandarísk. 1999. Leikstjóri: Rob Reiner. Handrit Jessie Nelson, Alan Zweibel. Aðalleikendur Bruce Willis, Michelle Pfeiffer. Ömurleg mynd frá upphafi til enda um illmeðfærilegt efni - neikvætt og óað- laðandi fólk í skilnaðarstússi. Bíóhöllln: Alla daga kl 8.15 -10. Bíóborgin: Alla daga kl. 4. For Love of the Game ★ DRAMA Bandarísk. 1999. Leikstjórí: Sam Raimi. Handrit: Paul Stevens. Aðalleikendur: Kevin Costner, Kelly Preston. Enn ein hafnaboltamyndin frá Costn- er, en nú er mjög farið að síga ám ógæfuhliöina. Háskólabíó: Alla daga kl. 10.40. Engin sýning mánudag. Hundurinn og höfrungurinn ★ FJÖLSKYLDUMYND Bandarísk. 1999. Leikstjóri George Miller. Hand- rít: Tom Benedek. Aðalleikendur: Steve Gutten- berg, Kathleen Quinlan, Miko Hughes. Illa skrifuð og leikstýrð mynd sem er hvorki fyrir börn né fuliorðna. Kringlubíó: Laugardag/sunnudag kl. 2. CAMPION w m Svipmynd NYSJÁLENSKI leikstjórinn Jane Campion (1954-), er fædd inní fjölskyldu virts leikhúsfólks í heimalandinu. Móðir hennar, Edith, er leikkona og rithöfund- Eftir Sæbjöm Valdimarsson ur, faðirinn, Richard, kunnur leikhúss- og óperuleikstjóri. Stundaði nám við Victoriu-háskóla í Wellington og síðar við Chelsea-listaskólann í London. Fékk snemma áhuga á kvikmyndagerð og var farin að vinna að stuttmyndum á síðari hluta áttunda áratugarins. Ein þeirra, Tissues, vakti slíka athygli að hún fleytti Campion inní ástralska kvikmynda- ogsjónvarpsskólann 1981. Að loknu brottfararprófí í leikstjórn tók við tæpur ára- tugur við sjónvarps- og stuttmyndagerð. Einkum stutt- myndimar færðu höfundinum smám saman athygli og eft- irtekt og voru sýndar vítt og breitt á kvikmyndahátíðum. Ein þeirra, Peel (86), hreppti Gullpálmann á Cannes. Fyi-sta, langa mynd Campion, Two Friends, var frumsýnd í ástralska sjónvarpinu 85. Fjallar um vináttu tveggja ungmenna og er sögð á óvenjulegan hátt - í aftur- hvörfum. Sweetie, fyrsta myndin í fullri lengd til sýningar í kvikmyndahúsi, birtist á tjaldinu 89. Strax í upphafi kem- ur fram áhugi leikstjórans/handritshöfundarins á málefn- um fjölskyldunnar. Sweetie, sem er kolsvört gamanmynd, segir frá þvinguðu fjölskyldu lífi, einkum sambandi tveggja systra. Ónnur á við offituvandamál að stríða og gengur ekki andlega heil til skógar. Hin algjör andstæða; grönn og hógvær. Ahorfendur skiptust í tvo hópa; þá sem elskuðu hana eða hötuðu. Næsta mynd, An Angel at My Table (90), varð síðan til að vekja athygli heimsins á þessum efnilega handritshöf- undi og leikstjóra. Byggð á samnefndri þriggja þátta sjónvarpsmynd með sama nafni, og segir sögu Janet Frame, eins þekktasta rithöfundar Nýja-Sjálands. Frame var vistuð um árabil á geðveikrahæli. Talin geðklofi á kol- röngum forsendum. Campion fór ekki troðnar slóðir í efn- ismeðferðinni, forðaðist þekktar klisjur undir svipuðum kringumstæðum. Útkoman að margra áliti besta mynd Campions og Kerry Fox sögð fara á kostum í hlutverki ljóðskáldsins og rithöfundarins sem var frjálslyndari og opinskárri en fólk er flest og galt fyrir með frelsinu. Frægasta mynd Campion er vitaskuld Píanóið -The Pi- ano (93), myndin sem kom nafni hennar og Önnu litlu Paquin á hvers manns varir. Segir af mállausri, skoskri ekkju (Holly Hunter), sem flyst til bónda á Nýja-Sjálandi ásamt ungi'i dóttur. Frægðarsögu myndarinnar og efni er óþarfi að rekja í smáatriðum, hún var geysilega vinsæl hér. Bæði kvikmyndin og síðar myndbandið. Einhvers- staðar las ég að myndin sjálf, Campion, leikararnir Paquin og Holly Hunter (sem báðar fengu Óskarinn), Harvey Keit- el og Sam Neill, hefðu halað inn á sjöunda tug alþjóðlegra verðlauna og viðurkenninga. Pað gerist ekki öllu betra. Campion fylgdi stórvirkinu eftir með kvikmyndagerð bókar eftir Henry James, Portrait of a Lady (96). Enn og aftur var sterk kvenpersóna þungamiðja verksins. Að þessu sinni Isabel Archer (Nícole Kidman), nýrík, banda- rísk kona sem er att útí að giftast vafasömum náunga (John Malkovich) sem einblínir á bankainnstæðu konunn- ar. Leikurinn berst til Feneyja um aldamótin 1900. Mal- kovich er drepleiðinlegur í gamalkunnum ofleikstöktum sem sannarlega henta ekki hér. Mislukkuð mynd þó Kid- man standi bærilega fyrir sínu. Nýjasta mynd Campion, Holy Smoke (99), stendur nú Reykvíkingum til boða og getur nú hver dæmt fyrir sig: Hefur Campion sótt á eftir Píanóið, misst flugið eða staðið í stað? Næst á dagskránni er In the Cut, sem á að frumsýna að ári. Nicole Kidman hefur verið ráðin í aðal- hlutverkið. Persónulega tel ég að þær stöllur þurfi að taka sig verulega á - miðað við frammistöðuna í Portrettinu. Einkum og sér í lagi Campion. Hún má til með að fara að rétta ferilinn af. KONUR hafa átt hug Jane Campion óskiptann. Sterkar konur, meðvitað- ar um kynferði sitt, konur með ást á körlum jafnt sem hatur. Þær drottna yfiröllum hennarverkum, alltfrá Sweetietil HolySmoke. Þæreru alltaf forvitnilegar en misjafnlega trúverðugar. Persónusköpunin reis lang hæst í Píanóinu, engin kvenna Camplon hef- ur komist í hálfkvisti við Ödu (Holly Hunter), mállausu ekkjuna sem sest ^ aö hinum megin á hnettinum í fyrirfram ákveónu hjónabandi með nýsjá- lenskum durgi (Sam Nelll). Tjáir sig á píanóiö sem spilar stórt hlutverk í öllum hennartjáskiptum, ekki síst við nágrannann (Harvey Keltel). í síðustu tveim myndum, Portarit ofa Lady og Holy Smoke, hnignar þessum sköpunarverkum, engu líkara en Camplon sé farin að taka sig full alvarlega, skorti sjálfsgagnrýni, þó hún geri margt vel. Næsta mynd, In the Cut (einnig með kvenmann í þungamiðju), mun varpa Ijósi á hvort PíanóiO og reyndar Angel at My Table, hafi mergsogiö listamanninn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.