Morgunblaðið - 26.05.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 26.05.2000, Qupperneq 4
4 C FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÍÓBLAÐIÐ Lionel Stander bregst harkalega vfð í Blindgötu. Catherine Deneuve gleður augað í Repulsion. Strokufanginn Roman Polanski Flestir kvikmyndaleikstjórar viröast í fljótu bragði lifa nokkuö hversdagslegu lífi. Pólski leikstjórinn Roman Polanski er undantekning sem sannar þessa reglu; ævi hans hefurverið ævintýri líkusten minnir stundum á grískan harmleik, skrif- ar Jónas Knútsson í fyrri grein sinni um Polanski ítilefni af sýningum á nýjustu mynd hans sem hefjast hérlendis um næstu helgi. POLANSKI er pólskur gyðingur. Hann er komungur þegar seinni heimsstyrjöldin brestur á og verður viðskila við fjölskyldu sína. Móðir hans lést í fangabúðum nasista í Auschwitz og Polanski komst á ver- gang. Sjálfur lýsir hann þessum hrakningum í sjálfsævisögunm Rom- an. Þessi harmsaga minnir um margt á bók eftir landa hans Jerzi Kosinski, Skræpótta fuglinn. Polanski er margt til lista lagt. Hann er hins vegar einn mesti ógæfumaður sem sest hefur í leikstj órastólinn. Formið verður ekki ritskoðað! Roman Polanski steig á fjalimar fjórtán ára gamall og var innan tíðar orðinn fullburða leikari. Þá nam hann myndlist, skúlptúr og teikningu í Kraká. Því næst hóf fjöllistamaðurinn fimm ára nám í kvikmyndagerð í Lodz. Áhrif absúrdismans settu svip á verk hans en þau drógu dám af leikritum eftir Becket og Ionesco. Myndir eftir Polanski era í ætt við súrrealisma. Þar má kenna áherslu stefnunnar á ofbeldi og blygðunarmál en súrrealistarnir sögðu skynsemis- dýrkun liðinna alda stríð á hendur. Kvikmyndaskólinn í Lodz var sá besti sinnar tegundar í víðri veröld um það leyti sem Polanski útskrifað- ist. Helstu leikstjórar í Póllandi, Skolimowski, Zanussi og Kieslovski gengu í þennan skóla um þær mundir. Andrzej Wajda, frægasti kvikmynda- maður Pólverja, nam kvikmyndagerð í Lodz en nokkru fyrr á öldinni. Vald- hafar í Póliandi settu kvikmynda- mönnum þröngar skorður í efnisvali líkt og tíðkast í kommúnistaríkjum; Polanski og starfsbræður hans urðu að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði en gáfu sér lausan tauminn í formi og efnistökum. Myndir eftir Polanski bera þessa enn merki. Sem leikstjóri og kvikmyndamaður hefur hann ótrú- legt vald á miðlinum. A hinn bóginn má segja að stundum sofi einnig hinn góði Hómer; oft eru hnökrar á hand- riti, persónur óræðar og á köflum engu líkara en sögumaður haldi ekki þræði. Polanski virðist meira í mun að magna fram seiðandi andrúmsloft en segja sögu enda er það oftast sögusv- iðið frekar en persónurnar sem festist í minni. Enginn er spámaður... Polanski kvað sér fyrst hljóðs með stuttum skólamyndum. Tekið var eft- ir sveinsstykki leikstjórans í fullri lengd, Hnífi í vatninu (Nos W Wodzie) um allar jarðir þótt myndin vekti lítinn fögnuð í heimalandinu. Formanni pólska kommúnistaflokks- ins, Gomulka, var lítt skemmt og taldi að Polanski drægi íram allt það versta í þjóðarsálinni. Myndin var hrópuð niður á flokksþingi kommún- ista árið 1964 og Polanski allar bjarg- ir bannaðar. Undirróðsmaðurinn sá sitt óvænna og flýði land. Leikstjór- inn hélt til Bretlands þar sem hann gerði tvö drungaleg kammerverk, Blindgötu (Cul-de-sac) og Viðbjóð (Repulsion), bæði af sama toga spunnin og skólamyndimar. Þaðan lá leiðin vestur um haf. Þar hlaut Pol- anski heimsfrægð fyrir myndir á borð við Barn Rosemary (Rosemary’s Baby) og Kínahvei-fið (Chinatown). Leikstjórinn hefur einatt verið milli steins og sleggju. Hann hefur notið of mikillar lýðhylli til að hann falli í kramið hjá menningarvitum. A hinn bóginn var Polanski ekki líkleg- ur til að gera svokallaðar metsölu- myndir í Hollywood til lengdar, þótt ekkert hefði í skorist. Líkt og Stanley heitinn Kubrick hefur hann farið bil beggja í þessum efnum og gert kvik- myndir sem orðið hafa feykivinsælar án þess að slá af listrænum kröfum. Polanski er hrakfallabálkur og jafnan lentur í einhveijum óförum fyrr en varir og erfitt að vega og meta að hverju marki þetta gæfuleysi hefur háð honum sem listamanni. Mistækur snillingur Kvikmyndir eftir Polanski hafa verið ærið misjafnar að gæðum. Þótt mistækur sé hefur skólunin frá Lodz reynst honum gott veganesti. Leik- stjórinn hefur hvað eftir annað teflt á tæpasta vað í efnisvali og efnistökum og virðist ekki mildast með árunum nema síður sé. Þótt margar myndir eftir hann, t.d. Hvað? (Che?), Sjóræn- ingjar (Pirates) og Á reiðiskjálfi (Frantic) hafi lítið sér til ágætis, er handbragðið á öllu sem hann lætur frá sér fara vandað þótt oft sé á huldu hvað leikstjóranum gangi til. Myndir eftir Polanski er aldrei lausar við metnað eða léttvægar. Ef til vill er mest bragð að þeim myndum eftir leikstjórann sem þykja mein- gallaðar, Blindgötu (Cul de sac), Ótta- lausu blóðsugubönunum (The Fear- less Vampire Killers), Macbeth og Leigjandanum (The Tenant). Mynd- imar sem Polanski gerði garðinn frægan með í Bandaríkjunum, Bam Rosemary (Rosemary’s Baby) og Chinatown, em sléttari og felldari en gætu verið eftir hvaða öndvegisleik- stjóra sem er. Grallarinn Polanski er skemmtilegastur þegar hann lætur allt vaða þótt hann slái staka feilnótu. Myndin Bam Rosemary (Rose- maiýs Baby) malaði gull í Bandarikj- unum á sjöunda áratugnum. Þar seg- ir frá konu sem ber undir belti bam sjálfs myrkrahöfðingjans. Myndin var fmmraun Polanskis í Hollywood. Gagnrýnendur lofuðu Polansld í há- stert. Pólverjinn er í raun fyrsti aust- ur-evrópski kvikmyndaleikstjórinn, ef ekki sá síðasti, sem hlýtur frægð í Hollywood eftir seinni heimsstyrjöld. Italski leikstjórinn Federico Fellini, aðspurður hvort hann sæi aldrei eftir því að hafa ekki hætt sér vestur um haf, svaraði því til að hann væri ítali í húð og hár og við því væri ekkert að gera. Maður eins og Polanski væri hins vegar gyðingurinn gangandi en gyðingar væm í eðli sínu allra þjóða kvikindi. Furðu vekur að sami maður geti fengist við kvikmyndagerð jöfn- um höndum í Póllandi, Bandaríkjun- um og Frakklandi og á Bretlandi og ítalru án þess að vera eins og fiskur á þurrn landi. Gæfa eða gjörvileiki Sama sumar var Polanski harmi lostinn. Sinnisveikur leiðtogi eins konar trúarsafnaðar, Charles Man- son að nafni, skipaði lærisveinum sín- um að myrða plötuútgefanda nokk- um sem hafnað hafði tónsmíðum Mansons, af fullskiljanlegum ástæð- um. Ódæðismennimir fóm húsavillt og komu að veislu þar sem eiginkona Polanskis, Sharon Tate, var íyrir en hún gekk með fyrsta bam þeirra hjóna. Vandsveinar Mansons eirðu engu og myrtu Tate og aðra veislu- gesti án iðrunar eða eftirsjár. Pol- anski lifði af hörmungar seinni heims- styrjaldar en mátti ganga í gegnum þær á nýjan leik á friðartímum. Flest- um er hulið hvemig menn á borð við Roman Polanski fá haldið sönsum þótt örlögin leiki þá svo grátt. Líf leikstjórans virðist stundum vera sama súrrealíska martröðin og blasir við í verkum hans. Móðir Polanskis, eiginkona og ófætt barn létu öll lífið íyrir hendi sinnulausra morðingja sem höfðu engan ábata af ódæðinu. Þótt Polanski hefði mátt þola mefra en langflestir á h'fsleiðinni var þrauta- göngu hans fráleitt lokið. Blódsugur dansa menúett í Óttalausu blóðsugubönunum (The Fearless Vampire Killers). Tveir dándimenn úr myndinni Blindgötu (Cul-de-sac). Polanski vlð tökur á nýju myndinni The Ninth Gate. Polanski á yngri árum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.