Morgunblaðið - 20.06.2000, Síða 2

Morgunblaðið - 20.06.2000, Síða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 Suðurlandsskjálflar MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Horft til vesturs yfir Hellu. Stóra hvíta byggingin fyrir miðri myndinni, nærri ánni, er íþróttahúsið þar sem margir íbúar voru við hátíðarhöld vegna 17. júní þegar skjálftinn reið yfir. Við hlið íþrótta- hússins er sundlaugin þar sem einnig var samkoma. Flest húsin sem skemmdust eru í byggðunum til hægri við íþróttahúsið. Mosfell ■/(V^ Álfsstaðir 'Bsykholt fíeykirm' id/ætoí|x Breiðanes Efri-J3tíiriavellir Injnaveilir Ólafsvellirji Langamýri a / Kilhraun Kálfhóll íismoltsvatn Sftammbeinssúðfr Kviarhol fíaftholt Hvammur, 1 Lýtingsstaðir Hðabær, Litlatunga Meitiltuni Efri fíauðalækur 'Syðrifíáuðalækur VETLEIFSHOLTSHVERFI Brekkur m**" Hús, bæirsem / urðu fyrir tjórti Mörg hús óíbúðarhæf eða mikið skemmd 13-14 íbúðarhús í Rangárvallasýslu eru mikið skemmd og óíbúðarhæf og um 20 hús til viðbótar eru með staðbundnar skemmdir og þarf að treysta þau hús, að sögn Sigbjörns Jónssonar, byggingarfulltrúa f vesturhluta Rangárvallasýslu. Fólk flutti einnig úr íbúðarhúsum á tveimur bæjum í Skeiðum í Ar- nessýslu í kjölfar skjálftanna. Sigbjöm sagði í gærkveldi að búið væri að skoða um 200 hús á svæðinu og til stæði að halda áfram yfirferðinni fram eftir kveldi. Hann vildi ekki áætla hugsanlegt fjár- hagslegt tjón á húsunum í heild. Sigbjörn sagði að húsin sem skemmst hefðu ættu það sameigin- legt að vera byggð fyrir 1970 og hafa ekki verið nægilega traustlega byggð. Þau væru byggð úr Heklu- vikri, það skorti á járnabindingu og þar fram eftir götunum. Sömuleiðis væri einnig eitthvað um tjón á hús- um, þar sem væru fljótandi plötur og það gæti verið óháð því tímabili sem húsið væri byggt á. „Vel byggð hús, sem eru byggð samkvæmt byggingareglugerð, em vel hönnuð og hafa hlotið alvöru eftirlit, þau halda,“ sagði Sigbjörn. Hann sagði að enn sem komið væri hefðu þeir ekki séð neitt at- hugavert í þeim húsum, þó í ein- staka tilfellum gæti verið um lítils- háttar skemmdir að ræða, sem ættu sér þá eðlilegar skýringar. Fimm óíbúðarhæfu húsanna eru í Holta- og Landssveit. Þau eru að sögn Valtýs Valtýssonar oddvita á bæjunum Árbakka, Brekkum, hús við Rauðalæk, Lyngási og Kvíar- holti. Að sögn Guðmundar Inga Gunn- laugssonar, sveitarstjóra á Hellu er talið fullvíst að húsin Fossalda 5, Freyvangur 12 og 17, Hólavangur 4 og 18 og Leikskálar 2 séu óíbúðar- hæf. Enn er verið að meta hvort Út- skálar 7, Hrafnskálar 2 og Hólvangur 3 séu ónýt eða viðgerðir mögulegar. A Skeiðum flutti fólk úr íbúðar- húsum á bæjunum Andrésfjósi og Miðfelli III í kjölfar skjálftanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.