Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ Suðurlandsskjálftar ÞRIÐ JUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 C 15" Þjóðminjasafnið/Ljósmyndasafn Sigfúsar Eymundssonar Býlin þrjú á Selfossi hrundu í jarðskjálfta 5. september 1896. Hér sést einn bærinn. Áætluð upptök stærstu skjálfta á íslandi síðan um aldamótin 1700 1913 6,0 1838 6-7 1921 &■ 6,25 1755 7-7,5 1963 7,0 1934 6,25 m 1872 6-6,5 1910 7,1 1976 1885 6,5 6-6,5 1974 6,3 Heimild: Náttúra islands, 1981. gerði mestan skaða í Biskupstungum, á Landi, í Efri-Holtum, á Skeiðum og ofarlega í Grímsnesi. Hinn 16. ágúst kom annar mjög harður skjálfti. Var hann verstur í Flóa, Ölfusi og neðar- lega í Grímsnesi. í Rangárvallasýslu gjörféllu í þess- um skjálftum öll hús á 29 bæjum, en í Amessýslu öll hús á 69 bæjum. Marg- ir urðu undir húsum og varð að grafa þá upp úr rústum, en aðeins þrír týndu lífi. I Skálholti sakaði kirkjuna lítið en hún var úr timbri. Flest önnur hús á biskupsstólnum féllu eða skemmdust, nokkrir menn urðu þar undir húsum, en náðust þó lifandi. Hannes biskup varð ásamt heimilis- fólki að liggja í tjöldum, en þá gerði rigningar miklar og illviðri, svo menn urðu undir veturinn að flytja sig af heimilinu. Fluttist biskup að Innra- Hólmi á Akranesi, og síðar fluttist biskupsstóllinn til Reykjavíkur og hefur verið þar síðan. Enginn skóli var í Skálholti næsta vetur, og fluttist hann einnig til Reykjavíkur. Árið 1789 hófust enn skjálftar vest- ast í Ölfusi og í gosbeltinu þar vestur af frá Selvogi og norður á Þingvelli. I viku var varla nokkum tímann kyrrt nótt og dag og tæplega 10 mínútur milli hræringanna. Land seig norðan Þingvallavatns milli Almannagjár og Hrafnagjár um rúma 60 sentímetra, vellimir urðu að mýrlendi og mun það meðal annars hafa orðið átylla til að leggja þinghald þar niður árið 1800. Má segja, að þessir skjálftar hafi orð- ið afdrifaríkir í sögu landsins, svipt Skálholt biskupi sínum og skóla og Þingvelli þinginu. Suðurland hristíst allt Síðasta stóra skjálftahrinan sem gengið hefur yfir Suðurland, fyrir skjálftann nú, var mest í ágúst og september 1896 og fjaraði smám saman út á næstu mánuðum nema hvað stór skjálfti kom austast á skjálftasvæðinu sextán ámm síðar. Fjórir létust í skjálftunum og miklar skemmdir urðu á eignum. Heimildir um jarðskjálftana 1896 eru taldar góðar enda ítarlega lýst af Þorvaldi Thoroddsen 1899. Afram er sagan rakin samkvæmt Náttúru ís- lands. Fyrsti skjálftinn kom 26. ágúst rétt fyrir klukkan 10 um kvöld. Suð- urland hristist allt, en þó langmest Rangárvellir, Land, Upp-Holt og Gnúpverjahreppur. Stærð skjálftans hefur verið áætluð 7-7,5 stig á Richt- erskvarða og áhrifin minnst IX-XI stig, þar sem mest gekk á. I Landsveit gjörféllu öll hús á 28 bæjum af 35, sem þar voru, en aðrir bæir stórskemmdust. Jarðrask varð mikið. Sprungur komu í jörð og jarð- vegur umhverfðist. Skarðsfjall á Landi klofnaði allt og sprakk, fjallið hristi sig eins og hundur nýkominn af sundi. Grasvegurinn losnaði víða frá klöppinni og seig niður á láglendi. Stærstu sprungumar náðu yfir sveit- ina þvera frá Ytri-Rangá um Lækjar- botna og Flagbjamarholt norður að Þjórsá, um 15 km vegalengd. Enn má víða sjá móta fyrir þessum spmng- um. Morguninn eftir, 27. ágúst, kom nýr kippur. Var hann svo harður á Landi, að fólk, sem úti var, gat ekki ráðið hreyfingum sínum, en steyptist niður og veltist um jörðina. Um svip- að leyti kom harður kippur í Vest- mannaeyjum, hmndi grjót á menn við fylatekju í Heimakletti og slasað- ist einn þeirra svo alvarlega, að hann lést síðar af áverkunum. Hlé varð nú á hörðum skjálfta níu daga, en 5. september kl. 11 um kvöldið hristist Suðurlandsundirlend- ið enn af jarðskjálftum, sem gerðu engu minna tjón en hinir fyrri. Vom þeir langharðastir um Skeið, Holt og Flóa. Upptök íyrsta kippsins munu hafa verið mjög nærri Selfossi. í Flóa féll fjöldi bæja til gmnna, en hinir skemmdust flestir meira eða minna. Mikið hmndi af björgum úr austan- verðu Ingólfsfjalli, einkum kringum Tannastaði, og em þau áberandi við þjóðveginn. Býlin þrjú á Selfossi hrnndu. Fólk flýði þar nakið úr rúm- unum og út um glugga, þegar hvinur- inn heyrðist og ósköpin dundu yfir. Þó kom kippurinn svo fljótt, að tæp- lega var ráðrúm að hlaupa ofan úr rúmunum. Votmúlahverfi, 7 býli með yfir 80 húsum, og Smjördalahverfi, 5 býli með um 50 húsum, hmndu gjör- samlega. I þessri hviðu köfnuðu hjón á Selfossi, þegar súð lagðist á rúm þeirra. Brúin á Ölfusá skemmdist töluvert, atkerishleinar bmstu, hlið- arstrengir losnuðu og stöpull undir trébrú, þar sem vegurinn lá frá brúnni að sunnanverðu, datt, svo tré- brúin hékk skökk og brotin. Um stund varð öll umferð að hætta um brúna, önnur en fótgangandi manna. Rúmri mínútu eftir þennan skjálfta undir Selfossi varð annar mikill skjálfti nærri Þjórsárbrú. Var hann harðastur um neðri hluta Holta, aust- anverðan Flóa og syðst á Skeiðum og í Grímsnesi. Berg hrundi frá stöplum Þjórsárbrúar, svo eigi stóð nema mjótt haft að stöplunum, en brúna sakaði lítið. Norðaustur af gamla ferjustaðnum Króki í Holtum varð mikið jarðrask. Þar seig jarðvegs- torfa um 2 m á þykkt og heill hektari að flatarmáli niður 1-2° halla. Torfan bögglaðist í öldur, og neðst vafðist jarðvegurinn upp líkt og pönnukökur. I brotsárinu efst sást í berg og leir- leðju. Virðist leirinn undir torfunni hafa orðið vatnsósa við hristing skjálftans og torfan mnnið á hallandi berginu. Á Skeiðum opnuðust stórar spmngur. Sú stærsta gekk fram hjá Kálfhóli beint á mitt Vörðufell og upp Skeiðin þver. Hjá Kálfhóli var hún opin á nærri 4 km svæði, 2-3 fet á breidd með hyldjúpum pyttum. Stór- grýti hrundi úr Hestfjalli. Langverst útleiknir í þessum skjálfta urðu bæimir Krókur, Urriðafoss, Þjót- andi, Skálmholt, Útverk, Hestur og Gíslastaðir austan í Ilestfjalli. Eftir þessa skjálfta fundust ótal smákippir um allt jarðskjálftasvæðið, og var Suðurlandsundirlendið á sí- felldu raggi og titringi. Klukkan 2 um nóttina 6. september kom enn harður kippur og féllu þá 24 bæir í Ölfusi til gmnna. Fólk var þar allt undir bemm himni, þegar þessi skjálfti kom og sakaði engan, en svo var hann harður og snöggur, að varla hefði nokkurt undanfæri verið, ef fólk hefði verið í húsum. 10. september kom enn harður kippur og gerði mestan skaða í Hraungerðisprestakalli. Eftir það urðu kippimir smærri og fjömðu út á nokkmm mánuðum. Aiiíinll SinÞ.ivlnndssUjálftn 1164 Landskjálfti í Grímsnesi. Nítján létust. 1308 Landskjálfti mikill fyrir sunnan land. Átján bæir féllu. Sex létust. 1339 Landskjálfti fyrir sunnan land. Hús hrundu mest á Skeiðum, í Flóa og í Holtum. Létust nokkur börn og gamalmenni. 1370 Landskjálfti fyrir sunnan Ölfus. Tólf bæir lögðust í rúst. Sex létust. 1391 Landskjálfti mikill fyrir sunnan land um Grímsnes, Flóa og Ölfus. Fjórtán bæir hrundu að nokkru leyti. Aðeins létust örfáir fátækir menn. 1546 Landskjálfti og varð hans mest vart í Ölfusi. Hrundu þar niður bæir og hús. 1581 Mikill skjálfti skók Suðurland. Hrundu margir bæir á Rangárvöllum og í Hvolhreppi. Óljósar fréttir um að níu manns hafi látið lífið. 1613 Landskjálfti á Suðurlandi. Hrundu nokkrir bæir og hrundi Fjall á Skeiðum að mestu leyti. 1618 Gengu landskjálftar yfir Suðurland. Fjórir bæir f Þingeyjarþingi hrundu. 1624 Allsnarpir landskjálftar í Flóa. Féllu tveir bæir. 1630 Þrír jarðskjálftar og létust sex manns undir bæjum sínum. 1633 Landskjálftar á Suðurlandi. Bæir hrundu í Ölfusi. 1657 Miklir jarðskjálftar skóku Suður- og Vesturland, einna mest í Fljótshlíð og Flóa. 1658 Tveir miklir jarðskjálftar gengu yfir. 1663 Jarðskjálftar á Reykjanesskaga eyddu mörgum bæjum fjær og nær. 1671 Mikiil jarðskjálfti í Grímsnesi og Ölfusi. Féllu víða hús. 1706 Miklir jarðskjálftar. Hrundu 24 lögbýli í Ölfusi og utarlega í Flóa og margar hjáleigur. Þá hrundi bærinn Arnarbæli og ellefu hjáleigur. Ein kona lést. 1732 Mikill landskjálfti á Rangárvöllum. Skemmdust 40 bæir þar og í Eystrihreppi en 11 bæir hrundu til grunna. Fjórir menn meiddust. 1734 Mikill landskjálfti og hrundu bæir í Flóa og á mörgum öðrum stöðum. í Árnessýslu hrundu 30 bæir en 60-70 skemmdust. Sjö eða átta létust. 1749 Allstór jarðskjálfti á Suðurlandi. Hans varð mest vart í Ölfusi. 1752 Landskjálftar í Ölfusi. Ellefu eða tólf bæir hrundu. 1754 Landskjálfti í Krísuvík. 1784 Einhverjir þeir stærstu jarðskjálftar sem dunið hafa yfir landið á síðari tímum. Voru þeir einna harðastir í Árnessýslu. Þar hrundu 70 bæir og 70-80 skemmdust. í Rangárvallasýsíu hrundu 30 bæir. Um 2100 hús eyðilögðust eða skemmdust illa. Þrír létu lífið. 1789 Miklir landskjálftar í Árnessýslu. Hús hrundu á mörgum bæjum. Miklar sprungumyndanir og sig á Þingvöllum. 1808 Talsvert harður jarðskjálfti á Suðurlandi. 1828 Mikils jarðskjálfta varð vart í Fljótshlíð. Hrundu flestir bæir og átta í Landeyjum. Barn dó af bjargarleysi. 1829 Miklar jarðhræringar, harðastar í kringum Heklu, þar sem sex eða sjö bæir skemmdust. 1896 Ein alharðasta jarðskjálftahrina á Suðurlandi sem heimildir eru til um. Margar fjölskyldur í Árnes- og Rangárvallasýslu urðu heimilislausar, búslóðir þeirra eyðilögðust og vetrarforðinn spilltist. Alls hrundu 3.692 hús, þar af 1309 bæjarhús. Þrír létu lífið. 1912 Mikill jarðskjálfti sem átti upptök sín hjá Heklu. 30 bæir hrundu frá Þjórsá að Eyjafjöllum. Eitt barn lést. 2000 Mikill jarðskjálfti átti upptök í Holtum. Verulegt eignatjón, sérstaklega í vestanverðri Rangárvallasýslu, meðal annars á Hellu. Heimild: Náttúruhamfarir & mannlíf, 1996 Árið 1912 kom skjálfti um 7 stig á Richterskvarða austast á skjálfta- svæðinu. Upptökin vom suðvestan undir Heklu, milli Selsunds og Næf- urholts. Níu bæir hmndu til gmnna og eitt barn beið bana. Jörð sprakk og gjár mynduðust, sem enn má finna við Galtalæk, Hóla, Haukadal og vestan Selsunds. Jarðskjálftafræð- ingurinn August Sieberg kannaði umrót skjálftans og gerði kort yfir áhrif hans. Mat hann áhrifin næst Næfurholti og Selsundi X-XI stig. Harðir skjálftar norðanlands Á Reykjanesskaganum sem mynd- ar eins konar tengingu milli Reykja- neshryggjar og skjálftasvæðis Suður- lands er mikil skjálftavirkni. Þar hafa þó aðeins orðið fjórir 6 stiga skjálftar eða stærri á þessari öld. I júní 1933 varð þar skjálfti sem átti upptök suð- ur af Keili. Ahrif hans vom metin VI stig í Grindavík og V í Reykjavík. I Brennisteinsfjöllum, austan Kleifar- vatns hafa orðið tveir 6 stiga skjálft- *" ar, í júlí 1929 og í desember 1968. Áhrif fyrri skjálftans vom metin VI- VII í Reykjavík en þess síðamefnda IV-V. Nær Bláfjöllum varð um það bil j 6 stiga skjálfti í öktóber 1935. Annað mesta landskjálftasvæði landsins er fyrir Norðuriandi. Upp- , tök jarðskjálftanna em dreifð innan svæðisins sem nær milli Melrakka- sléttu og Skaga og er um 80 kílómetra breitt frá norðri til suðurs. Árið 1872 varð snörp skjálftahrina á Skjálfanda og náðu stærstu skjálft- amir stærð 6-7. Þeir vom harðastir á Húsavík, í Flatey, á Flateyjardal og í Fjörðum. Mikill landskjálfti fannst á Norður- landi2. júní 1934. Var hann snarpast- _ ur á Dalvík og olli veralegu tjóni á húsum þar og nágrenni og einnig í Hrísey. Talið var að áhrif skjálftans hafi verið VIII-IX á Dalvík. Alls skemmdust 65 íbúðarhús á Dalvík og í nágrenninu en tólf eyðilögðust auk þess sem miklar skemmdir urðu á öðmm mannvirkjum. Alls urðu hús- villtir 247 manns af þeim 548 sem bjuggu á svæðinu. I Hrísey eyðilögð- ust fimm steinhús og urðu 64 manns húsvillt af þeim sökum. Alls skemmd- ust 48 hús á eyjunni. Loks skal getið landskjálfta sem fannst um meginhluta landsins 27. mars 1963. Átti hann upptök norður af mynni Skagafjarðar og var um 7 að stærð. Hans varð mest vart í Skaga- firði, þar sem áhrifin vom mest metin VII stig, í Eyjafirði og Húnaþingi. * Ekki urðu stórvægilegar skemmdir á { mannvirkjum eða slys á fólki. í þessari samantek er ekki farið yf- ir þá fjölmörgu skjálfta sem fylgt hafa eldgosum enda era þeir flestir , minni og valda sjaldan tjóni. Borgarfjarðarskjálftarnir vorið 1974 vom svokallaðir innflekaskjálft- ar en svo em skjálftar nefndir sem eiga upptök utan landskjálftasvæð- j anna á Suður- og Norðurlandi og eld- gosabeltanna. Slfidr skjálftar em frekar fátíðir hér á landi. Borgar- fjarðai-skjálftarnii- stóðu þó yfir í meira en tvo mánuði og náðu hámarki með skjálfta af stærð 5,5. Þeirra varð mest vart í Þverárhlíð og Hvítársíðu. Talsvert var um skriðufóll af völdum skjálftanna en tjón varð þó lítið, mið- að við stærð stærsta skjálftans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.