Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 22
22 C ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 Suðurlandsskjálflar MORGUNBLAÐIÐ Almannagjá lokuð í sólarhing > Skvettist upp úr gjánum RÓBERT Þór Haraldsson, landvörð- ur á Þingvöllum, stóð við Spöngina, sem er milli Nikulásargjár og Flosa- gjár, þegar skjálftinn reið yfir á laug- ardag og segist hafa fylgst með því hvemig skvettist upp úr gjánum og setlög grugguðu vatnið þannig að ekki sást til botns í gjánum fyrr en mörgum klukkutímum síðar. Eitthvað af gragginu settist yfir peningana í Nikulásargjá, öðru nafni Peningagjá, og því sést ekki eins vel í þá eins og hingað til. Þá var Almannagjá lokað í einn sólarhring eftir skjálftann vegna ótta við að losn- að hefði um grjót og hrunið gæti úr hamraveggnum en ekkert virðist þó hafa hrunið úr honum meðan á skjálftanum stóð. Róbert lýsir upplifun sinni á skjálftanum svona: „Þetta var í fyrsta lagi eins og að standa á teppi sem ein- hver var að hrista vegna þess að þetta voru svo mjúkar hreyfingar, engin högg, en hin tilfinningin sem ég fékk var að það væri eins og ég væri á sjó.“ Róbert lýsir því síðan hvemig hann hafi séð vatnið skvettast upp úr gjánum og hvemig hann hafi séð á vatnsganginum hvaðan upptök skjálfbms komu. „Mér fannst ég sjá á hreyfingunni í vatninu að það lyftist frá austri til vesturs og því greinilegt úr hvaða átt upptökin vom,“ segir hann. Við skjálftann varð vatnið í gmggugt, eins og áður segir, og telur hann að það hafi sennilega tekið um sólarhing fyrir graggið að setjast aft- ur. Þá hafi drykkjarvatnið á Þingvöll- -*i um verið gmggugt lengi vel eftir skjálftann en nú sé það orðið tært að nýju. Róbert segir að þó nokkuð af gest- um hafi verið á svæðinu og segir að margir hveijir hafi átt erfitt með að halda jafnvægi meðan á skjálftanum stóð. Menn hefðu þó ekki orðið skelk- aðir heldur fundist þetta merkileg reynsla. „Það höfðu margir orð á því hér á Þingvöllum að þeir hefðu í fyrstu haldið að þeir væra að fá svimakast, til að mynda veiðimenn sem stóðu úti í vatni og einn hélt hreinlega að hann hefði fengið fyrir hjartað," sagði Ró- bert að síðustu. ---------------- Kristnihátíð Breytingar ekki fyrir- hugaðar EKKI era fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi hátíðarhalda á Þing- völlum í byrjun næsta mánaðar vegna jarðskjálftans sem varð á laugardaginn. Júlíus Hafstein, framkvæmda- » stjóri kristnihátíðamefndar, segir að við fyrstu sýn kalli jarðskjálftinn ekki á breytingar á fyrirkomulagi hátíðahaldanna. Óþægilegast væri að vera í Almannagjá ef jarðskjálfti yrði, en allur meginhluti hátíðahald- anna færi fram á völlunum fyrir neð- an Almannagjá, Stekkjargjá og Öx- arársfoss. Þar væri aðalhátíða- svæðið og síðan á völlunum fyrir neðan Lögberg. Engir viðburðir væru þannig fyr- irhugaðir í Almannagjá. Að vísu væri söngpallur í Stekkjargjá og þar yrði einnig haldin myndlistarsýning, en Stekkjargjá væri lægri en Almanna- gjá og öðra vísi löguð. Hann ætti því ekki von á því að breytingar yrðu gerðar í þessum efnum að öðru leyti en því, að mjög vel yrði fylgst með framhaldinu, en því væri ekki að neita að smáskelkur kæmi í mann við svona atburði. r Hjónin Sigurlína Samúelsdóttir og Erlingur Guðmundsson í gjafavöruverslun sinni á Hellu, en þar vard milljónatjón, w.* [IIh „Mikil mildi að nér var enginn innandyrau MILLJÓNATJÓN varð af völdum skjálftans á laugardag í gjafa- vöruversluninni Hjá Vinsý á Hellu. I versluninni eru seldar styttur og ýmsir stærri garðmun- ir úr keramiki, s.s. gosbrunnar og tjarnir og sem nærri má geta fóru slíkir hlutir illa út úr hamförun- um. Verslunin var lokuð á þjóðhá- tíðardaginn og eigendur hennar, hjónin Erlingur Guðmundsson og Sigurlína Samúelsdóttir, segja það mikla mildi. „Það hefði ekki verið öfundsvert að vera inni í glerhýsinu þegar þessi ósköp dundu yfir. Það var mikil mildi að hér var enginn innandyra.“ Sjálf voru hjónin við sumarhús sitt í grenndinni á leið í út- reiðartúr þegar fyrsti skjálftinn kom. „Maður sá jörðina koma á móti sér,“ segir Sigurlina og við- urkennir að samstundis hafi þeim hjónum orðið hugsað til allra brothættu munanna í versluninni. Skemmdir einnig heima og í sumarhúsi Tjónið meta þau á margar mil- ljónir króna, en fyrir skemmstu fengu þau stóra sendingu frá Eng- landi og því var margt muna til staðar, enda sumarvertíðin rétt að byrja. Jafnframt hafa einhverjar skemmdir orðið á verslunarhús- næðinu sjálfu. Engin rúða brotn- aði þó í glerhýsinu. „Aðalatriðið er að enginn slas- aðist,“ segja þau Sigurlína og Erl- ingur einum rómi, en börn þeirra og tengdabörn komu ásamt börn- um sínum á sunnudag og hófust þegar handa við tiltekt í verslun- inni og flokkun skemmdra og ónýtra muna. Næg var tiltektin eftir skjálft- ann, ekki aðeins í verslunarhús- næðinu heldur einnig í sumarhúsi fjölskyldunnar og íbúðarhúsinu á staðnum. „Það var allt hreinlega í rúst og sást varla í gólfið. Maður hefur aldrei lent í öðru eins,“ sagði Sigurlína. Fólki í Reykjavfk brá illilega við jarðskjálftann Hélt að herþyrla væri að lenda á þakinu FÓLKI í Reykjavík var illa bragð- ið við jarðskjálftann á laugardag en hélt þó ró sinni, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Haukur Asmundsson, aðalvarð- stjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, sagði að talsvert hefði verið hringt til lögreglunnar í kjölfar jarð- skjálftans til að leita upplýsinga um hvað væri að gerast en þó minna en búast hefði mátt við. Áhrif á það hefði væntanlega að atburðurinn hefði gerst skömmu fyrir fréttir í útvarpinu og einnig hefðu margir verið úti við vegna hátíðarhaldanna 17. júní. Haukur sagði að mikið af fólki hefði verið í miðbænum og hann vissi til þess að fólki þar hefði ver- ið mikið brugðið til dæmis við Mið- bakkann og þar í kring. Flestir hefðu þó haldið ró sinni enda að- stæðurnar sérstakar. Ef þetta hefði gerst að kvöldi til hefði mátt búast við miklu meiri hringingum og fyrirspurnum til lögreglunnar. Haukur sagði að tveir lögreglu- bílar hefðu verið sendir austur fyr- ir fjall til að aðstoða við lokun á Ölfusárbrúnni í kjölfar þess að jarðskjálftinn reið yfir. Var að undirbúa brúðkaup Hann bætti því við að mikið hefði gengið á á lögreglustöðinni þegar jarðskjálftinn reið yfir og þeim hefði bragðið. Sjálfur hefði hann haldið að herþyrla væri að lenda á þakinu, það hefðu verið svo miklar dranur og þrýstingur áður en sjálfur skjálftinn reið yfir. Tómas Sveinsson, sóknarprestur í Háteigskirkju, var að undirbúa brúðkaup í kirkjunni þegar jarð- skjálftinn reið yfir. Hann sagði að brúðguminn og svaramaður hans hefðu verið mættir og mæður brúðhjónanna auk starfsfólks við giftinguna. Sjálfur hefði hann ver- ið á skrifstofu sinni og orðið greinilega var við jarðskjálftann en fólkið sem komið hefði verið í kirkjuna hefði allt farið út enda hvini mikið í kirkjunni við þessar aðstæður og sést hefðu hreyfingar á rúðum í húsum í nágrenninu. Tómas sagði að þau hefðu haldið sínu striki hvað varðaði athöfnina, það hefði aldrei verið spurning um annað og allt hefði gengið vel. Hildur Nielsen ljósmóðir var á vakt á fæðingardeild Landspítala- háskólasjúkrahúss þegar jarð- skjálftinn varð. Hún sagði að jarð- skjálftanum hefði fylgt mikið brak og brestir en þau hefðu bara hald- ið áfram þeim verkum sem þau voru að vinna enda ekki um neitt annað að ræða þar sem margar konur hefðu verið að fæða. Allir hefðu tekið þessu með jafnaðar- geði enda um nóg annað að hugsa en jarðskjálftann. Hildur sagði að auðvitað hefði fólk orðið skelkað enda væri þetta óþægileg upplifun. Hins vegar hefði ekki verið tími til þess að velta sér upp úr því þar sem mikið hefði verið að gera alla helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.