Morgunblaðið - 20.06.2000, Síða 8

Morgunblaðið - 20.06.2000, Síða 8
8 C ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 Suðurlandsskjálflar MORGUNBLAÐIÐ MIKIL eyðilegging blasti við Oddi Bjamasyni og Hrafnhildi Agústs- dóttur, ábúendum á Stöðulfelli í Gnúpverjahreppi, þegar þau komu heim af 17. júní skemmtun í Ámesi, en Árnes er skammt frá upptökum skjálftans. Eldhúsgólfið var bókstaf- lega fullt af brotnu leirtaui. Bækur og innanstokksmunir lágu um öll gólf. Vatn var farið af húsinu vegna þess að dælur fóm á kaf í borholum þegar virkni jókst skyndilega á jarð- hitasvæðinu á Reykjum. „Við vomm í Árnesi þar sem sveitungamir vom samankomnir að drekka þjóðhátíðarkaffi þegar þetta reið yfir. Það greip náttúrlega um sig skelfíng hjá fólki sem forðaði sér ýmist undir borð eða út. Fólk meidd- ist aðeins í atganginum en sem betur fer enginn alvarlega. Fólk reyndi að gæta að bömum sínum sem eðlilega urðu rosalega hrædd. Mörg börn vom úti og þau vissu ekki hvemig þau áttu að bregðast við þegar jörð- in gekk í bylgjum," sagði Hrafnhild- ur. Grjót hrundi úr hlíðinni ofan við bæinn Hafnhildur sagði að miklar skemmdir hefðu orðið á innan- stokksmunum í Amesi. Leirtau í eldhúsi og á barnum hefði brotnað með miklum látum en húsið hefði Morgunblaðið/RAX Gudjón Axelsson, lögreglumaður á Selfossi, var í heimsókn á Stöðulfelli ásamt barnabarni sínu Sigurþór Þórssyni. Þeir skoðuðu grjóthrunið við bæinn, en eins og sjá má féll grjót á trjágróður í hlíðinni. hins vegar ekki skemmst eftir því sem best væri vitað. „Fólk di-eif sig svo strax heim til þess að athuga um ættingja og kanna ástandið á heimilunum. Heima var m.a. fullorðið fólk sem ekki var á samkomunni og fólk ótt- aðist um.“ Mikið grjót hrundi úr hlíðinni of- an við Stöðulfell í skjálftanum. Gijót stöðvaðist á trjám sem em í brekk- unni ofan við bæinn og skemmdi þau, en engir steinar féllu í námunda við íbúðarhúsið. Hrafnhildur sagðist oft hafa fund- ið jarðskálfta, en þessi hefði ekki verið í líkingu við neitt sem hún hefði upplifað. Jarðskjálfti sem kom árið 1967 hefði þó verið mjög harður, en þá stórskemmdist íbúðarhúsið á Brúnastöðum í Hraungerðishreppi þar sem Hrafnhildur er uppalin. Faðir hennar, Agúst Þorvaldsson al- þingismaður, neyddist þá til að flytja úr húsinu með fjölskyldu sína. í Þrándarholti, næsta bæ við Stöðulholt, var einnig mikið tjón á innanstokksmunum. Amór Hans Þrándarson og Katrín Jónsdóttir voru inni í eldhúsi þegar ósköpin dundu yfir. Þau hlupu strax út og horfðu á gijót koma niður hlíðina við bæinn. Katrín sagðist fyrst hafa haldið að ástæðan fyrir látunum væri sú að skriða hefði fallið úr hlíð- inni, en hún sagðist fljótlega hafa áttað sig á að mjög stór jarðskjálfti ætti sök á öllum látunum. Amór sagði að jörð væri búin að skjálfa mikið síðan stóri skjálftinn reið yfir og greinilegt að við öllu væri að búast. Hann sagði að fólk hefði eðlilega orðið hrætt enda hefði mikið gengið á. Tjón varð á bæjum í Gnúpveijahreppi Skelfír grei si gí MorgunblaðiíVRAX Sigurður Ragnar stóð uppi á þessu skurðarborði meðan jarðskjálftinn reið yfir. Þrátt fyrir að borðið sé þakið gler- brotum slapp hann ómeiddur. Hávaðinn var ólýsan- legur SIGURÐUR Ragnar var við störf í glerverksmiðju Samverks á Hellu á laugardag. Hann hafði við annan mann verið að undirbúa að koma fyrir fyrsta glerhersluofninum sem settur er upp hér á landi utan við húsið en var inni í vinnslusalnum að skera til gler þegar skjálftinn kom og stóð við öraggasta staðinn í verksmiðjunni, skurðarborðið í vinnslusalnum, þegar slgálftinn hófst. Á laugardagskvöldið fór Sigurður með Morgunblaðsmönnum í verk- smiðjuna og rifjaði upp skjálftann: „Það bytjaði með því að maður fann aðeins titring og ég vissi hvað var að gerast, lagði frá mér það sem ég var með í höndunum og ætlaði að koma mér út en það var ekki tími til þess því það var allt farið af stað. Ég fór upp strax upp á skurðarborðið sem ég stóð við en við voram búnir að búa okkur undir þetta, því þetta kemur ekki á óvart, og voram búnir að finna út að líklega væri skurðar- borðið öraggasti staðurinn. Það hef- ur líka verið hárrétt," segir Sigurð- ur Ragnar. Hann segir að hávaðinn hafi verið ólýsanlegur en inni í salnum þar sem hann stóð vora um 100 tonn af gleri. „Það lamdist allt til og borðið sem ég stóð á hentist til um þrjá metra og 20 tonna glerstæður lögð- ust á hliðina. Mikið af gleri brotnaði líka í stæðum. Frammi í sal gengu vélarnar til.“ Þegar fyrri skjálftinn var búinn náði Sigurður að koma sér út áður en sá næsti hófst. Þrátt fyrir að næstum því hver fersentímetri inni í verksmiðjunni sé þakinn glerbrot- um skarst hann ekkert. Inni í verksmiðjunni er ófagurt um að lit- ast, mestallt gler í húsinu er brotið og ljóst að tjónið á þessum næst- stærsta vinnustað í þorpinu, með um 20 starfsmenn, nemur milljón- um. Líklega vora um 100 tonn af gleri á lager fyrirtækisins og að auki um 20 tonn í stæðum og tilbúin til afgreiðslu en á föstudaginn fram- leiddu starfsmenn samkvæmt pönt- unum fyrir um 30 viðskiptavini. Einnig færðust vélar í vélarsal til og óljóst var hvort rafeindabúnaður vélanna hefði skemmst. Einnig var óljóst hvort nýi hersluofninn hefði orðið fyrir hnjaski en hann kostaði tugmilljónir króna. Glerverksmiðjan hefur starfað á Hellu frá 1969. „Hér hefur aldrei dottið svo mikið sem ein skífa í jarð- skjálfta áður og hafa þeir þó komið ófáir,“ sagði Sigurður Ragnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.