Morgunblaðið - 20.06.2000, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 20.06.2000, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ Suðurlandsskjálftar ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 C 9 Sem betur fer hafa ekki komið fleiri skjálftar Man eftir skjálftanum árið 1912 „ÞETTA var óttalega óhuggulegt, ég verð að segja það,“ sagði Ólafía Guðlaug Guðjónsdóttir, 98 ára íbúi á dvalarheimilinu Lundi á Hellu, um jarðskjálftann á laugardag. „En sem betur fer hafa ekki komið fleiri skjálftar.“ Hún man jarðskjálftann árið 1912 en þá var hún heima hjá for- eldrum sinum á Stóru-Mörk. „Það var heilmikill skjálfti. Ég var heima á túni og mér þótti þetta voðalega skrýtið. Það var allt þýft þá og mér fannst ég hoppa upp, ég man það. Ég man líka vel eftir að það gaus í Tindfjöllum 1913 og þá fórum við upp á hæðirnar heima til þess að sjá eldgosið.“ Olafía sagðist hafa verið ugg- andi um fleiri skjálfta á laugar- dagskvöldið en sem betur fer hefði ekki komið meira og hún sagðist hafa sofíð vel í sínu rúmi og ekki orðið vör við neitt. Við skjálftann féll niður Ijósakróna í matsal dval- arheimilisins og fímm sjónvarps- tæki skemmdust. Guðríður Eyjólfsdóttir, er á 89. aldursári og býr á Lundi. Henni þótti skjálftinn á laugardag skelfi- legur og þakkaði guði fyrir að enginn beið bana. Hún sagði að sér hefði orðið hugsað til aldr- aðrar vinkonu sinnar sem hún vissi að væri ein meðan á þessu gekk. Hún minnist náttúruhamfar- anna sem fylgdu Heklugosinu árið 1947 en hún var lengi búsett á Læk í Holtum hjá systur sinni og mági. „Þá drundi og söng í öllu og kolaofninn í eldhúsinu fór. Systir mín ætlaði að fara að kveikja í honum en sem betur fer var hún ekki búin að því. Maður hennar var að hlaða vegg ásamt öðrum manni og veggurinn hrundi en sem betur fer urðu ekki slys. Guð afstýrði því að það yrði, það var ekki fólkið sem stjórnaði því.“ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Ólafía Guðlaug Guðjónsdóttir man skjálftann árið 1912. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Guðríður Eyjólfsdóttir þakkar guði að ekki varð manntjón í skjálftanum. Morgunblaðið/RAX íbúðarhúsið á bænum Andrésfjósi á Skeiðum er óíbúðarhæft og eins og sjá má gekk mikið á í stofnunni hjá Magneu Ásmundsdóttur húsfreyju. Hús á Skeiðum stórskemmdust MAGNEA Ásmundsdóttir og Ingi- mar Þorbjömsson, bændur á bænum Andrésfjós á Skeiðum, voru á sjúkra- húsinu á Selfossi að fagna nýju bamabami þegar skjálftinn reið yflr. „Skjálftinn var nokkuð harður á Selfossi þar sem við vomm. Við flýtt- um okkur heim og aðkoman þar var ömurleg. Þegar við komum heim á hlað sá ég að grill, sem stóð við eld- húsgluggann, var á hliðinni. Ég sagði við húsbóndann: „Hvemig ætli sé umhorfs inni?“ Þar var staðan þann- ig að það var hvergi hægt að stíga niður fæti. Tjón á innbúi er mjög mikið og húsið er allt mikið sprangið. Burðarveggir era sprangnir og því spyr maður sig hvað gerist ef það kemur annar skjálfti," sagði Magnea. Þrír ofnar sprangu frá veggjum á húsinu og lak heitt vatn inn í húsið. Unnið var að þvi, þegar Morgunblað- ið ræddi við Magneu, að koma hita á húsið. Ingimar og Magnea gistu i Þor- lákshöfti hjá ættingjum eftir skjálft- ann. Þau sögðust ekki vita hvað yrði með framhaldið, en þau reka kúabú og verða að sinna því. Þau sögðust því ekki geta farið langt, en Magnea sagðist ekki treysta sér til að búa í húsinu eins og ástandið væri. Skemmdir urðu á fleiri bæjum á Skeiðum í jarðskjálftanum. Chile-búarnir þrjátíu á Hellu segjast vanir jarðskjálftum í heimalandinu Lífíð kaupir maður ekki aftur UM ÞRJÁTÍU manns frá Chile búa og starfa á Hellu. „Ég er búinn að vera í 10 ár á íslandi og hef aldrei lent í neinu svona. En heima í Chile era alltaf jarðskjálftar þar sem fólk deyr. Einu sinni dóu 120.000 manns í jarðskjálfta í Chile,“ sagði Rodolfo Sepulveda Benner í samtali við Morgunblaðið á laugardagskvöldið. „Heima hjá mér brotnaði sjónvarp og gler en ég get keypt það aftur á morgun. En lífið kaupir maður ekki aftur.“ Rodolfo var með eiginkonu sinni Veronicu Solar á bensínstöð Olís að taka bensín og dæla lofti í dekk þeg- ar skjálftinn reið yfir. „Ég sagði kon- unni minni að koma út úr bílnum. Við flýttum okkur svo að sækja krakk- ana sem vora á hátíðarhöldunum." Á minningar tengdar stórum skjálfta 1983 „Þetta var allt öðra vísi en þegar jarðskjálfti byrjar í Chile. Þar fer skjálftinn rólegar af stað.“ Rodolfo á minningar tengdar skjálfta í Chile árið 1983 þar sem fjölmörg hús hrandu og tugir þúsunda létu lífið. Sjálfur kom hann til Islands eftir að Persaflóastríðið hófst 1991. Þá var hann að vinna í Israel en fór þaðan að aáeggjan systur hans, sem var gift íslendingi í Svíþjóð og hefur ver- ið Chile-manna lengst á Hellu. Hann sagði að björgunarmenn hefðu komið að líta á húsið sitt á Hellu og það virtist ekki mikið skemmt en þó var Rodolfo ekki viss um hvaða skemmdir kynnu að leyn- ast undir bárujárnsklæðningunni. Stór hluti Chile-búanna á Hellu var saman kominn við húsið hans Rodolfos á laugardagskvöldið og þar var búið að setja upp tvö tjöld þar sem börnin og unglingarnir ætluðu að sofa. Rodolfo og kona hans ætluðu að sofa inni, á efri hæðinni, þar væri öraggara að vera en niðri ef álíka stórir skjálftar kæmu um nóttina. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Rodolfo Sepulveda B., Veronica Solai, Nelson Japke, Lorgia Sepulveda, Christina Sepulveda, Rodolfo Sepulveda S., Paula Yanez, Andres Rojas, Katty Tapla, Pablo Gonzales Javler Olguin og Krlstinn Reyr voru utan við heimili Rodolfo og Veronlca þar sem bömin og unglingamlr ætluðu að sofa í tjöldum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.