Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ Suðurlandsskjálftar ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 C 3 Ibúðarhúsið á Arbakka í Landsveit gjöreyðilagðist f jarðskjálftanum Þetta er ólýsanleg martröð „ÞETTA er óþverraleg lífsreynsla. Það er ekkert skemmtilegt við þetta og þetta er ekki upplifun sem maður vildi hafa lent í eftir á, þó að við höfum öll sloppið ómeidd. Svona lífsreynsla er ekkert lík því að verða vitni að eldgosi eða einhverju því- líku. Þetta er ólýsanleg martröð,“ sagði Anders Hansen, hrossabóndi á Arbakka í Landsveit, en íbúðar- hús hans eyðilagðist í jarðskálftan- um. Hann og fjölskylda hans voru inni í húsinu þegar ósköpin dundu yfir. Arbakki er innan við 10 kíló- metra frá upptökum skjálftans. Húsið á Arbakka er byggt árið 1950 úr holsteini og einangrað með vikurplötum. Það er járnklætt að utan og virðist því við fyrstu sýn sæmilega heillegt. Annað blasir þó við þegar inn er komið. Gátum ekki staðið í fæturna „Við vorum heima, ég og Valgerð- ur Brynjólfsdóttir, konan mín, ásamt tveimur dætrum okkar, sem eru fímm og fjórtán ára, og sænsk- um tamningamanni. Við vorum að ijúka við að drekka síðdegiskaffi. Konan mín hafði staðið upp og gengið að eldhúsvaski og ég var að standa upp úr sæti mínu þegar það kemur feiknarlega mikið högg. Við sögðum eitthvað á þá leið að þetta væri nú meiri skjálftinn, en þá fyrst byrjuðu ósköpin. Húsið gekk til og frá svo við áttunp erfitt með að standa í fæturna. Ég datt á gólfið og var að reyna að styðja konuna mína því að hún er nýkomin úr upp- skurði á hné. En maður gat enga björg sér veitt meðan á þessu gekk. Loftið fylltist af steypuryki. Hlutir hrundu úr hillum. Klæðningar úr veggjum hrundu inn á gólfið og skápar féllu fram á gólf. Síðan varð örlítið hlé, að því er okkur fannst, þannig að við náðum að hlaupa út. Við óttuðumst að sænski strákurinn væri ennþá inni, en hann hafði þá komist út um aðrar dyr. Um leið og við vorum komin út jukust lætin aftur og okkur fannst að okkur væri varla óhætt þar sem við stóðum 10 metra frá húsinu. Það var eins og jörðin kraumaði eða lemdist til undir manni.“ Anders sagðist varla vera dóm- bær á hvað skjálftinn hefði staðið í langan tíma, en hann sagðist þó telja að hann gæti hafa staðið í 30- 40 sekúndur, jafnvel lengur. Ætlar að búa i hesthúsinu Enginn slasaðist í hamagangin- um og sagði Anders að miðað við ástandið á húsinu væri ekki hægt annað en að vera þakklátur fyrir það. „Það er auðvitað ekkert annað en tilviljun að enginn slasaðist. Þarna fór stór skápur á hliðina þar sem krakkarnir höfðu verið að leika sér. Veggir hrundu yfir hjónarúmið og þar fram eftir götunum. Það er þó merkilegt að engin rúða er brot- in í húsinu,“ sagði Anders. Skorsteinn á húsinu féll af því og kom niður skammt frá útidyrum. Anders sagðist telja að hann hefði verið lentur þegar fjölskyldan hljóp út. „Maður les í símaskránni leið- beiningar um hvernig maður eigi að haga sér í jarðskálftum, t.d. að koma sér út í dyrakarma. Það var hins vegar engin leið að hreyfa sig. Ég datt strax á gólfið. Þetta var eins og að stíga ölduna í haugasjó." Anders sagðist telja að tjónið sem hann hefði orðið fyrir væri eitt- hvað á annan tug milljóna. Ibúðar- húsið væri ónýtt. Gömul útihús, sem búið var að breyta í hesthús, væru sömuleiðis ónýt. Ennfremur væru sprungur í hesthúsunum en þau eru tiltölulega nýleg hús. Anders Hansen var í eldhúsinu þegar skjálftinn reið yfir. Hann komst út ásamt fjölskyldu sinni, en húsið er ónýtt. Litlu munaði að par lokaðist inni í herbergi húss við Freyvang Hissa hve fólk hefur verið rólegt LITLU munaði að ungt par yrði inn- ly ksa í litlu herbergi í húsinu að Freyvangi 19 á Hellu þegar skjálft- inn gekk yfir. Miklar sprungur komu í veggi hússins, einkum tengi- byggingu við viðbyggingu, og gengu hurðir til svo mjög að parið nærri lokaðist inni. Svo fór þó ekki og náðu ungmcnnin að flýja út í garð undan hrynjandi innan- stokksmunum og öðru lauslegu. Heimilisfaðirinn, Knútur Schev- ing, var staddur úti í garði við smíði sóipalls þegar ósköpin dundu yfir, og hlupu sonur hans, Kristinn, og Theresa, sænsk vinkona hans, út til hans. „Ég fann jörðina titra og gerði mér strax grein fyrir því að um kröftugan jarðskjálfta væri að ræða,“ segir Knútur. „Síðan ætlaði ég að huga að krökkunum þegar þau hentust út í garð í ofboði.“ Kristinn segir að þau hafi undir- eins ætt til dyra þegar húsið byrjaði að titra og nötra. „Maður náði ekk- ert að hugsa sig um - aðalatriðið var að komast út,“ segir hann. Gríðarlegt tjón varð á eignum Knúts og fjölskvldu í skjálftanum, en eiginkona hans, Anna Helga Kristinsdóttir, segir þó fyrir öllu að allir hafi sloppið heilir úr hildar- leiknum. „Hér var allt í rúst og sást vart í gólfið. Heimiliskettirnir þutu undir rúm og voru þar í marga klukkutíma að jafna sig. Þetta var rosalegt.“ Litlar skemmdir urðu á elsta hluta hússins, sem byggt var um 1970, en tengibygging í viðbygg- ingu fór illa í hamförunum. Hún er svo gott sem ónýt; bæði eru veggir spiungnir víðast hvar og sökkull farinn þannig að gólfefni hanga nánast á líminu einu saman. Þegar Morgunblaðið bar að garði á sunnudag var heimilisfólkið í óða- önn við tiltektina. „Ég er þegar far- inn að leita eftír smiðum. Ætli flestir hér hafi ekki nóg að starfa á næst- unni. Líklega er best að leita fyrir sunnan," sagði Knútur Scheving. Margrét Schevlng var í óða önn að koma skikkan á herbergið sitt, en allt lauslegt endaði á gólfinu við skjálftann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.