Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ 12 C ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 Suðurlandsskjálftar Suðurlandsskjálftar ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 C 13 Forsætisráðherra á fjölmennum borg- arafundi á Hellu í kjölfar skjálftans Stuðningi stj órn- valda lofað Allt verður gert af hálfu ríkisins til að eftir- leikurinn verði þeim sem urðu fyrirtjóni í jaröskjálftanum á Suðurlandi eins hagfelldur og hagstæður og veróa kann. Þetta kom fram í máli Davíðs Oddssonarforsætisráðherra á fræöslufundi almannavarnanefndar Rangárvallasýslu sem haldinn var í íþrótta- húsinu á Hellu sl. sunnudag-daginn eftir stóra skjálftann. DAVÍÐ Oddsson mætti til fundarins ásamt eiginkonu sinni, Astríði Thor- arensen, en fjölmenni var á fundinum, 4-500 manns, Rangæingar á öllum aldri, og greinilegt var að mörgum var mjög brugðið. Sýslumaður þeirra, Friðjón Guð- röðarson, sem jafnframt er formaður almannavarnanefndar Rangárvalla- sýslu, stjórnaði fundinum en fyrstur tók til móls Ingvar Baldursson hita- veitustjóri. Hann lýsti þeim skemmd- um sem orðið hefðu á leiðslum hita- veitunnar og breytingum í borholum hennar, en bætti svo við að bæjarbúar og nærsveitamenn gætu átt von á heitu vatni aftur innan skamms - unn- ið yrði að viðgerðum af fullum krafti þar til heitt vatn væri aftur komið á. Hitaveitustjóri hvatti alla til að loka fyrir inntak í híbýli sín enda hefðu mikil umskipti átt sér stað í borholun- um og ekki væri fullljóst um aíleiðing- ar þessa. Þannig hefði vatnsborð í holu í Laugalandi fallið um 130 m við skjálftann og slíkt ástand væri vart þolanlegt fyrir tæki og vinnslu til lengri tíma litið, en í Kaldárholti hefðu áhrifin orðið þveröfug - þar flæddi vatn upp úr þótt engin hætta væri þar á ferðum. Húseigendur þurfa að vera á varðbergi Ingvar sagði aðspurður að húseig- endur þyrftu að vera á varðbergi næstu daga og vikur því ofnar hefðu getað rifnað frá og losnað og fram gæti komið slit í leiðslum í veggjum og gólfum, en slíkt væri ekki unnt að meta án nákvæmari skoðunar. Hins vegar sagði hann mikið happ að allur vélbúnaður veitunnar virtist óskemmdur og sérstaka athygli hefði vakið að ný dælustöð í Kaldárholti - nærri upptökum skjálftans - væri að því er virtist algjörlega óskemmd. Sigbjörn Jónsson, byggingafulltrúi á Hellu, stansaði stutt í pontu, enda á leið á fundi vegna ástandsins. Hann skýrði þó frá því að á annan tug húsa væri ónýtur og þar með fjölmargar fjölskyldur heimilislausar. Hann brýndi fyrii’ fólki að óska aðstoðar teldi það sig þurfa á henni að halda og bætti við að starfsmenn bæjarins myndu að öllum líkindum ganga hús úr húsi. Ekki væri Ijóst hvort um eig- inlega skoðun yrði að ræða í öllum til- vikum, en hús væru skoðuð og skemmdir metnar, æskti fólk þess. Fyrstu tölur um stærð skjálftans ótrúverðugar Páll Halldórsson, jarðeðlisfræðing- ur á Veðurstofu Islands, tók næstur til máls. Hann skýrði frá því að um þrjá kippi hefði verið að ræða á sprungu um Holtin sem líklega væri um 20 km löng. I kjölfarið væri gríð- arleg virkni á mjög stóru svæði að Kleifarvatni í vestri og segja mætti að öll flekaskil hefðu látið vita af sér með einum eða öðrum hætti í kjölfar skjálftanna. Páll sagði að hver kippur um sig hefði mælst um 5,5 á Richter, en yfir- borðsbylgjur þeirra aftur á móti um 6,5 á Richter. Ljóst hefði verið strax í upphafi að um mikinn atburð hefði verið að ræða og honum hefði sjálfum fundist fyrstu tölur mælitækja um stærð skjálftans ótrúverðugar. „Eg var staddur heima hjá mér að njóta þjóðhátíðarinnar þegar skjálft- inn kom og samkvæmt einföldustu mælingum mínum var stærð hans nær 6,2. Því komu mælitækin mér nokkuð á óvart,“ sagði Páll á fundin- um. Hann benti hins vegar á að stærð skjálfta skipti ekki mestu máli í þessu sambandi; þá væri unnt að mæla eftir mismunandi forsendum og skjálftar á Suðurlandi hefðu tilhneigingu til að koma í hviðum. Því væri mjög mikil- vægt fyrir fólk að vera á varðbergi. Mikil orka enn í iðrum jarðar Fullljóst er, að hans mati, að mikil orka leynist enn í iðrum jarðar og skjálftamir nú hafi aukið mjög líkurn- ar á að hún leysist úr læðingi. Jafnvel megi leiða að því líkum að skjálftarnir á laugardag hafi aðeins falið í sér 1/10 eða 1/15 þeirrar orku sem sé til stað- ar. „Ég er ekki tilbúinn að segja að hér hafi Suðurlandsskjálftinn verið á ferð- inni en þetta var svo sannarlega Suð- urlandsskjálfti. Litlar líkur eru hins vegar á að með þessum skjálfta eða skjálftum sé málið afgreitt og við get- um því verið róleg næstu hundrað ár- in. Meiri líkur eru á að þetta hafi verið upphafið að einhverju meiru. Jafnvel miklu meiru,“ sagði Páll. Hann sagði þetta vera staðreyndir sem sagan hefði kennt okkur. „Það er ekki ljóst hversu lengi þarf að bíða eftir frekari skjálftum, en miklar líkur eru á að þeir komi. Þetta gætu verið klukkustundir, dagar-jafnvel ár.“ Ragnar Sigbjörnsson, prófessor við Rannsóknamiðstöð Háskóla Islands í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi, sagði í upphafi síns máls að miðað við stærð skjálftans og umfang væri ljóst að tjón af hans völdum væri mun minna en búast hefði mátt við. „Sjálfur er ég hissa á hvað þetta fór í raun og veru vel og að vissu leyti má Morgunblaðið/Þorkell Fjölmenni var á fundinum, 4-500 manns á öllum aldri. Greinilegt var að mörgum var brugðið Morgunblaðið/Þorkell Morgunblaðið/Þorkell Morgunblaðið/Þorkell Framsögu höföu á fundinum vísindamenn, byggingafulltrúi, sveitarstjóri, fulltrúar Almannavarna og Viðlagatryggingar. Margir báru fram fyrirspurnir. Davíð Oddsson forsætisráðherra mætti til fundarins ásamt eiginkonu sinni, Ástríði Thorarensen. V* því vel við una,“ sagði Ragnar sem ræddi síðan áhrif slíkra skjálfta á mannvirki hér á landi, stór sem smá. Hann sagði skemmdir sem orðið hefðu á Hellu vekja sérstaka athygli enda væri ljóst að fjölmörg hús þar hefðu farið illa út úr hamförunum meðan önnur hefðu sloppið mun bet- ur. Ragnar benti á að þeir kraftar sem leynst hefðu í skjálftanum hefðu verið sambærilegir og t.d. í skjálftanum sem olli gríðarlegu tjóni í Tyrklandi fyrir skemmstu. Skjálftinn hér hefði hins vegar ekki staðið jafn lengi yfir. Fullyrti hann að tjón af völdum skjálftans á laugardag hefði orðið miklu meira hefði hann varað t.d. fimm sekúndum lengur en hann gerði. Ragnar sagði Ijóst að fæstar bygg- ingar hér á landi væru hannaðar til að þola þann ógnarkraft sem hefði falist í skjálftanum. Hann líkti áhrifum skjálftans við það að á byggingar legðist láréttur kraftur sem samsvar- aði þyngd þeirra og öllum mætti vera ljóst að slíka meðferð þyldu bygging- ar illa. „í sumum húsum sjást skemmdirn- ar vel, t.d. í sprungum veggja. Að hinu er að hyggja, að í öðrum húsum sjást skemmdirnar ekki þótt byggingar séu e.t.v. mun ótraustari en áður eftir að hafa orðið fyrir svona mikilli áraun. Það er augljóst að þær byggingar geta síður staðist þá skjálfta sem kunna að koma í framhaldinu," sagði Ragnar og brýndi fyrir fundarmönn- um að vera mjög á varðbergi í þessum efnum. Hann taldi margt líkt með skjálft- anum nú og þeim sem varð á Suður- landi hinn 26. ágúst 1896. Jafnvel mætti tengja skjálftann nú við annan minni sem varð á þessum slóðum 1987. Því væri rétt að gera ráð fyrir því að fleiri atburðir gætu fylgt í kjölfarið. Fulltrúar Viðlagatryggingar ræddu því næst þátt trygginganna í tjóninu af völdum skjálftans. Verðm- gengið í hús og farið á bæi næstu daga og hvert og eitt tilfelli metið fýrir sig. Beindu fulltrúarnir því til viðstaddra að hika ekki við að hafa samband, jafnvel þótt ekki virtist um mikið tjón að ræða. Fulltrúarnir fengu ýmsar sértækar fyrirspurnir, t.d. hvernig haga ætti tiltekt eftir tjón sem þessi og voru svör þeirra á þá leið að mikil- vægt væri að skrá niður allt það sem talið væri tjón; slíkt auðveldaði mjög alla vinnu og flýtti fyrir uppgjöri, þol- endum til hagsbóta. Æðruleysi og rósemi Sveitarstjórinn á Hellu, Guðmund- ur Ingi Gunnlaugsson, hældi undir lok fundarins bæjarbúum og nærsveita- mönnum fyrir það æðruleysi og þá ró- semi sem þeir hefðu sýnt á afar erfið- um tímum. „Þessar hamfarir hafa sýnOega haft » hrikalegar afleiðingar, en styrkur er að finna samstöðu fólks. Brýnast er að leysa vanda þeirra sem eru húsnæðis- lausir í kjölfar hamfaranna. Fyrst leysum við það mál og síðan tökum við til að meta það sem byggja þarf upp í kjölfarið," sagði sveitarstjórinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.