Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 18
'18 C ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 Suðurlandsskjálftar MORGUNBLAÐIÐ Virða ber tilfinningar og viðbrögð „VIÐBRÖGÐ við ofurálagi eða áföllum eru mjög einstakl- ingsbundin sem ráðast af eðli og þunga áfailsins og þoli hvers og eins á þeirri stundu sem það dynur yfir,“ segir Rudolf Adolfsson geðhjúkrun- arfræðingur þegar Morgunblaðið innti hann eftir því hvort skjálftar á borð við þann sem átti upptök sín á Suðurlandi á laugardag geti haft al- varleg áhrif á andlega heilsu fólks. Bendir hann á fþessu sambandi að minningar um fyrri áföll og til- finningar þeim tengdar ýfist gjarn- an upp og valdi sársauka á erfiðum stundum og segir því að það skipti miklu máli að virðing sé borin fyrir tilfinningum og viðbrögðum þeirra sem atburðina upplifa íþeirri mynd sem þau birtast. „Það er afar mikilvægt að maður noti ekki sjálfan sig sem viðmið á það hvað séu rétt og hvað röng við- brögð við áföllum því fólk getur borið svo margt í farteskinu sem aðrir hafa ekki hugmynd um,“ ítrekar hann. Rudolf segir að fyrstu viðbrögðin „hjá eðlilegu fólki sem upplifir óeðlilegar kringumstæður" séu oftast doði og óraunveruleika- tilfinning en bætir því við að slík viðbrögð staldri yfirleitt stutt við, í mesta lagi f nokkra daga. „Mörgum finnst ef til vill undar- legt og jafnvel óeðlilegt hvað þeir _i‘ru rólegir,“ segir hann, „en það er mikilvægt að hafa í huga að þessi doði er ákveðin tímabundin vörn gegn óbærilegum hugsanatilfinn- ingum,“ segir hann. Reiknar hann með því að fólk sem lendir í slíkum aðstæðum geti fúndið fyrir einhvers konar hugsanatruflunum, sem lýsi sér íþví að hluta af atburðarásinni skjóti upp í hugann aftur og aftur. Það séu þó eðlileg viðbrögð og að atburðir á borð við þann sem hér um ræðir þurfi tíma til að renna sitt skeið. „Ég segi mjög oft við fólk, sem hefur orðið fyrir ofurálagi eða áföll- um, að versti óvinur þeirra sé þeirra eigin hugsanir," segir hann og bæt- ir við að aðalatriðið í þessu sam- bandi sé að fólk geti sett hugsanir sínar og tilfinningar í orð og í eyra einhvers sem það treystir. „Aðalatriðið er fyrst og fremst að forðast það að flýja eigin hugsanir og tilfinningar. Sumir gera það með því að deyfa sársaukann með áfengi og róandi lyfjum sem er slæmur kostur.“Rudolf segir að stundum sé gott og nauðsynlegt að leita til hlut- lausra aðila, svo sem heilbrigðis- starfsfólks, presta eða kennara en leggur áherslu á að enginn komi í stað nánustu ættingja og vina. Stöðugur straumur af fólki Stöðugur straumur hefur verið af fólki til þess að leita sér áfallahjálp- ar í fjöldahjálparstöð Rauða kross- ins í grunnskólanum á Hellu síðan á sunnudag, að sögn Elínar Jónasdótt- ur sálfræðings hjá Rauða krossin- um, en hún segist ekki hafa undir höndumnákvæma tölu yfir þá sem hafa þurft á hjálp að halda. Almannavarnanefnd Rangár- vallasýslu fór þess á leit við Rauða krossinn að hann opnaði fjöldahjálp- arstöð vegna skjálftans á Suður- landi og var opnuð miðstöð í grunn- skólanum á Hvolsvelli á sunnudag en hún síðan færð til grunnskólans á Hellu enda að sögn Elínar mun meiri þörf fyrir áfallahjálp þar. Elín segir það einstaklingsbundið hvernig fólk hafi brugðist við skjálftanum á laugardag en segir það greinilegt að hann hafi meira eða minna haft áhrif á alla. „Fólk upplifir náttúruhamfarir sem þess- ar sem áfall vegna þess að það hefúr enga stjórn á aðstæðunum. í því felst óöryggið," útskýrir hún. Elín segir marga upplifa óöryggi en einnig kvíða yfir því að þurfa að upplifa annan eins skjálfta eða jafh- vel verri. „Margir hafa á orði að þeir vilji ekki upplifa þetta aftur," segir hún en bætir því við að fólk sé al- mennt afar duglegt. Aðspurð segir Elín að í flestum til- fellum nái fólk að vinna sig úr áfalli sem þessu annað hvort á eigin spýt- um eða með hjálp sinna nánustu. „Það er Ijóst að áfall sem þetta hefur áhrif á alla til lengdar en við von- umst til þess að það verði góð áhrif þegar til lengri tíma er litið og á ég þá við að fólk nái að þroskast og vaxa með þessari reynslu." Brýr óskemmdar og litlar skemmdir á vegakerfínu Morgunblaðið/Aðalheiður Lðng sprunga myndaðist á þjóðveginum við Ashól í Asahreppi í jarðskjálftanum á laugardaginn og seig vegurinn á talsverðum kafla. Þurftu vegfarendur að gæta sérstakrar varúðar þegar þeir sneiddu fram hjá sprungunum en vega- gerðarmenn voru fljótir á staðinn og luku viðgerð á veginum síðar um kvöldið. Djúp 50 metra sprunga yfir veginn í Holtum TILTÖLULEGA litlar skemmdir urðu á vegakerfmu á Suðurlandi og engar skemmdir urðu á helstu brúm í jarðskjálftanum á laugardag, að sögn Steingríms Ingvarssonar, umdæmis- stjóra Vegagerðarinnar á Suður- landi. Mestu vegarskemmdimar urðu við bæinn Hárlaugsstaði í Holtum en þar sprakk vegurinn við skjálftahræring- amar og myndaðist djúp spmnga frá vegarkanti og langt inn á veginn á um það bil 50 metra kafla að sögn Steing- ríms. Skv. upplýsingum lögreglunnar á Hvolsvelli var sprangan, sem mynd- aðist eftir veginum, svo djúp að vega- gerðarmenn náðu ekki til botns með tveggja metra löngu skófluskafti. Var strax ráðist í viðgerðir og efni ek- ið í spranguna á laugardagskvöldið. Töluverðar vegar- skemmdir við Hróarslæk Einnig urðu töluverðar vegar- skemmdir við Hróai’slæk, skammt fyrir austan Hellu, en þar sprakk fylling beggja vegna brúarinnar yfir Varmadalsá en engar skemmdir urðu þó á sjálfri brúnni. Vegurinn seig báðum megin brúarinnar og þurfti að aka fyllingarefni í veginn á um 100 metra kafla, að sögn Steingríms. Vegir á Suðurlandi vora alls staðar opnir á sunnudag þar sem unnið var að viðgerð á skemmdum strax á laug- ardagskvöldið og aðfaranótt sunnu- dags. Stærstu brúm var lokað um tíma í öryggisskyni Steingrímur sagði að athugun á brúm hefði leitt í ljós að þær væra óskemmdar eftir skjálftann. Lög- reglan lokaði fljótlega eftir að skjálft- inn reið yfir Þjórsárbrú og Ölfusár- brú í öryggisskyni en þær voru opnaðar aftur nokkra síðar, þegar verkfræðingar höfðu gengið úr skugga um að engar skemmdir hefðu orðið á brúnum. Víða era þó sjáanlegar smásprang- ur í vegum á Suðurlandi og mynduð- ust ójöfnur eða kryppur á vegum á nokkram stöðum, s.s. við Asholt. Steingrímur sagði að eitthvað væri um ójöfnur í klæðningu á vegum af völdum skjálftanna en skemmdir hefðu þó yflrleitt verið litlar. Skv. upplýsingum lögreglu á Sel- fossi urðu minni háttar skemmdir á vegum við Þrándarlund í Gnúpverja- hreppi, á móts við bæinn Hólakot í Hranamannahreppi og í Grímsnesi. Að sögn lögreglu var gamalli brú yfír Tungufljót lokað af öryggis- ástæðum. Grjót hrundi yfir vegi undir Eyjafjölluin Nokkuð var um grjóthrun á vegi í skjálftanum og vora dæmi þess að stór björg hefðu oltið inn á vegina, m.a. undir Eyjafjöllum. Steingrímur sagði að þetta hefði þó ekki verið í neinum veralegum mæli og fljótlega hefði gengið að hreinsa veginn með traktorsgröfu. Töluvert grjóthrun varð hins veg- ar á veginn við Hlíðarvatn og Kleifar- vatn og vai- leiðin frá Ki-ísuvíkurvegi að Djúpavatni talin ófær og lokuð all- ri umferð á sunnudag samkvæmt ákvörðun Almannavarna. ENGAR truflanir urðu á almenna símakerfinu eða NMT-farsímakerfí Landssímans í jarðskjálftanum á Suðurlandi á laugardag en hluti GSM-kerfisins datt út um tíma. Truflun varð í hluta af móður- stöð GSM-kerfisins, sem staðsett er í Norðurfelli í Breiðholti, rétt um það leyti sem jarðskjálftinn varð. Að sögn Ólafs Þ. Stephensen, forstöðumanns upplýsinga- og kynningarmála Símans, er talið "^hugsanlegt er að trufiunin hafi orð- ið a.m.k. að hluta vegna skyndilegs álags á kerfið er fólk greip til GSM-símans til að hringja í vini og ættingja strax eftir að skjálftinn reið yfir upp úr kl. 15.40 á laugar- dag. Hluti kerfisins varð sambands- laus í nokkrar mínútur, en síðustu sendarnir vora komnir í samband aftur kl. 16.15. Símstöðvar gengu fyrir vara- afli þar til rafmagn komst á ^ Vegna jarðskjálftans fór raf- magn af víða á Suðurlandi og Ólaf- ur sagði að allar sjálfvirkar sím- stöðvar og sendar GSM-kerfisins væra tengdar við varaafl og hefðu gengið fyrir rafgeymum þar til raf- magn komst á að nýju. Engar truflanir urðu því í sjáifvirka síma- Tímabundin truflun varð í GSM-kerfi Landssímans kerfinu og GSM-kerfið starfaði með eðlilegum hætti frá kl. 16.15. Allur búnaður Símans, t.d. sjálfvirkar símstöðvar og farsíma- sendar, er tengdur við varaafl, ým- ist rafgeyma eða dísilrafstöðvar. Þegar raforkukerfið bregst, eins og gerðist víða á Suðurlandi sl. laugardag, tekur varaaflið sjálf- krafa við en það endist í 8 til 30 klukkustundir, að sögn Ólafs. Komi til langvarandi rafmagns- leysis hefur Síminn yfir að ráða færanlegum dísilrafstöðvum og hefur jafnframt gert samninga um forgang að vararafstöðvum á ein- stökum stöðum, að sögn hans. Litlar sem engar traflanir urðu á GSM-farsímakerfi Tals í jarð- skjálftanum samkvæmt upplýsing- um Jóakims Reynissonar, tækni- stjóra Tals. Hann sagði að þegar rafmagn fór af í Vestmannaeyjum og á Hellu í jarðskjálftanum hefði varaafl búnaðarins á rafgeymum sjálkrafa tekið við. Hann sagði að rafgeymir á Hellu hefði hins vegar tæmst eftir um það bil klukku- stund og liðið hefðu 15-30 mínútur frá því að varaaflið þar datt út þar til rafmagn komst aftur á. „Að öðru leyti gekk þetta mjög vel hjá okk- ur,“ sagði hann. Dreifisvæði Tals nær yfir Suðurland allt austur að Eyjafjöllum. Ljósleiðarar og símastrengir urðu ekki fyrir skemmdum Að sögn Ólafs beinir Landssím- inn þeim tilmælum ávallt til al- mennings að nota GSM-kerfið í hófi við aðstæður sem þessar, þannig að símtöl neyðarþjónustu og almannavarna eigi greiða leið um kerfið. Ólafur sagði að ekki væri vitað til þess að ljósleiðarar eða aðrir símastrengir hefðu farið í sundur í jarðskjálftanum. Skv. upplýsingum Ólafs hefur verið lögð áhersla á við uppbygg- ingu fjarskiptakerfis Símans að tryggja sem flestar varaleiðir, ým- ist með tvöföldum ljósleiðarasam- böndum eða með örbylgjusam- böndum. Á varaleiðirnar reyndi þó ekki í jarðskjálftanum á laugardag, þar sem engir strengir slitnuðu. Var það raunar vonum framar, að sögn hans, að ljósleiðarastrengir, sem gerðir eru úr örmjóum gler- þráðum, skyldu alls staðar standa af sér jarðskjálfta af þessari stærð þegar ýmsar aðrar lagnir rofnuðu, t.d. hitaveitu- og vatnslagnir, sem oft liggja samsíða ljósleiðaranum, og stórar sprungur mynduðust í þjóðvegi rétt við ljósleiðara. í þess- um stærsta jarðskjálfta, sem orðið hefur frá því ljósleiðaravæðingin hófst, kom því í ljós að kerfið virð- ist þola vel áraun sem þessa, að mati Landssímans. Nú er unnið að því að tvöfalda afkastagetu móðurhluta GSM-kerf- isins með nýrri símstöð. Búið er að setja stöðina upp en ekki hefur verið gengið frá öllum lögnum og er vonast til að hún verði komin í gagnið á næstu vikum. Oll símakerfi Landssímans gegna öryggishlutverki Aðspurður sagði Ólafur að alltaf mætti búast við að truflanir yrðu í tölvubúnaði í stórum jarðskjálftum. Hann sagði að öll símakerfi Landssímans, almenna símakerfið, NMT-fjarskiptakerfið og GSM- kerfið, gegndu ákveðnu öryggis- hlutverki, eðli málsins samkvæmt og þess vegna væri allur búnaður tengdur við varaafl ef rafmagn færi af. Það þyrfti því mikið að ganga á áður en öll þrjú kerfin dyttu út. 'S*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.