Morgunblaðið - 20.06.2000, Side 7

Morgunblaðið - 20.06.2000, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ Suðurlandsskjálftar ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 C 7 Eins og húsið hafí losnað af grunni Húsið ónýtt og innbúið stórskemmt HÚS Sigrúnar Báru Eggertsdótt- ur, Hrafnskálar 2 á Hellu, virtist ónýtt eftir skjálftann, veggir sprungnir, gluggar gengnir til og sprunga milli gólfs og veggja þann- ig að engu var líkara en húsið hefði losnað af grunni. Hún var í vinnu á Dvalarheimilinu Lundi þegar skjálftinn reið yfir og var efst í huga að allir hefðu sloppið ómeiddir. „Eg hélt mér, það var ekki annað að gera,“ sagði hún. „Það hrundi ljós úr loftinu og sjónvörp brotnuðu og það kom sprunga í húsið.“ Gamla fólkið var nýlega gengið út úr kaffi- stofunni en þar hrundi ljós úr loft- inu. Sigrún Bára hélt áfram vaktinni á dvalarheimilinu og fékk fljótt að vita að ekkert amaði að Bjarka syni hennar, sem var heima með Rúnari Gunnarssyni föður sínum þegar skjálftinn reið yfir. Þegar Morgunblaðið knúði dyra hjá Sigrúnu Báru um klukkan 19 á laugardagskvöld var hún tiltölulega nýkomin heim og var með hjálp vina að hreinsa upp rústirnar af inn- búinu sínu. Húsið keypti hún síðast- liðið haust. Það var stórskemmt og virtist leikmönnum ónýtt. „Ég sé ekki að það verði gott að laga þetta. Þetta er allt sprungið og gengið á misvM,“ sagði Sigrún Bára. „Þetta er rosalegt, það er nýbúið að mála þetta allt og laga.“ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Heiða Magnúsdóttir var s að sinna gamla fólkinu á dvalarheimilinu morguninn eftir að hún missti hús sitt og innbú og eiginmaðurinn var á sjúkrahúsi í Reykjavík. Sátu að snæðingi þegar ósköpin byrjuðu Pendúllinn stopp- aði í Kelduhverfi MERKI um jarðskjálftann í Holtun- um komu fram allt norður í Keldu- hverfi en með nokkuð óvenjulegum hætti þó. Stöðvaðist pendúllinn í stórri stofuklukku á Lindarbrekku klukkan 15:43. „Við vorum bæði úti við og urð- um skjálftans ekki vör en þegar við komum inn og heyrðum í útvarpi fréttir tókum við eftir því að pend- úllinn, sem er um 50 sentimetra langur, hafði stöðvast þegar klukk- una vantaði 17 mínútur í fjögur. Þetta hlýtur að hafa verið einhver bylgja frá skjálftanum því það hef- ur gerst áður að klukkan stoppar ef hún skekkist lítillega, hún virð- ist þurfa að vera mjög nákvæmlega lóðrétt," sagði Gísli Auðunsson á Lindarbrekku við Morgunblaðið. Jósef Hólmjárn, tæknimaður á jarðeðlissviði Veðurstofunnar, sagði að yfirborðsbylgja frá stór- um skjálftum á borð við skjálftann á laugardag færi um allar jarðir eftir sprungubeltum. Hún færi mun hægar en skjálftabylgjan sjálf sem færi nokkra kflómetra á sek- úndu. Þar sem Lindarbrekka væri á miðri Gjástykkissprungunni segði yfirborðsbylgjan örugglega til sín þar. Hún færi reyndar um jörðina alla og tæki eina til tvær klukkustundir að fara um hnöttinn. Eg hélt að allt væri að hrynja yfír okkur ÞAÐ hús á Hellu, sem í fljótu bragði virtist verst farið að utan, er húsið á Laufskálum 2 þar sem Heiða Magn- úsdóttir og fjölskylda hennar búa en þau keyptu það í október sl. Eigin- maður Heiðu slasaðist við skjálftann og var fluttur á sjúkrahús í Reykja- vík. Þegar skjálftinn reið yfir sátu þau hjónin og voru að borða því Heiða var að búa sig undir að fara á vakt á dval- arheimilinu Lundi. „Við vorum hálfn- uð með matinn þegar þetta byrjaði,“ sagði Heiða. 72 ára gamall eiginmað- ur hennar sat í hjólastól, sem hann hefur verið bundinn við, eftir áfall í vetur. „I einhverju fáti ætlaði hann að standa upp en datt. Einhvern veg- inn hafði ég það af að reisa hann upp og koma honum og sjálfri mér út en hávaðinn var svo yfirþyrmandi að ég er viss um að ég á eftir að heyra hann alla ævi og ég hugsaði: skyldi ég ekki ætla að koma okkur út. Ég hélt að allt væri að hrynja yfir okkur. Ég sá að húsið var byrjað að springa og allt var að hrynja af veggjum og úr skáp- um. En það hafðist,“ sagði Heiða. Tengdadóttir þeirra, sem búsett er hjá þeim, var ekki heima. Þau hjónin fóru bæði á dvalar- heimilið Lund en þar var enginn læknir og enginn læknir kom til Hellu eða á dvalarheimilið, að því er Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Hús Heiðu Magnúsdóttur á Laufskálum 2 er þakiö sprungum að utan. Það var hlaðið úr vikursteini á sjötta áratugnum. Heiða veit best. Reynt vai' að hlúa að manninum hennar á dvalarheimilinu, að sögn Heiðu en hann komst ekki undir læknishendur fyrr en um klukkan átta um kvöldið og var þá strax sendur með sjúki-abíl til Reykjavíkur enda kom í ljós að hann var úr axlarliði og brákaður á öxl. Morgunblaðið ræddi við Heiðu að morgni sunnudagsins en þá var hún við störf á dvalarheimilinu og hafði dvalið þai' um nóttina, heimilislaus og með eiginmanninn á sjúkrahúsi í Reykjavík. Hún sagði að þessa dag- ana væri dvalarheimilið líka heimili sitt og hún sækti stuðning í sam- starfsfólk sitt þar en þau hjónin fluttu frá Dalvík sl. haust. Vildi ekki upp- lifa annan svona „ÉG vildi ekki upplifa annan svona,“ sagði Rúnar Gunnarsson, bóndi á Svínhaga á Rangárvöllum, þegar Morgunblaðið tók hann tali utan við gamla frystihúsið á Hellu um það bil tveimur klukkustundum eftir jarð- skjálftann. Rúnar var staddur á heimili sex ára sonar síns og fyrrverandi sam- býliskonu á Hellu þegar skjálftinn reið yfir. „Strákurinn var að koma úr sturtu og ég var að klæða hann í sokkana þegar skjálftinn skall á og glerbrotunum rigndi yfir okkur. „Hvað er þetta sem er að gerast, pabbi? spurði Bjarki og ég sagði hon- um að þetta væri jarðskjálfti," sagði Rúnar. Hann segist hafa setið kyrr undir millivegg með son sinn í fang- inu þar til skjálftinn var genginn yfir. Þeggar um hægðist vai' allt á tjá og tundri, myndir fallnar af veggjum, allt lauslegt úr hillum og skápar og húsgögn gengin úr stað; glerbrot og ónýtir munir þöktu gólfin. I þvotta- húsinu hafði þvottavélin oltið á hlið. Sjálft húsið, sem er eitt hinna gömlu hlöðnu húsa á Hellu, var allt út í sprungum og stórskemmt þegar inn var komið en að utan sá ekki á bárujárnsklæðningunni. Þegar Morgunblaðið tók Rúnar tali vai' hann kominn að gamla frysti- húsinu á Hellu og var að bera þar inn matvæli úr frysti í húsi vinafólks hans en hús þess hafði eyðilagst í skjálftanum og var búið að taka raf- magn af því. Hann sagðist ætla heim að Svínhaga seinna um kvöldið og hafa þangað með sér son sinn og e.t.v. fleiri sem ekki áttu í neitt hús að venda eftir skjálftann. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Rúnar Gunnarsson hjálpaði vinafólki við að koma koma verðmætum í örugga geymslu úr ðnýtu húsi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.