Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 C ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 Suðurlandsskjálftar Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Lóa Jónsdóttir og sonur hennar Sigurður Ragnar sváfu í tjaldi aðfaranótt sunnudagsins en húsið þeirra var eitt þeirra fyrstu sem úrskurðað var ónýtt. Lóa heldur á skírnarskálinni sem hún og hennar afkomendur hafa verið skírðir úr en hún var eitt af því fáa sem ekki hreyfðist úr stað í skjálftanum. Synd og skömm að kvarta fyrst allir sluppu lifandi MÆGÐININ Lóa Jónsdóttir og Sigurður Ragnar búa á Hólavangi 4 áHellu. Lóa var í eldhúsinu að leggja kapal en Sigurður var við vinnu í glerverksmiðju Samverks þegar skjálftinn reið yflr. Morgunblaðið var að ræða við þau á hlaðinu þegar Sigbjöm Jónsson byggingafulltrúi og Ragnar Sigbjömsson prófessor komu að skoða húsið og felldu þann dóm að það væri ónýtt og gæti hmn- ið í snörpum eftirskjálftum. Lóa sagðist hafa setið í eldhúsinu við kapalinn þegar allt fór að leika á reiðiskjálfi. „Mér varð strax hugsað til sonar míns, sem var að vinna í glerverksmiðjunni og sonarsona minna í húsinu héma hinum megin,“ sagði hún. Þrátt fyrir að ísskápurinn hennar hrykki metra fram á gólfið og fyrir dymar og allt hryndi úr skápum og af veggjum komst hún út án þess að saka; nokkuð sem blaðamanni fannst kraftaverki líkast eftir að hafa virt fyrir sér verksummerki. Inni í stofu á Lóa forláta bókasafn sem þakti gólfið upp í borðhæð. Einn gripur slapp óbrotinn, sem er Lóu afskaplega kær. Það er skál sem foreldrar Lóu fengu í brúðar- gjöf árið 1930. Hún sjálf, allir afkom- endur hennar og miklu fleiri ættingj- ar hafa verið skírðir upp úr þessari skál. „Það er ekki skrítið að ég haldi á þessari skál,“ sagði Lóa. Nú þegar húsið var ónýtt og við blasti að sofa í tjaldi heima á hlaði var þessi fjöl- skyldudýrgripur henni greinilega dýrmætari en nokkm sinni fyrr. „En það em allir búnir að búast við þessu í 20 ár. Það væri synd og skömm að kvarta fyrst allir sluppu lifandi," sagði hún. Var á hestbaki þegar sá stóri reið yfír Aldrei setið viljugri hest „Ég hef aldrei setið viljugri hest en í dag,“ sagði Sigurður Karlsson, íbúi á Leikskálum 4, sem var á hestbaki ásamt fjölskyldu sinni þegar jörð fór að skjálfa. Innbú Sigurðar var talsvert skemmt en húsið, sem hann byggði sjálfur árið 1954, virtist lítið eða ekkert skemmt. „Þetta verður eftir- minnilegur 17. júní hjá mörgum en því miður var þetta það sem von var á. Ég hef búið hér í 50 ár og aldrei Ient í öðru eins,“ sagði Sigurður. „Þetta var eins og skot en svo kom hávaðinn í bylgjum. Hestamir urðu bijálaðir og æddu af stað með okkur á baki.“ Sig- urður segir að enginn hafi dottið af baki enda hafi hestamir bara sprett úr spori og orðið æstir en hvorki pijónað né ausið. „Fyrst vissi ég ekki hvað var að gerast og datt í hug að það væm komin áramót og strákamir í Flugbjörgunarsveitinni hefðu misst eld ofan í fiugeldakassana sína. Siðan kom næsta hviða og þá skildi ég hvað hefði gerst. Það kom svo sem ekki á óvart. Það er búið að spá þessu í mörg ár og þetta hlaut að koma.“ Sigurður og fjölskylda flýttu sér heim. „Það sá ekki á húsinu en þegar við komum inn var allt innbúið á gólfinu," sagði hann. Húsið við hliðina á húsi Sigurðar var gjörónýtt og einnig hús handan götunnar. Sigurður hafði kenningu um hveiju það sætti að þessi hús hefðu skemmst en hans ekki. „Mitt hús er fijótandi á grús en undir húsinu við hliðina er móbergsklöpp sem liggur yfir götuna,“ sagði hann og benti að húsi handan götunnar, sem einnig var skemmt. „Ég held að fijótandi hús hafi sloppið en ekki þau sem standa á klöpp.“ Skipti mestu að enginn týndi lífi Strax eftir skjálftann var ljóst að margir Hellu- búar ætluðu að fara að heiman yfir nóttina eða gista í tjöldum. Sigurður og eiginkona hans Alda Ólafsdóttir ætluðu hins vegar að sofa í eigin rúmi í húsinu sem hann byggði sjálfur 1954 og flutti inn á árunum 1955-1956. Sigurður sagði að rnestu skipti að enginn hefði týnt lífi eða slasast alvarlega. Hins vegar var hann ekki alls kostar sáttur við hversu seint gekk að staðfesta um hversu stóran skjálfta var að ræða. Langt fram eftir kvöldi var fólki brugðið yfír fréttum yfir því að skjálfti upp á aðeins 5,7 hefði leikið húsin í þorpinu svo illa. Eins var hann gram- ur yfír því að vfsindamenn vildu ekki staðfesta að Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Sigurði Karlssyni gramdist að lengi var Sunnlend- ingum haldið i óvissu um stærð skjálftans, sem lék héraðið svo grátt, og hvort um Suður- landsskjálfta var að ræða. þarna hefði verið Suðurlandsskjálfti á ferðinni. „Þeir geta ekki svarað því já eða nei, en auð- vitað var þetta Suðurlandsskjálfti; skjálfti af þess- ari stærð hér á Suðurlandi, það þarf ekkcrt að ef- ast um það.“ Litlar sem engar skemmdir í Hvera- gerði Hveragerði. Morgunblaðið. JARÐSKJÁLFTINN sem skók Suðurlandsundirlendið á laugardag hafði engar teljandi skemmdir í for með sér í Hveragerði. Hvergerðingar eru flestir hverjir orðnir vanir jarðskjálftum, enda hefur fjöldinn allur af minni skjálft- um skekið byggðina síðan nú- verandi skjálftatímabil hófst árið 1994. Stóri skjálftinn sem nú reið yfir fannst greinilega í Hveragerði og varð mörgum á orði að þessi væri nú ekki líkur þeim skjálftum sem Hvergerð- ingar eiga að venjast. Skjálftinn var mjög langur og kröftugur og er honum lýst sem mikilli bylgju frekar en höggi eins og síðasti stóri skjálfti í Hveragerði var. Há- tíðarhöld þjóðhátíðardagsins stóðu sem hæst þegar skjálft- inn reið yfir og var fjöldi barna ásamt foreldrum sínum stadd- ur á leiksýningu Leikfélags Hveragerðis á Bangsímon þeg- ar ósköpin dundu yfír. Flestir héldu ró sinni en fólk þusti út á götur og urðu hátíðahöld dags- ins hálf endaslepp eftir þetta. Hvernig er ástandið austar? Fólk fylgdist grannt með fréttum og þegar fréttist af upptökum skjálftans fylltust íbúar Hveragerðis áhyggjum af nágrönnum sínum austar í héraðinu, því fyrst skjálftinn var svona sterkur hér, hver voru þá áhrif hans nær upp- tökunum? Margir áttu erfitt með að koma upplifun sinni heim og saman við uppgefinn styrkleika skjálftans enda kom annað í ljós þegar leið á kvöld- ið. Almannavarnanefnd Hvera- gerðis kom þegar saman og kannaði ástand mála hér um slóðir. Guðmundur Baldurs- son, formaður Almannavama- nefndar Hveragerðis, sagði í viðtali að vegna örra skjálfta undanfarið hefðu flestir íbúar Hveragerðisbæjar verið búnir að gera varúðarráðstafanir. Nefndinni hefði ekki verið til- kynnt um neinar skemmdir en sjálfsagt væri eitthvað um minni háttar tjón og sprungur í veggjum. „Garðyrkjubændur hér hafa á síðustu árum lent í miklu tjóni vegna jarðskjálfta og því hafa þeir tryggilega fest lampa og annað sem gæti skemmst. Ibúar hafa einnig fengið mikla og góða fræðslu um viðbrögð við jarðskjálftum, bömin í leik- og gmnnskólunum hafa verið undirbúin eins og hægt er und- ir jarðskjálfta og fólk er al- mennt mjög meðvitað um hættuna sem fylgir skjálftum. Það sýnir sig einnig nú hve mikilvægt er að undirstöður húsa séu góðar. Hér háttar þannig til að flest hús em byggð á mjög góðri undirstöðu eða á klöpp og því ættum við að búa vel hvað það varðar,“ sagði Guðmundur Baldursson að lokum. Almannavarnanefnd Hvera- gerðis mun fylgjast grannt með þróun mála næstu daga og vera viðbúin að grípa til að- gerða ef á þarf að halda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.