Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ Suðurlandsskjálftar ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 C 21^ Morgunblaðið/Sigurgeir Fjölmargar stúlkur vída af landinu voru staddar í Vestmannaeyjum vegna hins árlega pæjumóts. Fjöldi aðkomufólks var í Vestmannaeyjum um helgina Margir héldu skjálft- ann undanfara goss Vestmannaeyjum. Morgnnblaðið. SÉRA Kristján Bjömsson, sóknar- prestur í Landakirkju, hafði í mörg hom að h'ta um helgina. Kristján sagði að hann, ásamt Lóu Skarphéð- insdóttur, hefði veitt stúlkum á Pæju- mótinu áfallahjálp, og öðrum sem þess óskuð, eftir jarðskjálftann sem reið yfir á laugardag. Töluverð hræðsla hefði gripið um sig enda stúlkumar verið í miklum háska, m.a. fengið á sig grjót sem hrundi úr fjöll- um þar sem þær vom nærri. „Én við lögðum áherslu á að dag- skrá pæjumótsins væri haldið og ég ásamt Guðjóni bæjarstjóra, Karli Gauta sýslumanni og séra Bám Frið- riksdóttur taldi fólk á að klára mótið og var það sem beturfer gert. Það sem hræddi þó aðkomufólkið mest var að það setti jarðskjálftann í sam- band við eldgosið á Heimaey en við sluppum með skrekkinn með Guðs hjálp,“ sagði séra Kristján. Stúlkur úr 5. flokki Breiðabliks, sem kepptu á Pæjumótinu, tóku þátt í ýmsu fleiru en knattspymu því m.a. er sprang hluti af því sem stelpumar taka þátt í og læra. A laugardaginn, Knattspyrnu- stúlkur áttu fótum sínum fjör að launa þegar hinn öflugi jarðskjálfti reið yrf- ir, vom stúlkumar úr Breiðabliki að spranga og varð mikið grjóthrun í kringum þær og áttu þær fótum sín- um fjör að launa, að sögn Þóm Guð- jónsdóttur, liðsstjóra stúlknanna. Mikil hræðsla greip um sig, nokkrar stelpur fengu í sig gijót, í bak, höfuð eða aðra líkamshluta svo ljóst má vera að hópurinn var í töluverðri hættu. Stúlkur úr 4. flokki Fjölnis vom staddar í Herjólfsdal þegar jarð- skjálftinn reið yfir og áttu fótum sín- um fjör að launa að sögn Huldu Hall- dóm Tryggvadóttur sem meiddist lítillega í öllum látunum. Hún sagði þær allar hafa verið saman uppi í brekku þegar ósköpin dundu yfir. Það var margt fólk í Dalnum vegna 17. júní hátíðahaldanna þegar allt í einu varð sprenging og þykkt rykský fyllti dalinn með gijóthnmi og hrikalegum hávaða, sagði Hulda. Hún sagði að ekkert meira hefði verið keppt þann daginn og hópurinn fengið áður- nefnda áfallahjálp. Héldu grjóthrunið vera hluta af skoðunarferðinni Stúlkur úr 4. flokki Breiðabliks vom í bátsferð með PH-Vfldngi þegar jarðskjálftinn reið yfir. Salka Hjálm- arsdóttir var ein stúlknanna um borð og sá þegar stór stykki af torfi hrundu niður úr Ystakletti og á svartfugla- byggð og drápu margafugla. Guð- laugur Ólafsson, skipstjóri á PH-Vík- ingi, sagði þau hafa verið stödd inni á Drengjabót alveg við Ystaklett þegar hranið hófst en þau bökkuðu strax út af hættusvæðinu og í raun hefði ekki verið svo mikil hætta á ferðum. Hrun- ið var mikið austan í Ystakletti og norðan í Miðkletti og Heimakletti og töluvert af fulgi drapst, bæði lundar sem vora í holum sínum og eins svart- fugl sem var á syllum sínum þegar torfið rann þar yfir. * Mikið af dauðum fugli hefur rekið á fjörur í Vestmannaeyjum. notaður til að halda eldi á hlóð- unum. Halldóra var inni í bænum ásamt systur sinni, Ingibjörgu, sem var þá þriggja ára, tólf ára gamalli frænku sinni og móður- ömmu. Þegar skjálftinn kom sáu foreldrar Halldóru jörðina ganga ( bylgjum og varð strax litið í átt að bænum og sáu hann jafnast við jörðu. Systurnar voru inni í baðstofunni ásamt frænkunni og amma Halldóru, Þuríður Jóns- dóttir, var nýkomin þangað úr eldhúsinu. Göngin út úr bænum hrundu strax og amma Halldóru var ekki sein að hugsa heldur greip stúlkurnar og kom þeim út um glugga á baðstofunni. Fjölskyldan svaf úti undir járnplötum um nóttina og daginn eftir var farið niður að Reyðar- vatni. Foreldrar Halldóru fiuttu frá Reykjavík að Dagverðarnesi um 1908 eða 1909. Fyrstu tvö börn þeirra létust af veikindum. Þau fóru frá Dagverðarnesi eftir að bærinn þar jafnaðist við jörðu í skjálftanum en tóku upp búskap aftur á Gaddsstöðum, sem er þar sem leikskólinn er nú á Hellu. Halldóra segir að mikið hafi verið talað um skjálftann 1912 því fólk í sveitinni hafi verið mjög hrætt. Margir hafi munað skjálftann í ágúst 1896 en þá varð mikið mannfall. Halldóra segir að amma sín hafi verið sér- staklega hrædd. Halldóra Halldórsdóttir, 89 ára Upplifði sinn annan Suður- landsskjálfta HALLDÓRA Halldórsdóttir upp- lifði sinn annan Suðurlands- skjálfta þar sem hún sat með kaffibolla fyrir utan sumarbúst- að, við Hróarslæk, skammt frá Hellu ásamt skyldfólki á þjóðhá- tíðardaginn. Henni var með naumindum bjargað út um glugga í skjálftanum 1912, lík- lega örfáum sekúndum áður en bærinn sem hún bjó í, ásamt for- eldrum sínum, systur og ömmu, hrundi til grunna. Halldóra var tæplega tveggja ára þegar þetta var og hún seg- ist ekki muna eftir skjálftanum sjálfum, þó man hún eftir að hafa sofið úti undir berum himni um nóttina, þar sem bærinn Dag- verðarnes var langt frá öðrum bæjum. Halldóra minnist þess að járnplötur hafi skýlt henni og fjölskyldu hennar um nóttina. Hún man einnig eftir konunni á bænum þangað sem þau fóru daginn eftir. Konan var mikil vexti og hafði stóra lyklakippu með fjölda lykla, festa við mittis- stað. Það var ekki búið aftur á Dagverðarnesi eftir þetta. Lúðvík Vignir Ingvarsson, son- ur Halldóru, fór heim á heimili sitt og móður sinnar, að Frey- vangi 5, eftir að skjálftinn reið yfir á laugardag. Honum var mjög brugðið þegar hann kom að húsinu. Stéttin fyrir framan hús- ið var sprungin auk þess sem fristandandi veggur við úti- dyrnar hafði kippst um tvo sentí- metra frá húsinu. Þegar inn var komið var allt á tjá og tundri. Þó brá Lúðvík mest þegar hann kom inn 1 stofuna. Móðir hans situr löngum við skáp með skattholi við bréfaskriftir eða Morgunblaðið/Sverrir Halldóra var tveggja ára þegar Suðurlandsskjálftinn 1912 reið yfir. lestur. Skápurinn hafði dottið og undir honum varð stóllinn sem móðir hans situr gjarnan á. Ekki var liðin nema um hálf klukkustund frá því Halldóra kom í sumarbústaðinn við Hróarslæk, og þar til skjálftinn reið yfir á laugardag. Hún sat ásamt fólki við kaffidrykkju úti undir berum himni. Hún sagði að höggið hefði kippt bollanum út úr höndunum á sér, svo hefðu kaffigusurnar gengið yfir borðið. Það hefði þó ekkert verið miðað við lætin sem fylgdu skjálftanum. Halldóra segist ekki muna eft- ir skjálftanum 1912 heldur hafi henni verið sagt frá því þegar hún hafi verið orðin eldri. For- eldrar hennar, Halldór Þorleifs- son og Þuríður Sigurðardóttir, voru ekki heima við þegar skjálftinn reið yfir heldur voru þau við mosatínslu en mosinn var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.