Morgunblaðið - 27.06.2000, Page 19

Morgunblaðið - 27.06.2000, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 19 LANDIÐ Fj ölmenni kvaddi Islending í Dölum FJÖLMENNI kvaddi áhöfn vík- ingaskipsins íslendings á laugar- dag þegar skipið hélt frá Dölum í siglingu sína í kjölfar Eiríks rauða og Leifs Eirikssonar til Grænlands og Norður-Ameríku. Áhöfnin byrjaði daginn á Eiríks- stöðum og sigldi úr smábátahöfn- inni í Búðardal klukkan rúmlega 14. Sveitarstjórn Dalabyggðar bauð áhöfninni og gestum til há- degisverðar að víkingasið í ný- reistum tilgátubæ Eiríks rauða og Þjóðhildar á Eiríksstöðum en þar er talið að Leifur sonur þeirra hafi fæðst. Meðal annarra gesta voru Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Charles J. Furey ferðamálaráðherra Nýfundnalands, sem hér er í opinberri heimsókn, og Bjarni Tryggvason geimfari. fslenskur matur var borinn fram í trogum, meðal annars súrmatur, lamba- læri, lax, svartfugl, svartfugls- egg, harðfiskur og hákarl, og öl kneyfað úr hornum. Var þetta fyrsta athöfnin í tilgátubænum og tilgangurinn að hjálpa áhöfninni að fara í huganum 1000 ár aftur í tímann og upplifa aðstæður og tíðaranda sem þá var. Sagan hófst í Dölum Gunnar Marel Eggertsson, skipasmiður og skipstjóri íslend- ings, sagði við athöfn sem haldin var við smábátahöfnina í Búðar- dal við brottför skipsins að aldrei hefði annað komið til greina en að hefja ferðina formlega á Eir- iksstöðum, þar sem landafunda- ferðirnar hófust. Sturla Böðvars- son samgönguráðherra sagði að saga landafundanna fyrir 1000 árum sem nú væri minnst hefði hafist í Dölum og við Breiðafjörð og hana þyrfti að varðveita með því að halda á lofti arfleifðinni og hún næði vonandi eyrum sífellt fleiri. Hann sagði að tilgangurinn með siglingu íslendings væri að vekja athygli umheimsins á því að það hafí verið íslenskir menn sem fyrstir Evrópumanna stigu á land í Norður-Ameríku og að kynna ísland vestanhafs sem við- komustað ferðafólks. Charles J. Furey ferðamálaráðherra Nýfundnalands sagði að mikil há- tíðarhöld yrðu á Nýfundnalandi þegar íslendingur kæmi þangað. Skipið kemur til L’anse aux Mea- dows, Leifsbúða, 28. júlí. „Sé ykkur í Nýja heiminum," sagði ráðherrann og beindi orðum sín- um til áhafnar íslendings. Sigurður Rúnar Friðjónsson oddviti bað Gunnar Marel og áhöfn Islendings fyrir gjöf frá Dalabyggð til landstjórnarinnar í' Grænlandi en hún er nákvæmt líkan af tilgátubænum á Eiríks- stöðum, steypt í brons. Gjöfin verður afhent í Brattahlfð þegar Islendingur kemur þangað 15. júlí í tengslum við hátiðarhöldin Morgunblaðið/Golli Margir Dalamenn hafa komið sér upp víkingabúningum til að nota á Leifshátíðinni á Eiríksstöðum í ágúst, með- al annars notuðu börnin handavinnutímana til sauma. Þau skörtuðu búningum sínum þegar íslendingur sigldi frá Búðardal en drengirnir notuðu tímann til að skylmast á meðan fúllorðna fólkið hlustaði á ræðurnar. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra leysti landfestar íslendings í höfninni í Búðardal og viðstaddir klöppuðu fyrir áhöfninni sem þar með lagði formlega upp í langa siglingu til Grænlands og Norður-Ameríku. sem standa til 17. júlí. Þá afhenti Páll Bergþórsson áhöfninni fornt siglingatæki sem hann hafði látið smfða. Áhöfninni var óskað góðrar farar og skipstjórinn fór með sjó- ferðabæn. Að svo búnu leysti samgönguráðherra landfestar vfkingaskipsins og það sigldi út Hvammsfjörð með ræðara úr Dalabyggð og áfram út á Breiða- fjörð þöndum seglum. Islendingur bi'ður nú f Ólafs- víkurhöfn eftir góðum aðstæðum til að sigla en mikill fs er við Grænland. Gunnar Marel skip- stjóri sagði í gær að lagt yrði í hann fyrir eða um helgi og taldi líklegt að farið yrði beina leið til Bröttuhlíðar. nýja lágfargjaldaflugfélagið í eigu british airways 250 kr. aukaafsláttur ef bókað er á www.go-fly.com flugfar á lægsta verði selst hratt, samt sem áður er enn hægt að fá flugfar frá aðeins 14.000 kr. báðar leiðir london stansted • alicante • barcelóna • bilbao • bologna • kaupmannahöfn • edinborg ■ faro • ibiza • lissabon • madrid • malaga • mílanó • napolí • palma • prag • róm ■ feneyjar ! miðast við eftirspurn I samkvæmt skilmálum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.