Morgunblaðið - 27.06.2000, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 27.06.2000, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 19 LANDIÐ Fj ölmenni kvaddi Islending í Dölum FJÖLMENNI kvaddi áhöfn vík- ingaskipsins íslendings á laugar- dag þegar skipið hélt frá Dölum í siglingu sína í kjölfar Eiríks rauða og Leifs Eirikssonar til Grænlands og Norður-Ameríku. Áhöfnin byrjaði daginn á Eiríks- stöðum og sigldi úr smábátahöfn- inni í Búðardal klukkan rúmlega 14. Sveitarstjórn Dalabyggðar bauð áhöfninni og gestum til há- degisverðar að víkingasið í ný- reistum tilgátubæ Eiríks rauða og Þjóðhildar á Eiríksstöðum en þar er talið að Leifur sonur þeirra hafi fæðst. Meðal annarra gesta voru Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Charles J. Furey ferðamálaráðherra Nýfundnalands, sem hér er í opinberri heimsókn, og Bjarni Tryggvason geimfari. fslenskur matur var borinn fram í trogum, meðal annars súrmatur, lamba- læri, lax, svartfugl, svartfugls- egg, harðfiskur og hákarl, og öl kneyfað úr hornum. Var þetta fyrsta athöfnin í tilgátubænum og tilgangurinn að hjálpa áhöfninni að fara í huganum 1000 ár aftur í tímann og upplifa aðstæður og tíðaranda sem þá var. Sagan hófst í Dölum Gunnar Marel Eggertsson, skipasmiður og skipstjóri íslend- ings, sagði við athöfn sem haldin var við smábátahöfnina í Búðar- dal við brottför skipsins að aldrei hefði annað komið til greina en að hefja ferðina formlega á Eir- iksstöðum, þar sem landafunda- ferðirnar hófust. Sturla Böðvars- son samgönguráðherra sagði að saga landafundanna fyrir 1000 árum sem nú væri minnst hefði hafist í Dölum og við Breiðafjörð og hana þyrfti að varðveita með því að halda á lofti arfleifðinni og hún næði vonandi eyrum sífellt fleiri. Hann sagði að tilgangurinn með siglingu íslendings væri að vekja athygli umheimsins á því að það hafí verið íslenskir menn sem fyrstir Evrópumanna stigu á land í Norður-Ameríku og að kynna ísland vestanhafs sem við- komustað ferðafólks. Charles J. Furey ferðamálaráðherra Nýfundnalands sagði að mikil há- tíðarhöld yrðu á Nýfundnalandi þegar íslendingur kæmi þangað. Skipið kemur til L’anse aux Mea- dows, Leifsbúða, 28. júlí. „Sé ykkur í Nýja heiminum," sagði ráðherrann og beindi orðum sín- um til áhafnar íslendings. Sigurður Rúnar Friðjónsson oddviti bað Gunnar Marel og áhöfn Islendings fyrir gjöf frá Dalabyggð til landstjórnarinnar í' Grænlandi en hún er nákvæmt líkan af tilgátubænum á Eiríks- stöðum, steypt í brons. Gjöfin verður afhent í Brattahlfð þegar Islendingur kemur þangað 15. júlí í tengslum við hátiðarhöldin Morgunblaðið/Golli Margir Dalamenn hafa komið sér upp víkingabúningum til að nota á Leifshátíðinni á Eiríksstöðum í ágúst, með- al annars notuðu börnin handavinnutímana til sauma. Þau skörtuðu búningum sínum þegar íslendingur sigldi frá Búðardal en drengirnir notuðu tímann til að skylmast á meðan fúllorðna fólkið hlustaði á ræðurnar. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra leysti landfestar íslendings í höfninni í Búðardal og viðstaddir klöppuðu fyrir áhöfninni sem þar með lagði formlega upp í langa siglingu til Grænlands og Norður-Ameríku. sem standa til 17. júlí. Þá afhenti Páll Bergþórsson áhöfninni fornt siglingatæki sem hann hafði látið smfða. Áhöfninni var óskað góðrar farar og skipstjórinn fór með sjó- ferðabæn. Að svo búnu leysti samgönguráðherra landfestar vfkingaskipsins og það sigldi út Hvammsfjörð með ræðara úr Dalabyggð og áfram út á Breiða- fjörð þöndum seglum. Islendingur bi'ður nú f Ólafs- víkurhöfn eftir góðum aðstæðum til að sigla en mikill fs er við Grænland. Gunnar Marel skip- stjóri sagði í gær að lagt yrði í hann fyrir eða um helgi og taldi líklegt að farið yrði beina leið til Bröttuhlíðar. nýja lágfargjaldaflugfélagið í eigu british airways 250 kr. aukaafsláttur ef bókað er á www.go-fly.com flugfar á lægsta verði selst hratt, samt sem áður er enn hægt að fá flugfar frá aðeins 14.000 kr. báðar leiðir london stansted • alicante • barcelóna • bilbao • bologna • kaupmannahöfn • edinborg ■ faro • ibiza • lissabon • madrid • malaga • mílanó • napolí • palma • prag • róm ■ feneyjar ! miðast við eftirspurn I samkvæmt skilmálum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.