Morgunblaðið - 05.09.2000, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
2000
fHargunMafrtö
■ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER BLAÐ
Brunei send-
ir einn á ÓL
ÞÁTTASKIL verða í i'þróttasög-u
Brunei í Sydney en þá eignast hið
auðuga smáríki í fyrsta sinn kepp-
anda á Ólympíuleikum. Það var þó
ekki með mikilli ánægju sem ólymp-
íunefnd landsins sendi keppanda til
Sydney; yfir höfði nefndarinnar
hékk hótun Alþjóðaólympíunefndar-
innar um að Brunei yrði vísað úr ól-
ympíufjölskyldunni sendi það ekki
íþróttamenn til leikanna.
„Við ætluðum bara að senda fuli-
trúa í ólympíunefndinni til að ganga
inn á leikvanginn við setningar-
athöfnina, eins og í Atlanta. En nú
er það ekki hægt, við megum ekki
ganga inn nema taka þátt í íþrótta-
keppninni,“ segir Dato Paduka Talib
Haji Berudin, ritari ólympíunefndar
Brunei.
„Vandinn er að við erum ekki
sterkir í ólympískum íþróttum. Við
eigum góða karatemenn en til allrar
óhamingju er ekki keppt í þeirri
íþrótt á leikunum," segir Berudin.
Ákvað ólympíunefnd Brunei ekki
fyrr en í síðustu viku að senda kepp-
anda til Sydney. Fyrir valinu varð
spretthlauparinn Hassan Ali en hann
mun keppa í 100 metra hlaupi. Er
hann ekki sagður eiga möguleika á
að komast áfram úr sínum riðli. „Við
vitum að hann á enga sigurmögu-
leika en við urðum að senda ein-
hvern,“ segir Berudin.
Honum til fulltingis verða fimm
bruneiskir aðstoðarmenn undir for-
ystu Hadi Sufri Bolkiah prins, bróð-
ur soldánsins af Brunei, þjóðhöfð-
ingja landsins. Ætla þeir þó ekki að
búa í ólympíuþorpinu, þar verður
Hassan Ali einn að hírast því fylgd-
armennirnir ætla að halda til á
glæsihóteli í miðborg Sydney.
Morgunblaðið/Þorkell
Grindvíkingar fögnuðu geysilega eftir að þeir tryggðu sér sigur í Deildabikarkeppni KSÍ á
Laugardalsvellinum í gærkvöldi, með því að leggja Valsmenn að velii í úrslitaleik, 4:0.
Gindvíkingar hömpuðu fyrsta stóra bikarnum sínum. Sjá umsögn um leikinn á B3.
Guðrún í áttunda sæti
á nýjum heimslista
Alþjóðafrjálsíþróttasambandið,
IAAF, hefur gefið út nýjan
styrkleikalista þar sem tekið er
mið af árangri keppenda að undan-
förnu. Guðrún Árnardóttir, Ár-
manni, hefur færst upp um 21 sæti
á heildarlista IAAF og er nú í 96.
sæti yfir bestu frjálsíþróttakonur
heims. I 400 metra grindahlaupi er
árangur Guðrúnar athygliverður
en þar er hún í 8. sæti á lista
IAAF og íslandsmet Guðrúnar
sem sett var í London hinn 5.
ágúst síðastliðinn er 15. besti tími
ársins í greininni, en þegar tekið
er tillit til besta árangurs hlaupara
á listanum er Guðrún í 8. sæti.
Magnús Aron Hallgrímsson
kringlukastari fer upp um átta
sæti frá því listi IAAF var birtur
síðast og er Magnús í 60. sæti á
lista yfir stigahæstu einstakl-
ingana í kringlukasti. Lengsta
kast Magnúsar í ár kom um miðj-
an júní í Helsinborg í Svíþjóð og
mældist kastið 63,09 metrar og er
það jafnframt 147. lengsta kastið í
heiminum það sem af er árinu.
Vala Flosadóttir stendur í stað í
14. sæti heimslistans yfir stiga-
hæstu stangarstökkvarana og Þór-
ey Edda Elísdóttir er númer 36 á
sama lista og hækkar um fjögur
sæti. Besta stökk Völu í ár er 4,30
metrar og náði hún því í Gauta-
borg í Svíþjóð í byrjun júlí en ein-
um mánuði fyrr hafði Þórey Edda
náð sínum besta árangri í ár er
hún stökk yfir 4,30 metra í Vell-
inge í Svíþjóð.
Jón Arnar Magnússon, sem
keppir í tugþraut, náði 8.206 stig-
um á móti í Götzis í Austurríki í
byrjun júní og er það 20. besti ár-
angur ársins en Islandsmet Jóns
Arnars, 8.573 stig sett í Götzis árið
1998, hefði skilað honum í 7. sæti
heimslistans í ár.
BRENTON BIRMINGHAM TIL NJARÐVIKUR /B2
1
i
INTER
SPORT
INTER
SPORT
INTER
SPORT