Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Danir mun leiknari en Svíar „VIÐ á miðjunni vorum of aftarlega og duttum alveg niður í varn- armennina og þetta var ekki alveg eins og við ætluðum okkur að gera. Sérstaklega eftir markið okkar duttum við ósjálfrátt aftar og vorum kannski aðeins að reyna að hvíla okkur. Það hefði kannski verið betra að standa aðeins framar á vellinum,“ sagði Rúnar Kristinsson súr á svip eftir leikinn gegn Dönum. rátt fyrir að íslenska liðið hafi legið full aftarlega í fyrri hálf- leik má geta þess að Island hafði yfir, 4:2, í mark- skotum í hálfleik. IrisiBjörk ”Leikur , okkar Eysteinsdóttur byggist a þvi að við séum allir fyrir aft- an boltann þannig að við getum varist þeim vel. Þeir áttu erfitt með að finna glufur á vörninni og skapa færi en þeir voru mikið með boltann og þetta voru rosalega mikil hlaup á okkur. Þetta var ótrúlega erfitt,“ sagði Rúnar sem fannst þónokkur munur á liði Svía og Dana. „Munurinn á Dönum og Svíum er sá að Danir eru mikið ör- uggari með boltann. Þeir eru allir leiknir, með rosalega góða tækni og fljóta kantmenn og það gerir vinnuna ennþá erfiðari. Svíarnir voru aftur á móti aðeins klaufalegri með boltann og auðveldara að ná af þeim boltanum.“ Þrátt fyrir það brugðust atriði í leik íslenska liðsins sem gengu upp á móti Svíum en erfitt er að finna ástæðuna á bak við það. „Kannski er ástæðan sú að við vorum aftar á vellinum, vörðumst aftar og vorum kannski ekki eins þolinmóðir og á móti Svíum. Það er samt erfitt að segja til um það akkúrat núna,“ sagði Rúnar aðeins örfáum mínút- um eftir að flautað var til leiksloka. Besti kafli íslenska liðsins kom er um 20 mínútur voru til leiksloka. Liðið fór að sækja meira og spurðu menn sig hvers vegna það hefði ekki gerst fyrr. „Aiveg eins og við fórum að bakka eftir að komast í 1:0 fóru Danirnir að bakka þegar þeir komust yfir til að reyna að halda fengnum hlut. Þó svo að við værum einum manni færri reynd- um við að kýla boltann eins langt fram og við gátum og nota stóru mennina okkar til að skalla áfram og vinna annan boltann þar og skapa okkur færi. Eg held að það sé eðlilegt að þótt lið sé einum færri þá gerist það yfirleitt að lið sem eru með nauma forystu bakka þegar lítið er eftir,“ sagði Rúnar sem var ekki alveg nógu ánægður með eigin framgöngu í leiknum. „Ég er ekkert voðalega sáttur. Við vorum lítið með boltann í fyrri hálfleik. Þau skipti sem við unnum hann vorum við oft pressaðir og þurftum að losa okkur við boltann. Við náðum aldrei að taka boltann niður til að byrja að spila þannig að ég var lítið með í fyrri hálfleik. í seinni hálfleik var ég mun meira með og við reyndum aðeins að spila meira. Ég er sáttur við seinni hálf- leikinn en ekki þann fyrri,“ sagði þessi reynslumikii miðjumaður. FOLK ára og Qögurra leikja markaleysi gegn Dönum þegar hann skoraði fyr- ir ísland á 12. mínútu. Þetta var fyrsta mark Islands í 447 leikmínútur gegn Danmörku, eða síðan Matthías Hallgrimsson jafnaði metin í Ála- borg árið 1974. Þá unnu Danir 2:1, rétt eins og á laugardaginn. mEYJÓLFUR skoraði sitt 8. mark fyrir ísland í leiknum og er þar með kominn í 9.-14. sæti yfir markahæstu leikmenn íslands frá upphafi. Jafnir honum eru Atli Eðvaldsson, Sigurð- ur Grétarsson, Guðmundur Steins- son, Marteinn Geirsson og Helgi Sig- urðsson. Þeir eru enn ekki hálfdrættingar a við markahæsta landsliðsmann íslands frá upphafi, Ríkharð Jónsson, sem skoraði 17 mörk. ■ HELGI Sigurðsson og Heiðar Helguson, tveir af þremur vara- mönnum Islands, mættu samheijum sínum í leiknum. I dönsku vöminni var Rene Henriksen, félagi Helga hjá Panathinaikos og fimm mínútum á eftir Heiðari kom inn á annar leik- maður Watford, Allan Nielsen. ■ VALLARÞULINUM á Laugar- dalsvelli urðu á skondin mistök þegar hann kynnti Atla Eðvaldsson, lands- liðsþjálfara íslands, skömmu áður en leikurinn hófst Kynnti hann Atla með þessum orðum: ,Atli Eðvalds- son, þjálfari KR, nei, þjálfari íslands." ■ ATHYGLI vakti þegar Auðun Helgason, hægri bakvörður íslenska landsliðsins, þurfti að yfirgefa leik- völlinn áður en hálf klukkustund var liðinn af leik Islands og Danmerkur á Laugardalsvelli. Astæðan var að ökkli Auðuns bólgnaði upp eftir að hafa orðið fyrir höggi í upphafi leiks. Auðun meiddist á ökklanum á æfingu með landsliðinu á fimmtudaginn og var tæpur fyrir leildnn. Morgunblaðið/Arnaldur Hermann Hreiðarsson og Rúnar Kristinsson sækja að John Dahl Tomasson, sem er ættaður frá íslandi og kom mikið við sögu í leiknum. Eigum að geta haldið boltan- um betur HERMANN Hreiðarsson lék í stöðu vinstri bakvarðar. Hann var, líkt og félagar hans, ekki allskostar sáttur við leik íslenska liðsins en leikur danska liðsins kom honum ekki á óvart. „Þeir hafa ailtaf spilað skemmtilegan fótbolta, þeir halda boltanum vel og spila þetta á jörðinni. Þeir voru kannski ekkert að skapa sér mikið af fær- um en við spiluðum ekki nógu góðan leik. Þetta small ekki hjá okkur, það er alveg ljóst. Það var fullmikið bil milli varnar og miðju og við náðum ekki að halda boltanum nógu vel. Við vorum bara að verjast.“ Fannst þér við hefðum þurft að vera aðeins framar á vellinum? „Já, það Ieikur enginn vafi á því. Ég held að við hefðum þurft að reyna að setja aðeins meiri pressu á þá til að vinna boltann oftar. Við vorum voða Iítið með boltann." Er erfitt að láta sækja svona mikið gegn sér, verða menn þreyttir? „Við erum nú kannski vanir því. Það er engin spurning að við erum með þannig mannskap að við eigum að geta haldið boltan- um betur en það bara gekk ekki í dag.“ Fannst þér of mikil pressa sett á ykkur fyrir leikinn? „Nei alís ekki. Við komum bara mjög vel stemmdir í þennan leik. Þeim til hróss spiluðu þeir bara ágætis leik en við getum gert betur, það er engin spurning,“ sagði Hermann. ísland ekki inni í EM- hugmynd- um Dana Knattspymusamband Dan- merkur hefur farið þess á leit við Michael Laudrup, aðstoð- annann Mortens Olsen landsliðsþjálfara Dana, að hann verði í forsvari fyrir um- sókn Norðurlandaþjóðanna um að halda Evrópumót landsliða árið 2008. Hug- myndir Dana ganga út á að Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland haldi keppnina en ekkei-t er þar minnst á aðrar Norðurlandaþjóðir. Laudrup hefur að sögn danska blaðsins Berlingske Tidende tekið vel í þessa umleitan. ,Áður en ég tók við starfi aðstoðarlandsliðsþjálfara voru margir sem vildu að ég yrði eins konar knattspymu- sendiherra Danmerkur," sagði Laudmp, „en mér leist ekki vel á hugmyndina þá. En ef slíkt hlutverk af minni hálfu myndi hjálpa til við að koma Evrópukeppninni til Dan- merkur þá vil ég gjaman taka það að mér.“ Ekki verður tekin ákvörðun um hvar keppnin verður hald- in fyrr en eftir þijú ár og er allur undirbúningur að hugs- aniégri uffiSÓkn á frumstigi. Auk umsóknar Norðurland- anna er talið að tvær aðrar umsóknir séu í undirbúningi: annars vegar umsókn Rússa og hins vegar sameiginleg umsókn Skotlands, Irlands og Wales.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.