Morgunblaðið - 05.09.2000, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 05.09.2000, Qupperneq 9
8 B ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ 1 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 B 9 KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Ekkert þolinmóðui Dönum á óv Morgunblaðið/Ásdís Óskabyrjun íslendinga dugði ekki gegn Dönum. Tryggvi Guðmundsson, Ríkharður Daðason, Auðun Helgason og Eiður Smári Guðjohnsen fagna markinu sem Eyjólfur Sverrisson gerði, eftir að Peter Schmeichel varði skalla frá Ríkharði, en náði ekki að halda knettinum. Dana og þeir Hermann Hreiðarsson og Helgi Kolviðsson, sem fór af miðjunni í stöðu hægri bakvarðar þegar Auðun Helgason fór meiddur af velli eftir hálftíma, lokuðu vængj- unum ágætlega. Hermann var hins- vegar of bráður á sér þegar hann fékk boltann, ætlaði að gera of mik- ið sjálfur og var t.d. víðsfjarri þegar Danir brutust upp hans megin og skoruðu sigurmarkið. Inni á miðj- unni skiluðu Rúnar og Helgi Kolviðsson varnarhlutverkinu vel, eins Brynjar Bjöm þegar hann hafði stöðuskipti við Helga þegar Auðun fór af velli. Gallinn við Brynjar er hinsvegar sá að hann fær of margar aukaspymur á sig á eigin vallarhelmingi og brottrekstur hans, þó ósanngjarn væri, reyndist dýrkeyptur. En miðjan var of föst í varnarhlutverkinu, þó seinni hálf- leikur væri betri að því leyti, og vængmennirnir, Tryggvi Guðmun- dsson og Þórður Guðjónsson, kom- ust aldrei almennilega inn í leikinn, sóknarlega séð. Þar með voru Rík- harður og Eiður Smári einir á báti í framlínunni, og náðu engri tengingu við miðjumennina. Ríkharður vann vel úr þeim háu boltum sem hann fékk, Danirnir réðu sjaldan við hann í loftinu öðruvísi en að brjóta á honum, en sjaldnast var nokkur ís- lenskur leikmaður í stöðu til að vinna úr skallasendingum Ríkharðs. „Annar boltinn" féll í flestum tilvik- um fyrir fætur Dana. Eiður Smári náði sér aldrei á strik og lét mótlæt- ið slá sig út af laginu. Fleiri íslensku leikmannanna létu mótlætið fara of mikið í taugarnar á sér. Fljótlega eftir jöfnunarmark Dana fóru alltof margir að mótmæla dómum og sýna önnur merki um pirring og skort á einbeitingu og yf- irvegun. Vissulega var franski dóm- arinn einn sá slakasti sem hingað hefur komið lengi en reyndh- leik- menn eins og skipa íslenska liðið að stórum hluta eiga að vita betur. Leikskipulag íslands, 4-4-2, gekk að mestu leyti upp, vamarlega séð. Leikmennirnir vita nákvæmlega sín hlutverk þegar mótherjinn er með boltann og þeir hleyptu Dönum afar sjaldan í umtalsverð skotfæri, en lengi vel á laugardaginn var eins og þeir hefðu litla hugmynd um hvað ætti að gera þegar þeir fengju bolt- ann sjálfir, eða þyrðu ekki að fram- kvæma það. Það verður ekki bætt með breyttu leikskipulagi - það verður einungis bætt með öðru hug- arfari og auknu sjálfstrausti leik- mannanna sjálfra. Það er verkefnið sem blasir við Atla Eðvaldssyni fyr- ir heimsóknina til Tékklands 7. október. Liðið slitnaði of mikið í sundur ÁSGEIR Sigurvinsson landsliðsnefndarmaður og einn frægasti knatt- spyrnumaður íslendinga sagði í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn að þrátt fyrir tapið gegn Dönum mættu menn alls ekki hengja haus. ér fannst eins og íslenska liðið hafi aldrei náð takti í þessum leik þrátt fyrir óskabyrjun. Liðið var að slitna mikið í sundur og við bökkuðum heldur mikið eftir markið sem við skoruðum. Þegar svo gerist getur verið erfitt að tengja saman miðjuna og framlínuna. Ef við hefðum getað haldið út hálfleik- Guömundur Hilmarsson skrifar inn með 1:0 forystu hefði leikurinn get- að þróast öðruvísi en því miður gekk það ekki og Danirnir skoruðu frekar ódýr mörk. I fyrsta markinu var færsl- an ekki nógu góð og Tomasson varð skyndilega einn á auðum sjó í víta- teignum og seinna markið kom eftir slæma þversendingu sem Danirnir refsuðu okkur illilega með.“ Getur þú verið sammála um að þetta Enn sigurmöguleiki á NM ÞRÁTT fyrir ósigurinn gegn Dönum eru íslendingar áfram í efsta sæti Norðurlandamótsins og eiga enn sigur- möguleika. Þar þarf þó að treysta á úr- slití öðrum leikjum. ísland er með 10 stig og hefur lokið sínum leilgum. Finnar eru með 9 og eiga eftir að mæta Svíum, og dugar Finnum jafntefli í þeim leik til að verða Norðurlandameistarar á betri marka- tölu en ísland. Svíar eiga einnig sigurmöguleika en þeir eru með 4 stig eftir 3 leiki. Þeir eiga eftir að mæta Finnum og Færey- ingum og þurfa að vinna þá leiki með ____---------------------- +:i nA fara uppfyrir Island á marakatölu. Ef þeir vinna báða með einu marki og ná ekki að skora fimm mörk samanlagt í þeim, er ísland Norðurlandameistari. Danir hafa lokið sínum leikjum og eru með 6 stig, Norðmenn eru með 5 og eiga eftir að mæta Færeyingum, sem eru neðstir, án stiga, eftir þijá leiki. hafi verið slakasti leikur íslenska landsliðsins í nokkuð langan tíma? „Að vissu leyti. Við megum ekki gleyma því að það er tvennt ólíkt að spila vináttuleiki og leiki í stór- keppni. Danirnir voru betri aðil- inn í þessum leik og áttu sigurinn fyllilega skilinn en eftir þessa góðu byrjun hefðum við með smá heppni getað farið með sigur af hólmi.“ Var búið að byggja of miklar væntingar til íslenska liðsins fyrir þennan leik? „Það eru alltaf of miklar vænt- ingar gerðar til íslenska landsliðs- ins. Danirnir eru að koma í þessa keppni með nýja þjálfara og það er búið að „mótívera“ þá vel eftir Evrópukeppnina í sumar þar sem þeim gekk ekki sem skyldi. Við vitum það í gegnum árin að Danir eiga marga góða knattspyrnu- menn og hafa verið með öflugt landslið svo við þurfum að detta niður á mjög góðan dag til að geta unnið þá. Því miður var þetta ekki dagurinn okkar í dag,“ sagði Ás- geir. EKKI lágu Danir í því frekar en fyrri daginn. Þrátt fyrir óskabyrjun og 1:0 forystu eftir aðeins 12 mínútna leik mátti ísland þola tap, 1:2, í fyrsta leiknum í undankeppni HM og hefur því enn ekki tek- ist að sigrast á Dönum í 17 viðureignum þjóðanna. Úrslitin voru sanngjörn, Danir voru einfaldlega betri aðilinn megnið af leikn- um og íslenska liðið lék langt undir getu miðað við undanfarna leiki. Heppnin var þó á bandi Dana þegar þeir skoruðu sigur- markið, auk þess sem Brynjar Björn Gunnarsson var hafður fyrir rangri sök 17 mínútum fyrir leikslok og rekinn af velli. Niðurstað- an er sú að þessi undankeppni HM hefst ekki eins vel og síðasta Evrópukeppni, og ísland náði ekki að tryggja sér Norður- landameistaratitilinn, sem hefði verið í höfn með sigri. Og Atli Eðvaldsson beið sinn fyrsta ósigur sem landsliðsþjálfari íslands - í sjötta leik. Það er að sjálfsögðu til mikils mælst að krefjast þriggja stiga gegn Dönum þó á heimavelli sé. En eins og þróun ís- ■■■■■■■ lenska liðsins hefur Vfðir verið að undanfömu Sigurðsson var það alls ekki skrifar óraunhæf krafa fyr- ir þennan leik að ná að minnsta kosti einu stigi. Af hverju áttu Dan- ir frekar að fara með þrjú stig héð- an en Frakkar og Rússar? Til að fylgja eftir árangrinum í síðustu keppni - ná því markmiði sem talað er um, að færast upp um styrkleika- flokk, er fyrsta skrefið að tapa ekki á heimavelli. Sama hver mótheijinn er. Þessi ósigur setur strax strik í reikninginn og töpuð stig á heima- velli þarf að vinna upp á útivelli. Þar verður ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur í næsta leik, gegn Tékkum í Prag, og það verður að segjast eins og er að eins og ís- lenska liðið spilaði þennan leik er það ekki líklegt til að blanda sér í baráttuna um efstu sæti riðilsins. Fyrsta uppstillta atriðið skilaði marki Byrjunin var eins góð og hægt var að biðja um. Vonir voru bundn- ar við að uppstillt atriði yrðu Islandi happadrjúg gegn Dönum vegna meiri líkamsburða íslensku leik- mannanna, og það fyrsta skilaði árangri strax á 12. mínútu. Ríkharð- ur Daðason, sem vann flest návígi í loftinu við dönsku leikmennina, átti hörkuskalla eftir aukaspyrnu og Eyjólfur fylgdi á eftir og skoraði. En það var eins og markið hefði komið of snemma. íslensku leik- mennimir fóru alltof snemma að hugsa um að halda fengnum hlut. Þeir drógu sig of aftarlega, skiluðu reyndar vamarhlutverkinu mjög vel með því að loka öllum leiðum fyrir Danina og hleyptu þeim sjaldan inn á hættuleg svæði, en hættunni var boðið heim með því að liggja svona aftarlega á vellinum. Danir áttu þó aðeins tvö skot að íslenska markinu allan fyrri hálfleikinn og skoruðu úr öðm. Morten Bisgaard sprengdi upp miðjuna vinstra megin, stórt bil opnaðist milli miðju og varnar og Jon Dahl Tomasson nýtti sér hik á miðvörðunum og skoraði frá víta- teig. Stærsta vandamálið var að ís- lenska liðið hélt boltanum illa, komst aldrei út úr varnarskelinni og náði sárasjaldan að byggja upp sóknir og færa sig framar á völlinn. í stað þess að koma af stað spili - besta leið til þess hefði verið að koma Rúnari Kristinssyni inn í leik- inn - var alltof mikið um langar sendingar fram völlinn sem þýddu aðeins eitt; Danir fengu boltann aft- ur og héldu áfram að pressa að ís- lenska markinu. Þeir gerðu lítið af mistökum, misstu boltann sjaldan og létu stöðuna í leiknum ekki tmfla sig. Þeir biðu þolinmóðir eftir mark- tækifæranum og höfðu greinilega unnið sína heimavinnu vel. Það var augljóst að ekkert í leik íslenska liðsins kom þeim á óvart. En þrátt fyrir að leikurinn þróaðist á þennan veg átti Island helmingi fleiri mark- skot í fyrri hálfleik en Danir, eða fjögur, og Eiður Smári var nálægt því að koma íslandi í 2:0 á 16. mín- útu með skemmtilegri tilraun þegar hann skaut yfir Peter Schmeichel af 40 metra færi, en rétt yfir þver- slána. Breyttur taktur en Danir ekki í vandræðum Eftir kraftmikla byrjun í síðari hálfleik þar sem íslenska liðið hafði fært sig framar á völlinn en áður kom áfallið. Danir náðu skyndisókn, komust inn í slæma sendingu á eig- in vallarhelmingi, óðu upp og Bisga- ard skoraði þegar hann fékk bolt- ann í brjóstkassann, 2:1. Reiðarslag - en íslenska liðið náði sínum besta leikkafla í kjölfarið. Nú þurfti að sækja og þá var það hægt. Rúnar komst í gang, fór að fá boltann á miðjunni og við það breyttist takt- urinn í leiknum. En þrátt fyrir nokkra pressu á köflum náðist aldrei að skapa dauðafæri. Danir léku af skynsemi, nú var komið að þeim að loka öllum leiðum og það reyndist ekki erfitt gegn frekar hugmyndasnauðu íslensku liði sem skorti sjálfstraustið sem geislaði af því í Svíaleiknum á dögunum. Lang- skot Rúnars í varnarmann og í horn og skalli Tryggva beint á Schmeichel vom einu umtalsverðu marktilraunirnar. Þegar Brynjar Bjöm Gunnarsson fékk rauða spjaldið 17 mínútum fyrir leikslok, fyrir engar sakir aðrar en þær að vera á undan Jon Dahl Tomasson í boltann, var ljóst að vonin um stig var orðin lítil. Liðið sýndi samt karakter þegar þarna var komið sögu, leikmenn börðust sem aldrei fyrr, tíu gegn ellefu, og náðu að sækja talsvert að danska markinu á lokakaflanum. En leikurinn opnað- ist meira og Danir vora þrívegis ná- lægt því að bæta við marki undir lokin, Brian Steen Nielsen komst næst því á síðustu sekúndunum þegar hann skaut yfir úr ágætu færi. Vörnin var sterkasti hluti liðsins Aftasta vörnin var sterkasti hluti íslenska liðsins og Ámi Gautur Ara- son lék óaðfinnanlega fyrir aftan hana. Mörkunum gat hann ekkert gert við. Eyjólfur Sverrisson og Pétur Marteinsson lentu sjaldan í vandræðum gegn fremstu mönnum ISLAND 1:2 DANMORK\ Leikskipulag: 4-4-2 Árni Gautur Arason jfH Auðun Helgason (Brynjar B. Gunnarsson 29.) Undankeppni HM I knatt- spyrnu, 1. umferð. Laugardalsvöllur, laugardaginn 2. sept., 2000 Leikskipulag: 4-3-3 Peter Schmeichel Thomas Helveg m Rene Henriksen Pétur Marteinsson m Vestan gola, sól, 14 stiga Thomas Gravesen Eyjólfur Sverrisson m hiti. Völlurinn þokkalegur. Áhorfendur: 7.072 (uppselt) Jan Heintze mm Hermann Hreiðarsson Þórður Guðjónsson (Helgi Sigurðsson 70.) Helgi Kolviðsson Rúnar Kristinsson Bjarne Goldbæk (Allan Nielsen 75.) Jon Dahl Tomasson Brian Steen Nielsen Dennis Rommedahl m Dómari: Stéphane Bre, Frakklandi, 2. Aðstoðardómarar: Lionelle Dagorne og Jacques Mas m mm m Tryggvi Guðmundsson (Jan Michaelsen 81.) (Heiðar Helguson 70.) Skot á mark: 7 - 7 Ebbe Sand Eiður Smári Guðjohnsen Hornspyrnur: 2 - 3 Morten Bisgaard m RíkharðurDaðason m Rangstöður: 2 - 4 (Claus Jensen 70.) 1:0 (12.) Rúnar Kristinsson tók aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Dana, vinstra megin. Hann sendi háa sendingu inn í vítateiginn þar sem Ríkharður Daðason stökk hæst og átti hörkuskalla niður í markhornið hægra megin. Peter Schmeichel gerði vel að verja, sló boltann í stöng, en Eyjólfur Sverrisson var fyrstur að átta sig og skoraði af stuttu færi. 1:1 (26.) Morten Bisgaard stakk sér skemmtilega á milli íslensku miðju- mannanna vinstra megin og sendi á Jon Dahl Tomasson sem skaut strax óverjandi skoti frá miðri vítateigslínu, neðst í hægra hornið. 1:2 (48.) Eftir misheppnaða sendingu íslendinga á vallarhelmingi Dana kom snögg skyndisókn. Dennis Rommedahl óð upp hægri kantinn og inn í vítateig þar sem hann skaut hörkuskoti. Arni Gautur Arason varði vel, boltinn barst út í miðjan vítateig þar sem Brynjar Björn Gunnarsson ætlaði að hreinsa frá en skaut boltanum beint í brjóstkassann á Morten Bisgaard og þaðan þeyttist hann I netið. Gul spjöld: Tryggvi Guðmundsson, ísiandi, (49.) fyrir brot. Jon Dahl Tomasson, Danmörku, (54.) fyrir brot. Brian Steen Nielsen, Danmörku, (62.) fyrir brot. Peter Schmeichel, Danmörku, (79.) fyrirtafír. Claus Jensen, Danmörku (90.) fyrir brot. Rauð spjöld: Brynjar Björn Gunnarsson, íslandi (73.) fyrir “brot”. 1 A Metáhorf hjá TV Danmarkl Það var lengi óljóst hvort danska sjónvarpsstöðin TV Dan- markl fengi leyfi til að sýna beint frá Laugardalsvellinum. Aðeins 55% af dönsku þjóðinni nær útsendingum stöðvarinnar og stangaðist það á við reglugerðir um sjónvarpsútendingar frá stórmótum í knattspyrnu. Þrátt fyrir það var um hálf milljón Dana fyrir framan sjónvarpstækin á laugardagskvöld og fylgdust þar með landsleik íslendinga og Dana. Eyjólfur Sverrisson, fyrirliði íslands Ekki dóm- aranum að kenna EYJÓLFUR Sverrisson, fyrirliði íslenska liðsins, var dapur eftir leikinn gegn Dönum. Leikurinn sem gaf lof um svo mikið endaði með sömu vonbrigðum og síðustu leikir íslands gegn Dönum. Eyjólfur gaf þó svo sannarlega tóninn er hann skoraði af miklu harðfyigi strax á 12. mínútu eftir góðan undirbúning Rúnars Kristinssonar og Ríkharðar Daðasonar. Þegar Eyjólfur var spurður hvernig tilfinning hafi verið að skora hjá Peter Schmeichelk, svar- aði hann: „Hún var EWr bara góð, sérstak- IrísiBjörk lega þar sem við Eysteinsdóttur komumst yfir og ætluðum að halda því. Hún var bara eins og hvert ann- að mark, ekkert öðravísi." Fannst þér varnarleikur ísienska liðsins ganga upp? „Ekki í heildina. Það vora kaflar hjá okkur sem vora góðir. í fyrri hálfleik voram við of aftarlega og náðum ekki að halda öllu liðinu sam- an nógu vel og það var of mikill laus- leiki á liðinu. I seinni hálfleik ætluð- um við svo að fara framar og voram kannski of bráðir í byrjun og þeir fengu þetta heppnismark þegar við hreinsuðum í brjóstkassann á Denn- is Rommedahl og inn í markið. Það var náttúrlega gríðarlega svekkj- andi. Eftir það settum við að vísu pressu á þá og reyndum hvað við gátum að jafna metin en höfðum kannski ekki heppnina með okkur.“ Hvað gerðist í vöninni þegar ís- land fékk fyrra markið á sig? „Þetta var bara skot af 20 metra færi og við voram bara ekki nógu fljótir að fara í Jon Dahl. Mörkin gerast yfírleitt þegar einhver mis- tök eiga sér stað.“ Þar sem þú ert fyrirliði liðsins, fannst þér réttilegt að Brynjar skyldi hljóta rauða spjaldið? „Nei, mér finnst náttúrlega aldrei rautt spjald hjá mínum leikmönnum sanngjarnt. Dómarinn dæmir leik- inn og hann sér þetta kannski á sín- um nótum og það er ekkert hægt að breyta því enda hef ég aldrei vanið mig á að kenna dómuram um þegar ég tapa leik. Ég tjái mig aldrei um dómarann, en ef ég ætti að gefa hon- um einkunn fannst mér hann ekkert góður en það er ekki útaf því sem við töpuðum þessum leik. Hann átti engan stórleik, en ekki við heldur." Hvernig fannst þér þú koma út úr þessum leikpersónulega? „Ég er bara svekktur yfir því að hafa tapað þessum leik og þá hefur ekki gengið upp það sem maður ætl- aði sér og þá er maður ekki ánægð- ur með leikinn,“ sagði Eyjólfur. Erfiðara að leika í Reykjavík en Prag Morten Olsen, landsliðsþjálfari danska liðsins, var ánægður með stigin þrjú sem liðið innbyrti á íslandi. Olsen sagði jafnframt að danska liðið hafi aðeins sýnt þriðj- ung af eðlilegri getu í leiknum og að leikurinn gegn Islandi væri erfiðara verkefni en að mæta Tékkum á úti- velli. „íslendingar hafa náð hagstæð- um úrslitum gegn sterkari þjóðum en okkur hér í Reykjavík og ég er sáttur við úrslit leiksins," sagði 01- sen á blaðamannafundi eftir leikinn. „Við sýndum styrk að jafna leik- inn með góðu marki frá Tomasson en ég er ekki ánægður með leik liðs- ins í seinni hálfleik. Við hefðum get- að tekið af skarið og framkvæmt meira í sóknarleik okkar. Að mínu mati er það erfiðara verkefni fyrir okkur að leika hér í Reykjavík en gegn Tékkum á útivelli. Islenska liðið hefur náð góðum úrslitum á sínum heimavelli og eftir að þeir komust yfir gegn okkur var allt út- lit fyrir að okkur gengi erfiðlega að jafna leikinn. Danska liðið stjórnaði leiknum að mestu og það var hluti af okkar undirbúningi fyrir leikinn að við ætluðum okkur að vera þolin- móðir og nýta marktækifærin okk- ar vel. Samt sem áður vorum við ekki nógu ákveðnir eftir að íslenska leikmanninum var vísað af velli og það er hlutur sem við getum ekki sætt okkur við. Liðið átti að geta sótt mun meira einum fleiri og það vantaði meiri hraðabreytingar á hlaup leikmanna með og án bolta. íslenska liðið skapaði ákveðna hættu á lokakafla leiksins er þeir fengu horn og aukaspyrnur en það er helsti styrkur þeirra og ég veit að íslenska liðið á eftir að ná góðum úrslitum á heimavelli. Það er gott veganesti að við náum hagstæðum úrslitum í fyrsta leik okkar í undan- keppni HM en við getum gert mun betur,“ sagði Olsen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.