Morgunblaðið - 05.09.2000, Page 10
10 B ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ
Ekkin
Eftir
IrisiBjörk
Eysteinsdóttur
legóg
hjá o
HELGI Kolviðsson byrjaði inná
gegn Dönum í stað Brynjars
Björns Gunnarssonar. Hann
lék á miðsvæðinu ásamt Rún-
ari Kristinssyni en var síðan
færður aftur í hægri bakvörð
er Auðun Helgason þurfti að
fara meiddur af leikvelli.
„Manni líður aldrei vel eftir
tapleiki, það er Ijóst. Við vor-
um bara mest fúlir út í sjálfa
okkur. Við vitum að við getum
spilað mikið betur en við vor-
um ekki að gera okkar besta
hér í dag,“ sagði Helgi eftir
leikinn.
Hvað fannst Helga fara úrskeið-
is í leiknum gegn Dönum?
„Við komumst náttúrulega 1:0 yfir
og þá hörfuðum við
alltof mikið aftur og
þeir komust of mik-
ið inní leikinn. Við
vorum bara of aft-
arlega á vellinum. Við vorum að
detta inn í leikinn í síðari hálfleik,
þetta var að koma en þá misstum
við mann útaf og þá var vonin orð-
in ennþá minni. Maður verður bara
að segja að þeir hafi spilað þetta
vel og unnu.“
Hverrtig var að fara úr því að
vera miðjumaður í bakvarðarstöð-
una þegar Auðun Helgason fór út-
af?
„Það var dálítið erfitt því ég var
búinn að stfla mig inná miðjusvæð-
ið og undirbúa mig með þvi hugar-
fari. Eg var búinn að reyna að
kynna mér andstæðingana þar en
svo eftir 25 mínútur þurfti ég að
skipta um og það var ekki auðvelt.“
Var mikil vinnsla á ykkur í vörn-
inni?
„Við vorum að gera okkur lífið
alltof erfitt. Við vorum aðeins of
aftarlega á vellinum, samt vorum
við stundum að reyna að koma
okkur út og fengum þá stungu-
sendingar á okkur þannig að það
var mikið um hlaup. Ef leiðin var
fram á við þá voru langar sending-
ar notaðar og það var of erfitt."
Hafðirðu trú á sigri allan tím-
ann?
„Þeir voru nú ekki að skapa sér
mörg færi og annað markið þeirra
hefði ekki getað verið verra.“
Hefðuð þið getað spilað meira í
sóknarleiknum í stað þess að nota
langar sendingar?
„Þeir voru mjög þéttir fyrir á
miðjunni. Við hefðum átt að spila
meira upp kantana og nota okkar
skallamenn því við vorum með
mikla yfirburði í sköllunum. Það
bæði sýndi sig i markinu og eins
bara öllum skallaboltum því við
unnum þá alla þama frammi. Við
vorum bara aðeins of langt frá
markinu og komust ekki nær og
náðum ekki að ógna þeim nógu
mikið,“ sagði Helgi.
■ -V' -. v
) ^
1
_
Tryggvi Guðmundsson á hér í höggi við hægri bakvörðinn Bjama Goldbæk, leikmann Fulham.
Við vorum full-
taugaveiklaðir
„VIÐ byrjuðum leikinn mjög vel en náðum því miður ekki að fylgja
þessari góðu byrjun eftir. Við bökkuðum kannski of mikið til baka
og vorum fullvarkárir eftir markið sem við skoruðum," sagði Árni
Gautur Arason, markvörður íslenska landsliðsins, við Morgun-
blaðið eftir leikinn.
Það var lítið við mörkunum að
gera. Tomasson smellhitti
boltann í fyrra markinu og hann
steinlá neðst í
markhorninu. I
öðru markinu náði
ég fyrst að verja
skotið en ég átti
enga möguleika á að komast fyrir
skotið sem kom upp úr frákastinu.“
Þú hafðir annars ekki mikið að
gera í leiknum þrátt fyrir að Dan-
irnirhefðu haft undirtökin?
Guðmundur
Hiimarsson
skrifar
„Nei, alls ekki. Danirnir voru
ekki að skapa sér mörg færi og það
er því mjög leiðinlegt að þeir
skyldu ná að skora tvivegis.Við
náðum ekki að spila okkar leik og
við hefðum mátt þora að halda
knettinum meira innan liðsins.
Menn voru fulltaugaveiklaðir en
það verður ekki litið framhjá því að
danska liðið er mjög gott. Það þýð-
ir samt ekkert að hengja haus yfir
þessu og við verðum bara að
gleyma þessum leik sem allra fyrst
°g byrja að einbeita okkur að
næsta leik.“
Nú ert þú tekinn við hlutverki
markvarðar númer eitt í landslið-
inu. Ert þú tilbúinn til þess?
Já, mér finnst ég alveg vera klár
í það. Nú er þetta bara undir mér
komið að sýna að ég eigi skilið að
vera í liðinu.Það eru eflaust margir
sem vilja fá þessa stöðu svo maður
verður að vera á tánum og standa
sig til að halda stöðunni,“ sagði
Árni Gautur Arason.
Auðun frá í tvær til þrjár vikur
Auðun Helgason varð að fara af
velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla
og strax eftir leik var hann kominn
með hækjur. Auðun sagðist í sam-
England fékk uppreisn æru
England kom sér aftur á kortið
sem ein af betri knattspymu-
þjóðum heims eftir 1:1 jafntefli í
vináttuleik gegn Frökkum á Stade
de France-leikvanginum í París.
Englendingar fengu því uppreisn
æru eftir afleitt gengi á Evrópu-
mótinu í sumar. Þeir spilltu þar
með kveðjuveislu Laurent Blanc
og Didier Deschamps sem báðir
léku sinn síðasta leik fyrir Frakk-
lands hönd. Deschamps, sem er
sigursælasti fyrirliðinn í franskri
knattspyrnusögu, var að leika sinn
103. landsleik á meðan Blanc lék
sinn 97.
Bemard Lama stóð á milli
stanganna í marki Frakka þar sem
Fabian Barthez á við meiðsli að
stríða. Englendingar stilltu Andy
Cole upp einum frammi en þrátt
fyrir það þurfti Lama þrisvar að
taka á honum stóra sínum er hann
varði einu sinni glæsilega frá Cole
og tvisvar frá Nick Barmby.
Emmanuel Petit skoraði fyrst
fyrir Frakka eftir frábæra send-
ingu frá Zidane. Lilian Thuram
hefði síðan getað komið Frökkum í
2:0 er hann skaut framhjá í ákjós-
anlegu færi. Michael Owen kom
inná sem varamaður síðasta stund-
arfjórðunginn og skoraði fjórum
mínútum fyrir leikslok. Hann von-
ar að markið dugi honum til að
komast í byrjunarliðið fyrir fyrsta
leik Englands í undankeppni HM
sem fram fer í næsta mánuði gegn
Þjóðverjum.
tali við Morgunblaðið reikna með
að verða frá í tvær til þrjár vikur.
„Ég ætlaði að hreinsa boltann
frá snemma leiks en hitti það illa
að fóturinn fór í grasið. Ég hélt
áfram en ég fann að fóturinn dofn-
aði meira og meira og því var ekki
um annað en að biðja um skiptingu.
Það var mjög sárt að þurfa að yfir-
gefa völlinn svona snemma.“
Það var á brattann að sækja fyr-
ir ykkur íþessum leik?
Já, við lágum ansi aftarlega og
vorum hálfdaufir í fyrri hálfleikn-
um. Þegar við unnum boltann vor-
um við mjög aftarlega á vellinum
og áttum erfitt með að spila honum
upp. Það vantaði meira þor I okkur
og það var ákveðið kjarkleysi í lið-
inu. Það var reiðarslag að fá þetta
mark á sig í upphafi seinni hálfleik
og þegar Brynjar var rekinn útaf
var enn meira á brattann að sækja.
Það kom þó smáneisti og barátta í
liðið þegar við vorum orðnir manni
færri en við náðum samt ekki að
ógna Dönunum að ráði. Jafntefli
hefði verið ásættanleg úrslit og við
vorum búnir að ræða það innan
hópsins fyrir leikinn að við yrðum
ágætlega sáttir við annað stigið.
Danska liðið var að leika vel, það
var góð hreyfing á mönnunum og
þeir héldu boltanum vel. Fyrir okk-
ur er ekki annað að gera en að setj-
ast niður og ræða það sem fór úr-
skeiðis,“ sagði Auðun.